Ísafold - 02.04.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.04.1898, Blaðsíða 2
70 nr ekki. Hann var ekki að eíns ráð- ríkur og drottnunargjarn; slíkt fyrir- gefst með tímanum hverju mikilmenni. En hann var barnalega hjegómagjarn; og þó að það sje í sjálfu sjer heldur meiniaus ókostur, þá er það ávallt meinlegt fyrir þann mann, sem með þann ókost verður að dragast. Að Ijóðagerð hans heiir stöðugt verið bros- að, allt frá því er síra Jón þorláks- son stældi svo skoplega eptir henni, og fram á vora daga, enda þótt hún væri ekki lakari en »skáldskapur« sumra annara lærðra íslendinga á hans dögum. Og búningurinn á öllu því, er hann ritaði á íslenzku, er svo leið- inlega þunglamalegur, að það er að minnum haft. Tilfinningin fyrir öllu þessu hefir kotuizt inn hjá Isiendingum. Hitt virðast þeir naumast hafa gert sjer jafn-ljóst, að hann ber að ýmsu höfuð og herðar yfir alla samtíðarmenn sína hjer á landi. Hann var ekki að eins lang-lærðast- ur lögfræðingur allra íslendinga á sín- una tíma, heldur lang-mestur búfræð- ingur og að líkindum lang-mestur iðju- maður. Hann var ekki að eins vold- ugastur maður hjer á landi, ráðandi meðal annars yfir öllum bókmenntiim þjóðarinnar, hann var jafnframt full- trúi nýrrar stefnu í löggjöf, menntun, trúarbrögðum, hvers konar meDning. Og hann fylgir skoðunum sínum fram af atorku, þreki og skörungsskap. Fóir íslendingar hafa vitað betur hvað þeir vildu en Magnús Stephensen. í bókmenntalegum skilningi hefir starf hans orðið ófrjútt. Ekki verður bent á neitt verulegt meiri háttar nt íslenzkt, er innblásið sje af anda MagnÚ8ar Stephensens, nje menntun- arstefnu 18. aldarinnar. Sjálfsagt staf- ar það framar öllu öðru af þassu tvennu: Hann gerir sjer ekki ljóst, að þjóð- ernið hlýtur að vera undirstaða þjóð- menntunarinnar. Og hann hefir enga hugmynd um undravald snilldarinnar; í hans augum er það ekki að eins aðalatriðið, heldur eina atriðið, l.vað sagt er; hitt liggur honum í Ijettu rúmi, hvernig það er sagt. f>ess vegna verður starf hans ófrjótt, bókmenntalega skilið. Og fyrir það verða Fjölnismennirnir, en ekki Magnús Stephensen, feð- ur nútíðarbókmenntauna íslenzku, að þeir skilja manna bezt þiessi grund- vallaratriði, sem honum dyljast — enda þótt þeir væru að öðru leyti engu meiri gáfumenn en hann, hefðu fráleitt eins mikinn áhuga, naumast eins mik- inn skilning á þýðingarmestu málefn- um mannfjelagsíns, öðrum en þjóð- erninu og listinni, og væru umkomu- lausir, bláfátækir, slarksamir stúdentar úti í Kaupmannahöfu. En þýðingarlaust varð starf hans ekki fyrir ókomna tímann. Síður en svo. Aðalverk hans er í vorutn aug- um það, að hann reið að fullu til- finningatrúar-stefnunni (pietismanum), sem fluttist hingað til lands með Har- boe og átti lang-atkvæðamestan full- trúann þar, sem síra Jón Jónsson í Möðrufelli var, og kom skynsemistrú- ar-stefnunni inn hjer á landi. f>að má deila um það, hve þarft eða ó- þarft verkþað hafi verið. Hinu verð- ur ekki neitað, að það liafi haft mjög mikla þýðing fyrir þjóð vora á þessari öld og hafi enn í dag. V. A námsárum sínum í Kaupmanna- höfn hafði Magnús Stephensen verið fjehirðir Lærdómslistafjelagsins og ráðið þar miklu. Eptir að hann var heim kominn, vildi hann og aðrir höfðingjar hjer flytja fjelagið til ís- lands, undu því illa, að