Ísafold - 25.05.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.05.1898, Blaðsíða 2
126 leg, að hann vildi fyrir hvern mun endurreisa alþingi á þingvelli og gera það sem allra-líkast alþingi forfeðra vorra, enda þótt það riði bág við alla hugsanlega hagkvæmni. Svo frjáls- lyndisleg, að mönnum þótti þar kenna sjálfræðis- og uppreistaranda. - Andinn sem móti manni blæs, þegar »Fjölni« er lokið upp, er ekki varhygðar-and- vari frá konunglegum embættismönn- um, eins og þeim, er fram að þeim tíma höfðu mest um landsmál rætt, heldur í flestum efnum hvassviðri æsk- unnar, gáfnanna, gremjunnar, bylt- ingatrúarinnar. Kennarafræðslan við gagnfræðaskólann í Flensborg. J>að er varla óþarft að minna menn á, að barnakennarar eigi kost á, að afla sjer nokkurrar undirbúningsmennt- unar við Flensborgarskólann. Jeg hef rekið mig‘ á, að ýmsum er ókunn ugt um, að nokkuð sje til, sem heitir kennarafræðsla hjer á landi, auk held- ur að menn hafi glögga hugmynd um, í hverju hún er fólgin. Síðan kennsla þessi byrjaði hjer við skólann, 1891, hafa nokkrir menn, karlar og konur, notið hennar árlega, en tiltölulega fáir hafa þó notaðtæki- færið til að búa sig undir hið af- ar vandasama og mikilsverða kennslu- starf. Alls hafa 26 leyst próf af hendi, 21 piltur og 5 stúlkur. Fyrstu árin var kennarafraeðslan að eins aukageta við gagnfræðakennsluna einn vetur, og svo verklegar kennslu- æfingar 6 vikna tíma að vorinu. En tvo síða3tliðna vetur hefir verið sjer- stök deild eða »bekkur« handa kenn- araefnum. I þessari deild hefir verið kennt hið sama og í gagnfræðaskól- anum, að ensku undanskilinni, en færri kennslustundir í hverri náms- grein. Aðalnámið hefir þó verið fólg- ið í uppeldisfræði, eða kennslufræði og verklegum kennsluæfingum. Nem- endurnir hafa þannig fengið daglega allan veturinn æfingu í því að kenna börnum sömu námsgreinar og kennd- ar eru í barnaskólum, og eru þeir á- vallt látnir kenna undir umsjón og með leiðbeiningu kennaranna við skól- ann. f>eir sem taka próf, eru yfir- heyrðir í uppeldísfræði og látnir kenna börnunum í áheyrn tveggja prófdóm- enda, sem stiptsyfirvöldin til nefna. Prófið á þannig að veita trygging fyr- ir því, að þeir, sem standast það, sjeu nokkurn veginn heima í grundvallar- atriðum uppeldisfræðinnar og hafi nauðsynlega þekkingu í þeim náms- greinum, sem þeir síðar meir eiga að kenna börnunum, auk þess sem hið verklega próf á að sýna, aðþeirkunni að umgangast börn og hafi lag á að kenna. Var hef jeg orðið við það, að nokkr- ir prestar og sveitarstjórnir hafa reynt að útvega sjer til að kenna þá menn, sem hafa aflað sjer þessarar fræðslu, sumir enda sent hingað pilta eða stúlkur til undirbúnings undir kennslu- 8tarfið. |>etta er og hið minnsta, sem heimta má af þeim, sem á að takast það vandaverk á hendur, að kenna börnum og styðja að góðu uppeldi á þeim, enda verður þess varlalangt að bíða, að sú krafa verði almennt gerð til barnakennara. Sjerstaklega vil jeg taka það fram, að það er allsendis