Ísafold - 25.05.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.05.1898, Blaðsíða 1
Kemnr ut ýniist einu sinni eða tvisv. i viku. Ver(5 árg. (80 ark. minnsf) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir mi'ðjan júli (erlendis fvrir fram). tSAFOLD. Uppsögn (skrifleg; buncun við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er i Austurstrœti 8. XXV. ár£. Reykjavík, miðvikudasíinn 25. maí 1S9S. 32. b!að. gy~' Tvisvar í viku kem- ur Isafold út, miðviku- daga og lauífardaga. Fomgripasafno'pitSmvd.og ld. kl.ll 12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við ll'/a—l'/2,ann- ar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengnr (til kl 3) md., mvd. og ld. til útlána. iiwi««iin«ii'i*iiii«iiiiiiiiiiiiiniii!»nMÍiiiiiiiiiinTiiiiiiiiiinmTiiiiniiinm7illúiTiiiiiiiii'V:i- ■ 11 ■ Blöð laniral‘a vorra, afa og feðra. XII. Fjölnir. — Jónas Hallgrímsson. — Aðrir Fjölnismenn. — Bindindishreyfing Fjölnis.— Stjórnmálastefna Fjölnis. Enn er einnótalinn af þremur fremstu «tyrktarmönnum Fjölnis: -íónas Hall- grímsson.' Hann er helzti aðstoðarmaður Kon- ráðs Gíslasonar í baráttunni fyrir við- reisn íslenzkrar tungu. Auðvitað hef- ir hann ekki íslenzku-þekking Kon- ráðs til að bera, ekkert því líkt. Hon- vm veitti örðugt að læra fasta rjett- ritun, sjáffsagt einkum fyrir þá sök, að hann varð hvað eptir annað að breyta henni. Og honum er ekki með öllu óhætt við röngum orðmynd- um. Málfræðingur er hann enginn. En hann hefir óspillt Islendings-eyra fyrir tungu þjóðarinnar að fornu og nýju, og fegurðartilfinning listamanns- ins til að velja og hafna. Hjá hon- um lá málið »bæði lipurt og ljett« »á hostum hreinum«, eins og Grímur Thomsen kvað. Bann er og náttúrufræðingur rits- lns- I fyrsta árganginum skrifarhann »Um eðli og uppruna jarðarinnar«, fyrstu tilraun til almennrar járðfræði, sem rituð hefir verið á íslenzku. í augum nútíðarmanna, sem nokkuð hafa kynnt sjer yngri rit um þá fræði- grein, niun það, sem sagt er um af- stöðu jarðfræðinnar við trúarbrögðin, verða einna hugðnæmast af því, sem í þeirri ritgjörð stendur. Höf. gerir ráð fyrir þeirri mótbáru, að »það sje ekki varlegt, að tala um, hvað jörðin sje furðulega gömul, og þess háttar rannsóknir geti orðið hættulegar fyrir trúna, þvf af biflíunni geti hver mað- ur sjeð, að jörðin sje ekki fullra sex þúsund ára, og þar á ofan sje hún öll sköpuð á 6 dögum ; en rannsóknir jarðfræðinganna og nýstárlegar upp- götvanir leiði til ályktana, sem sjeu gagnstæðar ritningarinnar orðum, og komist menn svo í bobba, sem ekki verði greitt úr með nokkru móti,‘og“ það sje ekki trútt um, að hin óbifan- lega nauðsyn og eilífu lög, sern nátt- urufræðin sýni, að heimurinn hafi hlotið að myndast eptir og ævinlega viðhaldist, geti leitt til guðsafbeitun- ar. En þessu er engan veginn svo varið. Eitningin segir, að i upphafi skapaði guð himin og jörð, og því mun engum koma í hug að neita; en hún talar ekkert um, hvenær upphaf tímans hafi verið, eður hvað við hafi borið frá upphafi og til þess tímabils, þá jörðin var í eyði og tóm og guð ljet ljósið skína í myrkrunum og greindi vötnin að frá þurlendinu, svo hún yrði byggileg að nýju. Ollum lærðum guðfræðingum ber nú líka saman um, að frásagan um sköpunar- verkið sje í rauninni hugmynd ein- hvers austurlanda-heimspekings um uppruna jarðarinnar, og er hún að vísu svo háleit, að enginn mundi vilja missa hana úr biflíunni. Hvað öflum nátbúrunnar og eilífa lögmáli viðvíkur, þá sjá menn einnig við nákvætnari í- hugun, að þau reyndar eru hin eðli- lega mynd, er oss auðnast að sjávilja guðs og hina eilífu skynsemi