Ísafold - 04.05.1898, Side 2

Ísafold - 04.05.1898, Side 2
 102 í seglin frá slíkum hugsunarhætti — ekki sízt, þegar hann fær annað eins fylgi hjá sumum blöðum vorum. eins og hann því miður fær. f>að er alveg ótrúlegt, hverju blöðin geta fengið af sjer að hæla, og það jafnvel blöð, sem gáfaðir menn standa að. Vjer tökum dæmið, sem næst oss er í tímanum. Kvennablað nýtt er farið að koma út í Vesturheimi, á svo kallaðri íslenzku, og heitir »Freyja«. f>að er einhver sú mesta bókmenntalega ómynd, sem boðin hef- ir verið vestra, lakara en »Heims- kringla« á sínum aumustu duggara- bandsárum, og með því er mikið sagt. Aðgreiningamerki eru þar settgersam- af handahófi. f>að er hrein og bein tilviljun, þegar orðin eru rjett stöfuð. Og orðfærið er með öllu óhæfilega bjagað og böngulegt. Eitt Keykjavíkur-blaðið, blað, sem annars gerir sjer mikið far urn að vanda um ytri fráganginn á ritum þeim, sem það minnist á, gefur Vest- urheims-blaði þessu þann vitnisburð, að það sje »laglegt að frágangi og vonandi það mæti góðum viðtökum vestra«. Mundu þeir Konráð Gíslason og Jónas Hallgrímsson líka hafa vonað það, ef þeir hefðu verið á upprjettum fótum ? En samt eru beinu meðmælin með heimskunni og vanþekkingunni eins og ekkert í samanburði við aðsenda ófögnuðjnn, sem sum blöðin flytja út meðal þjóðarinnar. Hann er, eíns og ýmislegt annað, alveg sjerkennilegur fyrir íslenzka blaðamennsku. »Norð- anfara«-fyrirkomulagið tíðkast hvergi í heimi, nema vor á meðal, — þetca, að halda úti blöðum að meira eða minna leyti, stundum mestmegnis, í því skyni, að hinir og aðrir, með öllu óvaldir menn, skuli geta troðið þar í hverjum þvættingi, sem þeir kunnaað setja saman. f>að væri þarft verk, að tína saman dálítið «fiorilegium« úr bullinu, sem blöðin hafa verið að flytja um nokk- urn tíma undanfarinn eptir alls konar andlega »kjúklinga«. f>að höfum vjer ekki gert. En tveggja dæma skulum vjer geta, til skýringar og skilnings- auka. 1 Tímariti Bókmenntafjelagsins var prentaður árið 1896útdráttur úr nokkr- um brjefum frá Tómasi Sæmundssyni til samútgefanda »Fjölnis«. Leitun er víst á þeim skynbærum manni, sem ekki telur þessa brjefakafla með því allra-merkilegasta *og hugðnæmasta, sem nokkurn tíma hefir í því riti komið. f>eir varpa svo skæru Ijósi yfir einn tilkomumesta þáttinn í bók- menntasögu þjóðar vorrar, að enginn annar þáttur hennar er nú jafn-skýr. f>eir sýna oss ekki að eins, betur en nokkuð annað, sem áður hefir prentað verið eptir síra Tómas, inn í hina mikilfenglegu, víðtæku, órólegu og á- köfu. en jafnframt sáttfúsu, sanngjörnu og hreinu sál höfundarins, heldur glæða þau og mjög skilningian á samverkamönnum hans, mönnura, sem viðreisn íslenzkra bókmennta framar öllum öðrum er að þakka, Konráði og Jónasi, og skýra sambandið milli þeirra allra — auk fleiri atriða, sem telja má brjefköflum þes»um til gildis. f>essa brjefkafla fær einhver ónefnd- ur aulabárður að svívirða í »Stefni«, eins og væru þeir hið óvirðulegasta rusl. Hann kveður j!