Ísafold - 04.06.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 04.06.1898, Blaðsíða 1
Kemur ut ýmist einu sinni e(5a tvisv. í viku. Yerfí árg. (80 ark. minnst) <1 kr., eriendis ö kr. eða 1 ^/sí doll.; borgist fyrir íniðjaw jnli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bunuin við áramót, ógild nema komin sje t.il útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er í Auaturstrœti 8. XXV Reykjavík, laugardajíinn 4. júní 189S. 35. blað. Fyrir 2 krónur geta nýir kaupendur ísafoldar fengið hálfan yfirstandandi árgang blaðsins, frá júlíbyrjun til ársioka 1898, 40 tölublöð, og að auki þ. á. sögu- safn blaðsins sérprent- að ókeypis, þ. e sem kaupbæti. Ekkert blað hér á landi býður nándar- nærri önnur eins vild— arkjör. Tvisvar í viku kem- ur Isafoldnú út, miðviku- dajía o?r laugardaga. Forngripatsafn opiðmvd.og ld. kl.ll—1'2. Landsbankinn opinn hvevn virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við lll/a—l‘/2,ann- &r gæzlnstjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12-2, og einni stnndu lengur (til kl 3) rnd, myd. og ld. til útlána. Poxtxkip (Laura) væntanl. frá Khöfn tí. júní, og s. d. leggur Yexta á stað vest.ur uin land og norður, en Laura J. júní til Vestfjarða. Kristiiidóms- hatrið. Svar til Guðmundar Iseknis Hannessonar frá Haraldi Níelssyni. II. Mig furðar eiginlega á því, hve tnik- ið þér er niðri fyrir út af febrúarblaði *V. L«. það er víst þeas vegna, að þú jafnvel reynir að gefa í sltyn, að greín- arnar í Y, L. séu ritaðar móti betri vitund og fram kornnar af óhreinum hvötum, »í þeim tilgangi að rægja og 'ófrægja þá, sem aðrar trúarskoðaDÍr hafa«. þe88Í tilgáta þín er mjög ó- 8æmileg og á næsta illa við, þar sern þú ritar mönnum, sem þú ert kunn- •ugur. Og hver skjddi svo rógurinn vera, sem við, að því er þú lætur á þér skiljast, erum að hera ut? fívaða róg hef ég borið út um þorstein í grein minni? Líklega átt þú við það, að ég segi, að hann sé vantrúarmaður, andvígur kirkju og kristindómi. En þetta vita allir menn að hann er, og hann lýsir því sjálfur hvervetna yfir í »þyrnum«. í þínum augutn ætti það og að vera lof um mann, en eigi last, að hann afneitar kristindóminum; því sá er að þínum dómi sannleikans meginn. Eg vissi eigi betur en að þú og þínir líkar könnuðust drengilega við það frammi fyrir öllum, að þið vseruð vantrúarmenn, og ég virti ykk- ur 0g virði enn alla fyrir það, aðþora konia berlega fram eins og þeir «ru. £g hafoi t. d. margsinnis heyrt þig lýsa óvild þinni gegn kristindómi og kirkju, og mér kom ekki til hugar að rengja þig um það, að sú skoðun væri bygð á innilegri sannfæring þinni um, að kristindómurinn væri ósannur. En hitt kemur mér kynlega fyrir, að 8já þig nú lýsa yfir því, að *þú liafir ahlre orðið var við, að nokkur hati kristindóminm. þessu hefði ég aldrei buist við af þér. En nú fer mig að gruna, hvernig í öllu liggur. þú hefir sem sé orðið þess áskynja, að kristin- dómurinn hefir meiri stuðning í almenn- ingsálitinu en þú ætlaðir, og vilt því forða þér og þorsteini vini þínum nndan þeim skugga, er á ykkur kunni að falla í augum sumra. þetta er glöggur vottur þess, hve satt síra Jón Bjarnason hefir að mæla í síðasta fyr- irlestri slnum í Aldamótum (»Út úr þokunni«). Eg hélt þó að vantrúin væri komin út úr þokunni hjá þér! En nú sé óg að svo er eigi. þú gerir síðasfc í bréfi þínu tilraun til að skríða aftur inu í þokuna roeð þorstein via þinn á eftir þér. »Tilhneigingin er merkilega rík í mannlegu eðli til þess, að lifa í hinum andlega þokuheimu. En ekki finst mér það hreysti- mannlega gert, allra sízt af þór, sem um mörg ár hefir verið ákafur óvinur