Ísafold - 04.06.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.06.1898, Blaðsíða 3
139 stefnunni; og, eins og ég heíi áður tekið fram, liggur veguriun þá um mesta jafnlendi, sem til eru á þessari leið; að vísu verður brúin vfir Steins- læk hjá Áshól dýrari en uppi undir Sumarliðabæ, þar sem hr. Sigurður ætlaði að hafa hann; en vel mun verð þeirra 4 eða 5 brúa nægja í þann mis- mun, sem sparast, ef vegurinn verður lagður þessa leið, sem ég hefi bent á. Að vegurinn verði lengri þessa leið, munar mjög litlu. Enn er eitt, sem virðist mæla mjög mikið með þessu vegarstæði. og það er, að með því móti liggur vegurinn alveg við Selssand, en þar mun vera ákjósanlegasti ofaníburður, sem til er á þessum vegarkafla. Ég vil því leyfa mér fyrir hönd allra þeirra, sem veg þ nna þurfa að nota á vetrum, að óska þess alvarlega, að verkstjóri sá, sem falið hefir verið á hendur að standa fyrir vegargerðinni milli þjórsár og Eangár, skoði báðar þessar vegarstefnur, og efast ég ekki um, að ef hann gerir það nákvæmlega, þá muni hann verða á sama máli og ég; og, ef hann færi síðan þess á leit við landshöfðingja eða hans umboðs- boðsmann, að vegurinn muni þá verða lagður á þeirn stað, sem ég hefi hér bent á. Verói þessu ekki gaumur gefinn, má búast við, að þessi vegarkafli verði lítt fær alloft fyrir hesta að vetrinum, auk heldur að hann verði akfær, eins og þó er til ætlast. Eins og kunnugir munu vita, koma minir hagsmuuir hvergi nærri þessu máli. Heimili mitt veit svo við veg- inum, að eg hefi hans engin not, hvora leiðina sem hann er heldur lagður. það stendur alveg á sama, hvað mig snertir. — Lg læt þessa getið vegna þess, að þau t-íðkast allmjög nú orðið, hin breiðu spjótin; að hver, sem .legg- ur eitthvað til almennra mála, geri það af óhreinum hvötum, — af sín- girni eða einhverri eiginhagsmuna von. Hala i Holtum 2S. mai ÍMW. þ. Guðmundsson. ' þýzkt vísindarit, Grundriss der 'jcrmanischen Philologie, hafa þeir dokt- orarnir, Valtýr Guðmundsson og Kr. Kaalund, ritað alllanga og fróðlega ritgjörð urn menningarástand Norður- landamanna að fornu, svo sem ýmsar hliðar heimilislífsins, hýbýli, fatnað, leika, atvinnuvegi, gjaldeyri o. s. frv. Dr, Augnst GebJiardt í Mtinehen sem ferðaðist hér um land fyrir 15 árurn, hefir þýtt rnegin- atriðin úr fyrirlestri Indriða revisors Einarssonar um nokkrar breytingar d landshögum, sem prentaður var í ísa- fold í vetur, og látið prenta í þýzku land- og þjóðfræðistímariti, sem Globus heitir. Húsbrnni. Enn er frá nýjum húsbruna að segja úr sveit, frá Smiðjuhóli á Mýrum. f>að var áannan í hvítasunnu, 30. f. m., meðan fólk var flest við kirkju, að kviknaði (að menn ætla) í einhverj- um rýjum of nærri reykpípu úr járni upp frá eldavél uppi á lofti í íbúðar húsinu og tókst ekki að slökkva, með því að ekki var fleira manna heima en konan með yngstu börnin og 1—2 gamalmenni, en mannhjálp frá næsta bæ, Ánabrekku, kom um seinan, sem náttúrlegt er. þegar bóndinn, Jón híeppstjóri Hallson, kom heim frá kirkju á Álftanesi — þar hafði verið fermt þann dag —, var húsið alt Ijfunnið, nema skúr norðan undir því áveðurs, er geymd voru í ull og mat- V®H; tókst að velta honum um koll og frá bálinu. Fatnaði varð bjargað trr húsinu og fleirum lausum munum niðri, af þessu fólki, sem heiina var; en eitthvað brann af rúmum uppi á lofti. Vátrygt kvað húsið hafa verið fyrir 1400 kr. Varla má svo búið lengur standa að því er snertir ótryggilegan utnbúnað um eldfæri í timburhúsum í sveit. Slys af því orðin afartíð, og við búið að eldsvoðaábyrgð á þeim verði rándýr ■eða jafnvel ófáanleg, ef þessu vindur fram. Inn að skyrtunni er nú