Ísafold - 23.04.1898, Blaðsíða 2
Almemiingsálitið.
Kaflar úr fyrirlestri eptir síra
Ólaf Ólafsson í Arnarbæli.
ir.
. . . |>á má ekki síður minnast á,
hvernig almenningsálitið myndast um
sambandið milli karla og kvenna.
f>að er líka efni, sem málugum mann-
eskjum lætur að fjalla um, og þeim
er stirt um mál, ef þær verða ekki
mælskar, þegar það efni er á vörun-
um. Almenningur tekur líka tæplega
eins vel á móti nokkrum frjettum eins
og frásögnunum um samdrátt karls og
konu; og jeg segi fyrir mitt leyti, að
jeg hefi aldrei heyrt svo ólíklega log-
ið í þeim efnum, að ekki hafi margir
orðið til að trúa. Og jeg get til nefnt
fleiri en eitt dæmi þess, hvernig sví-
virðilegar álygar á einstaka menn hafa
í þessum efnum um skemmn eða
lengri tíma orðið að almenningsáliti;
jeg hef líka opt furðað mig á þeim
siðferðislega heigulskap, sem kemur
fram í því, að enginn eða fair verða
til þess að andæfa opinberlega almenn-
ingsálitinu, þegar það er atað ósóma
og svívirðingu um einstaka menn, sem
iðulega hafa ekkert til saka unnið,
ekkert saknæmt aðhafzt.
Látum okkur grípa dæmi út úr
daglega lífinu, einföld dæmi, sem
allir kannast við og þekkja.
Okvæntur maður fer vistferlum á
annað heimili, þar sem fyrir er ógipt,
efnileg og gjafvaxta stúlka. |>á þarf
nú ekki að sökum að spyrja.
Umtalið byrjará því, að fdnhverslær
upp á því í gamni, að það »verði nú
parið úr þessum með tímanum«.
Á öðrum bænum er svo sagt: »þeir
eru farnir að segja, að hann Jón íari
þangað bara til að ná í hanaGunnu«.
Á þriðja bænum: »það er almennt
skraýað, að hann Jón fari þangað af
því, að hann og hún Gunna sjeu harð-
trúlofuð«.
A fjórða bænum; :»það er altalað, að
Jón fari þangað vegna hennar Gunnu;
það kemur sjer líklega betur, að hann
sje einhversstaðar nálægt henni á
árinu, sem fer í hönd«.
Á fimmta bænum: »það erekki nema
eðlilegt og sjálfsagt, að Jón fari þang-
að; það stendur, eptir því sem sagt
er, engum nær en honum að sækja
yfirsetukonuna og prestinn«.
Svona heldur þetta áfram, þangað
til að altalað er um alla sveit, að
Guðrún sje með barni og Jón sje fað-
ir þess.
Almenningsálitið trúlofar þau, með
meiru, þó þau hafi varla talað saman
20 orð á æfinni; og þetta almennings-
álit hefir myndazt af ágizkunum, á-
stæðulausum fullyrðingum og óvönd-
uðum milliburði. Og umræðurnar um
þetta mál eru opt meginþorra manna
í sumum hjeruðum sannur fagnaðarboð-
skapur og hin æskilegasta dægrastytt-
ing. jþó að þeim, sem fyrir verða,
sje gjörður ósómi og skapraun, það
stendur mörgum manni hjartanlega á
sama.
Ef karl og kona verða samferða
bæjarleið eða tala frjálslega saman á
mannamótum, hvort sem þau eru
gipt eða ógipt, þá eru kjapta-
kindur og bæjastrokur sveitarinnar
að skömmum tíma liðnum búnar að
koma því á lopt, að þar sje ekki allt
með felldu; og að nokkrum tíma liðn-
um er almenningsálitið búið að brenni-
merkja þessar manneskjur sem ber-
syndugar. þ>annig og á þessu líkan
hátt myndast almenningsálitið opt og
tíðum, vitanlega ekki nærri ætíð, en
mjög opt, mikils tiJ of opt.
. . . f>að ber stundum víð, að al-
menningsálitið eins og leggst á ein-
staka menn. Einn maður er tekinn
fyrir, lítið gjört úr honum og hann
níddur meira eða minna, yfir öllum
eða flestum hans gjörðum er kveðinn
áfellisdómur, og hann stundum ærið
þungur; þetta á sjer stað stundum,
þótt maðurinn hafi ekkert eða nauða-
lítið til saka unnið. f>að er þá eins
og þessir menn eigi sjer ekki uppreisn-
ar von, hvað sem þeir aðhafast og
hvernig sem þeir breyia.
