Ísafold - 14.05.1898, Blaðsíða 2
111
hverju ári, vanalega í nóvember eða
desember. Auk þess eru aukafundir
haldnir stöku sinnum, eptir ósk £
hluta stjórnarnefndarinnar, eða þá 20
fjelagsmanna. Stjórnarnéfndar-fund-
irnir ræða um, hver mál skulu lögð
fyrir aðalfund, o. s. frv. F.n aðal-
fnndur gerir fullnaðarályktanir um
framkvæmdir fjelagsins komandi ár,
yfirlítur og samþykkir reikninga og
skýrslur fjelagsins, og ræðir önriur mál
þess. Afl atkvæða ræður úrslitum
mála; en til þess að breyting á fje-
lagslögunum fái gildi þarf § hluta
atkv.
011 málefni landbúnaðarins, og þau,
sem standa í sambandi við hann, læt-
ur fjelagið sig varða, og ræðir þau á
fundum sínum, og gerir ályktanir um
þau, eptir því sem við á í hvert sinn.
T’jelagið er í heild sinni ráðunautur
landbúnaðarins; það er Ieiðtogi hans
að kfilla má í smáu sem stóru. Mál-
efni 'þan, sem koma fyrir ríkisþingið
og snerta landbúnaðinn, eru flest
eða jafnvel öll að rneiru eða minna
leyti undirbúin af fjelaginu eða for-
mönnum þess. En sje eitthvert mál,
sem fjelagið hefir ekki fjallað um, er
snertir landbúnaðinn eða einstakar
greinir hans, þá mun optast vera leit-
að álits þess eða st^'órnenda þess, áð-
ur en því er ráðið til lykta. Jafnvel
ríkÍ8stjórnin sjálf leitar sjer fræðslu
hjá stjórnendum fjelagsins og vísinda-
manna þeirra, er það hefir sjer við
hönd í málum, er hún hefir með hönd-
um og snerta landbúnaðinn. Fjelagið
hefir aflað sjer trausts og álits bæði
stjórnarinnar og þjóðarinnar í heild
sinni, og því er það tekið til ráðu-
neytis í öllum meiri háttar vandamál-
um, er snerta landbúnaðinn.
Svo sem dæmi þessa skal jeg minn-
ast hjer á nokkur málefni, er voru til
meðferðar í fjelaginu fjelagsárið 1896
—97, til að sýna, hve yfirgripsmikið
starf þess er. Fjelagið hafði tekið að
sjer að gera tilraunir að selja nýtt
smjör (mjóg lítið saltað) á Frakklandi,
einkum í París, og heppnaðist það að
nokkru leyti. f>að ræddi nú með sjer,
hvort þessum tilraunum skyldi haldið
áfram, og á hvern hátt, og gerði frek-
ari ráðstafanir í því efni.
J>á hafði það til umræðu svínarækt-
ina, og hvað gera bæri til þess að
bæta hana svo, að fleskið hjeldi velli á
enska markaðinum. Meðal annars
hvatti það til að koma upp kynbóta
stofnunum hingað og þangað, þar sem
hægt væri að útvega sjer góð undan-
eldissvín. Sömuleiðis veitti það 1000
kr. handa einum ráðunaut í svína-
rækt.
Einnig ræddi það um gróðursetning-
artilraunir, og hvað gera bæri til að
verjast ýmissi gróðurveiki.
Ennfremur tók það til meðferðar
kærur þær, er komið höfðu frá Eng-
lándi um skemmt smjör, og gerði ráð-
stafanir til þess, að það mál yrði
rannsakað efnafræðislega. f>að hafði
einnig til meðferðar fleiri mál, sem
snertu svína- og nautgriparækt. Loks
minntist það á bækur þær, er það
ætlaði sjer að gefa út eða styrkja til
útgáfu, t. d. rit Krarups um framfar-
ir landbúnaðarins í Danmörku síðast-
Iiðin 50—60 ár.
|>etta fjelagsár hefir fjelagið tekið á
dagskrá ýms mál, er það starfar að
á ýmsan hátt. Meðal annars er það
þetta:
1., að sjá um, að samin sjeu og út-
gefin rit um ýmsar greinar Jandbún-
aðarins.
2., að stuðla til þess, bæði með fjár-
framlögum og öðru, að haldnir sjeu
fyrirlestrar í búnaðarfjelögunum um
ýms atriði, er snerta Iandbúnað.
