Ísafold - 02.02.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.02.1898, Blaðsíða 2
22 Umræðurnar í Stúdentasamkundunni. Frásösn ísafoldar staðfest af rseðumönninn sjálfuin. Sjálfsagt rekur lesendur vora minni til þess, að ísafold flutti í byrjun síð- asta desembermánaðar ágrip af um- rœðum um stjórnármál vort, sem fóru fram í Stúdentasamkundunni í Kaup- mannahöfn 6. nóv. f. á. Vms önnur blöð skýrðu frá sömu umræðunum á allt annan hátt en Isafold. |>eim sagðist svo frá, sem dönsku ríkisþings- mennirnir, sem tóku þátt í umræðun- um, hefðu lagzt allir á eitt með að fordæma stefnu þá í stjórnarbótarmáli voru, sem hófst á síðasta þingi og al mennt er kennt við dr. Valtý Guð- mundsson. Vitaskuld voru þau afar- hróðug út af að geta fært slíkar frjett- ir. Eptir þeirri kenningu var nú svo langt komið, að Danir voi'u farnir að hafa vit fyrir Islendingum, að því er íslenzk 8tjórnmál snerti. Og, eins og nærri má gúta, átti frásögn ísafoldar að vera helber ósannindi. J>að vill nrt svo vel til, að Isafold getur fært lesendum sínum vottorð frá þessum þiugmönnum sjálfum. Nú þarf því ekki framar um það að deila, hvernig þeir hafa tekið í strenginn. Tveir þeirra hafa skrifað dr. Valtý Guðmundssyni; einn þeirra ísafold. Vjer prentum hjer brjef þeirra í ná- kvæmri íslenzkri þýðingu. I. Rikisþinginn, Khöfn 11. jan. 1S9S. Hr. clr. V: Guðrrtvndsson. Orð mín í Stúdentasamkundunni stefndu í aðalatríðunum í þá átt, að þeir íslendingar, sem ynnu að því að fá sjálfstæðan íslenzkan landstjóra og nokkra íslenzka ráðgjafa, yrðu að gera sjer það ljóst, að þeir væru í raun og veru að vinna að því að leysa ísland úr sambandinu við Danmörku. Yrði stöðu Islands þann veg háttað, leit jeg svo á, sem styrkur sá, sem Islandi er á ýmsan hatt veittur af hinu danska ríki, hlyti að hverfa burt. Jafnframt var jeg því meðmæltur, að rjettmæt- um kröfum Islendinga yrði sinnt, að svo miklu leyti, s m framast væri unnt, einmitt í því skyni, að styrkja sam- bandið milli Islands og Danmerkur, og jeg fjellst á það fyrirkomulag, sem þjer, hr. doktor, hafið stungið upp á, taldi það einu leiðina, sem unnt væri að fara, ef sambandið milli íslands og Danmerkur ætti ekki að slitna. Virðingarfyllst Holger Burdam. II. liosenborggade o, 2, 13. jan. 1898. Hr. dr. V. Guðmundsson\ Jeg verð að kannast við, að það. er rjett, að við umræðurnar um íslenzjt mál í Stádentasamkundunni í nóvem- bermánuði ljet jeg það í Ijósi, — í samræmi við hr. Boga Melsted, eptir því sem jeg skildi hann — að jeg, sem annars er ókunnugur málunum, teldi það, samkvæmt þeim skilningi, sem jeg hafði fengið af umræðunum um kveldið, heillavænleg úrslit máls- ins, ef sjermál Islands yrðu falin ráð- gjafa, sem væri búsettur á Islandi, en að ráðgjafi í Kaupmannahöfn hefði aptur á móti með höndum sambands- mál Islands og Danmerkur. Vinsamlegast H. Trier. y1- Til ritsj&ra »lsafoldar«. Athygli mín hefur verið að því leidd, að í ýmsum blöðum í Beykja- vík, þar á rneðal í yðar heiðraða blaði, hafi verið greinilegar skýrslur um um- ræður þær, sem fram fóru í síðastliðn- um nóvembermánuði í »Stúdentasam- kundunnin í Khöfn á eptir fyrirlestri, sem dr. Valtýr Guðmundsson