nauðsynlegt, að þeir, sem ætla sjer að njóta þessarar kennslu, hafi nokkura bóklega þekk- ingu. Hins þarf ekki að geta, að konur hafa eigi síður en karlar aðgang að kennarafræðslunni. Menn eru beðnir að taka eptir aug- lýsingum um umsókn um skólann íár í ísafold, og vanrækja ekki að senda umsóknarbrjef sín í tæka tíð. Sömu- leiðis skal brýnt fyrir umsækjendum, að tilgreina í umsóknarbrjefi sínu, ef þeir óska að fá húsnæði í skólahúsinu (heimavist). Flensborg 17. maí 1898 Jún pórarinsson. Heimdallur fengsæll. Fjórir botnverpingar handsainaðir. Heimdallur, herskipið danska, hefir verið harla fengsæll á seka botnverp- inga þessa dagana. Fyrst kom hann með einn laugar- dagsnaorguninn 21. þ. m., »Fides« frá Hull (H. 372), kapt. George Ware, er hann hafði staðið að veiði með botnvörpu í landhelgi hjer úti í fló- anum. Hann var sektaður um 80 pd. sterl. (1440 kr.), og botnvarpa hans og veiði gerð upptæk. Með skipinu var Bínar bóndi Sveinbjarnarson í Sandgerði; hafði verið innanborðs, er það var tekið, að sicja um afla. Morguninn eptir, sunnud., sást apt- ur til ferða Heimdalls hingað inn á höfn með 2 botnvörpuskip í eptirdragi í einu. þau hafði hann hremmt út við Garðskaga, »Hermes« frá Hull (H. 209), kapt. Charley Ward, og »Emer- ald« frá Grimsby (G. Y. 613), kapt. William Staff. »Hermes« hafði verið með vörpuna úti og var sektaður um 80 pd. sterl., eins og hinn, en veiðar- færi og afli upptækt. En »Emerald« komst af með 30 punda sekt, með því að ekki sannaðist að það hefði veitt í landhelgi. — Heimdallur hafði haldið um kveldið, laugardagskveldið, er hann Ijet út hjeðan, rakleiðis suður fyrir"Garðskaga, og munu botnverp- ingar og aðrir hafa búizt við að hann ætlaði til Austfjarða; en hann stað- næmdist í Hafnasjó og tók síðan stjór- ann inn fyrir Skaga aptur um nóttina og kom þar að botnverpingaþvögunni á óvart. — Enn lagði hann út hjeðan aðfaranótt mánudagsins og var á sigl- ingu úti í flóa fram eptir degi aðtemja hð sitt. Bregður síðau skyndilega við að finna botnverping, er honum""sým ist heldur nærri landi í Garðsjó. Botnverpingurinn hraðaði sjer að draga upp vörpu 'sína og hjelt á rás; en Heimd. kom þar í flasið á honum og hremmdi banu áður hann kæmisí úr landhelgi. Tveimur skotum hleypti herskipið fyrir hann áður hann næmi staðar. Sumir segja, að hann hefði aðra vörpu úti og dufl við, en að skot frá Heitnd. hæfði duflið, og sykki það. þetta skip hjet «Cuekoo» frá Hull (H. 309), kapt. Carl Nielson, sænskur. Kom Heirnd. með það hing- að inn á höfn um miðaptansleyti í fyrrakveld. Fyrir þrjózkuna varð sekt- in fyrir þetta skip 100 pd. sterl., og afli og veiðarfæri upptækt. Sektirnar allar greiddar eptir sætt fyrir lögreglurjetti, er bæjarfógeti (nú Jón Magnússon landritari) heldur úti í Heimdalli. Botnvörpuskipstjórarnir kjósa það heldur en að tefjast við málsrekstur. Enn ljet Heimd. f haf í fyrri nótt, hvort sem hann á uú nýrri veiði að fagna eða ekki. Hann hefir vasklega að verið undanfarið; því getur enginn á móti