eiga að leggja rit sín undir dóm 'ungra rnanna í Kaupmannahöfn. En það tókst ekki, og svo gekk Magnús fyrir stofnun Landsuppfræðingarfjelagsins, varð brátt einn um allar framkvæmdir þess og náði tangarhaldi á öllu því, er prenta átti hjer á landi. Fjelagi þessu var í fyrstu tekið ágætlega, allt öðru vísi en Lærdómslistafjelaginu, eins og sjá má á því, að 1012 menn gerðust fje- lagar á fyrsta árinu. Ein af fyrstu bókunum, sem það gaf út, var fyrsta ár af sMinnisverðum tíðindum«. þau ná frá Dýjári 1795 til nýjárs 1804, áttu að vera ársrit, en kornu ekki út öll? árið 1800 og 1803, heldur að eins eitt hepti frá vordögum 1799 til miðsumars 1801, og eitt hepti frá miðsumri 1802 til nýjárs 1804. Hverc hepti er nálægt 10 örkum að stærð, nema 5. beptið (1799—1801), sem er helmingi stærra. Af ritum vorra tíma eru þau líkust *Skírni«, eins og hann er nú, frásögn þess markverðasta, er borið hefir við á hverju ári, utan-lands og innan. Augnamiðið er það, að menn af þessum fróðleik læri »að þekkja guðs dásamlegu stjórn vors heims, fræðast, betrast og smámsaman segja skilið við öll hrátrúar- og hleypi- dóms yfirráð, sem of lengi hafa hnekkt mörgum framfara viðburðum og lof- legum fyrirtækjum á voru landi«. Magnús Stephensen ritaði Tíðindin einn fyrstu þrjú árin, næstu þrjú árin þeir bræðurnir, hann og Stephán Step- hensen yfirdómari (síðan amtmaður), og Finnur Magnússon síðustu árin. Ftlendu kaflarnir í riti þessu eru langlengstir, enda er ekki hörgull á frásagnarefni á þeim árunum. Fyrsta árið er saga stjórnbyltingarinnar á Frakklandi sögð frá byrjun. Ekkert er á það minnzt, hver áhrif bókmennt- irnar hafi haft á þá mikilfenglegu at burði, sem gerðust þau árin. En af- dráttarlaust er málstað frönsku þjóð- arinnar haldið fram gegn kúguninni og frá öfgum stjórnbyltingarinnar er skýrt ofsalaust. Yfirleitt er það frels- Í8- og rnannúðarandi, sem mætir manni í frásögninni. Einna ríkast kemur hann fram, þar sem um trúarbragða- frelsið er að ræða. Magnús Stephen- sen heilsar því með sönnum fögnuði — þremur aldarfjórðungum áður en það er í lög leitt hjer á landi. Að því er innlendu frjettakaflana snertir, þá skýra þeir mest frá tíðar- fari, skepnuhöldum, mannalátum og slysförum, embættaveitingum, konung- legum tilskipunum og stjórnarbrjefum. Allmikið er af grafskriptum, og eru þær settar ínn í frjettakaflana, þar sem sagt er frá láti mannsÍDS. Svo mikið hefir þá þótt í þær varið, að jafnvel útlendar grafskriptir eru prent- aðar í ritinu. Frá sumu er sagt svo greinilega, sem höfundinum hefir verið unnt, ekki sízt skipreikuin. þ>á er og hin mesta stund lögð á að geta skýrt frá sem flestum »fáheyrðum sjónum og viðburðura«, svo sem sjóormum, log- um úti á víðavaDgi, vansköpuðum kálfum og lömbum og þar fram eptir götunum. Eiginlegar ritgerðir um »Iandsins gagn og nauðsynjar« eru þar engar, enda verður ekki sjeð af formálanum, að ritið sje stofnað til annars en færa mönnum frjettir. Eri stefnan er auð- sæ, þegar á b.