Ísafold - 07.05.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.05.1898, Blaðsíða 2
106 McKinley. Forsetinn tók öllu sem fjarst um landvinningar, en kvað allt ráðið í friðar-skyui og frelsis. Kyjabú- ixm skyldi fullt frjálsræði tryggt til að skipa sjer svo sjálfsforræðisstjórn, sem gegndi þegnlegum mannúðarkvöðum vorrar aldar. Hitt sjálfsagt, að þeir skyldu svo lengi, sem þörf gerðist, njóta tilsjár og verndar af hálfu Bandaríkj- anna. — Til lykta er þess að geta, að stöku ferða- og flutningsskip hafa þegar verið hertekin af hvorumtveggja«. Ekki hafði neitt sögulegt g< rzt í ófriðinum dagana sem liðu frá burtför póstskipsins frá Khöfn og þangað til það ljet í haf frá Skotlandi 30. f. m., laugardaginn var. Eitthvað af skipa- líði Bandamanna var setzt um Ha- vanna ogfarið að skjóta á borgarvirk- in þar. En floti Spánverja nýlagður af stað vestur um haf frá Grænhöfða- eyjum. Vissu menn eigi, hvar hann mundi stefna að landi vestra, og ótt- uðust sumir, að hann mundi leggja að Boston eða jafnvel New York og gera þann óskunda þar, er framast mætti. Vígamóður ákafur á báðar hendur. Spánverjar teknir til að skjóta saman fjegjöfum til þess að auka herskipa- flota sinn, og gaf drottningin, Kristín, er stjórnina rekur fyrir son sinn ung- an, 1 miljón franka (peseta). það er flestra manna mál, að hvorirtveggju sje fremur vanbúnir við ófriðinum. Fregnritar enskra blaða vestan hafs voru sammála um, að Bandamenn mundu hvorki hafa landher sinn nje skipalið fullbúið fyr en eptir 10 daga í minnsta lagi. Ófriðarályktun fulltrúadeildar sam- bandsþingsins í Washington var svo látandi, og samþykkt með öllum þorra atkvæða: »Með því að Spánarstjórn hefir 3 ár samfleytt átt í ófriðí á Kúba við landsbúa, er gert höfðu uppreist, og þó eigi tekizt að bæla uppreistina verulega; með því að hún hefir háð ófrið þennan svo hrottalega og siðaðri þjóð ósamboðið, í bág við alþjóðalög- mál, en fyrir það hafa 200,000 manna, mestmegnis kvenDa og barna, orðið hungurmorða; með því að ófriðurinn hefir gert verzlunarhagsmunum Banda- ríkjanna stórmikinn hnekki; með því að margir samþegnar vorir hafa fyrir hann týnt fje og fjörvi; með því að vjer höfum orðið að verja fje svo milj- ónum skiptir til strandgæzlu hjá oss og til þess að halda uppi hlutleysi voru af ófriðinumjog með því að þetta margfalda tjón, er Spánarstjórn verð- ur að bera ábyrgð fyrir, hefir kórón- azt með sprengingu Bandaríkjaher- skipsins »Maine« á höfninni í Havanna —, þá ályktar þingið hjer með að veita ríkisforsetanum heimild til og skora á hann, að skerast í leikinn til þess að binda enda á ófriðinn á Kúba og koma þar á friði .og reglu, og koma þar upp óháðri stjórn, er landslýður kýs sjer sjálfur. Ennfremur veitist forset- anum full heimild til að beita herafla Bandaríkjanna á sjó og landi til þess að framkvæma þessa ályktun*. Svipaða ályktun gerði öldungadeild- in samtímis, en með minni atkvæða- mun. önnur tíðindi