borið. Virðist sem hinum nýja yfirforingja, kapt. Middelboe, sje vel sýnt um sína iðju, víkinguna við botn- verpinga. Sigling. Tvö kaupför nýkomin: »Thrift«, 55 smál. (kapt. Petersen) frá Mandal, með viðarfarm til B. Guðmundssonar timbursala; kom í fyrrakvöld. — »Au- gust«, 78 smál. (kapt. N. H. Dreyö«), frá Dysart, með kolafarm til verzlun- ar Eyþórs Felixsonar; hafði verið 9 daga á leiðinm; kom í gær. Tröllafiskur. þríhlaðið hefir nú Guðmundur í Nesi,aðsagt er, fiskiskútu sína »Klar- ínu« af tröllafiski svo nefndum, þorski úr botnverpingum. / Onnur skúta fylg- ir botnvörpufiotanUm sunnan að, gerð út af þeim Einari í Sandgerði og Aru- birni kaupmanni í Keflavík, og aflar drjúgum. Og landburður af tröllafiski á opin skip á Akranesi með köflum. Amtmannsbanninu hjer um bil ekkert skeytt nú orðið. Auðvelt reiknings- dæmi, segja þeir, að sektin fyrir að brjóta það verður ekki nema örlítið brot af gróðanum á að skipta við botnverpinga. T. d. hafði einn for- maður á Akranesi verið búinn fyrir nokkru aö fá 1400 í hlut af trölla- fiski fyrir alls 40 flöskur af brermivíui og 300 vindla. Sumir botnverpingar hafa nú orðið fastan taxta á hverjum skipsfarmi, 10—12 kr., eptir stærð. Sagt er um tvö af þeiin 11—12 botnverpingaskipum, er hafast við hjer i flóanum að staðaldri, að þau fargi engum fiski, heldur hirði allan fisk og verki, sem vörpur þeirra draga, hvers kyns sem er. |>au kvað vera töluvert stærri, þessi skip en hin, eða stærri en almennt gerist, og auðsjáanlega út- búin til þess heiman að, að hirða all- ann aflan. Búast menn við, að það verðí alsiða hvað af hverju, og að þá taki fyrir þessa tröllafisks-lind lands- búa hjer. Hvítárvellir seldir. Hr. Andrjes Fjeldsteð hefir selt eign- ar og ábýlisjörð sína, Hvítárvelli, á- samt búinu öllu, í síðustu yiku. Kaup- andinn er þýzkur maður, sem hingað kom í fyrsta sinni fy-rir fám vikum, með Birni kaupmanni Kristjánssyni, C. Gauldrée Boilleau að nafni, frá Múnchen. Verðið á öllu saman, jorð- inni og búinu, var 30,000 krónur. Hr. Boilleau ætlar að reka búskap á Hvít- árvöllum, tekur við jörðinni nú í far- dögum og verður Sigurður Andrjesson Fjeldsteð ráðsmaður hans næsta ár. Sagt er, að hann hafi í hyggju að græða Hvítárvallatúnið út að miklum mun. Enn mun óráðið, hvort hann ætlar sjer að verða sjálfur lang- dvölum á Hvítárvöllum eða ekki, en fullyrt samt, að hann muni setjast að til fulls og alls hjer á landi. Flensborgarskólinn. þessir tóku burtfarapróf þaðan í vor: I. Kennaradeild: 1. Brynjólfur Magnússon, (bókl. dável 4, verkl. dável). 2. Guðmundur Sigurðsson, (bókl. dávet 4, verkl. dável 4). 3. Jón Finnbogason, (bókl. dável, verkl. dável). 4. Jón Jónasson, (bókl. dável 4, verkl. dável). II. Gagnfrceðaskólinn: 1. 