Ísafold - 27.11.1897, Page 1

Ísafold - 27.11.1897, Page 1
Kemur út ýmist einu si nniefta tvisv.ivibu. Verð árg.(90arka roinnst)4kr., erlendis 6 kr.eöa l‘/» doll.; borgist í'yrir miðjan júli(erlendis fyrirí'ram). ISAFOLD o Dppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema kominsje til útgef'anda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstræti 8. Reykjavík, laugardaginn 27. nóv. 1897- XXIV. árg. Lotteri! 200 krórid gullúr fyrir 1 krónu. Samkvæmt leyfi landshöfðingja verður haldið lotteri til þess að koma ut 2 gripum, er gefnir voru í fyrra til landskjálftasamskotanna, gullúri og gullhring. Seðlar til sölu á I kr. í dag og næstu vikur í afgreiðslu ísafoldar (Austurstræti 8) og nokkrum búðum lijer. Dregið verður um miðj- an næsta mánuð. Jteykjavik 20. nóv. 1897. Sauiskotanefndin. Sannfæriii£askipti. ii. (Siðari kafli). ÞriSja mótbára »Nýju Aldarinnar« gegn stjórnartilboðina í sumar er sú, að með því væri valdiS dregið út úr landinu, í stað þess sem öll stjórnarbótarviðleitni vor hafi að því keppt, að fá sem mest af því inn í landiö. Þessari skoðuu var haldiö allfast fram á síð- asta þingi og eins í blööunum á undan þingi. Margir skynsamir menn hafa sjálfsagt að henni hallazt í fyrstu. En eins víst er hitt, að ýms- ir þeirra, að líkindum flestir, hafa síðar áttað sig á því, við rækilegri fhugun, að hún sje sprottin af misskilningi. Röksemdafærsla )>N3'ju Aldarinnar«, að því er þetta atriði snertir, er á þessa leið: »Landshöföingjavaldiö er, jafnvel svo ábyrgð- arlaust sem það er, þó háð siðferðislegum á- hrifum, sem ráðgjafi í Kaupmannahöfn yrði ekki háður. Landshöfðingi lifir hjer í landinu og getur eigi farið á mis við áhrif frá þingi og þjóð.........Hann andar að sjer sama loptinu, lifir í sama loptslaginu, líkamlega og andlega, eins og þjóðin«. Það væri rangt að gera lítið úr þessu at- riði. Auðvitað hefir heimilisfestan sína þýð- ing, enda enginn vafi á þvf, að að því verður keppt, að fá ráðgjafann búsettan hjer. En of mikið má líka úr þessu gera. Oss dettur í hug einu maður, sem fjekkst allmikið við málefni lands vors og var þó húsettur í Kaupmannahöfn, Jón Si'jurðsson. Skyldi hann ekki hafa verið fullkomlega í eins góðu samræmi við vilja þjóðarinnar eins og embættismennirnir hjerna í Reykjavík? , Var hann ekki emmitt jafnaðarlegast fulltrúi fyrir þjóðarviljann, en þeir andstæðir honum. Þeir önduðu þó að sjer sama loptinu eins og þjóð- in, en hann ekki — að minnsta kosti ekkert fremur en þessi ráðgjafi, sem hjer er um að ræða. Og þó var ólikt örðugra fyrir hann að ná í andlega loptiö hjeðan heldur en fyrir ráð- gjafann fyrirhugaða. Það er mun meira af opinberum umræðum um landsmál nú en á hans dögum. Og það var ólíkt minni nauö- syn fyrir hann að leitast við að laga sinn vilja eptir vilja þjóðarinnar heldur en það mundi verða fyrir ráðgjafann. En berum nú saman, hvernig landshöfðingi og ráðgjafi standa að vígi með að verða fyrir áhrifum af þjóðinni. Landshöfðinginn er búsettur hjer. Hann á þannig kost á að kynnast Reykvíkingum, og eðlilega verða kynnin mest af þeim mönnum, sem standa á eitthvað svipuðu stigi eins og hann, að því er snertir menntun og mann- virðingu. Honum er og innan handar að fá vitneskju um skoðanir landsmanna, að þvl leyti sem þær koma fram í blöðunum. En hann er háður svo öröugum skrifstofuönnum, að við þetta verður að sjálfsögðu að lenda að mestu eða öllu leyti. Það er alls engin von, að hann geti varið nema tiltölulega mjög litlum tíma til þeirra mála, sem ráðgjafa er um fram allt ætlað að veita forstöðu og þjóð- inni ríður mest á, framfaramála hennar. Það er flestum kunnugt, að lítið hefur hingað til borið á áhrifunum, sem landshöfðingjar vorir hafi orðið fyrir af þjóðinni í þeirn mál- um. Það er ekki sagt til