3., að láta. framkvæma efnafræðis-
jegar rannsóknir á ýmsum gróðri, þar
á meðal korntegundunum, sem vaxið
hafa í mismunandi jarðvegi, o. s. frv.
4., að styrkja ýmsar tilraunastofn-
anir, og koma á fót nýjurn, sem fáist
við tilraunir með jurtagróður.
5., að starfa að betri búpeningsrækt,
bæði með kynbótum og betri meðferð.
6., að átarfa að endurbótum og fu.ll-
lcomnun í allri meðferð á mjólk.
7., að styrkja menn til þess að
frama sig og fullkomna í ýmsum á-
kveðnum greinum búnaðarins, 'bæði
verklega og bóklega.
8., að styrkja sýningar innanlands,
á innaulands-afurðum, svo sem naut-
gripum, hestum, smjöri o. s. frv.
9., að veita verðlaun fyrir framúr-
skarandi dugnað og hyggindi í búnaði.
10., að stuðla til þess, eptir því sem
verður, að búnaðurinn eflist í hinum
norðlægu eyjum, er liggja undir Dan-
mörk.
Hjer er auðvítað átt við Færeyjar,
Island og Grænland. En hætt er við,
að þessi síðasti liður verði ^út undan
hjá fjelaginu í þetta sinn, enda hefir
opt svo venð, og skal jeg eigi svo
mjög varpa steini á það fyrir þá sök,
því hver er sjálfum sjer næstur, og
fjelagið lætur eðlilega sjálfa Danmörk
sitja fyrir.
En meira gæti það iíklega gert oss
til gagns Isleudingum. J>ó hygg jegað
okkur verði það drýgst og happasæl-
ast, er vjer gerum sjálfir til viðreisnar
landbúnaðinum og atvinnuvegunum;
að eins að oss skorti ekki vilja, dug
og árœði.
En svo jeg snúi mjer aptur að fje-
laginu, þá sjest af þessu, sem hjer
hefir verió tekið fram, hve það lætur
sjer annt um búnaðinn yfir höfuð í
Danmörku. |>að sjest ennfremur, að
það eru ekki einstakar greinir hans,
er það annast eða styrkir, heldur hvað
eina, sem snertir landbúnaðinn. |>að
gengst fyrir alls konar gróðurtilraun-
um, og styrkir þær. |>að starfar að
endurbótum í allri meðferð á búpen-
ingi, svo sem nautgripum, hestum,
svínunr', alifuglum o. s. frv. |>að ger-
ir tilraunir að útvega nýja markaði í
öðrum löndum fyrir afurðir búnaðar-
ins. f>að starfar að og hvetur til betri
meðferðar á mjólk, og sendir ráðu-
naut sinn í þeirri grein út um landiðtil
að líta eptir samlags-mjólkurhúsunum,
og halda fyrirlestra um allt, er lýtur
að meðferð mjólkurinnar, frá því hún
kemur úr kýrspenanum og til þess
henni er breytt í gjaldgenga vöru.
það styrkir sýningar innanlands á
skepnum og afurðum þeirra, og send-
ir starfsmenn sína á þær, til aðstoöa
og að leiðbeina, um leið og þeir eru
þar optast dómendur. f>að leggur
almenningi heilræði um alls konar
verkfæri, kaup á þeim, notkun þeirra
o. s. frv. f>að gefur út ýms rit um
búnaðinn, og útbýtir þeirn gefins inn-
anfjelags. f>að útvegar ungum mönn-
um og stúlkum staði á góðum bænda-
heimilum eða höfðingja-býlum til þess
að læra verlclega búfræði. Optast er
sá námstími 2—3 ár, og eru nemend-
urnir vanalega 1 ár á hverjum stað,
til þess að þeir sjái og læri mismun-
andi aðferðir eptir því sem misjafn-
lega til hagar þar og þar. Fjelagið
hefir að öllu leyti aðal-umráðin og
umsjónina með þessum nemendum,
ræður því, hvar hver þeirra er, og á-
kveður tímann, er þeir eiga að dvelja
á hverjum stað.
J>annig er fjelagið eins konar mið-
depill landbúnaðarins, og leiðtogiþeirra,
er hann stunda.
