Ísafold - 04.05.1898, Page 1

Ísafold - 04.05.1898, Page 1
Kemur ut ýmist óinu sinni eða tvisv. í vikn. Yerð árg’. (80 arka niinnst) 4 kr., erlendis S kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan júií (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg, bunum við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXV. órar. Reykjavík, miðvikadag'inn 4. maí 1898. 26. blað. Tvisvar í viku kem- Og frá ár nu 188á og pangað til nú hefir yfirle tt verið pinjrœði í Noregi. ur Tsafold út, miðviku- daara og lamrardatra. ........................ i—............ Fornyripaxaf/'opiðmvd.og Id. kl.ll l'A Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við IVp—l>/»,ann- ar gæzlnstjóri 12—1. Landsbókasafn opið bvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu iengnr (til kl 8) md., mvd. og ld. til útlána. Póstskipið Thyra væntanl. á morgun. i*.ji>»iMiJii '■ ■ 1 1 1 " « ' ■ i I'I'ibt.i ■ ■ , |i":|j „ an , .p h«iimi i „N. Ö otr þingrœðið. Blað vort hefir jafnan haldið því fram, aíðan os3 var boðin sú breyting á stjórnarfari voru, að ráðgjafi vor ætti að naæta á alþingi með fullri stjórn- skipulegri ábyrgð, að af henni mundi leiða þingræði, — ekki á þann hátt, að stjórnin yrði háð skyndilegum skap- brigðum þingsins, heldur á þann hátt, að ekki yrði unnt fyrir nokkra stjórn að sitja við völdin til lengdar gegn vilja alþingis. Ein aðalröksemdin fyrir þeirri kenn- ingu vorri er sú, að það sje hvervctna viðurkennt, að »erindið, sem allir ráð- gjafar eigi á þing, sje það að semja við þingið, koma sjer saman við það um málefni þjóðarinnar«. jpessa röksemd genr »Nýja 0Idin« að umtalsefni í síðasta tölublaði sínu, neitar henm algerlega, og færir þing- sögu Noregs og Prússlands til sönn- unar sínu máli. Gætum þá að, hvernig »N. ().« les þessa þætti mannkynssögunnar. Fyrst er þá Noregur. »Vjer viljum benda á mestalla þing- sögn Noregs. segir blaðið. Hún á að sýna það fullórækt, að ráðgjafar mæra einatt á þingi að eins til að fullnægja venjuformi, en stjórna eins og þeim sýnist og kæra sig dauðann og dje- skotann uin þmgið, ef þeim ræður svo við að horfa«. Síðar 1 greininni er það tekið fram skýrum orðum, að í Noregi hafi »verið harla lítið um þingræði«. —_________________ »Nýja ()ldin« ætti ekki að reiðast því, þó að vjer segjurn það afdráttarlaust, að hun heíir komið því upp nm sig, að hún kann bókstaflega ekkert í þingsögu Noregs. Hvernig gæti henni annars til hugar komið að »benda á mestalla þingsögu þess lands., til þess að sanna það, að þingræði sje ekki samfara þingsetu ráðgjafa? þingseta Noregs byrjar 70 árum áð- ur en norskir ráðgjafar koma á þing. Hver heilvita maður getur sjeð, að ekki er til neins að »benda á« þau ár. Blaðinu til óhjákvæmilegrar undir- stöðufræðslu skulum vjer þágetaþess, að þingseta norskra ráðgjafa hófst árið 1884. Eram að þeim tíma hafði ekki verið þingræði í Noregi. þar kom það svo áþreifanlega með þingsetu ráðgjafanna, að ekkert dæmi úr veraldarsögunni sannar betur vorn málstað, ekkert dæmi er jafnandvígt því, .er »N. 0.