kristiudómsins. þú hefir prédikað van- trú fyrir mér og mörgum öðrum, og í þeim tilgangi, að því er þú sjálfur hef- ir mér sagt, sent vantrúarbækur Jnger- solls heim frá Khöfn til latínuskóla- sveinanna (sbr. Skýislu umhinnlærða skóla í Reykjavík 1889—90) og beðið þá að lesa þær. Hverju lýsir þetta öðru en hatri til kristindómsins? Ein- mitt þess vegna vilt þú útrýma honum. Og í bréfi þinu — sama bréfinu og þú segir, að þú hafir eigi orðið var við að neinn hati kristindóminn — lýsir þú því yfir, að hann hafi ly inn- ar svip og einkenni. Einmitt þessi orð lýsa hatrinu. Og eigi sé ég að þú gerir þorsteini neinn greiða með því, að vera að bera af honum kristin- dómshatrið, því að hati hann eigi kristindóminn, þá eru mörg af kvæð- unurn í »þyrnurn« hlmgileg meiningar- leysa. Illa hlýtur þú að vera að þér í sögu mannkynsins og sögu kristilegrar kirkju, fyrst þú veizt eigi, að kristin- dómurinn á öllwm öldum hefir verið hataður af fjölda manna og orðið fyr- ir blóðugum ofsóknum, háði og spotti.og allskonar árásum íræðuog riti. þegar á síðari hluta 2,aldare. Kr. samdi Relsos eitthvert hiðsvæsnasta rit, sem nokkurn tíma hefir fram komið gegn kristindóm- inum. þar heldur hann fram nákvæm- lega sörnu ástæðum fyrir vantrúnni, eins og þú gerir í lok 19. aldar; hann ham- ast þar gegn kraftaverkunum,smánar Krist.gerirmikiðúrmótsögnum biblíunn- ar, ræðst á sköpunarsöguna, syndafallið og margtí N. T., kveður upprisuna lygi ogferum hana líkum orðum og Renan á 19. öld, hrakyrðir og fyrirlítur kristna rnenn; með öðrum orðum: alt hið sama, sem nu á ser stað. En þrátt fyrir þetta hefir kristindómurinn staðið ó- haggaður í 19 aldir og smátt og smátt lagt lönd og þjóðir að fótum sér. í raun og veru hlýtur hvern skyn- saman mann að furða á því, að menn á vorum dögum skuli enn vera svo æst- ir gegn kristindóminum. Skynsemin ein ætti að nægja til þess aðbeygjamenn í lotningu fyrir slíku aíli, sem kristin- dómurinn ómótmælanlega hefir reynst vera. - Náttúrufræðingurinn Darwin, sem þú ert að vitna í, þínu máli til sönnunar, varð svo hrifinn af áhrifum kristindómsins á einhverja lægstu villi- þjóð heimsins, Eldlendinga í Suður- Ameríku, að hann upp frá þeim degi gaf árlega fé til kristniboðs meðal heið- iugja; og hvergi hefi ég heyrt þess getið, að hann hafi hamast á móti þessu stærsta kærleiksafli, sem enn hefir gert vart við sig i heiminum, eins og þið gerið. En hver er þá orsök hatursin3 enn í dag? Alveg hin sama sem orsökin til þess haturs, sem Gyðingar sýndu Jesú Kristi, þegar hann dvaldi hér á jörð- inni. Engum þeirra hefir víst komið til hugar að dirfast að neita því, að kenningar hans væru fagrar og líf hans fult af líknarverkum við snauða og bágstadda. En allar velgjörðirnar gleymdust, þegar hann hélt því ótví- ræðlega fram, að hann væri af Guði sendur til þess að frelsa spiltmann- kyn frá eymd og synd og eilífum dauða. Um synd og afturhvarf frá syud vildu þeir ekkart heyra; og fyrir það, að hann sagðist vera Guðs sonur, endur- lausnari mannkynsins, negldu þeir hann á kross, og kölluðu hann svikara látínn; og þegar fregnin barst út um upprisu hans, létu þeir einskis ófreist- að til þess að lýsa hana lygi. Lengra gat hatrið ekki komist. þeir hötuóu hann af því, að þeir vildu ekki trúa honum, og þeir vildu ekki trúa af því, að þeir clskuðu myrkrið meira en Ijós- ið; þeir vildu dýrka sjálfan sig, en ekki Guð. þessi er enn orsök kristindómshat- ursins; menn reiðast því, að því skuli enn vera haldið fram, að Jesús Kristur sé Guðs sonur, frelsari og end- urlausnari mannkynsins. pess vegna er alt kristindómshatrið enn í dag hatur gegn Jesú Kristi