Ísafold - 02.04.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.04.1898, Blaðsíða 1
Kemur nt ýmist einu sinni ecSa tvisv. í viku. YeicT iírg. (SO arka minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. e(Ta l1/2 doll.; borgist fyrir mifíjan júlí (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg/ bnnum vn) áramót, vígild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa bla'ðsins er í Austurstrœti Reybjavík, laugarda^inn 2. apríl 1898. XXV. árar. Fornrjripasafnojiiðtnvd.og ld. kl.ll—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 11'/»— l*/»,ann- ar gæzlustjóri 12—1. Landsbókaxafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl 3) md., mvd. og Id. til útlána. . Vesla fer 4. þ. m. Enginn árinningnr. Ekki er ófróðlegt að athuga stjórn- arbót þá, er Bogi Melsteð bendir Is- lendingum á að keppandi væri að — því fróðlegra, virðist oss, sem orð leik- ur á því, að embættismennirnir í ís- lenzku stjórnardeildinni í Kaupmanna- höfn sjeu honum samþykkir, eða rjett- ara sagt, að þessi kynlegi bæklingurj sem hr. B. M. hefir skrifað, sje beint innblásinn af þeirra anda. Hann vill auka innlenda valdið. Én, eins og vjer höfum áður skýrt frá, er þetta innlenda vald, sem B.M. vill auka, ekkiþingvaldið; þjóðarvaldið. þ>að er embæ'ttisvaldið, landshöfðingja- valdið. Hann ímyndar sjer, að landshöfð- ingjavaldið aukist um allan helming, eða guð veit hvað, ef tillögum hans verður framgengt. Gerum rúð fyrir, að svo færi. Hverju værum vjer bættari? Hefir nokkur lifandi maður hjer á landi ver- ið að biðja um aukið embættisvald? j,að er eins og B. M. haldi, að á sama standi, hvernig valdið er, ef það er innlent að eins. Væri hann ekki vitanlega sögufræðingur, mætti ætla að hann hefði aldrei heyrt getið um neitt innlent vald neins staðar, sem hefði íarið illa að ráði sínu. En, 8vo hugkvæmist honum ekki einu sinni nokkurt ráð til að auka lands- höfðingjavaldið. Gætum áð, í hverju stjórnarbót hans á að vera fólgin: Leggja niður amtmannsembættin og landfógetaembættið; auka í þeirra stað landshöfðingjaskrifstofuna með tveimur deildarhöfðingjum, tveim skrifstofu- stjórum og 4 aðstoðarmönnum. Og svo? >: Svo er það ekki meira! jþetta er sú »stjórnarbót«, sem Bogi Melsteð og »Fjelag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn«, og að sögn embætt- ismennirnir í íslenzku stjórnardeild- inni þar, ætlast til að Islendingar sætti sig við. Fólki kann að þykja það ó- trúlegt, enda skoplegt. En það verð- ur að segja hverja sögu eins og hún gengur. |>ví skal ekki neitað, að það rná telja þessum breytingum talsvert til gildis, enda alls ekki ólíklegt, að að þeitn ræki að meira eða minna leyti, ef ráðgjafi vor mætti á þingiuu. því að það er furðuleg meinloka, sem komizt hefir inn í Boga Melsteð, að sjerstakur íslenzkur ráðgjafi, er mætir á alþingi, mundi að sjálfsögðu hafa tilhneiging til að gera landshöfð- ingjaskrifstofuna sem rýrasta, jafnvel draga til sín »allar þær skýrslur, sem nú eru sendar landshöfðingja«, eins og hann segir á einum stað. Ekki virðist þurfa mikinn skarpleik • til að sjá, að hið gagnstæða mundi verða niðurstaðan. þegar ráðgjafinn er kominn á þing, er honum áríðandi að hafa landshöfðiogjaskrifstofuna sem öflugasta. Hann kemur á þingið til þess, að vera í samvinnu við það, leiðbeiua því, fá það á sínar skoðanir, standa