Ísafold - 04.06.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.06.1898, Blaðsíða 2
138 eins trúum vér því vel, að einna hent- ugast muni vera að sættast á þing- velli, þó að nokkuð mikill súgur kunni að verða í skýlinu nafnfræga. það er lítil hætta á, að þeir verði innkulsa, leiðtogarnir, jafn-hlýr og sáttahugur- inn að sjálfsögðu verður í brjóstum þeirra. En hitt er oss ekki með öllu Ijóst, hvers vegna undirbúningurinn undir þennan sáttafund á að verða með þeim hætti, sem fundarboðendurnir hafa á- kveðið, — hvers vegna alþýða manna á að vera að kjósa til hans. það virðist oss liggja f augum uppi, að hún geti ekki haft lifandi vitund hönd í bagga með sáttinni. Gerum ráð fyrir, að þeir fari að kjósa til þessa fundar, Valtýsliðar og Benediktssinnar, miðlunarmenn og landshöfðingjavalds-dýrkendur, og hvað þeir nú heita, stjórnmálafiokkarnir ís- lenzku. í hverju skyni yrðu fulltrúarnir kosnir? Ekki gæti það verið til þess.að halda fram vilja kjósendanna á þingvalla- fundi. það er óhugsandi að kjósend- urnir gætu sagt við þá: »Að þessu verðið þið að ganga og hinu verðið þið að hafna#. Hver lifandi maður getur séð, að engin sœtt yrði úr því. það er til alþingis, að menn eru kosnir með slíkum fyrirmælum. Og allir vita, hvernig þar gengur með sættirnar. þar skiftast menn tafarlaust í flokka, og svo flytja þeir deiluna þaðan út um alt land. N ei. þingvailafundar-fulltrúarnir yrðu kosnir til að sætlast. »þingvalla- fundurinn ætti fyrst og fremst að verða sáttafundum, segir málgagn Norðlend- inganna — og allir vita, að það er öllum blöðum vitrara og »bezta blað á landinu«, svo sem alþingismaðurinn og dómarinn á Akureyri hefir borið vitni um með sinni alkunnu sannleiksást og óhlutdrægni. Og þá liggur í augum uppi, að þeir mega að engu leyti vera bundnir við skoðanir kjósenda sinna. Annars hlyti að reka að því, að þeir sættust ekki. Hvernig ættu fulltrúar mjúklátra miðlunarmanna að sættast við beinharða Benediktssinna, ef hvor- ugir mættu sættast upp á annað en sannfæring kjósenda sinna ? Kjósenda-sannfæringin getur þannig ekki komið til greina á sáttafundinum á þingvóllum. En hvers vegna þá vera að ómaka kjósendurna? Væri ekki miklu einfaldara, að þeir mæltu einhversstaðar mót með sér, leiðtogarnir: Dr. Valtýr Guðmundsson og Benedikt Sveinsson og miðlunar- manna-forsprakkinn, hver sem hann nú (r, og æðsti prestur landshöfðingja- valdsdýrkendanna, hver sem hann kann að vera — að þeir fyndust ein- hversstaðar og auðvitað kæmu sér saman og sættust ? Hugsanleg er sú mótbára, að þeir hafi fundist, meðal annars á þingi, og talast við dag eptir dag og — ekki sœtst, skilið töluvert ósáttari en þeir fundust. En til þess eru fljót svör og greið; það gerðist áður en þetta nýja úrræði var fundið upp, sátta-úrræðið, sem allir hljóta að sjá að er óyggj- andi. Og þeir fundust ekki heldur á velli. Ef þeir hefðu fundist á þing- velli, þá hefði farið öðruvísi; þá er ekki hætt við öðru en að þeir hefðu orðið sáttir og sammála. »Hver8 vegna þá það?« kann einhver treggáfaður maður að spyrja. »Hafa rnenn ekki deilt og enda barist og drepið hver annan á þingvelli?« Jú — en maður guðs og lifandi! — þá var ekkert skýli. það er skýlið, sem gerir allan muninn. Skyldu menn ekki koma sér saman um alt í skýli á þingvelli? Skárri væru það menn- irnir! Og svo þegar búið er að benda mönnum á sátta-úrræðið einfalda, óbrigðula ! — « —' - Kryptur á uppboði. Saga eftir A. Conan Doyle. III. »Iig veit ekki, hvað hann hefur heit- ið«, sagði Bellingham og strauk með hendinni um skorpinn hausinn. »þér sjáið, að ytri kistuna með áletruninni vantar. Nú heitir hann ekki annað en nr. 248. þér sjáið, að það er prentað á kistuna; það var frúmerið á honum á uppboðinu, þar sem ég náði í hann». »f>að hefur verið þrekinn piltur á sínum tíma«, sagði Abercrombie Smith. »þetta hefur verið óvenjulegurbeljaki; því að annars voru samtíðamenn hans ekki neitt þreklegir. Haun er sex fet og sjö þumlungar á lengd. Takið þér á þessum stóru, huútóttu fótum. það væri óþægilegt, að eiga að glíma við þennan pilt«. »Hver veit nema þessar hendur hafi unnið að pýramídunum?