Ísafold - 23.04.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.04.1898, Blaðsíða 1
t Reykjavík, laugardaginn 23. apríl I89S. Kenmr ur ýmist einu sinni eð'a tvisv. i vibu. Verð árg. (80 arka minnst) 4 k:\, eriendis 5 kr. eða ll/2 doll.; borgist. fyrir niiðjan * : júli (erlendis fyrir frani). XXV. úrz. Tvisvar í viku kcm- ur Isafold út, miðviku- daga og laugardaga. Forngripasaf' opiðmvd.og ld. kl 11 1 “■ Lnndsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11 — 2. Bankastjóri við 111 /2 l'/2,ann- ar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag p; 12_2, og einni stundu lengur (til kt ?!) md. mvd og ld. til titiána. Póstnkipið (Lanra) væntanl. 2G. þ. m. Frumskilyrði tiínræktarinnar Að ná vatninu úr jarö- veginum Tií þess að htitinn rajóti sín Bera kalksand undir ®ljettur o. s. frv. Sú hiv mjög nytsamlega hugvekja, er hjer fer d eptir, er ágrip af lítils- hdttar fyrirlestri, er adjunkt Björn Jensson flutti í vetur einu sinni, á fundi í Jarðrœktarfjelagi R(JVkjavíkur Á síðustu árurn hefði jarðrækt auk- izt stórutn í Reykjavík. Frá því hann fyrst myndi eptir og til 1886, hefði avo setB engin ný tún verið tekin til rækt- unar, reyndar hefðu gömlu túnin tekið talsverðucn framförum; þannig jnyndi hann eptir því, að Hólakotstún- ið, sem svo er nefnt, og faðir hans hafði haft á leigu utn 5 ára tíma, iaust eptir 1860, gaf af sjer fyrsta árið 29 hesta og fimmta árið 42hesta; en 1886 fengust af því túni um 90 hestar. ^,jn þvt árið 1886 hefðu menn tekið mikið nýtt land til rækt- unar, sumt í tún, stmit í garða, og varið til þess n,iklu fje. LaDdið, sf-m tekið hefði vetið til ræktunar, væri yfirleitt ekki gott land, votir móar og mvrar, holt og melar; en hjer væri ekki á öðru völ. Túnræktin hjer í Rvík væri eins og annarstaðar á landinu: rist af torfið, pælt upp flagið, borin mykja í flagið, sljettað yfir og aptur borin mykja í sljettuna. fetta væri dýr aðferð, enda bærn landhagsskýrslur með sjer, að hún þætci dýr, þvf að þaði sem væri sljettað á öllu landinu ár frá ári, væri varla teljandi að neinu. Árið 1895 hefðu verið sljettaðar um 400 dag- sláttur ails,og það hefðum vjer þó líklcga komizt hæst. Lýrleikinn væri nokk- uð því að kenna, að akuryrkjutól eru svo sem ekkert notuð hjer, og að öðru leyti því, au ekki er sáð fræi. Fm mest mundi dýrleikinn stafa af því, að menn gæfu þvi ekki nógan gaum, að nota hinn kemiska krapt jarðarinnar. Kemiski krapturinn í jörðunni hjer á landi væri ekki mikill, þegar borið er saman við suðlægari löud, en hlyti þó að vera nokkur, ef reiknað væri bæði það, sem tiltaks væri, sem sje til- tölulega lítið, og það sem, leysa mætti, en það væri eflaust margfalt meira. Kemiski krapturinn, undirstaða alls binaðarins, þyrfti bæði hita og hæfi- legan raka til að geta neytt sín, en hitinn sje hjer lítill og rakinn of mik- ill. |>ó mætti eflaust laga ýmislegt hjer svo, að vjer gætum færtosskem- iska kraptinn i nyt. Hjer í Rvík rigmr um 30 þurnl., á Sjálandi um 21 þuml. þ>að er þriðj- ungs munur. Af þessu vatni mætti ætla að rúmur þriðjungur renni burt; hitt ætti að gufa upp, en gæti það ekki hjer, vegna þess, að hitínn væri svo lítill; vatnið yrði því eptir í laut- unum og af því sköpuðust hinir miklu mýraflákar, sem hjer eru alstaðar. Að hitinn, sem þyrfti í þessa uppgufun, væri ekki lítill, mætti sjá á því, að ef vatn það, sem rignir á tún hanssjálfs (3—4 dagsláttur?) og ekki getur runn- ið burt, ætti að gufa upp, þá þyrfti til þess jafnmikinn krapt og vjel, sem hefði 2400 hesta afl, gæti í tje látið með því að vinna dag og nótt árið um kring, og væri þó ótalinn sá hiti, sem þyrfti til að bræða sujóinn. Ef nú mætti gjöra ráð fyrir, að sólin geislaði niður í tánið 