Ísafold - 07.05.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.05.1898, Blaðsíða 1
Kemnr ut ýmist einu sinni eð'a tvisv. í viku. Yer'ð árg. (SO arka minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/^ doll.; borgist fyrir miðjan - júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn fskrifleg; bunum við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofn blaðsins er í Austurstrœti 8. XXV. úrs Keykjavík, laugardaginn 7. maí 189S. 27. blað. Tvisvar í viku kem- ur Isafold út, miöviku- daga og laugardaga. Fomgripasafr opið mvd.og ld kl.ll 12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við ll1/* — ll/»iann- ar gæzlustjóri 12—1- Landsbökasafn opið bvern virkan dag ■kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.3) md , nivd. og ld. til útlána. Póstar fara: vestur 9., norðnr 10. og austur 12. mai. Póstskipið (Thyra) til Vest.fjarða 8. mai. Frjettaþráður hjer uui land. Isafold sagði frá því fyrir fáura vik- um (16. apríl), að ekki væri vonlaust um að frjettaþráður hjer innanlands yrði kostaður að einhverju leyti — og það jafnvel meiri hlutanum — af þeim, er standa straum af millilanda- þræðinum. Nú hefir málinu þokað það áfram, að nokkru nákvæmar verður frá því skýrt. Og geta má þess, áður en lengra er farið, að það er elju og framkvæmd- arsemi dr. Valtýs Guðmundssonar að þakka, að nokkur von er um erlent liðsinni til að koma þræðinum uin land- ið — koma öðrum kaupstöðum íslenzk- um í frjetcaþráðarsambandíð en Eeykja- vík einni. Skýringar þær, sem vjer höfum fengió um málið, eru í stuttu máli þessar: •Norræna frjettaþráðarfjelagið mikla« ætlaði að eins að leggja þráðinn til Eeykjavíkur, enda hafði alþingi engin skilyrði sett um það, hvar hann skyldi á land koma. Dr. V. G. fór svo fram á það við fjelagið, að það legði hann á land á Austfjörðum og legði svo þræði um landið. En til þess er fje- lagið ófáanlegt, vill ekkert eiga við landlínur. |>á sneri hann sjer til ríkisþingsins og innanríkisráðgjafanB, reyndi að fá fylgi þeirra andspænis fjelaginu. Gizkað er á, þó að áætlun in sje vitanlega lausleg, að landþræð- ir þeir, sem hann vildi fá — frá Aust- urlandi til Akureyrar, frá Akure .ri til Beykjavíkur og út úr þeim þræði frá Stað í Hrutafirði til lsafjarðar — mundi kosta 400—500 þúsund krónur. Nú þóttist hann sjá, að seint mundi þeir þræðir fást, ef landsjóður ætti að vera einn um þá. f>ess vegna vildi hann koma málinu í það horf, að fje fengist til að leggja landþræðina um leið og sjóþræðirnir væru lagðir. Nú er svo langt komið, að ef svo sem 100 þúsund króna fjárveiting ur landsjóði fæst, 150 þús. í hæsta lagi, þá mun ekki standa á því, sem til vantar. En þó að töluvert af fjenu fáist annarstaðar að, þá verður stjórn íslands að sjá um lagning landþráð- anna og notkun þeirra, því að fjelag- ið vill ekkert við þá eiga, annað en leggja eitthvert fje fram til þeirra, sem samsvarar því, er sparast á sjó- þræðinum við það að hann kemur á land á Austfjörðum. Islenzka ráðaneytið mun nú vera fúst á að leggja til við alþingi, að það veiti fje það, sem hjer er um að ræða] En vitanlega mundi það ttfja fyrir málinu, og það til muna, að bíða ept- ir fjárveiting alþingis, því að sjóþráð urinn verður ekki lagður fvr en á kveða má, hvar hann eigi að leggja á land. Og þó að byrjað yrði nú þeg ar í haust að leggja landþræðina, yrði því verki naumast lokið fyr en árið 1901, og svo þeim mun síðar, sem síð- ar