hjelt um stjórnmál Islands. Jeg verð að kann- ast við það, að þegar jeg tók þátt í umræðum þessum, datt mjer ekki í hug, að orðum rnínum mundi verða sá sómi sýndur, að frá þeim yrði skýrt í íslenzkum frjettablöðum. þ>að er ekki siður að fræða almenning um þessi ræðuhöld í »Stúdentasamkundunni«, sem fara fram á nóttunum yfir púns- glösum. Jeg tók þátt í umræðunum eingöngu fyrir þá sök, að mig langaði til að fá nákvæmari skýringar hjá dr. V. G. og öðrum Islendingum, sem viðstaddir voru, viðvíkjandi þeim at- riðum, sem stjórnarmálsbarátta ls- lands lýtur að á þessum tímum. þótt skömm sje frá að segja, hafði jeg ekki rannsakað þessi atriði með svo mikilli sjálfatæðni, að jeg hefði haft rjett til að láta nokkra ákveðna skoðun í ljós. Einkum langaði mig til að fá að vita ástæðuna fyrir því, að Ís!and8ráðgjafinn heldur því fram að sjermál Islands eigi stöðugt að flytja í ríkisráði Dana. I tilefni af fyrirspurn minni þessu viðvk'kjandi gerði dr. V. G. grein fyrir þeim ástæðum, sem ráða mundu skoð- un ráðgjafans í þessu efni, en jafn- framt sýndi hann Og fram á, hvernig ekki væri, eptir því, sem hann liti á, nein viðurkenning um rjettmæti stjórn- arskoðunarinnar fólgin í frumvarpi því, er hann hafði flutt á alþingi. f>á ljet jeg f ljós þá ósk, að frá Dana hálfu tækist að verða ríflega (i vidt Omfang) við óskum Í8lendinga, og sjer í lagi ljet jeg uppi þá von, að það reyndist vinnandi vegur að hverfa frá þeirri kröfu, að sjermál íslands yrðu flutt í rfkisráðinu danska. Jeg ljet ekki í nafni sjálfs mín og því síður í nafni nokkurs dansks stjórn- málaflokks uppi neina skoðun við þetta tækifæri viðvíkjandi stjórnarmálsbar- áttu fslendinga. Jeg ljet þess ekki getið, að jeg fjellist á stjórnmálastefnu V. G., og mjer gat ekki heldur til hugar komið að vera henni mótfallinu. Jeg lít svo á, sem dr. V. G. eigi þakk- ir .skilið fyrir það, að hann studdi við þetta tækifæri verulega að því, að, meðal annara, danskir stjórnmálaraenn kæmist í skilning um þau atriði, sem eru uppi á teningnum í stjórnarskrár- baráttu Islendinga. Enginn vafi er á því, að hjer í Danmörku er mikil þörf á slíkri fræðslu. Fyrsta skilyrðíð fyr- ir samkomulagi er það, að hvorir skilji aðra. Verði ríkisþingi Dana ljóst, hvað það er, sem alþingi íslendinga og Islands-ráðgjafann greinir á um, er hugsanlegt að það (ríkisþingið) geti beitt áhrifum sínum í þá átt, að nema það burt, sem verið hefir því til fyrir- stöðu, að ráðið yrði til lykta þessari langvinnu deilu. J>ágæti svo farið, að niðurstaðan yrði sú, að það kæmi að engu leyti í bága við hagsmuni Dana, þótt alþingi og ráðgjafi íslands yrðu óháð ríkisvaldinu, og þeim veitt full- komið vald yfir sjermálum íslands, bæði að því er snertir löggjöf og um- boðsstjórn. Að minnsta kosti ætti að verða unnt að finna þá trygging, sem þörf kynni að vera á, fyrir því að hagsmunum Dana yrði ekki mis- boðið, ef málið væri rætt af góðum hug frá báðum hliðum. Jeg þarf ekki að taka það fram, að Danir hafa ekki annað en góðvildarhug til íslands og Islendinga. þar á móti væri það á- reiðanlega æskilegt, að áhuginn og skilningurinn á Islands-málum væri töluvert meiri hjer í Damnörku en nú