Ísafold - 11.05.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.05.1898, Blaðsíða 3
111 ingum. »En hitt heimtum við, að því sje ekki breytt að þarflausu og raunarlausu, og sízt til verra vegar. Við heimtum af íslenzkunni, að hún sje íslenzka. og annaðhvort standi í stað eða taki framförunn. »Málið er tvennt í einu: bæði ávöxtur og verk- færi sálarinnar. En — er sláttumað- urinn harðstjóri fyrir það, þó hann lagi orfið sitt eptir því, sem hentugast er? Eða er það harðstjórn jarðarinn- ar, að hún beri korn og hveiti, en ekki arfa og illgresi?« 1 nið,urlagi ræðunnar svarar Konráð með brennlieitum gremjuorðum uppá- stungunni, sem minnzt var á í 2. kafla þessara greina — að íslendingar ættu að leggja niður íslenzku og fara að tala dönsku. Kristilegi stúdentafje- lagefuiidiarinn. Hr. Kjeld Stub bauð öllum stúdent- um hjer í bænum, ungurn og gömlum, um 100 rnanna, til þess að hlusta á erindi um það mál á laugardagskveld- ið var í húsi Good-templara. Allur þorri þeirra þá boðið. Kæðumaðnr hóf mál sitt á því að gera grein fyrir tilefninu til komu sinnar hingað, og hefir áður verið frá því skýrt í Isafold. því næst flutti hann heimboð Norðurlandastúdenta til íslenzkra stúdenta að sækja kristi- lega stúdentafundinn, er halda á í Noregi að sumri, ásamt hjartanlegri kveðju frá námsmönnum við skandínav- isku háskólana, og veik svo að aðal- efninu. þegar kristiudómurinn kom inn í heiminn, ságði hann, var ekki hörgull á spádómum um það, ' að þessi trúar brögð mundu brátt að engu verða. Mönnum þótti þau standa á veikum grundvelli, og mennirnir, sem hjeldu þeim fram, vera fávísir ofsatrúarmenn. Spárnar rættust ekki. Kristindómur- inn fór um löndin sigri hrósandi. Jafn- vel þótt ofsóknum, háði og vísindum væri beitt gegn honum, þá tókst hon- um ekki að eins að vinna sjer sæti meðal annara trúarbragða og vísinda- kerfa, sem þá voru uppi, heldur lagði hann undir sig lönd og þjóðir með því lífsafli, sem þau trúarbrögð ein geta haft, er Guð sjálfur hefir opinberað mönnunum. I Postulanna Gjörningum er 088 sagt frá ungum manni, sem var meðal hmna fremstu í vísindum og menntun; hann lagði af stað frá Jerú- salem til Damaskus til þess að of- sækja kristna menn. En oss er jafn fram sagt frá, hvernig þessi maður, Sál, beið ósigur á leiðinni fyrir Jesú, og skömmu síðar var þessi Sál orðinn að heiðingjatrúboðaDum Páli, sem ferðaðist ekki að eins um' Austurálfu heims, heldur flutti og kristindóminn til vorrar heimsálfu. pd má segja, að vísindin, djúpliyggj- an hafi í fyrsta sinn orðið að heygja knje ýyrir krossinurn. En það varð ekki síðasta skiptið. þrátt fyrir alla afneitun og þrátt fyrir allar vantrúar-árásir hefur mönn- um ekki enn í flag tekizt að uppræta trúarþörfina, þrána eptir guði, eptir friði, — þrá, sem jeg er fyrir mitt leyti sannfærður um að býr í brjósti hvers manns, hvoro sem hann nú hefur ljósa eða daufa meðvitund um það. Ekki er það sízt í stúdentaheimin- um, að kristindómurinn hefur opt átt við ramman reip að draga, og þrátt fyrir allar staðhæfingarnar um, að trúin ög vísindin, kristindómurinn og djúphyggjan sjeu hvort öðru andstæð, þá lifir enn trúarþörfin meðal ungra ntoismanna. Sönnun fyrir því erein mitt merkilegi andlegi straumurinn, sem hjer er um að ræða, kristilega stridentahreyfingin á vorum tfmum. Ræðum. skýrði því næst