Svo er aptur á hina hlióina annar
tekinn og lofaður að líku skapi og
hinn er lastaður; allt eða fle3t er tal-
ið lofsvert og gott, sem hann gjörir.
Eætist þannig tíðum, að »margur
fær af litlu lof og last fyrir ekki
parið«.
Hvernig stendur núáþessu? Hvern-
ig hefir þetta almenningsálit mynd-
azt?
f>að er framkomið af hleypidómum
eða fljótfærni almennings, af því að
menn líta einungis á yfirborðið og
það lauslega, en gæta ekki að, hvern-
ig á athöfnunum stendur, af hvaða
rótum og rökutn þær eru sprottnar.
Menn hafa nú einu sinni skapað sjer
þessa skoðun a þessum manni og þar
við er látið lenda; menn gjöra sjer
ekki það órnak, að reyna aó komast
að rjettri og sjálfstæðri skoðun. Einn
hefir skoðun sína í hugsunarleysi ept-
ir öðrum og einn samsinnir öðrum, og
veit ekki hverju hann játareða hverju
hann neitar. Menn nafa heyrt, að
þessi maður sje á þessa leið og hinn
á hina; menn taka það trúanlegt, segj-
ast enga ástæðu hafa til að rengja
það; en þeir gjöra sjer ekkert far um
að kornast að rjettri niðurstöðu um,
hvort rjettur eða rangur dómur er
á manninn lagður og athafnir hans.
Á þessa leið myndast og íostist al-
menn skoðun á einstökum mönnum;
og þó að þess sjeu mörg dæmin, að
skoðun sú, sem þannig myndast, sje
rjett, þá kemur líka tíðum fyrirj að
þetta almeuningsálit er alveg rangt,
fer í öfuga átt. Með þessum hætti er
mörgum manni lypt til skýjanna um
skör fram, á margan borið lof og hól,
sem lítt á það skilið; og á hina hlið-
ina mörgum manni lika opt gjört hróp-
lega rangt til og mörgum a<5 ósekju
skapaðar þungar þrautir; því nærri
'má geta, að ekki er gaman fyrir neinn
mann að vera af almenningi dæmdur
sekur og máske brennimerktur óvirð-
ingarmarki um það, sem maðurinn er
saklaus af; eða að vita sig borinn last-
mælum og hnjóðsyrðum um allt eða
flest, sem maðurinn leysir af hendi,
og það máske eins þótt mönnum
gangi ekki nema gott eitt til athafna
sinna.'^fAllir eða flestir vilja njóta
sannmælis sjáifir; en mörgum gleym-
ist að gjöra bróður sínum sömu skil.
Bezta stjórn í lieimi.
Eptirfarandi grein, eptir nafnkennd-
an rithöfund, Max O’Eell, lýsir því
mjög vd, hve einkar-lagið Bretum er
að stilla strengina við hjálendumenn
sína eða lýðskyldar þjóðir víðsvegar
um heim. Hún er um stjórnarástand-
ið á helztu eynni í Frakklands-sundi,
en eyjabálkur sá hefir fylgt Englandi
um margar aldir, þótt þeir, sem eyj-
arnar byggja, sjeu alfranskir.
»Eyjarskeggjar á Jersey eru hin
efnaðasta, farsælasta og frjálsasta
þjóð í heimi, og engri þjóð er jafnvel
stjórnað. |>að má sanna þessa stað-
hæfing lið fyrir lið. Jersey heyrir til
Englandi — að nafninu til, en ekki
í reyndinni. Jersey heyrir tii Jersey-
búum sjálfum. Nú munu menn segja,
að Jerseyraenn telji sig þegna Breta-
drottningar. jþað er bæði satt og ó'
satt. Vald hennar yfir Jersey er við-
urkenni, ekki fyrir það að hún
sje drottning á Englandi, heldur
af því, að hún er hartogafrú yfir
Normandíu. Eins og kunnugt er, var
það hertogi frá Normandíu, sem lagði
England undir sig 1066 (Vilhjálmur
bastarður), og það eru niðjar Nor-
mandíumanna, sem enn byggja Jersey.