er. En er ekki Islendingum sjálfum nokkuð um að kenna f því efni? * * |>að dyjst víst engum, sem þessi brjef les og ber þau saman við fregn- brjef ísafoldar frá 8. nóv f. á., að ísa- fold hefir skýrt alve / rjett frá ræðum þessum. Dr. Bördam og hr. Trier staðfesta frásögn vora orð fyrir orð. Og þó að hr. Oct. Hansen skýri ekki eins nákvæmlega frá sínurn orðum, eins og gert hafði verið í blaði voru, þá ber honum alveg saman, svo langt sem frásögn han3 nær, við það, sem frjetta ritari vor hafði eptir honum haft. Mest er auðvitað um það vert, að hann neitar því afdráttarlaust, að hann hafi meelt á móti steýnu dr. V. G. í stjórnarskrármálinu — segir, að sjer hefði ekki getað slíkt til hugar kom- ið. En hvað á að segja um atferli þeirra blaða eða þeirra frjettaritara, sem skrök- va upp ummælum fjarstaddra manna í þeirri von, að engin leiðrjetting fáist? Slíkt háttalag sýnir bezt, hve vand- ir þeir eru að meðulum, sumir hverjir, sem fyrir hvern mun vilja girða fyrir það, að þjóð vor fái að njóta þeirra umbóta á stjórnarfarinu, sem henni buðust í surnar. Og það sýuir ekki síður, hve mikla trú, eða hitt þó beld- ur, þeir hafa á sannleikanum í sinni þjónustu. Knudtzons-verzlun í Hafnarfirði hefir W. Fischers- verzlun nú keypt (stórkaupm. Fr. Fischer), ásamt útistaudandi skuldum frá öllum 3 verzlunum hans hjer við flóann. Sú í Keflavík áður seld Duus- verzlun þar, og húsin hjer bankanum, en verzlunin lögð niður. Verzluninni í Hafnafirði stendur til að Guðm. Olsen, yfirbókhaldari við Fischers- verzlun í Reykjavík, veiti forstöðu. Ný lög. J>essi 14 smálög frá síðasta alþingi hefir konungur staðfest 18. desbr. f. á., í viðbót við áður staðfest 15 (sjá ísafold 11. des.): . 16. Umbrúargjörð á Ornólfsdalsá. 17. Um brýrnar á Skjálfandafljóti, 18 Um að umsjón og fjárhald nokkurra landssjóðskirkna skuh fengið hlutað- eiganda söfnuðurn í hendur. 19. Um lækkun á fjárgreiðslum þeim, er hvíla á Hólmaprestakalli í Suður-múlapró- fastdæmi og Staðarprestakalli í Barð- arstrandarprófastdæmi. 20. Umbreyt- ing á lögum um styrktarsjóði handa alþýðufólki. 21. Um breytmg á reglu- gjörð 3. maí 1743, 69 gr., og konungs- úrskurði 26. sept. 1833. 22. Viðauka- lög við sóttvarnarlög 17. des. 1875. 23. Um stækkumjverzlunarlóðar á Eski- firði. 24. Um stækkun verzlunarlóðar á Nesi í Norðfirði. 25.—29. Um lög- gilding verzlunarstaða: á Grafarnesi við Grundarfjörð, á Firði í Múlahreppi, við Haganes í Fljótum, á Hjalteyri við Eyjafjörð, og hjá Hallgeirsey f Bangárvallasýslu. Strandferðabátar hins sameinaða gufuskipafjelags hefja göngu sína frá Reykjavík 15. og 16. apríl, annar vestur um land og hinn austur, mætast á Akureyri og hverfa þaðan aptur sömu leið. Er skrifað hingað frá Khöfn, að þá (um miðjan f. mán.) sje verið að kaupa þá í Norvegi og að þeir eigi að verða all- stórir. Viðkomustaðir hjer um bil eins og þingið fór fram á, 30 fyrir vestau- bátinn og 25 fyrir hinn. f>eim eru ætlaðir 10—12 dagar til hverrar ferð- ar hvora leið, eða nál. 1 mán. til alls ferðalagsins frá Beykjavík og þangað aptur, að viðdvöl meðtalinni á endastöðvunum. Ferðirnar 6 alls fyrir vestanbátinn og 7 fyrir hinn, hin síðasta í október. Slimon