í; en hjá sjálfum, guði er engin- umbreyting nje umbreytingarskuggi, svo guðrækileg skoðun hlutanna hlýtur, ekki síður en heimspekilegar rannsóknir, að leiða menn á þá sannfæringu, að lögmál náttúrunnar sje eilíft og óumbreytan- legt«. þessi varfærni gegn trúarbrögðun- um er því einkennilegri sem því fór fjarri, að Jónas Hedlgrímsson og fje- lagar hans í Kaupmannahöfn hneigð- ust að trúarbrögðunum um þærmund- ir, sem þetta var ritað, eptir því sem Páll Melsteð hefir skýrt frá í blaðinu »Verði ljós«. þrátt fyrir ríka bylting- arandann, sem annars býr í þeim, og þrátt fyrir þessa afstöðu sjálfra þeirra gagnvart trúarbrögðunum, kemur þeim samt ekki til hugar að hagga við trú landsmanna. þeir styðja hana heldur en hitt. Auk jarðfræðinnar ritaði og Jónas i »Fjölni« meðal annars um eðlisháttu fiskanna og yfirlit yfir fuglana á Is- landi, sem ekki var prentað fyr en að honum látnum, en er ritað 1835. Hjer koma fáeinar línur úr því yfir- liti. það er gaman að sjá, hvað lík- ar þær eru bæði að anda og orðfæri sumum ljóðum höfundarins. ’ Og það er jafnframt fróðlegt að bera þennan rithátt saman við fráganginn á því, sem fyrir íslendinga var ritað, utan Fjölnis, í fróðleiksáttina á þeim árum. Jónas er að tala um farfuglana og segir: »|>ess vegna er það líka, að svo fáir skógfuglar koma til Islands á vorin; ef þar væru hnetur og skógar- ber handa þeim og runnar að byggja hreiðrin í eða háar limar að hengja þau á — eins og þeir gjöra sumir — þá mundi fara að fjölga heima; því varla held jeg nokkur fugl væri lengi að telja eptir sjer tveggja eða þriggja daga ferð, til að geta búið í svo fallegu og skemmtilegu landi; jeg þekki fugla, sem ekki hafa horft í það, og heldur unnið til að lifa á loxia serinus (scopoli), sem þýzkir kalla; og það voru þó kariar, sem ekki fara norðar en til Sveitzaralands og vilja ekki skarn-nýta að búa í miðri Norð- urálfunni«. |>á ræður og Jónas sjálfsagt að miklu leyti stefnu ritsins viðvíkjandi skáldskapnum. Að líkindum hefir hann valið útlenda skáldskapinn, sem íslendingar tóku svo illa, í fyrsta ár- ganginum. Og það er naumast sann- gjarnt að lá þeim viðtökurnar, sízt að því er snertir »Ævintýr af Eggerti Glóa«. f>að er eptir Tieck, einn af helztu mönnum rómantisku stefnunn- ar á jpýzkalandi. f>að hefir engin skilyrði þess, að nein von væri að Is- lendingar skildu það almennt eða ljetu sjer mikið um það finnast, enda mun sannast að segja fæstum þykja sjer- lega mikið til þess koma nú á dögum. Tíminn, sem ævintýrið átti að hafa farið fram á, var Islendingum ókunn- ur og öll háttsemi mannanna þá. Náttúrulýsingarnar eru góðar, en þær lýsa útlenzkri, ókunnri náttúru. Bak við ævintýrið stendur sálarlíf, sem leitar æðstu unaðsemda í dularfullum draúmum, og kenningin, grundvallar- hugsutiin er hvergi nærri Ijós. Fjöln- ir varði síðar 7 blaðsíðum til þess að verja þessa sögu og Konráð ritaði greinina. Einna merkilegasta atriðið í þess- ari vörn er ummælin um það, eptir hverjum reglum eigi að velja erlend- an skáldskap handa Islendingum. f>ar er komizt að orði á þessa leið: . . . »nái ekki þekking manna út fyrir það, sem næst þeim er, og verði það ekki borið saman við neitt annað, hlýtur hún ætíð að verða óskýr og ó- fullkomin. f>að er því nauðsynlegt að kynna sjer önnur lönd, háttsemi og ásigkomulag annara siðaðra þjóða, og hvernig þeir fara að hugsa og tala, sem bezt eru kallaðir að sjerogmestu koma til leiða um heiminn. En um þetta bera nú bækurnar einna ljósast vitni; og það var því ætlun vor, að kynna stuttlega frá einstöku bókum, sem einna bezt lýsa tímanum, eður beina honum eitthvað