þess að gera lítið úr embættismönnum vorum — síður en svo. Það er lítt hugsandi, að öðru vísi hefði getaö farið, eins og stöðu þeirra hefur verið háttað. Ráðgjafinn er ekki búsettur hjer. En honum er ekki ætlaö annað starf en að fast við framfaramál vor. Hann mundi að sjálf- sögðu dvelja hjer á landi lengri eða skemmri tíma á hverju ári — ekki að eins í Reykja- vlk, heldur ferðast um landið í því skyni aö sjá ástandið, framfarirnar, kyrrstöðuna eða apturförina, með eigin augum, og heyra kröf- urnar með eigin eyrum. Hann hefði þannig miklu betra tilefni en landshöfðingi til þess að komast í náið samband við alla þjóðina. Auðvitað ætti hann jafnan kost á því, eins og landshöfðingi, að kynna sjer umræðu um landsmál, að því leyti sem þær birtust á prenti. Haun kynni að verða enn reykvíkskari, ef hann væri búsettur hjer, en ef hann á heima í Khöfn. En það væri sannarlega meira en lítið ólag, ef þjóðin í heild sinni ætti mikið öðrugra með að beita á hann áhrifum sínum en á landshöfðingja. En gerum rað fyrir, að líkindin fyrir bein- um áhrifum þjóðarinnar á landshöfðingja og ráðgjafa verði álíka mikil. Afstaða þeirra hvors um sig við þingið ríöur af baggamun- inn og langt fram yfir það. Landshöfðiiigi er óháður þinginu. Öll aðal- störf hans ganga sinn vanagang, hvernig sem samkomulag hans við þingið er. Þingið get- ur ekkert haggað við stöðu hans, svo lengi sem ráðgjafinn er ánægður með hans störf. Hann ber enga ábyrgð á úrslitum neins þing- 84. blað. máls. Og þó að þingið hafi einhver áhrif á hann, fái hann á sitt band, þá er ekki þar með nein trygging fengin fyrir því, að þing- ið sje neinu nær með að fá vilja sínum fram- gengt, af því að það er ekki landshöfðinginn, sem ræður úrslitunum, þegar til kemur, Það ber enda ekki allsjaldan við, að landshöfðingi getur ekkert um það sagt, hvort hin eða önnur lagaákvæði muni öðlast samþykki ráðgjafans, svo að þingið getur enga hliðsjón haft á vilja þess manns, sem mest er undir komið. Ráðgjafi er háður þinginu. Starf hans gengur vel eða illa eptir því, hvort hann kemur sjer vel eða illa saman við þingið. Hann ber, framar öllum öðrurn mönnum, sið- feröislega og lagalega ábyrgð á því, hvernig landsmál ganga, og allt verður hann að leggja það undir þingsins dóm. Hve nær sem þing- ið fær sannfært hann um eitthvað, þá er því máli þar með framgengt, ef framkvæmdin er ekki ofvaxin kröptum þings og stjórnar. Því að úrslitavaldið er í höndum hans, sje kon- ungur honum eigi samþykkur. Og hann hlýt- ur að hafa svo sterka hvöt til þess að láta sannfærast af þinginu, sem nokkur frjáls mað- ur getur haft. Því að embætti hans er mjög á þiugsins valdi. AS minsta kosti væri það gersamlega dæmalaust í þingsögu þjóðanna á síðari tímum, ef hann segði ekki af sjer, eptir að meiri hluti beggja þingdeilda eða samein- að þing væri orðið honutn verulega andstætt. Er það nú að færa valdið út úr landiuu, að þingið hættir að semja við ábyrgðarlausan landshöfðingja, sem ekkert virslitavald hefir í löggjafarmálum, en fari í þess stað að semja við ráðgjafann sjálfan og fái færi á að beita öllum sínnm áhrifum beint á hann og að svipta hann embætti síuu, þegar í haröbakk- ana slæst? Nei! pað er að fcera valdið inn í landið. — Vjer höfum nú leitazt við að athugá allar þær mótbárur, som ritstjóra »Nýju Ald- arinnar« hafa enn hugkvæmzt gegn tilboöi stjórnarinnar í sumar. Hvernig sem vjer veltum þeim fyrir oss, getum vjer ekki komizt að annari niðurstöðu en þeirri, að það væri vel til fundið af ritstjóranum, að hafa nú sem allra fyrst sannfæringarskipti á nýjan leik, og stuðla að því, eins og haun hafði vilja til í sumar, að þjóðin fari ekki á mis við þær mikilsverðu rjettarbætur, sem henni hafa boðizt.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.