frá, með hvílíkum hraða og hvílíku afli nýbreytni þessi hefði rutt sjer til rúms bæði í Norðurálfunni og í öllum hinum heims- álfunum. Til dæmis skulum vjergeta þess, að í Ameríku einni voru 33,000 stúdentar við 550 menntastofnanir komnir í þennan fjelagsskap á síðast- liðnu ári. Árið 1895 geugu fjelögiu öllí»heims- bandalag* svo kallað, og skiptist það aptur í 10 »þjóðabandalög«. Eitt af þeim er bándalag Norðurlanda. Hvert þeirra hefur tvo fulltrúa í heimsbanda- laginu. Kvennstúdentarnir hafa stúd- entafjelög út af fyrir sig. Einkanlega vil jeg leggja áherzlu á það, sagði ræðumaður, að því fer fjarri, að hreyfingin nái eingöngu til guðfræð- inga. Eyrir það hefur hún einmitt orðið að því valdi, sem hún er, að það eru að mjög miklu leyti aðrir en guðfræðingar — læknisfræðingar, lög- fræðingar o. s. frv. — sem sinna henni. þannig má geta þess, að í kristilega stúdentafjelaginu í Kaupmannahöfn eru um 200 manns, sem ekki eru guð- fræðingar. Ekki er það heldur þýð- ingarlaust, að mikill hluti þeira, sem taka þátt í þessgjd hreyfingu, eru gáf- uðustu stúdentarnir, menn, sem leyst hafa próf sín vel af hendi. Fjelögin eru kristileg; þeim er stjórnað f kristilegum anda og þau standa á ótvíræðlega kristilegum grund- velli. þannig er bæn ávallt flutt í fundarlok. Umræðuefnin eru annað- hvort beinlínis kristileg eða þá önnur efni mannlífsins í ljósi kristindómsins. Þar á móti er engin krafa gerð til hinna einstöku fjelagsmanna, um neina persónulega trúarjátnig. Fjelagið býð- ur með öðruni orðum hvern stúdent velkoniinn — e.f trúarbrögðin eru hon- uni áhugaefni, hvort sem rœða er urn hina fullkomnu elsku samhygðarinnar, eða. fálmandi efasemdaspurningar manna, sem eru að leita sannleikans, manna, sem enn.hafa ekki áttað sig á hinum og öðrum kenningaratriðum kristindómsins, en laugar samt til að læra að þekkja hann. Opt hefir því verið fram haldið, að kristmdómurinn sje ekki fyrir unga menn, og allra sízt fyrir hugsandi, menntaða stúdenta. Kristil. stúdenta- hreyfingin sannar það, að þær stað- hæfingar eru ekki sannar. Til er hættulegur misskilnÍDgur, tvö- faldur, sem mikið ber á: sá, í fyrsta lagi, að guðfræðingur sje að sjálfsögðu kristinn maður, og í öðru lagi, að það sje eins sjálfsagt, að menntamaður, sem ekki er guðfræðingur, — læknis- fræðingur t. d., eða lögfræðingur eða náttúrufræðingur — hljóti að vera vantrúarmaður. þessi kenning er ekki síður hættuleg fyrir guðfræðingana en aðra. Gleymum því ekki, að guðfrœðingur getur, þrátt fyrir guðfrœði sína, verið jafnfjarri lifandi kristindómi eins og nokkur vantrúarmaður, og að t. d. lœknisfrœðingur eða lögfrœðingur getur staðið kristindómmum eins nærri eins og nokkur guðfræðingur. Hjer er allt koinið undir afstöðu mannsins gagnvart þýðingarmesta vandamálilífsins, allt komið undirþví, hvort maðurinn hefir gefið sig Guði á vald. Að lyktum óskaði ræðum., að þess- ari hreyfingu yrði eins vel tekið meðal ísl. studenta, eins og henm hefir ver- ið, tekið hvarvetna annarstaðar, og að hún gæti hvarvetna um heiminn orð- ið til þess að skýra fyrir sem flestum stúdentum spurninguna, hvort þeir ætt að vera ineð Guði eða móti honum. Ogsvoárjettaði hann í ræðulokheim- boðið til næsta kristilega stúdenta- fundarins í Noregi árið 1899. Vel vorar, segja flestir, nær og fjær. Hjer hafa lengi gengið blíðviðri, aó