« heldur fram. þ>að eru að eins tvö ár á tímabilinu 1884—1898, sem nokkur vafi kann að geta leikið á um, árin 1893—1895, þau, er Emil Stang var ráðaneytisfor- maður í síðara skiptið. Steen neydd- ist til að sleppa völdunum 1893, þó að hann hefði meiri hluta í þinginu, en það var að kenna ólægni hans og íyrirhyggjuskorti, að dómi hans eigin flokksmanua. Hann ætlaði sem sje að kúga konung til að staðfesta ný- mælið um norska konsúla, án nœgi- lega eindregins fylgis sinna manna, og án nokkurrar skynsamlegrar vonar um að geta að svo komnu komizt yfir torfærur þær, er lágu í leið fyrir mál- inu að öðru leyti. Annars hafa þessir ráðaneytisfor- menn verið í Noregi, síðan 1884: Johan Sverdrup 1884—1889. Hann ’nefur meiri hluta þingsius með sjer þangað til 1889, er hans eigin flokks- menn steypa honum úr völdum eptir álmennum þingræðisreglum. Emil Stang 1889—91, hefur meiri hluta á þingi, hægrimenn og nokkra vin8tnmenn. Fer frá völdum 1891, er hann veróur í minni hluta (50: 59). S een 1891—93, vinstrimenn, flokks- menn hans, í meiri hluta. Emil Stang aptur, 1893—95. Hagerup 1895—98, samsteypu-ráða- neyti, 4 hægrimenn, 4 vinstrimenn, 2 miðlunarmenn í stjórninni. Enginn flokkurinn nógu öflugur -til að vera einn um hituna. Steen aptur nú í vetur 18ö8, af því að vinstrimenn unnu algerðan sigur við kosningarnar í haust. Standi nú »N. Ö.« við það, er hún hefir athugað þetta, að í Noregi hafi verið nharla lítið um þingræði«, síðan ráðgjafarnir komu þar inn á þing, þá verðum vjer að segja, að örðugt er að gera henni til hæfis. Svo er Prússland. »N. ().« bendir ekki að eins á á- standið þar frá 1862—66, heldur og eptir 66. . »Reyndi ekki Bismark ár eptirárfrá 1866 að »koma fram því er- indi«, að koma sjer saman við þingið?« segir blaðið. »Mistókst það ekki ár- lega? Og stjórnaði hann ekki í þveru trássi við þingið?« Nei, nei! *N. Ö.« veður þarna í hrapallegri villu og svíma, í kolsvört- um reykjarmekki, og veit sýnilega ekki meira um Prússland en um Noreg. Satt er það og hverjum manni kunn- ugt, að 1862—66 eru deiluárin miklu í þingsögu Prússlands. Stjórn og þingi (annari deildinni) kemur ekki saman um fjárlögin. Neðri deildin marg-synjar um fjárveitingar til aukins herbúnaðar, en Bismarck fer sínu fram jafnt fyrir það, — reyndar með af- dráttarlausu fylgi og samþykki efri deildarinnar, »herradeildarinnar«. En eptir sigurinn yfir Austurríkis- mönnum 1866 fer hann fram á að þingið veiti sjer uppgjöf sakar fyrir að hann hafði stjórnað fjárlagalaust undanfai-in ár, og fær hana viðstöðu- laust. Með því viðurkenndi hann fjár- veitingarvald þjóðfulltrúanna og þar með þingræði á Prússlandi. Hversvegna traðkaði hann þingræð- inu 1862—66? Af því að hann taldi markmið sítt, sameining þ>ýzkalands, þingvaldinu æðra, og af því að því takmarki varð ekki náð| nema með því að brjóta gegu þingræðinu. Og þegar hann hafði fengið ráðum sínum framgengt að nokkru, hafði rutt sameiningunni braut með hervaldi Prússa, þá varð þing og þjóð á sama máli og hann. En svo eptir 1866? Mistókst hon- um þá ekki árlega að koma sjer sam- an við þingið? Stjórnaði hann ekki í þveru trássi við þingið? eins og »N.O.« segir. pví ýer svo fjarri, að ’jeptir 1866 stjórnaði hann einmitt að staðaldri með fylg meiri lduta á þingi. Gagnstæðar staðhæfingar »Nýju Aldarinnar« eru ekki annað en draumórar, misminni eða blátt áfram vanþekking. Stjórn- kænsku Bismarcks er einmitt fyrir það eigi hvað sízt við brugðið, hver snillingur hann var að tefla svo með þingflokkana, jafn-andstæðir og þeir voru hver öðrum, að alltaf skyldi hann fá meiri hluta sjer hliðhollan út úr þeim. Fylgismenn hans voru vitan- lega ekki eingöngu hans nánustu skoð- anabræður, íhaldsmennirnir, heldur og venjulega annaðhvort þjóðernis- og frelsismennirnir svo nefndu eða þá miðflokkurinn (Centrum), eða menn úr hvorratveggja liði. »N. 0.