# sagði Monkhouse Lee og leit með viðbjóðí á bognar, stirðar krumlurnar. »Nei, það kemur ekki til nokkurra mála. Pilturinn hefur verið lagður í natrón3pækil og það hefur verið farið frámunalega velmeðhann. þeir höfðu ekki slíka rekistefnu með múrara. Salt eða bik var fullgott handa þeim. Onnur eins smurning og þetta telst mönnum til að hafi kostað tólf þús- und og fim hundruð krónur. þessi kunningi okkar hefur að minsta kosti verið aðalsmaður. Hvað haldið þér, Smith, að áritunin þarna við fæturna á honum þýði?« »Eg 8em sagði yður að ég kynni ékkert í austurlandamálum«. »Já, svo er það. þarna held ég standi nafnið á manninum, sem smurði hann. það hlýtur að hafa verið mjög samvizkusamur maður. Mér þætti fróðlegt að vita, hvað mörg verk nú- tíðarmanna verða til eftir fjögur þús- und ár«. Hann hélt áfram að spjalla einsog ekkert væri um að vera, en Abercrom- bie Smith sá, að hann skalf af hræðslu. Hendurnar titruðu, og eins neðri vörin, og hvert sem hann leit, hvörfluðu augun aftur að þessum óskemtilega félaga hans. þrátt fyrir alla hræðsl- una var einhver fagnaðar- og sigurblær yfir honurn. Augun glömpuðu.og þeg- ar hann gekk yfirgólfið, var göngulagið létt eins og fjaðurmagnað væri. Hann líktist manni, sem orðið hefði fyrir ein- hverjum voðalegum atburði, sem hann bæri enn merki eftir, atburði, sem jafnframt hefði hjálpað honum aðtak- marki sínu. »|>ér eruð þó ekki að fara?« sagði bann, þegar hann sá Smith standa upp af legubekknum. Ottinn virtist koma aftur með þeirri tilhugsun, að verða einn eftir, og hann rétti fram höndina eins og til að kyr- setja Smith. »JÚ, ég verð að fara. Eg hef mik- ið að gera. Nti eruð þér orðinn hress aftur. Mér finst, að þér ættuð að velja yður einhverja viðfeldnari náms- grein, jafn-viðkvæmar taugar og þór hafið«. »(), þær eru ekki viðkvæmar að öll- um jafnaði, og þetta er ekki í fyrsta sinni, sem ég hef tekið smurling úr reifunum«. »það leið ytir þig, þegar þú gjörðir það áðan«, sagði Monkhouse Lee. »Já, satt er það. Eg verð að fá mér einhver styrkjaudi meðul eða láta rafmagna mig ofurlítið. þú ætlar þó ekki að fara, Lee?« »Ein8 og þú vilt«. »Eg ætla að fara með þér og 3ofa á legubekknum hjá þér í nótt. Góð- ar nætur, Smith. Mér þykir fyrir því, að hafa gjört yður ónæði með þessum barnaskap#. þeir tóku hver í höndinn á öðrum, og þegar læknisfræðingurinn var að klifra upp stigann, heyrði hann lykl- ÍBum snúið í hurðinni og svo héldu kunningjar hans ofan stigann til her- hergja Lees. A þennan kynlega hátt hófst kunn- ingsskapurinn rnilli Abercrombie Smith og Edvard Bellinghams, kunningja- skapur, sem Smith að minnsta kosti langaði ekki til að yrði neitt mikill. þar á móti var eins og Bellingham hefði fengið töluverðar mætur á þess- um djarflega sambýlismanni sínum, og hanri var svo vinalegur, og naumast var unt að banda honum frá sér nema með hreinni og beinni ókurteisi. Tvisvar kom hann upp til Smiths til þess að þakka honum fyrir hjálpina og oft kom hann eftir það upp til hans með blöð og bækur og gerði hon- um allan þann smágreiða, s m hver sambýlismaður geturöðrum gert. Smith komst brátt að raun um, að hann var vel lesinn, var frjálslyndur í skoðun- um og hafði óvenjulega gott minni. Auk þess var viðmót hans svo við- kunnanlegt, að það gleymdist smátt og smátt, hvað ljótur hann var. það var skemtilegt að kynnast honum og Smith fór loksins að hlakka til, þegar hann átti von á honum, og jafnvel að heimsækja hann. Hann var vafalaust gáfaður maður, en læknisfræðingnum fanst stundum eins og einhver brjálsemi væri í hon- um. Fyrir kom það, að hann kom með íburðarmikið orðagjálfur, sem var svo gagnstætt lifnaðarháttum hans, jafneinfaldir og þeir voru. •það er dásamlegt«, sagði hann, »að finna, að maður hafi vald yfir góðum öflum og illurn — frelsandi engli eða djöfii hefndarinnar«. Og einu sinni sagði hann um Monkhouse Lee: »Hann er góður piltur, bezti piltur, en hann vantar viljaþrek og metnaðargirni. Ekki værí liann góður samverkamað- ur, ef um mikilfenglegt fyrirtæki