áleiðis, eða í einhverju tilliti þykja eða hafa þótt vel samdar, merkilegar og aðgætnis- verðar; og er auðBkilið að þess háttar bókum á ekki að sníða stakk eptir Islandi. f>að verður að taka þær eins og þær eru, og þær eru því betur valdar, sem þær lýsa betur tímanum, eða þær eru í sjálfu sjer merkilegri og þeir eru fleiri, af þeim, sem vit hafa á, er mikið þykir í þær varið. Sjeu nú bækurnar þannig valdar, þá er auð- sjeð að það er ekki þeim að kenna, nje þeim sem gjörðu þær kunnar, þó alþýðu vorri geðjist ekki að þeim. f>að merkir ekki annað en að smekk- ur vor og dómar sjeu ólíkir annara þjóða; og þegar mikið ber á milli, vekur það grun um, að vorum smekk og uppfræðingu sje ábótavant; því ekki þarf fyrir hinu ráð að gjöra, að dómur okkar sje einn saman rjettur, en hinum öllum skjátlist*. Eökfimin er ágæt, eins og vant er. f>að er fráleitt auðvelt verk, að koma bstur orðum að þeirrí, annars nokkuð vafasömu kenningu, að maður, sem tekur sig til og fer að velja útlendan skáldskap handa þjóð, sem ljtinn and- legan þroska hefir, eigi enga sök á því, þó að hann velji það sem þjóðin get- ur ekkert botnað í! Dómar »Fjölnis« um íslenzkan skáld- skap höfðu mrgfalt meiri áhrif heldur en sýnishorn hans af íslenzkum þók- menntum. Og þar er einkum að ræða um dóm Jónasar um rímur Sigurðar Breiðfjörðs af Tístrani og Indíönu, sem flestir Islendingar þekkja. Hann er með allra merkustu bókmennta- greinum, sem til eru á íslenzkri tungu að því er afleiðingarnar snertir, því að hann veitir banasárið þeirri teg- und skáldskapar, sem svo að segja hafði ein verið þjóðinni til ánægju um langan tíma. Annars hefir svo mikið v rið um það efni ritað, að ekki skal farið frekara út í það að þessu sinni. Framar öllu öðru er Jónas Hall- grímsson auðvitað skáld Fjölnis. Hverja þýðingu það hefir haft, geta menn ráð- ið í af því, að í ritinu voru prent- uð flestöll beztu kvæðin hans. Með tárhreinum og yndislega tilfinningarík- um og viðkvæmum ástarljóðum vermdi hann hjörtu þjóðarinnar og sóng jafn- framt inn í þau ástina til íslenzkrar náttúrufegurðar og skilninginn á henni, lotningu fyrir tungunni, trúna á landið, trúna á þjóðina, trúna á guð. Um aðra menn, sem í »Fjölni« rit- uðu, en þá þrjá, sem nú hefir verið um rætt, er ekki þörf að tala sjer- staklega. Meðal þeirra eru einkum þrjú stórmerk skáld: Bjarni Thórar- ensen, Grímur Thomsen og Jón Thór- oddsen; fleiri merkismenn lögðu og til nokkurn skerf, svo sem Brynjólfur Pjetursson, Olafur Indriðason, Halldór Kr. Friðriksson o. fl. En að því leyti, sem þeir koma fram í »Fjölni«, byggja þeir allir á sama grundvelli eins og aðalmennirnir þrír og ekkert verulega sjerkennilegt er frá ritstörfum þeirra þar að segja. Auðvitað var vel gengið frá öllu, sem þeir lögðu til. Annað komst ekki að í »Fjölni«. Ekki má gleyma að geta þess, að »Fjölnir» er fyrsta bindindismálgagnið meðal íslendinga. Áhuginn fyrir því máli er mikill í hinum síðari árum ritsins, en bindindismennirnir hafa ekkert lag á að koma góðri skipun á fjelagsskap sínn, enda kunnu Islend- ingar ekkert til þeirra hluta fyr en regla Good-Templara ruddi sjer rúm hjer á landi. Til dæmis um þroska- leysi þess fjelagsskapar, sem »Fjölnir« gengst fyrir, má geta þess, að í hon- um áttu að vera Islendingar á íslandi og erlendis, en kröfurnar voru í fyrstu mismunandi, eptir því hvar menn voru. Á íslandi skyldi algjört bindindi vera í fjelaginu, en erlendis máttu fjelags- menn drekka öl, rínarvín og rauðvín! Stjórnmálastefna »FjöInis« var hin þjóðlegasta og frjálslegasta. Svoþjóð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.