Hver santiur Jerseybúi kemst að þeirri
niðurstöðu, að þgð sje ekki Jersey, sem
heyri Englandi til, heldur heyri Eng-
land til Jersey. Með því að þetta er
viðurkennt wn alla eyna, kemur Bret-
um og Jer8eybúum vel saman. Jón
Boli gætir þess vandlega, að móðga
ekki þær þjóðir, sem hann hefir um-
ráð yfir. Hann fer hyggilega að ráði
sínu og sviptir ekki Jerseybúa þeim
metnaði, sem hættulaus er brezkura
yfirráðum.
Jersey er alveg sjálfstæð. Eyjar-
skeggjar hlýða ekki öðrum lögum en
þeim, er sjálfir hafa þeir sett sjer;
þeir leggja sjálfir á sig alla skattana
og gjalda ekki Englendingum einn eyri
í skatt. Lándstjórinn setur þingið í
nafni hertogafrúarinnar frá Normandíu;
annars ver haön tíma sínum til þess
að halda samkvæmi og leyfa hinutn
og öðrum iðnaðarmönnum að auglýsa,
að þeir saumi skó hans og föt o. s.
frv. Svona er þessu farið í öllum
helztu nýlc'tidunum, setn sjálfstjórn
hafa; landstjórinn er leiðtogi sam-
kvæmislífsins, en að því er stjómar-
störf snertir, mætti eins vel notastvið
uppdrátt af honum, gerðutn yfir dyr-
um landstjórahússins — í stuttu máli,
hann situr í einu af náðugustu og
þægilegustu embættum veraldarinnar.
Allir Jerseymenn 'kunna frönsku.
Helzta fólkið talar ensku sín á ntilli;
í viðskiptalífinu eru bæði franska og
enska notaðar. En úti í sveitinni
heyrist ekkert nema franska.
Viðurkennda þjóðtungan er franska.
Umræður <í þinginu (sem heitir Les
h'.tats) fara fram á frönsku; enginn er
kjörgengur, sem ekki getur talað
-frönsku. Og jafnframt má taka það
fram, að enginn getur tekið þátt í
þjóðmálum, nema hann hafi óspillt
mannorð og lifi heiðarlegu lífi. Við
alla dómstóla er talað og ritað á
frönsku. (>11 stjórnarbrjef eru rituð á
frönsku, og til þess að sýna, hve al-
gerlega Jerseymenn ráða yfir ey sinni,
skal jeg geta atburðar eins, sem ný-
Iega bar við.
Einn góðan veðurdag datt Jóni
Bola í hug að stinga upp á því við
eyjarskeggja, ekki aðensktunga skyldi
koma í staðinn fyrir frönsku, heldur
að leyfilegt skyldi vera að nota enska
tungu við stjórnarathafnir. En Jersey-
menn svöruðu: »Nú höfum við öldum
saman mælt á frönsku og við ætlum
að halda því áfram. Við gefum aldr-
ei samþykki okkar til þess að ensk
tunga ryðji sjer til rúms við stjórnar-
störfin«. Eins og menn sjá, geturJón
Boli ekki einu sinni tekið þátt í stjórn-
arathöfnum eyjarinnar á sinni eigin
tungu. En hann er stillingarmaður.
Og hann sagði við brezku stjórnina:
»Jerseymenn vilja halda áfram að
ruæla á frönsku. Ekkf gerir mjer það
neinn baga, svo það er bezt að lofa
þeim að halda áfram að tala alla þá
frönsku, sem þá langar til, og minn-
ast ekki á þetta framar«. Á þennan
hátt fara Englendingar að við allar ný-
lendur sínar; þess vegna tekst þeim
ekki að eins að stofna nýlendur, held-
ur líka að halda þeim. |>eir halda
svo laust í taumana, að það er eins
og það sje ekki þeir, sem völdin bafa.
En það hafa þeir nú samt.
Innfædda Jerseymenn eina mákjósa
í embætti. Englendingur, sem settist
þar að, gæti aldrei í nokkurt embætti
komizt, bvað lítilfjörlegt sem það væri,
og hvað mikill auðmaður eða hæfi-
leikamaður sem hann væri.