þar upp þann dóm að varla verði annað um þenn- an útdrátt sagt »til þess að viðhafa sem allra mildust orð, en að síraJóni Helgasyni, sem útdráttinn gerði, hafi tekizt aðdáanlega að velja úr það lak- asta til prentunar af brjefum síra Tómasar sál.« — Auðvitað hefir höf. engin brjef sjeð eptir síra Tómas önn- ur en þau, sem í Tímaritinu standa! Sleggjudómur þessi stendur innan um „aðra sleggjudóma sama náungans um Bókmenntafjelagsbækur 1896. Sanngjarnt er að geta þess, að ráða má af athugasemd aptan við þá, að ritstjórnin hafi hálf-skammazt sín fyrir þá, þó að ekkert láti hún uppi um það, að hverju leyti hún sje höfundi ósamdóma. Hvers vegna er hún þá að taka þetta bull í blaðið? f>að segist hún gera í því skyni, að »formönnum(!) Bókmenntafjelags eins og þeim, er mest eru við riðnir bókaútgáfur þess, gefist kostur á að sjá, hvernig sumir af vor- um yngri lærdómsmönnum(!) dæma um bækur fjelagsins«. Hvort það er íslenzk blaðamennska, þetta! Að prenta í blaði sínu það, sem maður hefur gert sjer grein fyrir að sje afvegaleiðandi þvættingur — ekki til þess að leiðrjetta það sjálfur — heldpr til hvers? — já '—- til þess menn skuli fá að sjá það! Hitt dæmið, sem vjer ekki getum stillt oss um að minnast á, kann að þykja »ísafold« nokkuð uærskylt. f>að verður að hafa það. Atvikið er of hneykslanlegt til þess, að vera látið óátalið fyrir hæversku sakir. Vjer eigum við ritdóminn í »Bjarka« um donslcu orðabókina. Að henni vinna ineðal annara þrír málfræðingar: einn þeirra er einn af hagorðustu snillingum íslenzkra bók- mennta, Steingr. Thorsteinsson skáld; annar hálærður íslenzku-fræðingur, Pálmi Pálsson, íslenzku-kennarinn við Iærða skólann hjer. Tveir menn, sem verulega eru til þess færir, hafa dæmt um bókina opinberlega: dr. Finnur Jónsson prófessor og Jón ritstjóri O- lafsson. Dr. Finnur lýkur á hana nær því eindregnu lofsorði. Jón Ólafsson gerir til hennar nokkrar þær kröfur, sem aldrei hafa verið gerðar til nokk- urrar danskrar orðabókar af nokkrum manm’, höfundi nje dómara. Ekki verður því sagt, að hann leggi neina sjerlegastundávægð ídómi sínum. f>rátt fyrir það marg-endurtekur hann lofið um hana. Hann segir meðal annars, að hún sje »gróði bókmenntum vorum og máli«, hafi »stóra kosti«. »Urmull nýyrða er upp tekinn eptir öðrum, og mýmörg mynduð af útgefandanum og hjálparmönnum hans, og mörg af þeim góð, mörg ágæt . . . Bókin hefir auðgað bókmenntir vorar stórkostlega að þessu leyti; og þetta var vanda- mesta verkið«. f>ar, sem orða’bók þessi er, segir hann menn hafa »fengið nýja og góða bók, stórnýta og gagnlega«. f>ar sem þeir menn eiga' í hlut, sem nefndir eru hjer að framan, og þar sem bókin jafnframt er ekki lakari að dómi þeirra manna, sem talað hafa um hana af viti og þekkingu, þá ætti ekki að vera til of mikils ætlazt, þó að búizt sje við því af blöðunum, að þau hleypi ekki að hverjum fáfræðingi, sem fyrstur fær löngun til að smána hana — að þau taki ekki dóma um hana frá öðrum en þeim, sem einbver skilyrði hafa til þess að geta um hana dæmt, ef þau vilja annars ekki láta hana blutlausa. Enginn mundi samt treysta því, sem nákunnugur er íslenzkri blaðamennsku um þessar rnundír. Enda hefur ekki sú raunin á orðið um »Bjarka«. Mót- mælalaust flytur hann garalegan gleið- gosa-þembing eptirþennan Arnarvatns- vinnumann, sem fyrirlesturinn hjelt í Húnavatnssýslunni, og eptir hans dómi er bókin að engu nýt! Og þó er ritstjórinn skáld og yrkir á sömu tungunni og Jóuas Hallgríms- son kvað um erindið: »Ast.kæra, ylhýra málið og allri rödd fegra!