En það hefir líka mikið fje til um-
ráða, bæði styrktarsjóði, dánargjafir
einstakra manna, tillög fjelagsmanna
og mikinn ársstyrk úr ríkissjóði.
-Enginn efi er á því, að búnað-
arfjelag Suðuramtsins, eða Iandbúnað-
firfjelag alls landsins, sem það vonandi
verður innan skamms, getur ýmislegt
lært af landbúnaðarfjelaginu danska,
og tekið sjer það til fyrirmyndar að
svo miklu leyti, s.im staðhættir og
önnur atvik frekast leyía. Sjerstak-
lega varðar miklu, að stjórnendur þess
sjeu áhugatnenn, reyndir og hagfróðir,
og jeg leyfi mjer að segja, að stjórn-
endur þess nú hafi einmitt þessa kosti.
Fjelagið ætti því sem fyrst að færa
út kvíarnar, svo að áhrif þess verði
víðtækari og altnet) ari. Fjelagið á
með tímanum að verða hið sama fyrir
landbimoMnn á Islandi, sem landbún-
aðarfjelagið danska og landbúnaðar-
fjdagið vorska, sem snið'ð er eptir
hinu dan ka, er fyrir búnaðinn í þes <-
um löndum, Danmörk og Noregi, og
það vona jeg að verði áður langt um
líður.
pörfina á sh'ku fjelagi og starfsvið
þess veitæt mjer æf til vill kostur til
að minnast á síðar.
Sigurður Sigurðsson
frá Langkolt.i.
- > ■-
I»órarinn Erlendsson,
fyrrum prófastur og prestur að Hofi
í Álptafirði, er nýlega dáinn, 28. f.
mán. Hann var langelztur prrstur á
landinu, komínn á níunda ár hins tí-
unda tugar, f. 10. febr. árið 1800, eða
nær 11 mánuðum fyrir síðustu alda-
mót. Útskrifaður úr heimaskóla 1822
af Árna síðar stiptsprófasti Helgasyni
(þá í Breiðholti); vígður 1826 aðstoð-
arprestur að Bjarnanesi, fekk það
brauð 1829, en síðan Hof í Álptafirði
1844, og þar Ijet hann af prestsskap
1882, eptir 56 ára prestþjónustu.
Prófastur var hann í Austur-Skapta-
fellssýslu 1829—1844. Af börnum
hans 12 lifa 3: f>orsteinu prófastur í
Heydölum; frú Guðrún, kona konsúls
C. D. Tuliníusar á Eskifirði, og J>rúð-
ur, gipt Haraldi bónda Briern í Bú-
landsnesi. Einn sona hans var Er-'
lendur sýslumaður í Isafjarðarsýslu, er
drukknaði 1857. — Hann hafði veri'ð
fjörmaður mikill á yngri árum og langt
fram á-elli-ár, en kararmaður að mestu
síðustu árin. f>ótti jafnan’ sæmdar-
maður, Ijúfmenni og góðmenni.
Sandm inn
úr bankagrimninum. — I>að vildi jeg að
einhver,sem bankastjórinn okkar »akt.ar«, vildi
biðja hann fyrir að gera eitthvað annað við
sandinn úr grunninum undir bankahúsiö
fyrirhugaða en að ausa honum öllum cius
og hann er inni skilningarvitiu á alrnenn-
ingi, sem leið á unr bæinn, eða þá inn í
húsin, inn með rúðum og liurðum um meiri
hluta bæjarins. Ilann hefur farið svo »kynd-
uglega« að þvi, að láta sem veganefndar-
formaður strá honum urn giiturnar, en þar
sjest ekki örmull eptir af honum degi leng-
ur; hann fer allur jafnharðan hina leiðina,
ef nokkur gola er, eins og gefur að skilja,
kvo smár sem hann er og ljettur. f>að hef-
ir verið öskubylur af honum um bæinn
undanfarna daga með kófluro. Nói.
Herskipafloti
Bandaríkja og Spánar.
Fyrir góðvild yfirforingja á »Heim-
dal« á blað vort kost á að ílytja les-
endum sínum eptirfarandi skrá yfir
herskipaeign Bandamanna og Spán-
verj^ eins og hún var í vetur á und
an ófriðinum.
Skipunum er skipt í 3 flokka, eptir
stærð og vígorku.