10000 hesta afli, þá færi fjórðungur þess afls, sem túnið gæti orðið aðnjótandi, í að ná vatninu burt. þetta væri nú beinlínis eyðsla á krapti. En auk þess fyllti þettavatn jörðina, svo að ekkert lopt kæmist að henni, og þeir litlu kemisku kraptar, sem gætu unnið þar, gengju í öfuga átt við það, sem er eigandanum til góðs. Flöntuefnin breyttust í húmus- sýrur, sem væri ervitt að breyta í góða mold; hann hefði látið grafa nokkra skurði í mýrlendasta partinum að túni sínu, og þá ha.fi komið þav upp órot- inn hnaus, nieð grassveröi á; þar hefði fytir mörgum árum veriö tekinn upp mór, en alveg gróið yfir, og engin verksumtnerki sýnileg; hlyti því hnaus- inn að liafa legið þarna líklega frá því um síðustu aldamót. þetta sýndi, að húmussýrurnar gera það, sem þær komast í, óforgengilegt eins og egipzkar múmíur. Að vatnið í jörðinni væri eí<ki lítið, hefði hann sjeð á því, að í stykki, sem djúpir skurðir hefðu verið grafnir umhverfis fyrir 3—4 árum, hefði 74°/> eða f af fyr- irferð þess verið vatn. Að gera svona jörð að túni, væri að láta grasið vaxa 1 áburðinum einum, þvi að jörðin sjálf gæti ekki lagt þar neitt til; og þó væ'ri til nóg í jörðinni af dýrasta á- buröarefninu, köfn'inarefninu, ef menn vildu að eins gefa því kost á að neyta sín. Eptir skýrslum Feilbergs væru í túni hjer í Reykjavík, sem væri líkt og túnið hans sjálfs, 14y» af húmus- jörð (gróðurmold), en það graslendi þykir í góðu lagi erlendis, er hefir í sjer 3—4% af því efni. Að sönnu þyrfti eigi að gera ráð fyrir því, að í túnunum hjer væri að jafnaði 74% af vatni; en eflausc væru þau flest langt um of vot til þess að vinna nokkuð til muna sjálf eigendum sínum í hag. Aðalatriðið væri, ef menu vilja nota kemiska kraptinn, að þurka almenni- lega, ekki hálfþurka, eins og gert hefir verið hjer, þar sera nokkuð hefir ver- ið átt við þess konar, heldur fullþurka, eða svo, að allt það vatn, sem þyngd- arlögmálinu fylgir, renni jafnóðum burt. þegar það væri gert, mundi lopt- ið komast að moldinni, en það er nauðsynlegt til þess, að þar geti orðið bemiskar breytingar. f>ær verkanir í jarðveginum, serr: væru til góðs, væru iioxydering" eða sameining efnanna við súrefiri loptsins; kolefnið yrði að kol- sýru, ammoníak og húmussambönd að Bulphursýru, hrennisteinsefni að brenni- steinssýru, fosfórefni að forsfórsýru. f>ær verkanir, sem væru til tjóns, væru mest »desoxydering«, eða afsýring efn- anna, svo sem kolvatnsefni, brenni- steinsvatnsefni og lítið sýrð járnsam- bönd; allt þetta myndaðist í votri jörð og væri eitur fyrir grösin. Auk þess sem hæfilega rök jörð eins og lyki upp forðabúrum sínum fyrir grösin, hjeldi hún betur í sjer næring- arefnurn þeim, sem áburðurinn færir jörðinni, og hjeldi betur hitanum en vot jörð, sern jafnskjótt hleypir hvoru- tveggju niður. Enda hefðu Danir tek- ið eptir því, að þurkuð jörð er mörg- um stigum heitari en vot jörð af sama tagi og á sama stað, og að nú mætti byrja þar vorverk fyrri part marzmán- aðar, sem áður mátti ekki gera fyr en fyrstu dagana í rnaímánuði, meðan jörðin var óræst. þurkunin væri því fyrsta verkið, sem gera þyrfti, og því væri mjög ábóta- vant hjer í Reykjavík; en það væri ekki nema fyrsta stigið, og það, sem henni ætti að fylgja, væri að nota kalk fyrir áburð. Vjer hefðum reyndar ekki brenní kalk, sem vjer gætum náð í, en á öllum nesjunum við Faxafióa væri mikið af kalksandi og ætti ekki að þurfa að kosta mikið að ná í sand hjer. En kalkið hefir mjög góð áhrif á moldina, eyðir húmussýrum, eyk- ur saltpjetursmynduniua í jörðinni og eyðir eiturefnum þeim, sem mvndast í votri jörð; auk þess leysir það smátt og smátt steinefniu í jörðinni og er næringarefni fyr grösin. Væri reyn- andi