ækur er minnzt. I öðru heptinu gera þeir svilarnir, Stefán amtmaður þórarinsson (»Hólanóphil- U8«) og Magnús Stephensen, snarpa árás á eina húslestrarbókina frá Hól- um, Sigurhróss-hugvekjurnar, enda eru óneitanlega flest dæmin, sem .Magnús tínir til úr þeim, þess verð, að þeim sje mótmælt í skynseminnar og mann- vitsins nafni. Og eins og nærri má geta, er aldamóta-sálmabókinni, sem Magnús sjálfur hafði mest unnið að, haldið mjög fram, hvenær sem tilefni er til þess, og miklu lofsorði lokið á þá presta, sem fyrstir verða til að veita henni viðtöku. það gekk ann- ars ekki greitt. Geir biskup Vídalín varð að skrifa áminning í Tíðindin til presta og prófasta um að kaupa hana handa kirkjunum, og gefur þar í skyn, að þeir sem ekki lári nheimskulega hleypidóma eða illkvittni blandaðar fortölur annara glepja sjónir fyrir sjer«, hljóti að sjá, hvað ágæt hún sje. í sambandi við sálmabókarmálió er þess getið í 5. heptinu, að í fyrsta sinn hafi verið leikið á orgel í íslenzkri kirkju að Leirá 14. september 1800. Organistinn var Magnús Stephensen sjálfur. L'mmælin um viðtökurnar, sem þessi nýbreytni fjekk, benda á, að Magnúsi hafi stundum fundizt stappið við þjóðina nokkuö þreytandi, enda kennir hins sama allvíða hjá honum. »þó minni nýbreytni en því- líka«, segir hann, »svo óþekkta hjer með öllu, optast þurfi til að eitra um allt nýtt almúga tungur, skal það hjer sagt almennings sanngirni og sómatil- finningu um menntir til hróss, að jeg enn þá ekki hefi frjett neinn, er heyrt hefir, ekki jafnvel öfundarmí nn, óvirða vit þeirra og smekk með því að uuna ekki þessa söngverks fegurð og inn- dæli lofs og sannmæla«. •Minnisverð Tíðindi* voru eina tíma- ritið, sem út kom um aldamótin. Við þá blaðamennsku urðu langafar vorir og afar að sætta sig—-og máttu þakka fyrir. Rjettvísin gegn sira Bjarna þórarinssyni. Hjeraðsdómur uppkveðinn i ]ivi máii 4. f. rn., fyrir aukarjetti Skaptafellssýrslu, að Kirkjubæjarklaustri, af Gnðl. sýslumanni Guðmnndssyni. Hinn ákærði, nú prestur að Útskálum, var, eins og knnnugt er, settur i gæzlu- varðhald ÍJl. júlí f. á. og siðan mál höfð- að gegn honuin af rjettvisinnar hálfu, að undangengnum rjettar-rannsóknum, fyrir að hafa, þegar hann fyrir nokkrnm árum var póstafgreiðslumaður á Prestsbakka i Vest- urskaptafellssýslu, »dregið undir sig með rangri reikningsfærslu fje, er honum var af póststjórninni trúað fyrir, og fyrir að liafa falsað kvit.tanir fyrir útborgunum af þessu fje, er eigi höfðu átt sjer stað«. »Eptir að grunsemd hafði vaknað um« — segir í dómnum — »að í reikningságripum hins kærða fyrir 1.—5. póstferð 1896 væri tilfærð borgun fyrir nokkra aukahesta og fyrir aukaflutning, sem cigi hefði átt sjer stað, þar sem aukaliestar væri taldir fleiri en pósturinn hafði haft í ferðunum, og horgunin fyrir aukaflutning talin hærri en póstinurn hal'ði í raun og veru verið greidd, var rannsókn hafin um þetta efni, og þeg- ar upplýsingar þær, er fengust hjá hlutað- eiganda pósti, brjefhirðingamönuum o. fl, virtust samhljóða henda til þess, að ]iess útgjöld væri ranglega tilfærð póstafgreiðsl- unni á Prestsbakka i reikningságripum hins kærða fyrir þessar umgetnn ferðir, og póstur sá, er i hlut átt.i, bar eindregiðmóti. þvi að hafa skrifað undir eða leyl't nokkr- um að skrifa undir kvittanir þær, er fylgdu sem sönnunarskjöl þessum reikningságrip- um, var hinn kærði yfirheyrður af sýslu- manni Gullbringu- og Kjósarsýslu umþetta efni, þann 61. júlí 1897, og k'annaðist liann þá við ,að hafa skrifað nafn póstsins Gísla Gislasonar undir hinar umspurðu kvittanir,. en tók Jiað frara, að það mundi stafa af vangá fyrir