útlend. Norðmenn samþykkt nýlega á þingi mjög rífkaðan kosningarrjett til stór- þingsins, — til handa öllum karlmönn- um hálfþrítugum eða eldri, þar á meðal vinnumönnum, en með venju- legum smá-undantekningum (glæpa- menn, fjárþrotamenn m. m.). f>ar andaðist 16. f. mán. Tambs Lyche, ritstjóri tímaritsins »Kringsjaa«, ágætismaður, vart fertugur. Brúðkaup Kristjáns Danaprinz (Friðrikssonar konungsefnis) og heit- meyjar hans Alexandrínu fór fram 26. f. mán. suður í Cannes á Frakklandi, að móður brúðarinnar, stórhertoga- ekkjunnar frá Mecklenburg-Schwerin. Engin ráöirja íiiskipti. þ>að fullyrða þeir, sem öðrum frem- ur er trúandi til að víta, hvað þeir fara með í því efni, að engin ráð- gjafaskipti muni verða í Danmörku í sumar. Vinstrimenn mundu eiga við svo ramman reip að draga, þar sem er hinn íhalds-sami, mikli meiri hluti í lands- þinginu, að þá fýsir eigi mjög í svip- líka sennu við það eins og hægri- mannastjórnin átti leDgi í við meiri hlutann í fólksþinginu, Nú á að kjósa til landsþingsÍDS í haust, og má vera, að þá vaxi þar eitthvað liðsafli vinstri- manna; mikið getur það aldrei orðið. Og þá fyrst yrði farið að taka í mál ráðherraskipti. Annars vegar er og þetta hægri- mannaráðaneyti, sem nú situr við völd í Danmörku, ekki nærri því eins ó- geðfellt hinum hóglátari framsóknar- mönnum þar, eins og fyrirrennarar þess. f>að dregur nokkuð úr ákefðinni að hrinda því af stóli. Ófriðurinn og verzlunin. Eins og vant er að vera, hefir ófrið- ur þessi, sem nú er nýbyrjaður, hin verstu áhrif á verzlunina víða um lönd. Korn var tekið til að hækka óðum í verði, er síðast frjettist frá útlöndum. Er búizt við, að það muni verða innan skamms sjálfsagt fjórð- ungi dýrara en áður. Líkt verður um fleiri vörutegundir, þótt í minna mæli sje. Peningaleigan hækkar, og það spillir fyrir kaupveltunni. f>á er ekki sízt hætta búin saltfisks- verzluninni við Spánverja, og þess verðum vjer Islendingar varir flestum fremur að tiltölu. Horfurnar voru óvanalega góðar fyr- ir 088, vegna fádæma-fiskileysis í Nor- vegi síðustu vertíð. Aflinn í Lofót ekki nema 12 miljónir fiska, í stað 23 miljóna meðaltals undanfarið. En nú má búast við öllu illu, bæði hættan, að kaupskip verði tekin á leiðinui þangað af Bandamönnum og að sú hætta dragi úr viðskiptunum, og eins má . ganga af því vísu, að spænskir peningar verði rniklu minna virði en áður á heimsmarkaðinum, sakir þverr- andi lánstrausts Spánverja. Faxaflóagufubáturinn »Reykjavík«, kapt. Vaardahl, kom í fyrra dag frá Mandal, var 5 daga á leiðinni. Hefir verið umbættur mikið í vetur. Byrjaði ferðir sínar í morg- un, suður í Keflavik. ---- ■ | ■ ----- Farsóttir í Reykjavík. Marzmánuður : Tauga- veiki 2. Heimakoma 2. Bráð liðagigt 2. Hectusótt 17. Hálsbólga 31. Lungna- kvef 4. Lungnabólga 8. Maga- og garnakvef 7. Gonorrhoea 1. LungDa- b rklar 3. Holdsveiki 1. Ölæði (De- lirium tremens) 1. Samtals 79. Apríl- mán.: Heimakoma 4. Bráð liðagigt 