yrði byrjað. En nú getur stjórnin ekki tekið upp á sig neinar skuld bindingar í málinu fyrir Islands liönd, nema hún geri það upp á vcentanlegt samþykki alþingis, og það muu hún naumast þora, þar sem um svo mikla upphæð' er að ræða. Fyrir dr. Valtý vaka nú þau úrræði, að stjórninni verði sýnt það svart á hvítu, að henni sje óhætt að gera þetta, áhuginn á Tslandi sje svo mik ill, að samþykkið sje fynr fram feng ið — að henni verði send ávörp úr sem fiestum hjeruðum, helzt með und- irskriptum alls þorra þingmanna, og á hana skorað að beitast fyrir lagning landþráðanna og hika ekki við að skuldbinda landið, þó. að upphæðin nemí svo sem 100—150 þús. kr., ef hitt fæst annarsstaðar. í sumar lætur frjettaþráðarfjelagið rannsaka lendingarstaði bæði á Aust- urlandi (Berufirði, Reyðarfirði og Seyð- isfirði) og í Eeykjav:k eða í nánd við hana (þorlákshöfn). Hefir samið um það við foringjana á dönsku herskip- unum. Svo er og í ráði að senda í sumar mann til að rannsaka svæðið frá Berufirði til Akureyrar, Akureyri til Reykjavíkur og líklega líka til ísa- fjarðar. Hann á að kynna sjer, hvar hentugast muni að leggja þræðina, og gera áætlun um kostnaðinn. i þetta horf er þá malið komið. Hveruig eigum vjer íslendingar nú að taka í það? Væri um það aó ræða, að fáfrjetta- þráðinn á land hjer í Reykjavík eða einhversstaðar í nágrenninu og vjer svo ættum að kosta 100—150 þús. krónum til þess að fá hann lagðan frá Reykjavík sem aðalstöð, þá segj- um vjer hiklaust, að ekki væri í það horfandi — og það jafnvel þótc vjer eigum sjálfir að annast notkun hans, sem að sjálfsögðu verður kostnaðar- auki. f>að er svo sem auðvitað, að til anuars ^ins fyrirtækis og þess að koma frjettaþræði um mikinn hluta lands- ins verðum vjer einhverju að kosta. Beint gróðafyrirtæki getur það aldrei orðið. En gerast verður það og gert verður það auðvitað. Annars yrðu ekki nema hálf not að millilanda- þræðinum. (>g sá tilkostuaður, sem hjer er um að ræða, er svo lítill, að oss virðist sem Islendingar megi hrósa happi, ef þeir þurfa ekki meira á sig að leggja. Aldrei hefir verið ástæða til að gera sjer í hugarlund, að frjetta- þræðir hjer um land raundu fást fyrir minni framlög af vorri hálfu. En því er miður, það fyrirkomulag, sem er á boðstólum, er svo míklum annmörkum bundið, að oss virðist mjög vafasamt, hvort að því sje gang- andi. Yjer eigum við það skilyrði fyrir hluttöku frjettaþráðarfjelagsins í kostn- aðinum við landþræðina, að milli- landaþráðurinn verði lagður á land — ekki í Reykjavík eða i grend við hana, heldur — á Austfjörðum, og að svo verði hraðskeytin til og frá Reykjavík að fara alla þá löngu landleið, sem er á milli Austfjarða og Reykjavíkur, norðanlands. Að leggja frjettaþráð eptir Skaptafellssýslunum, eins og austfirzkt blað hefir lagt til, nær auðvitað engri átt vegna jökulhlaup- anna þar. Vjer vonum, að enginn misskiljioss svo, sem það sje nein »hreppapólitík«, sem fyrir oss vakir í þessu efni. f>að er allt landið, sem vjer höfum í huga. Frjettaþráðurinn hjer um land verð- ur að sjálfsögðu eigi ótíðum áföllum undirorpinn. Búast má við, að [allt af öðru hvoru þurfi hannT viðgerða. Bili hann í óbyggðum, hlýtur að standa til muna á viðgerðinni, ekki sízt að vetrarHgi, í ófærð og illviðr- um. Yrði nú Reykjavík sú stöðin, sem fjærst yrði lendingarstaðnum, þá ætti hún á hættu allar bilanirnar, að þeim spottanurú undanteknum, sem lægi milli Hrútafjarðar