að bera kalksand undir sljettur í stað haugs, sem eykur húmusefnin, en húmusmikil jörð súrnar helzt. I votri jörð væri lítíð um steinefni og væri því ástæða til að reyna hjer þær áburðartegundir, sem brúkaðar væru mjög mikið erlendis, nefnilega kainit eða klorkalium. iþessi efni hefðu í sjer efnið »kali«, en það væri lítið hjer í landi, og mætti búast við að á- rangurinn yrði góður, ef þetta væri reynt. Ennfremur muudi vera líklegt til góðs, að blanda jörðina möl eða stórgerðum sandi, því að þær fáu rann- sóknir, sem hjer hefðu verið gerðar, benda á, að af smágerðrimold væri meira en hollt væri í samanburði við stór- gerðu efnin í jarðveginum. Uppsögn (skrifleg/ bunam viö áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsíns er í Austurstræti 8. 23. blaö. ÓMðurinn væntanlegi milli Spánverja og Bandarikjamanna. Isafold hefur áður skýrt frá ófriðar- horfuuum. |>ær voru mjög alvarlegar, þegar síðast frjettist, til mikils áhyggju- auka fyrir þá, sem viðskipti eiga við hlutaðeigandi þjóðir, og þá eðlilega líka Islendínga. Almennt mun við því búizt, að komi til ófriðar á annað borð, verði girt fyrir saltfisksöluna á Spáni, meðan á honum stendur. Eins og áður er um getið, eru ófar- ir ameríska herskipsins »Maine« á höfn- inni við Havanna beinasta ófriðar-til- efnið. En bak við það tilefni stendur löngun Bandaríkjamanna til að hjálpa sjálfstjórnarflokknum á eynni Kúba, sem árum sarnan hefur verið í grimm- um ófriði við Spánverja. Og við þá löngun bætist hagnaðarvonin af sam- bandi við eyna. Bandaríkjamenn hafa vitanlega lengi rjett uppreistarmönnum hjálparhönd, enda þótt ekki hafi sann- azt, að stjórn þeirra væri við þá hjálp riðin. Afarmiklar æsingar hafa átt sjer stað í Bandaríkjunum síðustu mánuðina; ófriðarkröfurnar verið frámunalega há- værar. En fjarri fer því samt, aðall- ir þar í landi hafi litið einn veg á málið. Og sá maðurinn, sem mest og bezt hefur að sættum unnið og friði, er einmitt forsetinn sjálfur, McKinley. Sannleikurinn virðist vera sá, að ó- friður við Spánverja sje ekki eins fýsi- legnr fyrir Bandaríkjamenn eins og margir ókunnugir sjálfsagt gera sjer f hugarlund. þeim verður það eðlilega, að hafa fremur öðru hugföst þau ó- grynni auðs, sem Bandaríkjamenn eiga yfir að ráða, og svo að hinu leytinu fjárþröngina, sem Spánverjar eiga við að stríða. En svo er hins að gæta, að Banda- ríkjamenn eru mjög illa við þessum ófriði búnir. Herskip þeirra eru frá- munalega ljeleg í samanburði við her- skip Spánverja, stálhúðin utan á þeim, til dæmis að taka, þriggja þumlunga þykk að eins, en 12 þumlunga þykk á spænsku 3kipunum. Sagt hefur og verið, hvað sem satt kann í því að vera, að Chilimenn ætli að senda Spán- verjum þrjú beztu skip sín til liðveizlu. 1 norsku blaði, sem oss hefurborizt, er ritað af manni í New York, sem að minnsta kosti þykist vera nákunn- ugur, að verði úr því bandalagi með Spánverjum og Chilimönnum, sje eng- in von um að Bandaríkin fái rönd við reist. |>að er auðsætt, að meðvitundin um illan og ónógan viðbúnað hefur haldið aptur af Bandaríkjamönnum. þ>ví að friðslitin hafa dregizt miklu lengur eu á horfðist um tíma. Fyrsta dag marz- mánaðar var fastlega við þeim búizt, og þau voru þó ókomin, þegar síðast frjettist, 7. þ. m. Sjálfsagt er nú gengið að því vísu víðast hvar í veröldinni, að þegar til lengdar lætur, muni Bandaríkjamenn bera hærra hlut. En sízt er fyrir að synja, að þeir kunni að hafa beðið afarmikið tjón áður, uje heldur fyrir hitt, að ófríðarlokanna geti verið langt að bíða. jpess vegna hafa líka margir vonað í lengstu lög, að úr málinu mundi greið- ast friðsamlega — hvernig sem nú kann að vera komið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.