undan- tekinni 2 daga norðanhrinu í upphafi vikunnar sem leið; en ’nlýindi þó held- ur lítil og gróður því seiníara. En ekki mátti batinn siðar k^ma en hann gerði — bæta ■ menn ahnennt við, og koma með nógar sögur af því, á hverri heljarþröm fjöldi bænda var staddur mjög víða með björg handa skepnum sínum; og er slíkt raunalegur vottur um það, hve hrapal- leg ljettúð og fyrirbyggjuleysi drottn- ar enn í hugsunarbætti bænjda og búa- liðs á voru landi; því það kemur flest- um saman um, að veturinD hafi í raun og veru alls eigi harður verið yfirleitt, þótt innistöðutími væri í lengra eða lengsta lagi á útbeitarjörðum, einkum sunnan-lands og vestan. Jörð góð, er til hennar náði, ónædd undir snjóhlíf- inni. Hafði ar.k þess verið auð að mestu víðast fram um áramót. Barðastrandarsýslu 3 mai: Siðan á pásknm og út allaa aprllmán. hefur hjcr verið hagfeldasta tið, siðustu dagana sumarhiti, þangað til í gær, að hann kólnaði aptur. Þessi góða tíð hefur komið sjer vel l'yrir alla. Hefði orðið mjög kalt, mundu margir hafa orðið illa staddir með skepnur. Það var óneitan- lega farið að lita iskyggilega út; fjöldi bænda orðnir heytæpir, og fáir, sem hefðu getað hjálpað til muna; kaupstaðirnir voru matvörulausir, þegar mest lá á. Nú liefur - góða tíðin bætt úr öl'lu, og menn er von- andi enn einu sinni sloppnir úr allri hættu, þó full-djarflega hafi verið sett á heyin. Eáeinir Breiðfirðingar ætla til Vestur- heims í sumar, um 20 alls, og fylgjast þeir allir með Jóni Jónssyni i Rauðseyjum, einhverjum duglegasta og myndarlegasta bóndanum á JSreiðafii'ði. Hann fer til Alptavatnsnýlendunnar og á liann þar kunn- ingja og ættingja, sem hvetja hann til far- arinnar. Hann hefur lengi búið í Rauðs- eyjum rausnavbúi og telja allir mikla eptir- sjón að honum. 1 Það er óhætt að'segja, að Ameriku-hug- urinn er ekki enn aldauða hjer, enda eiga flestir vini og ættingja þar vestra. Mörgum er þó forvitni á að lesa lýsingu Jóns Olafssonar á Ameríku, en þó er ekki laust við, að sumum leiki grunur á þvi, að ekki sje að reiða sig á allt, sem þar stendur. Strandferðabátarnir. þeir eru báðir komnir, úr fyrstu ferð sinni umhverfis laudið, og báðir á und- an áætlun, Hólar, austan utn land, 8. þ. mán., og Skálholtí gærmorgun, 10. þ. mán. Hafði gengið ferðin mæta- vel, engan ís hitt og komið á allar á- ætlaðar hafnir og jafnvel fleiri. Með »Hólum« komu hingað um 40 farþeg- ar, en með »Skálholti« um 70; fleiri munu ekki hafa komizt þar fyrir. Og mjög vel láta farþegar af bátunum, segja vist í þeim mjög góða og yfir- menn hina viðfelldnustu. Meðal ferðamanna með bátunum hingað eru að austan Stefán faktor Guðmundsson frá Djúpavog, Olafur Thorlacius aukalæknir þar, síra þor- stemn Halldórsson frá Mjóafirði, veit- ingamaður Kristján Hallgrímsson frá Seyðisfirði; ennfremur Bened. f. sýslu- maður Svemsson — hafði brugðiðsjer snöggva ferð norður á Húsavík. Að vestan komu sýslnmaður Lárus K. Bjarnason í Stykkishólmi með frú sinni, síra Páll E. Sivertsen á Stað, o. fl. Maður drukknaði í Langá á Mýrum fyrir rúmum hálf- um mánuði, 25. f. mán., Jakob por- steinsson (veitingamanns í Borgarnesi), efnismaður, um tvítugt; var á ferð heim til sín að Borgarnesi neðan úr Straumfirði og sundlagði ána móts við Ánabrekku, skammt fyrir neðan brúna, en sund heldur langt, með því að fallið