Regluleg orustuskip eru þau ein
kölluð, sem talin eru í fyrsta flokki,
— bryndrekarnír, albrynjuð langskip.
f>á koma brynsnekkjurnar. f>ær
eru minui, ljettari og örskreiðari, og
ekki fullbrynjaðar, heldur aðeins að
nokkru leyti.
Loks eru í þriðja flokki hálfbrynj-
aðar snekkjur. f>ar nær brynhlífin
aðeins yfir viðkvæmustu hluta skips-
ins, gangvjelina m. m.
Snekkjurnar (Krydsere) eru einkum
ætlaðar til snúninga, til njósna og
strandvarnar, til að elta uppi kaup-
för o. s. frv.
Stærðiu er til greind í smálestutn,
hraói talinn í mílufjórðungum áklukku-
stund, og loks er í aptasta töludálki
tala fallbyssna á hverju skipi.
Bandarikin.
Bryndrekar: smál. hraði fallb..
•Indiana« . . 10,300 15.5 42
• Massachusett8« . 10,300 16.0 42
»Oregon« 10,300 16.5 42
»IllinoÍ8« 11,500 16.0 39
»Iowa« .... 11,500 16.0 44
»Wisconsin« 11,500 16.0 39
»Alabama« . . . 11,500 16.0 39
»Kearsarge« 11,500 16.0 48
»Kentucky« . . 11,500 16.0 48
Brynsnekkjur:
»Brooklyn« 9,300 22.0 36
»New York« . . 8,200 21.0 30
•Texas* .... 6,300 17.0 26
Hálfbrynjaðar snekkjur:
»Baltimore« . . 4,600 20.5 18
•Charlestou# 4,040 18.5 16
»Chicago« 4,500 18.0 32
»Newark« 4,080 19.0 22
»Dlympia« . 5,800 19.0 34
»Philadelphia« . 4,400 20.0 22
»San Francisco* . 4,080 20.0 22
»Columbia« . 7,500 23.0 27
• Minneapolis* . 7,500 23.0 27
»Atlanta« . . . 3,200 16.5 14
»Boston« . . 3,200 15.0 18
»Cincinnati« 3,200 19.0 23
»Detroit« 2,000 18.9 17
»Marblehead« . 2,000 18.9 17
»Montgomery« 2,000 18.9 17
Auk þess 18snekkj-
ur frá 1,300 til 800
smál. og 27 tundur-
bátar.
Spánn.
Bryndreki:
»Pelayo« . . . 9.900 16.0 23;
Brynsnekkjur:
*F,mperador
Carlos V« . . . 9,200 20.0 20
»Almirante Oquenda* 7,000 20.0 28
•Cardenal Cisneros® 7,000 20.0 22
»Catalune« . . . 7,000 20.0 22
•Cristobal Colon« 6,800 20.0 38
•Infanta Maria
Teresa« . 7,000 20.0 28
•Pedro d’Aragon« 6,800 20.0 38
•Princesa de Asturia3« 7,000 20.0 22
»Viscaya« . . . 7,000 21.0 26
»Numancia« . . 7,300 8.0 ?
»Vitoria« 7,300 il.O 14
Háljbrynjaðar snekkjur:
»Alfonso XIII« 5,000 20.0 22
•Alfonso XII« 3,100 17.5 18
»Castilla« . . . 3,400 14.0 21
»Lepanto« . . • 4,800 20.0 20
•Reina Christiana« 3,500 17.5 19
•Reina Mercedes« 3,100 17.5 19
»Navarra« . . . 3,300 14.0 12
»Aragon« 3,300 14.0 12
Auk þess 12 snekkjur nál. O smál
hver og 26 tundurbátar.
J>að leynir sjer ekki á þessari skrá,
hver munur er á vígafla Banda-
manna og Spánverja á sjó. f>ar við
bætist, hve margfalt auðmagn Banda-
menn hafa á við fjandmenn sína.
Ratjnar er það sumra manna mál,
að herskip Bandamanna sjeu eigi sem
styrkust. þótt stór sjeu, og eigi svo
fullkomin sem nú gerist bezt meðal
herþjóða heimsins. En hvað eptir
er hafandi í þeirri grein, er vant *úr
að leysa hjer.
Allar líkur eru til, að það verði á
sjó, en ekki landi, sem til skarar skríð-
ur með vegendum í ófriði þessum, og
því mest undir því komið, hverir orku-
meiri eru þar.