því allan reikningsskap ráðsmennsku sinn- ar. Eítt aðalskilvrðið fyrir því, að honum verði þetta unnt, er það, að hann hafi öfluga aðstoð í landinu sjálfu. Og þá aðstoð hlýtur hann að fá frá lands- höfðingja. En það stendur nú ein- hvern veginn svo á, að Boga Melsteð er þess varnað, að skilja nokkra lif- andi vitund í samvinnu ráðgjafa og þings. Fyrir þá sök hefir honum ekki hugkvæmzt jafn-einfalt og sjélfsagt at- riði eins og þetta. En að koma upp með það að láta alla stjórnarbótarviðleitm íslendinga lenda í þessari euibættabreyting eitini — að minnsta kosti ura óákveðinn tima —, það er rneira en vjer hefðum átt von á —. Embættabrey ting, sem ekki einu sinni stefnir neitt að því markmiði, sem tillögumaðurinn vill halda að, auknu valdi landshöfðingja. |>ví að hver getur sýnt fram á, að vald landshöfðingja aukist lifandi vit- und við það, þó að amtmennirnir og landfógetinn flyttu sig inn í skrifstofur hans? Bogi Melsteð hefir að minnsta kosti ekki gert það, sem ekki er nein von. Breytingin á stöðu landshöfðingja yrði sú ein, að hann hefði sjálfur minna að gera við þau. skrifstofustörf, sem nú er á hann hlaðið. Hann hefði þar af leiðandi meiri tíma en nú til að vinna að löggjöf landsins. En hann hefði ekki lifandi vitund rneira vald. Staða hans væri eptir sem áður á valdi ráðgjafans. Báð- gjafinn hefði eptir sem áður úrslita- valdið í öllum helztu málunum. Lands- höfðingi gæti eltkert sagt meira á þingi eptir en áður um vilja stjórnarinnar. Haun hefði á engan hátt meira vald yfir henni en nú. Nei — það er ekki svo auðhlaupið að því, sem Bogi Melsteð heldur, að auka vald landshöfðingja. Sannleikurinn er sá, að hann hefir nú þegar tiltölulega eins mikið vald eins og nokkur umboðslegur embætt- ismaður í nokkru landi Norðurálfunn- ar, að ráðgjöfi.m undanteknum, og það er alls ekki æskilegt fyrir oss, að hann fái meira vald. jþví stöðu landshöfðingjans er svo háttað og hlýtur að vera svo háttað, að þingið fær aldrei vald yfir henni, nema mjög svo óbeinlínis. Bln yfir rúðjjafastbðunni á það að fá vald. Og yfir henni fœr það lfka vald, svo framarlega sem hann fær sæti á alþingi — eins og öll önnur löggjafarþing Norðurálfunnar hafa feng- ið vald yfir sínum ráðgjöfum. Fyrir peirri breyting er vert að berjast og fyrir þeirri breyting hafa Islendingar allt af verið að berjast. En að auknu landshöfðingjavaldi væri enginn ávinningur. W. G. Spenee Paíerson. Konsúll W. G. Spence Paterson var fæddur 30. ágúst 1854 í Berwick- skíri á Skotlandi. Faðir hans var prestur. Paterson nam skólalærdóm, og stundaði efnafræði við háskólann í Edinborg. Er hann hafði tekið próf þar, gjörðist hann »demonstrator of chemistry« (kennari í efnafvæði) við Dick-College í Edinborg, og gegndi hann þeirri stöðu 3 ár. U m þær mundir var stofnað fjelag á Skotlandi í því skyni, að hagnýta brennisteins- námana í Krísuvík, og gjörðist Pater- son erindreki þess fjelags hjer. Dvaldi hann þá nokkur ár í Hafnarfirði, og hafði hann þar aðalbyggistöð sína 11 ár. Tvo vetur var hann kennari við Möðruvallaskóla. Arið 1892 gjörðist hann forstöðumaður enskrar verzlun- ar í Reykjavík, og gegndi hann því starfi til dauðadags, hinn 28. f. m. Brezkur konsúll var haun frá því 1882. Patersons er sárt saknað af öllum þeim, er þekktu hann. Hann var mikill gáfumaður, einkar-vel að sjer í efnafræði og