sjálf- um. þetta veit ég að þér er vel kuun- ugt. Eg man vel eftir því enn, að þú komst einu sinni til mín í Ivaup- mannahöfn, sem oftar, og hélzt því þá sterklega fram, að allur kristindóm- urinn hlyti að standa og falla með upprisu Jesú; og það var alveg réttá- lyktað. VæriJesús upprisinn, þá hlyti kristindómurinn að vera sannleikur; væri hann eigi upprisinn, hefði hann verið hugarburðarmaður eða blátt á- fram svikari; þú kvaðst þá telja hann varhugaverðan mann. En jafnframt var þá töluverð alvara í þér að raun- saka þetta meginatriði trúarinnar, og þú hafðir þau ummæli, að gætir þú sannfærst urn sannleik upprisunn- ar, skyldir þú kasta öllum efasemdum þínum á glæ, enda vairu þær þá allar saman fánýtar, og þá sagðist þú skyld- ir verða kristinn að meiru en nafninu einu, því að þú fyndir til þess, að margir, sem kristið nafn bera, væru um of afskiftalausir og hálfvolgir, svo framarlega sem þeir í sannleika tryðu á Jesúm Krist upprisinn og til himins farinn. |>ér skildist það þá, að kristn- ir menn geta clcki, sé þeim alvara og hlýði þeir röddu samvizkunnar, látið vantrúna og siðspillinguna í friði. Af þessu hlýtur þér einnig að skilj- ast, að skilgreining þín á, hvað van- trú sé, er næsta ónákvæm og eigin- lega alveg röng. þú segir í bréfi þínu, að vantrú sé trúarskoðanir, sem eigi eru í samræmi við kirkjunnar kenningu. Orðin »van- trúaðuru og »vantrú« eru tekin úr sjálfu nýja testamentinu og merkja enn hið sama, sem þau merkja þar. Vantrú- aður er sá, sem neitar trúnni á Jes- úm Krist, lausnara heimsins. En eins og öllum er kunnugt, eru kenningar kirkjunnar margar og kirkjan greind í margar deildir, sem aftur hafa ýms- ar sérstakar kenningar; en sameigin- leg fyrir allar kristnar kirkjudeildir er trúin á Jesúm krossfestan og upprisinn. Hann er hyrningarsteinn kirkjunnar og gegn honum beinast allar árásir vantrúarinnar; án hans er engin krist- indómur til. Sættir. Ná á að fara að sætta íslendinga! Hver eftir annan eru þeir að koma upp með þá speki í blöðunum, að leiðtngar Islendinga þurfi fyrir hvern mun að sættast. Og þeir halda, að það geti ekki verið neitt sérlega örðugt. f>að þurfi ekki annað en halda fund til þess. Helzt þingvallafund, náttúrlega! Skyldu margir hafa gert sér fulla grein fyrir því, hve miklu ráðabetri vér erum heldur en uokkur öunur þjóð? J>að stafar sjálfsagt af þeim fá- dæma þroska, sem vér höfum umfram aðra menn f stjórnmálum! Ekki er það með öllu dæmalausc í öðrum löndum, að menn greini á um þjóðmál. |>að ber stundum við hér og þar á jarðarhnettinum, að þeim komi ekki alveg saman um stjórnar- skrá og hermál og tollmál og þjóð- erni og mentamál og flest, sem heiti hefir og þingnm þjóðanna er ætlað að fjalla um. Er það ekki einstök fyrirraunun, hvernig þeir eru vanir að fara að ráði sínu, þegar svona ber undir? f>arna eru þeir að þjarka tímunum saraan, ár eftir ár, reyna að sannfæra alþýðu manna um, að þeir hafi á réttu að standa, og leggja svo að lokum sinn málstað undir rirskurð þjóðarinnar. f>að er eins og þeir hafi ekki hug- mynd um jafu.-einfalt og óbrigðult úr- ræði eins og þetta: að halda bara fund og sættast! I'rræðið er alíslenzkt. |>ess hefir hvergi heyrst getið í veröldinni nema hér. Og þó er vandleitað að öðru, sem beinna liggur við en þetta: að finnast og koma sér saman, meðan hver fiokkurinn um sig hefir fasta sannfæringu um, að hinir flokkarnir séu að reyna að vinna þjóðinni ómet- anlegt tjón! Auðvitað getum vér látið oss skilj- ast þetta, þegar oss er á það bent, þó að vér höfum ekki getað látið oss það til hugar koma að fyrra bragði. Og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.