dáinn. Hinn þjóðkunni skozki kaupmaður, Bobr.rt D. Slimon, er lengi keypti eða ljet kaupa hesta og fje á fæti m. m., ljezt 5. f. m. að heimili sínu í Edina- borg. af heilablóðfalli, sjötugur að aldri. Ekki aukaþing. Með póscskipinu kom áreiðanleg vissa um það, að stjórnin ætlar ekki að kveðja til aukaþings á sumri kom- anda. Sjálfsagt verður mörgum fyrst að spyrja, hvort stjórnin sje þá horfiu frá þeirri stefnu, sem hún tók síðast- liðið vorí stjórnarskrármálinu. Spurn- ingin liggur því beinna við, sem það getur engum óblindum manni dulizt, að ekki er stjórnarinnar þægðin, að sú. stefna uái fram að ganga. f>að eru engin sjerleg hlunnindi fyrir hana að verða að biðja ríkisþing Dana að auka til muna fjárframlögia til stjórn- ar Islands. Og henni er enginn sjer- stakur greiði gerður, þó að alþingi þiggi aukið vald fyrir sjálft sig og mikilsverðar rjettarbætur, sem meðal atmars gera þjóðinni margfalt ljettara aðstöðu í öllum frekari stjórnarbótar- kröfum. f>að er því alls ekki furða, þó að ýmsir hafi óttazt, eptir úrslitin, sem stjörnarskrármálið fjekk á síðasta þingi, að stjórnin mundi kippa að sjer hendinni hið bráðasta, sjá sig um hönd, eins og »mannanna börnum« er títt. Eptir frjettura frá Kaupmannahöfn,. sem vjer teljum með öllu áreiðanlegar, er samt eugin hætta á því, að stjórn- in fari þann veg að ráði sínu. Hinu mun mega gera ráð fyrir, að hún standi við tilboð sitt og leggi það fyrir þingið 1899 á venjulegan hátt, í frumvarpsformi. Að líkindum ætti að mega búast við einhverjum boðskap frá henni, málinu viðvíkjandi, í vor, þegar þingannir Dana eru um garð gengnar. Auðvitað getum vjer ekkert um það fullyrt, hvað einkum hafi fyrir stjórn- inni vakað, þegar hún komst að þeirri niðurstöðu að rjúfa ekki þingið með vorinu nje stefna til aukaþings á kom- anda sumri. En getandi er þess til,. að hún hyggist með því gefa oss vísbending um það, sem vjer höfum þegar á minnzt — að ekki liggi henni á. f>að er annað að standa við til- boðið en að sækja það mjög fast, að hinn inálsparturinn, Islendingar, þiggi það. Hugsanlegt er og, að hún búist við því, að þeim mun meiri trygging mundi fyrir þvf verða að íslenzka þjóðin kæmist að skynsamlegri niður- urstöðu, sem húu fengi lengri umhugs- unartíma. Vjer fyrir vort leyti gerum oss ekki í hugarlund, að þörf hafi verið á að gæta slíkrar varhygðar. f>rátt fyrir ópin og óhljóðin í nokkrum blaða- sneplum, dettur oss ekki annað í hug en að mikill meiri hluti þjóðarinnar hafi fengið svo mikið pólitiskt vit, að hann hefði skirrzt víð, hvenær sem til kosninga hefði komið, að hafna jafn- mikilsverðum rjettarbótum, sern þeim, er nú standa til boða. En úr því að ekki er hætt við, að stjórnin taki til- boð sitt sitt aptur fram að næsta þingi, þá verður ekki heldur sagt,. að drátturinn sje oss verulega baga- legur. f>að er að segja, svo framarlega sem ekki verða fyrir þann tíma þannig löguð ráðgjafaskipti í Danmörku, að málið leggist aptur á hilluna eða vjer eigum lakari kosti um að velja. Eitt er víst: þjóðin fær á þennan hátt yfirfljótanlegan tíma til að átta sig á málinu. Enginn getur sagt, að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.