1. Hettusótt 8. Hálsbólga 19. Lungna- kvef 6. Lungnabólga 2. Garnakvef ð. Gonorrhoea 1. Ulcus venereum 1. Lungnaberklar 1. Sullaveiki 2. Sam- tals 50. G. B. Til konungs var sent um daginn með landshöfð- ingja svo'j látandi skrautritað afmælis- ávarp, undirskrifað af nál. 200 bæjar- mönnum: AUra mildasti herra konungur ! YfirZlangan. fagran og farsœlan œfi- ferilveitir guðleg forsjón Ydar Hátign að líta á þessum fágœtaminningardegi að fullnuðum áttatíu œfiárum. "Knúðirjaf - einlœyum" tilfinningum ástar ogjlotningar og minnugir hinna mörgu votta um lconunglega mildi og landsföðurlega umhyggju, sem Yðar Hátign hefir sýnt vorri ástkæru fóstur- jörðu á ríkisstjórnarárum Yðar, óskum vjer íslendingar að skipa oss í hugan- um í hóp annara samþegna vorra um- hverfis veldisstól Yðar á þessum fagra hátíðisdegi, til þess ásanit ]>eim. að bera fram fyrir Yðar Hátign lotningarfu.lt- ar samfagnaðaróskir vorar. tjá Yður ]>egnlega hollustu vora og biðja algóð- an Guð að blessa Yður á öllum þeim árum og dögum, sem honum enn þókn- ast, að veita Yður af gœzku sinni Astsœli herra konungur ! Jafnframt og vjer af hjarta þökkum Drottni fyrir þá rikulegu blessun, sem hann á allan hátt hefir veitt Yðar Há- tign á hinum liðnu 80 œfiárum, biðj- um vjer hann í auðmýkt að krýna heillum, friði og náð Yðar háu elli- daga, að láta ]>á verða marga og bliða, að styrkja yður með sinum krapti og mildilega varðveita Yöar Hátign oy alla yðar konunglegu aztt. Reykjavík 8. apríl 1898. Allraþegnsam legast Póstskipið Thyra, kapt. Ryder, kom hingað 5. þ. m., eins og til stóð, beint frá Skotlandi. Með því komu frá Kaupmannahöfn margir kaupmenn o. fl.: konsúll N. Chr. Gram. frá Dýrafirði; Chr. Riis frá Borðeyri; Arni Riis, umboðsm. Tangs stórkaupmanns (Isafirði); Mark- ús Snæbjarnarson kaupm. á Patreks- firði; Pjetur Ölafsson frá Flatey á Breiðaf. Ennfremur Torfi skólastjóri Bjarnason í Ólafsdal og Magnús Benja- mínsson úrsmiður og bæjarfulltrúi í Rvík. Frá Skotlandi kom alþm. Skúli Thoroddsen, ritstj. og kaupm. á Isa- firði, og Ásmundur Torfason prentari frá New York með konu og 4 börnum. Verzlanir Grams á Dýrafirði, í Stykkish.og Olafsvík eru seldar dönsku verzlunarhlutafjelagi, er bræðurnir Adolph, stórkaupmenn í Khöfn, hafa komið á legg og standa fyrir, en seljandi, konsúll N. Chr.Gram, hefir stjórn og umsjón yfir verzlunum hjer. þ>á hefir og kaupm. Markús Snæ- bjarnarson selt sína verzlun á Pat- riksfirði Flateyjar-fiskiveiða- og verzl- unarfjelaginn (Björns kaupm. Sigurðs- sonar). Tóvinnuvjelastofnunin í Ólafsdal. Handa henni er nú bráðum von á timburskipi frá Friðriks- stað, eptir ráðstöfun Torfa skólastjóra Bjarnasonarí utanför hans. Húsið verð- ur smíðað fyrri part sumars. Síðar á 8umrinu er von á vinnuvjelunum, frá Aachen á |>ýzkalandi, og manni með þeim þaðan til þess að koma þeim upp. Uppboðsauglýsing. Miðvikudaginn 11. þ. m. verður eptir beiðni Páls kaupm. Jóhannes- sonar haldið opinbert uppboð í Vest- urgötu nr. 38 og þar selt búðarvarn- ÍDgur, bækur, eldhúsgögn, stofugögn o. fl. Uppboðið byrjar kl. 11 f. hád. og verða skilmálar birtir á undan. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 7. maí 1898. Halldór Daníelsson. Appelsínur og Laukur fæst hjá C. Z i m s e n. Hið alþekkta baðlyf JEYES FLUTd fæst, útmælt, í verzluu W. FISCHERS. REYKTA RADÐMAGA: kaupir háu verði Th- Thorsteinsson (Liverpool) Nýkomið i bókverzkm Sigfúsar’Eymundssonar Fest-Album í Anledning af Deres Kongelige Höj- heder Prins Christians og Priusesse Al'xa.ndrines Bryllup. Kostar 3 kr. Spegepylsa, Cervelatpylsa, reykt Skinke, saltað og reykt síðuflesk, rullu- pylsur og saltað kjöt fæst í verzlun W. Ohristensens. Verziun B. H. Bjarnason í Reykjavík hefir nú fengið full hús af alls konar vörum; Matvöru af öllu tagi, Kaffi og alls konar Sykur, Kat'fibrauð og Te- kex, ótal teg. Brjóstsykur, Chocolade,. Te, Rúsínur, Gráfíkjur, Döðlur, Svezkj- ur, Kúrennur, alls konar krydd heil og steytt, þorskalýsi, ()sta, Ymislegar efnavörur (Material), Vín og áfengi af öllu tagi, þar á meðal mitt alkunna Kornbrennivín, sem engum verður illfc af. Alls konar niðursoðið, bæði fisk og kjötmeti, Syltutau og Pickles, Vindla, Cigarettur, Reyktóbak, Munn- tóbak, Rjóltóbak, Alls konar smíðatól, bæði þau frá Eskilstúna og ensk smíða- tól, svo góð, að enginn getur boðið jafn góð verkfæri fyrir svo lítið verð; allt tjlheyrandi jbyggingum: Skrár, Húna, Lamir, Gluggajárn galv. og svört, Málningu af öllum litum og allt því tilheyrandi, þar á meðal alveg nýtt uppleyst S k e 11 a k á 1 kr. 60 a. Með því að kaupa Skellak uppleyst spara menn 60 a. á sprittinu. Stifti, Skrúfur, Pappasaum, Lím, Kítti og fl. Alls konar Handsápu, Stangasápu á,. 2S a. pundið. Grænsápu 1 heilum dunkum ágæt tegund á 17 a. pd. Sóda, Taubláma, Stífelsi o. fl. alls konar Höfuðföt, bæði handa fullorðn- um og börnum, Klúta, Sjöl, Tvinna, Axlabönd o. fl. Mikið af Glysvarningi, Leirtau og Glervara af ýmsu tagi og yfir höfuð allt, að undanskildri álna- vöru, sem þó er pöntuð eptir sýnis- hornum, sem menn eiga kost á að fá í þeirri búð í Reykjavík, sem hefir margbreyttastar vörur. Með tilliti til þess, aó verzlunin er eingöngu rekin gegn peningaborgun á báðar hendur og tiltölulega litlum kostnaði í samanburði við stærri verzl- anir, þá vona jeg, að verzluninni á yfirstandandi sumri veitist svo auð- velt að fylgjast með hverri sem helzt skynsamlegri verzlunarsam- keppni, að hún geti boðið skiþtavin- um sínum fullt svo góða prísa, sem sá er bezt getur boðið. Verzluniu leyfir sjer því að hvetja ferðamenn að leita þaugað, áður en þeir festa kaup hjáföðrum, Korsör-Margarine er það allrabezta smjörlíki, sem hægt er að fá, hvað sem hveUsegir. f sum- ar verður það selt ódýrara en'áður, þeg- ar 100 pd. eru keypt í einu; í smá- kaupum er verðið samaTog|áður. Einkaútsala hjá B H. Bjarnason.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.