01. Metúsalemsson (dávél 4 , 5.46) 2. Jón Jónsson (dável 4, 5.21) 3. Sveinn Arnason (dável, 5.08) 4. Sigurður Jónsson (dável, 5.00) 5. Ásm. Gestsson (dável 4, 4.69) 6. þórður Einarsson (dável 4, 4.69) 7. Hinrik Knudsen (vel 4, 4.48) 8. Ásm. þórðarson (vel 4, 4.48) 9. Dorothea B. Proppé (vel, 4.06) 10. Eggert Eggertsson (vel, 3.98) 11. Hjörtur Árnason (dável, 4.92) 12. þorst. f>orsteinsson (dável, 4.88) Tveir hinir síðasttöldu hafa áður notið kennslu í skólanum 2 vetur, en voru ekki í honum í vetur er leið. Tveir úr eldri deild skólans tóku ekki próf að þessu sinni. Mikið unnið að húsagerð hjeríbæn? um um þessar mundir, — að Ieggja undirstöður undir þau. Auk stórhýs- anna á almenningskostnað er fjöldi smáhýsa í smíðum fyrir einstaka menn, meira en dæmi eru til áður. Grunnur undir barnaskólann langt korninn; það er mikið verk. En ekki búnar nema undirstöður undir bankagrunn- inn. þak komið á Laugarnesspítal- ann og búið að slá utan um hann Barnaskólanum gamla verið að breyta í pósthús; komnar dyr á suðurgaflinn, og verið að breyta herbergjaskipun niðri. Heldur verður þar of þröngt en hitt. Sundkennsla fer fram hjer ílaugun- um utn þessar mundir, fyrir skólapilta þessa viku og þá sem leið. Síðan taka við barnaskólasveinar. Aðrir gefa sig ekki að henni, nema lítils háttar á helgum dögum. Kennari sami og áður, Páll Erlingsson. Hjólreiðar feíðkaðar hjer í bænum til muna nú orðið, og ógætilega nokk- uð. Tveir sektaðir í gær fyrirað hafa riðið menn um koll og meitt þá (skóla- pilt og barn), um 15 kr. kvor, þrí aðrir fengu smærri sekt fyrir of harða reið. Af ófriðinum. Sjóorusta viö Filippseyjar, m. m. Með kaupskipi, er hingað kom í gær frá Skotlandi, bárust ensk blöð, fram undir miðjan þennan mánuð, — hið síðasta frá 13. maí, og þar með þau tíðindi, er hjer fara á eptir. Bandamenn hafa unnið allmikinn sigur á Spánverjum í sjóorustu aust- ur við Filippseyjar 1. þ. m. Filippseyjar eru eyjabálkur allmikill austurí Kyrrahafi, austan við meginland Asíu sunnanhalt. það er meginland- eign Spánverja í öðrum álfum, eigi öllu minni fyrirferðar en Bretland hið mikla og Irland, og eyjaskeggjar hátt upp í 6 miljónir. Heitir höfuðeyin Luzon, og er rjett á stærð við Island, rúmum 20 ferh. mílum stærri. |>ar er höfuðborgin á eyjunum, Manilla, við fjörð einn samnefndan vestan á eynni. Borgarbúar eru sagðir fullar 150,000. Aðfaranótt sunnudags 1. maí lögðu Bandamenn flotadeild sinni þar við eyjarnar, 9 skípum, inn á fjörðinn við Manilla; Ijetu myrkrið gæta sín og hirtu eigi um sprengitól þau, er Spán- verjar höfðu sökkt niður í fjarðar- mynnið, enda sakaði þá eigi hót. f>ar lágu Spánverjar fyrir með 11 skipum, í skjóli kastalavirkjanna við Manilla. Er svo sagt, aðBandamenn kæmu þeim á óvart og væru komnir inn á miðjan fjörð, er dagur rann á svipstundu; þar er svo nærri miðjarð- arbaug. Hófst þar orusta að vörmu spori, hálfri stundu fyrir miðjan morgun. Spánverjar tóku fyr til að skjóta, á 3000 faðma færi, en hæfðu hvergi. Hinir ljetu skip sín halda skriðinu á- fram og svöruðu eigi fyr en þeim h'k- aði skotfærið, en það voru 2000 faðm- ar eða hálf míla dönsk. þ>á gerðu þeir fyrstu hríðina, og síðan hvora af annari í 3 stundir samfleytt, 5 eða 6

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.