og^Isafjarðar. Hvenær sem eitthvað yrði að þræðin- um einhversstaðar á leiðinni milli höf- uðstaðarins og“lendingarinnar|á Aust- fjörðum, þá væri samband Reykjavík- ur við önnur lönd slitið. Rlíkt fyrir- komulag væri ill-viðunandi, ef vjer hefðum frjettaþráð á annáð borð ’og borguðum stórfje fyrir. f>að er ekki að eins, að hjer sje langmest verzlun á öllu landinu, Reykjavík er líka að- setur innlendu landstjórnarinnar. f>ar af leiðandi ríður langmest á því fyrir landið í heild sinni, að samband henn- ar við önnur lönd og aðra landshluta sje sem minnscum annmörkum bund- ið og minnstri hættu undirorpið. þetta er einkar-áríðandi, jafnvel eins og stjórnarhögum vorum nú er háttað, með því framtaksleysi lands- stjórnarinnar, sem vjer eigum við að búa. Nú erum vjer flestir að vona hver á sinn hátt, að mikilvægar breyt- ingar fáist á stjórnarfari voru, áður en mjög langt líður, — að stjórn vor komist í langt um nánari samvinnu við þjóðina heldur en hún nú er. Með þeirri breyting vex til mikilla muna úörfin á því, að frjettaþráðar-samband höfuðstaðarins bæði innanlands og við önnur lönd verði sem tryggast og ör- uggast. Vjer getum því með engu móti til hess ráðið, að farið verði að gera nokkra samninga, sem sjeu því skil- yrði bundnir, að frjettaþráðurinn verði lagður á land á Austfjörðum. 1 Reykjavík verður lendingarstaður hans að vera, eða eiuhversstaðar svo nærri henm, sem unnt er. En fáist þeirri sjálfsögðu kröfu framgengt, og fáist jafnframt sá styrkur frá öðrum lönd- um, sem dr. Valtýr Guðmundsson hef- ir örugga von um, þá ætti ekki að standa á hinu, sem oss er ætlað fram að leggja. Ófriður haíinn með Spáni og Banda- ríkjum sumardaginn fyrsta Svo skrifar frjettaritari ísafoldar í Khöfn 25. f. m.: »1 síðustu frjettum vorum var bent á þau stórtíðindi, er þá fóru í hönd, en nú eru byrjuð með Bandaríkjunum og Spáni. Forspjöllum ófriðarins þá lokið, er Spánarstjórn neitaði að taka við á- skorunarskjalinu frá McKinley for- seta (20. þ. m., síðasta vetrardag), en þar krafizt, að Spányerjar hjetu inn- an þriggja daga að fara á burt með her sinn frá Kúba. Sendiboðarbeggja ríkja og konsúlar þegar á burt kvadd- ir. Mál sín fólu Bandaríkin enskum erindrekum á hendur. IJm margvíslegar spár blaðanna er til ónýtis að tala, en svo mun rjett á litið, að Bandaríkin ætli sjer ekkert ofræði fyrir, er þau færa hafnabann að Havanna og allri norður- og land- suðurströnd eylandsins, en búa út landgönguher, 80—100 þús. manna. Evrópuríkin hafa ráðið að Iáta allt hlutlaust, en allir búast við vanda og vanhögum fyrir verzlun og aðflutninga, en ugga um leið um forlög ýmissa banka. I surnum löndum álfu vorrar er látið sem þjóðir þeirra taki sárt til Spán- verja, og mörg blöðr taka það fram til huggunar, að þeir muni reynast hin- um erfiðir við að tefla. En önnur blöð sparast ekki, til að greina frá því, sem Spánverjar hafi unnið á Cúba sjer til stórsaka, eða minna á upp- reistina síðustu, 1868—78, þar sem eyjabúum fækkaði um 7—8 þús. manna (vaxinna eða fullorðinna), en Spánverj- ar svældu undir sig 12 þús. fasteigna og sviku svo hina um allt, sem heitið var í friðargerðinni. Móti því sem svo mörg blöð, eink- um þýzk, eru að rausaum lengi undirbú- in vjela -og ofrikisráð Bandaríkjanna, má hjer frá því greina, sem frjettarit- ari Times hefir nýlega flutt blaðinu frá Washington af samræðu sinni við

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.