Árið 1891 ætlaði enska stjórnin að
breyta tilhögun fangelsisstjórnarinnar
í eynni. f>ingið sendi þámenná fund
drottningarinnar sjálfrar. f>eir skýrðu
henni frá því, að, síðan hún kom til
valda, 1837, hefðu eyjarskeggjar sjálf-
ir ráðið fyrirkomulagi fangelsisstjórn-
arinnar, að þeir ætluðu sjálfir að ráða
málefnum eyjar sinnar, og að atferli
stjórnarinnar væri ólöglegt gjörræðí og
hættulegt fyrir frelsi þjóðarínnar..
Stjórnin hætti við fyrirætlun sína.
f>ingið er óskipt eða í einni málstofu.
1 því eru satneinaðar á hagfeldan hátt
fornar erfikenmngar og lýðstjórn-
arhugmyndir nútíðarinnar. Á þingi
sitja þeir 12 dómarar, sem í eyjunni
eru, og eru fulltruar gömlu aðalsstjett-
arinnar, 12 prestar, sem eru fulltrúar
kennilýðsins, 12 hjeraðsstjórar, og svo
þrír fulltrúar frá St. Hilier, höfuð-
borginni. En dómarar, prestar og
hjeraðstjórar eru allir kosnir af lýðn-
um. þingið getur gefið út lög, sem
hafa gildi þrjú ár. Eigi þau að hafa
stöðugt gildi, verður brezka stjórnin að
sarnþykkja þau. En aldrei hefirhún enn
synjað nokkrum lögum staðfestingar.
Gerði hún það, þyrftu Jerseymenn
ekki annað en endurnýja lögin þriðja
hvert ár.
Framfarirnar hafa verið stöðugar, of-
beldisverk engiu og stjórnarbyltingar
engar. Lýðurinn hefir haldið fast við
gamalt stjórnarfyrirkomulag, en jafn-
framt hefir hann aíiað sjer stjórnar,
sern öll veröldin getur öfundað hann af.
Jersey er um 16 rastir á lengd og
10 rastir á breidd, eða viðlíka og einn
lítill hreppur á íslandi. En þar er
ekki nokkur blettur óræktaður, öll ey-
iu að kalla einn sáðgarður. Eyjar-
skeggjar eru 55 þúsundir.
Litli-Hvammur.
Eptir
Einar Hjörieifsson.
XVII
Jú — eitt var hugsanlegt: að lofa
föður hans að taka eigur Olafs, og að
svo hjálpuðust þeir Olafur á einhvern
hátt að því að hafa ofan af fyrir fjöl-
skyldunni. Efnilegt var það ekki.
það var fullörðugt að byrja með tvær
hendur tómar, þótt ekki væri þung
fjölskylda í ofanálag. það þýddi auð-
vitað það, að þau Solveig máttu ekki
giptast fyrst um sinn. En það var
sjálfsagt að bjóða þetta og leggja frarn
alla sína krapta til að fá því fram7
gengt.
Allt í einu kom Guðríður í Litla-
Hvammi honum til hugar. Hún var
eina manneskjan, sem hann gat Ieitað
til í þessum kröggum. Beyndar gat
hann ekki hugsað sjer, að hún gæti
neitt verulega hjálpað. Hvað um það
— hún var að minnsta kosti bezta,
eina vinkonan, sem Solveig átti, og
gat huggað hana með stillilegum orð-
um og fengið hana til að jafna sig.
það var sjálfsagt að finna hana.
Hestur Olafs var að naga hlaðvarp
ann. Sigurgeir stökk tafarlaust á bak
honurn. I sama bili kom Olafur út.
Hann hafði ráfað einmana fram og
aptur um stund, og verið að hugsa
um, hvernig hann gæti með hagan-
legu3tum orðum gert konu sinni skilj-
anlegt, að Solveig ætlaði að giptast
Sveinbirni af frjálsum vilja. Rvo hafði
honum farið að leiðast og ætlað að
kveðja dóttur sína og halda af stað.
En honum hafði ekki tekizt að ná
fundi hennar. Hún hafði lokað sig
inni í herbergi uppi á lopti og lauk
ekki upp, þegar barið var að dyrum
hjá henni. Hann ætlaði því að fara,
án þess að kveðja hana, þó að honum
þætti það leiðinlegt. En þegar hann
kom út, sá hann Sigurgeir vera að
fara á bak hesti sínum, og fannst
það kynlegt.