« Ætla mætti að honum þætti hvorki sjerleg fremd að því nje yudi, að hjálpa hugsunarlausum heimskingjum til að smána neina einlæga viðleitni við að sýna tungunni hans sóma og gera henni greiða. En — leysingiu er kaldratialeg hjá okkur! Litli-HVammur. Eptir Einar Hjörleifsson. XVII »Jeg býst við því. — Ett þá ætlast jeg sarnt til að ráða gjaforði Solveigar — og fá fulla trygging fyrir því, að ekki verði gengið að O- lafi, meðan börnin hans eru í ómegð«. Sveinbjörn spratt upp af stólnum. »Nei, Guðríður mfn; við erum góðir vinir þar fyrir utan. Gjarna vil jeg eignast Litla-Hvamm. En hvað sem því, líður, hef jeg hugsað rnjer að ráða þvf, sem gerist hjer á mínu heimili að svo miklu leyti, sem það er á mínu valdi, og eins viðskiptum mfnum við mentii. »Vertu nú stilltur, Sveinbjörn, eins og þú ert vanur. Jeg skil þig prýðis- vel. Jeg efast ekki utn, að þú sjáir það ofur vel, að það eru öll líkindi til að Litli-Hvammur verði þjer nota- og happadrýgri en Solveig. þú veiztlíka mjög vel, að það eru engin neyðar- kjör fyrir þig að láta skuld Olafs standa — að minnsta kosti lofa honum að grynna á henni smátnsaman, gera hon- um einhverja þá kosti, sem ekki setja hann á höfuðið. það vita bæði Guð og menn, að hingað til hefurðu grætt á honum, en ekki tapað, og þú getur vel búið svo um hnútana, að þú eigir ekkert á hættu. En þú vilt ekki láta undan — það er hluturinn. þetta er eintómur þrái og stórmenuska«. »Hvað um það — það situr við það, sem jeg er búinn að ségja. Ef þú hefðir látið að orðum mínum í vetur, Guðríð- ur, þá hefðir þú nú getað haft atkvæði í viðskiptum okkar Olafs. þú ert svo skynsöm kona, að jeg vona þú firrtist ekki við það, þó að jeg segi, að nú komi þjer þau ekkert við«. »En skilirðu það þá ekki, maður, að fleiri geti verið þráir en þú? þú fær Solveigu aldrei. f>ú getur tekið allt af Olafi — þúfærhana ekki samt. Jeg sje um, að Ólafur fari ekkiásveit- ina. Og svo fær þú ekki Litla-Hvamro, hefur óvirðing af öllu saman og óving- ast við son þinn, sem þjer þykir þó í rauu og veru svo vænt um«. þetta kom yfir Sveinbjörn eins og helliskúr úr heiðskíru lopti. þessi leikur á skákborðinu hafði honum al- drei til hugar komið. þegar Guðríður kom út frá Svein- birni, gekk hún rakleiðis til Olafs og sagði við hann. »Kíddu nú allt hvað þú kemur bikkj- unni til þess að draga, ekki konuna þína lengur á málalokunum. Segðu henni, að Veiga fái að ráða sjer sjálf. Við höfom orðið vel ásatt, við Svein- björn. Hann gengur ekki aðþjermeð skuldina, og verður vonandi auðveld- ari í viðskiptum við þig hjer eptir en hingað til fyrir mægða sakir. því að nú skiptir enginn sjer af því, sera þeirra fer á milli, Sigurgeirs og Veigu«. Ólafur spurði, hvernig