væri að ræða. Hann væri ekki vel fallinn til að vera samverkarnaður minn«. Smith var enginn firnbulfambari, og þegar hann heyrði þessar bendingar og dylgjur, varð hann sperrbrýndur, hélt áfram að reykja og ráðlagði hin- um í bezta skyni að hreyfa sig meira og vera sein mest úti undir beru lofti. Bellingham var farinn að venja sig á nokkuð, sem Smith vissi að var vott- ur unr þreyttan heila. Hann var alt af að tala við sjálfan sig. Langt fram á nætur heyrði Smith hann vera að tala í lágum róm, næstum því hvísla, það var svo hljóðglögt í nætur- kyrðinni — þó að enginn gætiverið til hans kominn. Læknisfræðingurinn kunni þessum ávana illa, hafði ónæði af honum og mintist nokkrum sinn- um á það við nágranna sinn. En Bellingham varð vondur, þvertók fyrir að hafa sagt nokkurt orð, lét í raun- inni meiri gremju í ljósi en ástæða virtist til vera. þó að Abercrombie Smith hefði ekki trúað eigin eyrum sínum, þá stóð ekki lengi á því, að hann feugi sönnun fyr- ir, að hér hefði ekki verið um neina misheyrn að ræða. Tom Styles, litla hrukkótta þjóninum, sem hafði gengið um beina hjá turnbúunum svo lengi, sem nokkur annar mundi eptir sér, fór ekki að standa á sama um þetta. • Fyrirgefið þér, hr. Smith«, sagði hann einu sinni, þegar hann var að taka til í herberginu hjá honum, »haldið þér ekki, að eitthvað sé bog- ið við hr. Bellingham?« »Eitthvað bogið við hann?« • » • V cgarlayningin milli þjórsár og Rangár. þegar framkvæma á stórkostleg mannvirki, sem fjöldi manna á að nota og kostuð eru af almannafé, er mjög áríðandi, að þess sé vandlega gætt, að það verði að sem allrabezt- um notum og tryggilega af hendi leyst. þetta þarf ekki hvað sízt af hafa hugfast, þegar er verið að leggja nýja vegi, sem mikið er nú gert að á þess- um tímum, og er hið mesta framfara- spor, sem stigið hefir verið hér á landi undanfarin ár, enda verður landstjórn- inni ekki ámælt með réttu fyrir það, að hún hafi ekki gert alt, sem í heDn- ar valdi stendur, til þess að vegagerð- ir yrðu framkvæmdar á sem fullkomn- astan hátt, og á landshöfðingi vor beztu þakkir skilið fyrir sín góðu af- skifti af því máli. Um hið fyrirhugaða vrgarstæði frá þjórsá austur að Ytri-Rangá, sem nú stendur til að fara að leggja veg yfir í vor og sumar og mannvirkjafræðing- urinn hr. Sigurður Thoroddsen mældi og til tók í haust sem leið, vil ég, leyfa mér að koma með nokkrar bend- ingar. Svo virðist, sem hr. S. Thoroddsen hafi hugsað meira um það, að hafa. sem allra beinasta vegarstefnuna frá þjórsárbrúnni austur að Rauðalæk, heldur en hitt, að vegurinn yrði lagð- ur á sem hentugastum stað til yfir- ferðar að vetrinum, og má að vísu ætla, að það sé sprottið af ókunnug- leik hans á landslaginu. Engum kunnugum rnanni getur dul- ist, að ef vegurinn er lagður eftir fyr- irlagi hr. Sigurðar, verður vegarkafl- inn frá Hárlaugsstöðum austur að Steinslæk lítt fær — oft ófær — um vetrartírnann, vegna þess, að hann liggur framan í háum hæðum, sem altaf fyllast af snjó og mundi gera veginn ófæran; sömuleiðis hlýtur veg- inum að vera stór hætta búin í leys- ingum af vatnsrensli ofan úr hæðuD- um, nema vatnsaugu séu höfð þvf þéttar á honum. Yæri nú vegurinn lagður nokkrum hundruðum faðma sunnar eða neðar heldur en hr. Sigurður mældi, liggur hann yfir langtum meira jafnlendi, aldrei utan í hæðum eða háum holt- um, og er það mjög mikill kostur, og með því móti fengin vissa fyrir, að vegurinn leggist ekki undir snjóskafla eða verði ófær að vetrinum. það er því mín tillaga, að vegurinn verði lagður, þegar austur fyrir Kálf- holtsheiðina kemur, fyrir framan lón- botnana au3tur yfir SteinsholtstögR norðan undir Skjólholti, fyrir framan Hárlaugsstaðagil og yfir um Steins- læk framan við bæinn Áshól, þaðan austur fyrir norðan Selssand eða við norðurendann á honum, og þaðan beina stefnu austur að brúarstæðinu á Rauðalæk, sem herra Sigurður ákvað og er mjög vel valið. Ef vegurinn yrði lagður þannig, losast landssjóður við að kosta 4 eða 5 brýr yfir gil þau, sem eru á hinni vegar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.