« stingur því að oss, að það sjeu ekki að eins dæmi þessara landa, Noregs og Prússlands, sem sanni það, að þingræðið sje ekki viðurkennt hver- vetna þar, sem ráðgjafar mæti á þingi, heldur og dæmi einhverra »fleiri landa«. Dæmi landanna, sem hún hefir nefnt, sannar ekki lifandi vitund í þá átt. Hver veit, nema »N. Ö.« vilji nú gera svo vel og spreita sig á að nefna hin löndin, sem hún hefir í pokahorn- inu? Bara að þeirra dæmi sanni þá meira! Bara að »N. 0.« misminni nú ekki eins hrapallega um hin löndin eins og um Noreg og Prússland! þ>að er annars mein um ritstjóra »Nýju Aldarinnar«, hvað fljótfær hann er stundum, jafn-mörg skilyrði og hann hefir til” þess að leggja það til mál- efna þjóðar vorrar, sem verulegur fsngur er í. jpeir, sem neyðast til að leggja á sig það stundum miður á- nægjulega verk, að lesa vandlega megnið af blöðum vorum, hljóta að finna, hve mikla yfirburði hann hefir yfir flesta íslenzka blaðamenn, að því er snertir umræður um stjórnarmál vort, — hve annt hann lætur sjer um, að hafa röksemdir á boðstólum, og hve áheyrilega opt er frá þeim röksemdum gengið. Jafnvel fyrir skoðana-and- stæðinga hans er stjórnarmálsgrein eptir hann eins og grasblettur í eyði- mörk innan um allt heimskubullið, sem rennur út yfir landið í þeim blöð- unum, sem vísvitandi eða óafvitandi eru hvert á sinn hátt að vinna að sama takmarki og hann því miður vinnur að nú sem stendur: — ónýt- ing allrar skynsamlegrar stjórnarbót- ar-viðleitni í landinu. í leysingu. ii. Fráleitt er of djúpt tekið í árinni, þó að fullyrt sje, að hjá engri þjóð komi meðvitundarleysið um vanþekk- inguna jafn-átakanlega í ljós eins og hjá íslendingum. Yjer stöndum sjélf- sagt einir í öllum heimi, að því er snertir mergð þeirra manna, í tiltölu við fólksfjölda, sem ganga með hug- ann fullan af gersamlega staðlausum ímyndunum um, að þeir sjeu færir að dæma og rita um alla skapaða hluti. |>að liggur við að bullið sje þjóðlegasta þjóðstofnunin okkar. j>að þarf ekki annað en að troða sjer upp á áheyrenda-hillur alþingis til þess að sannfærast um þetta. j>að sje fjarri oss að segja, að alþingi sje tiltölulega lakar mönnnm skipað en önnur þing. Allur þorri þingmanna vorra er atgervismenn, sem þjóð vor er fullsæmd af, sumir ágætum hæfi- leikum búnir. En samt sem áður verður því ekki neitað, að vaðalliun á þingi voru tekur * fram öllu sams konar, sem dæmi eru til á löggjafar- þingum veraldarinnar. Hvergi verður á öðrum þingum bent á neitt af sama tagi, til dæmis að taka, eins og þessa óbifanlegu sannfæring, sem hver bónd- inn á þingi auðsjáanlega hefir um þá óhjákvæmilegu nauðsyn þingsins, að fá að heyra hans eigin skoðanir viðvíkj- andi stjórnskipulegum afleiðingum af setu Islands-ráðgjafans í ríkisráðinu, afgreiðslu aðferð mála í ríkisráðinu, á- byrgð ráðgjafa fyrir dómstólum, og þar fram eptir götunum. Hún er að verða sann-íslenzkt þjóð- areinkenni, ímyndunin um það, að hver maður eigi alveg eins að láta til sín taka í þeim málum, sem hann ekki getur haft neina sjálfstæða skoðun á, eins og í þeim, sem haun er að starfa að og hugsa um dags-daglega. Engum, sem um þetta hugsar, get- ur dulizt, hvílíkan byr heimskan fær

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.