sjer, ef hjer væri um oftalin útgjöld að ræða. Eptir að sýsluinanninuni i Skaptafells- sýslu því næst hafði verið falið að fram- halda þessari rannsókn, var hinn kærðiyf- irheyrður 6. ágúst 1897 og kannaðist liann þá enn fremur við, að hat'a skrifað nafnið »Jón Guðuiundsson« undir kvittanina fyrir aukaflntningi i 5. ferð 1896, og það jafn- framt, að upphæðin væri taliu liærri en hann í rann og veru liefði borgað út, sem sje 15 kr. í stað 5 kr., að því er liann rninnti. Hann tók það þá og fram, að lianu gæti eigi vefengt skýrslu póstsins um tölu aukakestanna í hinum umræddu ferð- um, en hje.lt ]ivi fram, að ]iessar misfellur væri sprottnar af vangá sinni eða fljótfærni. Hinu sama hjelt liann og fram við rjettar- próf liinn 6. ágúst s. á., en kannaðist þá enn fremnr við, að pósturinn hefði í 2. ferð 1896 eigi haft neinn aukahest,, ]iar sem tilfærð væri borgun fyrir tvo með 50' kr., og að þessar 50 kr. hefði, ásamt, hin- um oftöldu 10 kr. i 5. ferð 1896, runnið inn til sin. Við rjettarpróf hinn 10. ágúst .1897 við- urkenndi liinu kærði því næst skýrt og fyrirstöðulaust, að hann hefði gjört sig sekan i fjárdrætti þeim úr póst.sjóði, er hann var sakaður uni, jiannig, að hann hefði tilfært póstafgreiðslunni á Prests- bakka útgjöld i hinum umgetnu póstferðum 1896 fjrrir aukapósthesta, sem eigi höfðu verið notaðir nje borgun greidd fyrir, þannig: í I. ferð 1896, 1 liest . . . kr. 25.00 - 2. — s. á. 2 hesta . . . — 50.00 - 3. s. á. 1 hest ... — 25.00 - 4. - s. á. 1 hest ... — 25.00 Kr. 125.00 og enn fremur í 5. ferð . .— 10.00 Kr. 135.00, fyrir aukaflutning, þar sem að eins liöfðu verið borgaðar 5 kr., en taldi til að hann mundi hafa borgað pósti aukaflutning í 2. ferð 1896, að þvi liann óljóslega minnti, 9 kr. Jafnframt viðurkenndi liann, að liafa undirskrifað kvittanirnar fyrir þessum upp- hæðum með nöfnum hlutaðeigenda, jiótt sjer hefði verið það ljóst, að hann hafði eigi heiinild til að undirskrifa kvittanirnar þannig lagaðar. — Yið hið næsta rjettar- próf þann 13. ágúst s. á. endurtók hann hina framangreindu játning sína og gaf enn fremur skýrslu um þá aukapósthesta, er hann hefði ranglega tilfært á árunnm 1893—18:'5, þannig: 1 14. ferð 1893, 1 hest. . . . kr. 15.00 - 6. 1894, 1 — . . . — 20.00 - 8. — 8. á., i —, . ; . 20.00 7. — 1895, í — . . , . ~ 20.00 - 8. — s. á.. í — . . , , 20.00 - 12. — s. á., i — . . , .• — 25.00 - 13. — s. á., 2 — . 50.00 - 14. — s. á.. vist 1 hest . — 25.00 Alls kr. 195.00 Jafnframt kannaðist hann [lá og við, að hafa skrifað nafn póstsins undir kvittanir fyrir ]iessum ranglega tilfærðu útgjöldum. Þessar' framangreindu skýrslur sínar stað- festi liann enn á ný fyrir rjetti hinn 27. ágúst s. á. En í septemhermánuði sama ár, eptir að honum hafði verið gefið leyfi til að dvelja á heimili sinu litla hríð — en þar lagð- ist liann sjúkur nokkurn tima —, skrifaði hann aintmanninuni yfir Suðuramtinu hrjef þess efnis, að hann vildi kalla aptur játn- ing ]iá, er hann hafði gjört fyrir rannsókn- ardómaranum, og hjelt |ivi fram, að játn- ing sin vaeri eigi rjett, lieldur stöfúðu mis- fellur |iær á reikningum sinum, er upp- lýstar væri, af fljótfærni og vangá. Sem ástæður til þess, að hann hefði leiðzt til að gjöra þessa játning, taldi hann illan

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.