mörgum öðrura lær- dómsgreinum. Honum þótti mjög mikið koma til hinnar íslenzku tungu, og þess eru 1 fá dæmi, að nokkur útlendingur hafi komizt svo fljótt upp á að tala og rita íslenzku, eins og hann, enda talaði hann hana og skrifaði sem innlendur væri. Hann unni landi voru af alhuga, og var opt gaman að heyra, hversu ákaft hann tók málstað vorn og lands vors, ef hann heyrði oss hallmælt af öðrum. Bókmennta vorra þótti honum mikið til koma, og gegndi furðu, hversu hann sem útlendingur var heima í þeim. Er hann hafði dvalið hjer 3 ár, var hann eitt sinn í brúðkaups- veizlu. |>á er á kvöldið leið, fóru menn að syngja, mest dönsk kvæði. þ>á reis Paterson upp og mæltist til að heldur yrðu sungin íslenzk kvæði; gest- irnir kunnu færri af þeim en Pater son gat minnt á, og þuldi hann þá upp hvert íslenzkt kvæðið af öðru. jpeir, sei^ tilsagnar nutu hjá Pater- son, ljúka allir upp sama munni um það, hversu ágætur kennari hann var; þeir, sem hann veitti atvinnu, eru all- 18. blað. ir samhuga í því, hversu einlægur og vingjarnlegur húsbóndi hann var; þeir fjöldamörgu, sem viðskipti áttu við hann, eru allir samdóma um, hversu ljúfur og áreiðanlegur ’ viðskipta- maður hann var. Vinum sínum var hann tryggur og einlægur; viðfeldnara mann í umgengni gat ekki. I viðtali var hann jafnt fræðandi sem gaman- samur. Svo var hann orðvar, að aldrei mun nokkur maður hafa heyrt hon- um eitt einasta styggðaryrði af vörum falla í fjarverandi manns garð. Paterson var og kom hvervetna fram sem heiðursmaður og góður drengur í þess orðs fyllstu merkingu. Jarðarför hans er ákveðið að fram skuli fara þriðjudaginn 5. þ. m. Þ- Blöð langafa vorra, afa og feðra. Lærdómslistafjeiagsritín. M. Stephensen. Minnnisverð tíðindi. III. m Frá árinu 1776, er » lslandske Maan- edstidender« kom út, og fram að árinu 1796 kemur ekkert tímarit út hjer á landi. En í Kaupmannahöfn gefur ís- lenzka Lærdómslistafjelagið út ársrit fyrir árin 1780—1794. Fjelag þetta var stofnað af 12 ís- lenzkum stúdentum í Kaupmannahöfn árið 1779. En aðalstyrktarmaður þess \ar Jón Eiríksson konferenzráð, með- an hans naut við (t 1787). Enda hafði hann heitið stofnendunum aðstoð sinni. Aðaltilgangur þess ætlaðist Jón Ei- ríksson til að væri sá, »að fræða landa vora í hústjórnarefnum, en aukatilgang- ur að eins að kenna þeim snjöll vís- indi«. Og þeirri stefnu hjelt fjelagið jafnan. Langmest af ritgerðunum í riti þessu mundu nú vera talin eiga heima í ýmiss konar atvinnuritum, en verða ekki talin til eiginlegrar blaðamcnnsku. Fyrir því látum vjer oss nægja að nefna það að eins. Mjög vel var til rits þessa vandað að öllu leyti. En viðtökurnar voru daufar hjá landsmönnum. Salan hjer á landi brást með öllu, að minnsta kosti fyrstu árin, og fjelagið heíðiorð ið að hætta starfi sínu, ef ekki hefði fengizt styrkur hjá konungi. IV. J>að gegnir furðu, að enginn skuli hafa fundið hjá sjer köllun til að rita greinilega ævisögu Magnúsar Stephén- sens konferenzráðs, og það því fremur, sem þjóð vor mun naumast nokkurn tíma hafa sýnt honum fulla sanngirni, metið hann að maklegleikum, lífs nje liðinu, þó að einstakir menn hafi gert það. þjóðbuginn var honum andvígur, meðan hanu lifði og starfaði. Að lík- indum má fullyrða, að hatin sje það enn í dag. Höggstaðina vantar held-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.