í ósköpunum hún hefði getað fengið þessu fram- gengt. En hún gaf honum ekkert út á það í það sinn. »Við erum gamlir nágrannar, víð Sveinbjörn, og vön við að koma okkur 8aman«, sagði hún. Og Ólafur lagði af stað harla glaður. Nú þurfti hann ekki lengur að brjóta heilann um það, hvernig hann ætti að koma orðum að því, að dóttir síu lof- aðist af frjálsum vilja. Solveig fylgdi Guðríði heim á leið. En það varð lítið úr samræðum. Sol- veig var óumræðilega glöð, eins og nærri má geta, og hugur hennar var fullur af þakklæti við vinkonu sína, enda þótt hún hefði enga hugmynd um, hve mikið Guðríður hafði í raun og veru í sölurnar lagt fyrir hana. En hún var eptir sig eptir allar geðs- hræringarnar um daginn og átti örðugt með að tala nokkuð til muna — gat sízt af öllu komið orðurn að því, sem henni var innanbrjósts, en gat ekki heldur fengið af sjer að fara að tala um neitt annað. Og Guðríður var líka óvenjulega orðfá. Við túnfótinn í Litla-Hvamtni skildu þær og hvor hjelt heim til sín. En Guðríður fór ekki rakleiðis inn í bæinn. Hún settist niður undir bæjarveggn- um og horfði út yfir túnið sitt og engj- arnar í mánabjartri kvöldkyrðinnL Sætin stóðu þjett á grundunum, Hk- ust eyjum á, firði, og vörpuðu frá sjer svörtum skuggum. Hún var að hugsa um, hvað þetta væri allt fallegt í þess- ari fölu geisladýrð — hvað það væri fallegt, þegar skuggarnir væru að fær- ast upp eptir því á kvöldin og rauð- hvítt sólarljósið ofan eptir því á morgn- ana — hvað það væri æfinlega yndis- legt — hvað hún hefði haft mikla björg af því, og hvað Bjer hefði í raun og veru allt af liðið hjer vel — hvað hún ynni því heitt öllu samaa — hvað mikil óþreyja hefði venjulegast í sjer verið, þegar hún hefði verið næt- ursakir annarsstaðar — hvað það væri hart að eiga að skilja við þetta — hvað það væri hart að vita það í höndunum á öðrum. Manninn henn- ar og drenginn hennar hafði Guð tek- ið frá henni, og nú voru mennirnir að taka Litla-Hvamm frá henni líka. Og: hún stundi hátt. Hún fann, að hún elskaði lífið, heiminn, starfið — eins og hver heilbrigð sál gerir — og Litli Hvammur var hennar heimur og við hann var allt hennar starfbundið, því að hún fann, að á nýju starfi gat hún ekki byrjað. Lengi, lengi sat hún og hugsaði — hugsaði um Litla-Hvamm — hugs- aði um skepnurnar sínar, sem hún yrði nú að selja — hugsaði um mann- inn sinn og drenginn sinn hvar þeir mundu nú vera — hvort ljósíð umhverfis þá mundi vera blíðara, ljúf- ara, dýrðlegra en ljósið, sem nú lá yfir Litla-Hvammi. Svo fór hún inn í húsið sitt og hátt- aði — og hugsaði allt það sama upp aptur og aptur. Fám dögum síðar gerðu þau Svein- björn og Guðríður kaupmála sinn skriflega. Sveinbjörn vildi helzt binda sem fyrst enda á það mál. Guðríður átti að flytja af jörðinni á næstu far- dögum og Sveinbjörn átti að hafa borg- að hana áður að fullu. < >Iafur var þar viðstaddur og samdi jafnframt við Sveinbjörn um skuld sína, og fór vel á með þeim. Öll töluðu þau um trú- lofun þeira Sigurgeirs og Solveigar sem sjálfsagða.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.