var í ána. Hestur hans fannst rek- inn daginn eptir, en líkið af mannin- um ekki fyr en sunnúdaginn að var, 8. þ. mán., rekið á eyri í ánni. Mannalát. Austan úr Mjóafirói er Isafold skrif- að 3. þ. tnán.: »Hjer andaðist 24. f. tnán. eptir þunga og langa legu bænaöldungurinn dannebrogsmaður Hjálmar Hermanns- son á Brekku, nær áttræður að aldri (f. 1819), Haun var í fremstu bænda röð hjer austanlands. Hann var vel fjáður maður, auðgaðist með fyrirhyggju sinni og dugnaði, því búskap byrjaði hann með litlum efnum, en hafði þó mikla fjölskyldu fram aðfæra. Hjálm- ar sál. var maður einkar-vel að sjer og hafði dómgreind skarpa, enda á- vann sjer það traust og hylli sveit- unga sinna, að ekki þóttu ráð ráðin, nema hans væri leitað. Hreppstjóri var hann hjer um bil 40 ár og þótti ætíð vel með fara; hreppsnefndarodd- viti 6 ár, og sáttasemjari frá því er Mjóifjörðurjjvar gerður að sáttanefndar'- umdæmi. Framúrskarandi dugnað hans í búskap sýnir þáð, að þá er hann flutti sig að Brekku 1865, feng- ust einir 80 hestar af töðu af túninu þar, en svo græddi hann það út upp úr moldarflögum og lyhgmóum, mest með sloráburði, er hann notaði hjer fyrstur manna, að af því munu hafa fengizt, er hann ljet af búskap fyrir nokkrum árum, um 500 hesta; enda var hann snemma sæmdur heiðurs- launum úr styrktarsjóði Chr. konungs IX. En þar sem Hjálmar sál. hætti við, hefir Vilhjálmur hreppstjóri sonur hans haldið drengilega áfram, og munu nú í hverju meðalári fást hátt á sjö- unda hundrað hesta af töðu af túu- inu. * Hjáimar var tvíkvæntur; hjet fyrri kona hans María Jónsdóttir frá Jór- vík í Breiðdal; með henni átti hann 6 börn: Jón bónda, er andaðist fyrir nokkrum árum; Sigríði, ekkju hjá Vilhjálmi bróður sínum; Hermann, stúdent í Ameríku; Vilhjálm hrepp- stjóra á Brekku; Halldór bónda í Ameríku; Margrjeti, gipta konu á Borgareyri. Síðari kona Hjálmars, Jóhanna Sveinsdóttir, lifir mann sinn, bróðursonaráóttir hans; með henni eignaðist hann 13 börn og lifa 4 þeirra: Konráð, kaupmaður á Brekku; María, gipt kona & Borgareyri; Gísli, kaupmaður á Nesi í Norðfirði, og Guðrún, ógipt heima. Hann var sannur sómi stjettar sinnar, bændastjettarinnar íslenzku, og opt stoð sveitar sinnar, einkum í harðærunum milli 1860 og 1870. Einnig ljezt hjer að þinghól 9. f. frú Lára Sveinbjarnardóttir, kona sira þorsteins Halldórssonar, úr á- kafri lungnatæring; hún var búin að liggja frá því um nýár í vetur. Frú Lára var mesta fríðleiks- og atgervis- kona, góð kona og uojög vel að sjer, hjartagóð og einkar-skemmtin og viðfeldin, og sakna hennar allir, er nokkuð verulega kynntust henni. Hún var tæplega þrítug«. Af Breiðafirði skrifað 3. maí.: »Nýdánir eru hjer í sýslu tveir merkisbændur. Annar er Björn Pjet- ursson í Hlaðseyri við Patreksfjörð, hreppstjóri og dugnaðarmaður; hann hefir stórum bætt eignarjörð sína Hlaðseyri, sljettað og aukið túnið; hann var 68 ára að aldri. Hinn hjet Ólaýur Olafsson, bóndi í Breiðuvík, fertugur «að aldri, myndarbóndi og góður drengur. Rauðasandshreppur, þar sem þessir báðir áttu heima, hefir orðið fyrir miklu manntjóni frá því um þetta leyti í fyrra; hafa dáið þar í hreppnum 24 karlmenn á árinu, flestallir á bezta aldri. Flestir hafa farið í sjóinn, en hinir dáið úr tauga- veiki og lungnabólgu«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.