Klemens Jónssou, Eyfirðinga- valdsmaður, afklæddur, að þvíerþing- mensktma snertir. Dr. Yaltýr Guð- mundsson ber í »jpjóðv. unga« vitni um það, og tilnefnir votta að því, að það sé dagsatt, sem sagt hefir verið: Kl. J. hafi haílast svo af- dráttarlaust að »valtýskunni« á síðasta þingi, að hann hafi lofað að greiða at- kvæði með henni og reynt að fá aðra til að Jofa því. En dr. V. G. lætur ekki þar við lenda. Hann lýsir yfir því, að Kl. J. hafi fleirum sinnum sagt »afdráttar- laust, að eftir þeirri þekkingu og reynslu, er hann sem fyrverandi að- stoðarmaður í ráðaneytmu fyrir Is- land hefði fengið, þá áliti hann, að pað hefði sárlitla eða enga )>prakt- iska«. þýðingu, hvort ráðgjafinn sœti í ríkisráðmu eða eigi«. Á þessa sann- færing hafði Kl. J. alls enga dul dregið, oft látið hana uppi um þing- tímann í fleiri manna áheyrn. Skemtilegra leiks með sannfæring- una minnumst vér ekki í stjórn- málasögu vorri. Sömu dagana, sem þingmaðurinn talar í þingsalnum í heyranda hljóði af þeirri mælsku og andagift, sem honum er gefin, um þær þungu búsifjar, er þjóð vor verði að sæta fyrir setu ráðgjafa vors í rík- isráðinu, gerir hann milli þingfunda gangskör að því, að koma mönnum í skilmng um, að fyrir sérstaka þekk- ingu 8Ína og reynslu geti hann um það borið, að það hafi sárlitla eða enga »praktiska« þýðingu, hvort ráð- gjafinn sitji í ríkisráðinu eða ekki! Auðvitað er það fyrirtaks-léttir fyr- ir hvern mann,að vera einurðargóður. En svo getur einurðin stundum kom- ið manni út í ógöngur. Veðuratlmganir i Keykjavík eptir lamllækni Dr. J. Jónas- sen. ~p' B Hiti | (á Celsius) ' Loptvog ímiliimet.) 1 Veðurátt. á nóttnni l ui. árd. siðd. áid. síðd. 28. + 4 + 5 i59.ö 75! .5 Sv b b Sv b d 29. + 1 + 6 í .59.5 759.5 N ltv b N h b 30 31. f 1 + 6 769.5 764.5 N bvb N bv d + 3 + •■> 767.1 7i>i.l N hv b N b b 1. + 5 + 9 • 62 0 759.5 Nv b b v ll b 2. + 5 + 11 759.5 759.5 v h b N hv b 3. + 3 + 8 759.5 762,0 N bvd Nhv b 4. + 5 762.0 N h b Hefir verið við norðanátt, oft r dihvass °g kaldur ofan fj 'ik um tima b. 28. snjóaði í Ksjuna aðfaranótt h. 29. Rokhvass á norð'- an aðfaranótt h. 4. og hvass allan þann áag á norðan. Meðalhiti i maí á nóttn -þ 2.7 fi fyrra + 2-1) á hád. -þG.7 (+(> 0). Messaö á morguní dómkirkjunni aukreitis kl. 5 síðdegis (síra J. H.) Dáinn er (10. maí) Bogi Sigurðsson, Sig- urðssonar, hreppstjóra í Litlugröf, að heimili sínu Brennistöðum í Borgar- hreppi. Hann var um fertugt að aldri, og dó úr lungnatæringu, frá konu og mörgum börnum í ómegð. Konahans var Guðrún Bjarnadóttir, systir Ás- geirs Bjarnasonar, amtsráðsmanns í Knararnesi og þeirra systkina. Bogi heit. var í betri bænda röð, lipur maður og fremur vel gefinn, gestrisinn og vinsæll. Vegagerð 1898. Fyrir nokkru er hr. Eleudnr Zakar- íasson byrjaður á fluíningabrautinm niður Flóann, frá Seifossi, í stefnu milli Stokkseyrar og Eyrarbakka, með all- miklu verkaliði. Hefir Árnessýsla tekið til þess 12,000 kr. lán, en hitt leggur landssjóður til, nema Lefolii verzlun á Eyrarbakka 2,000 kr. Annar vegagerðarstjóri landsstjórn- arinnar, hr. Einar Finnsaon, er nýfar- jnn austur í Holt tneð nokkurn hóp verkamanna til að byrja á veginum þar, milli þjórsár og Rangár ytri, sem minst er á í grein hr. alþiugismanns þórðar í Hala hér í blaðinu.-Er þar sem oftar ágreiningur um vegarstefn- una, eu sá munurinn þó, að því er merkir og skilorðir innanhéraðsmenn tjá oss, að þeir, héraðsmenn, eru all- ir á einu máli, því sama og alþm. þeirra heldur fram, og verður það þá vonandi ofan á. Til þessarar vegagarðar eru ætlaðar 30,000 kr. þ. á. Vegagerð í Srandasýslu, er land- sjóður styrkír þ. á. með 5,000 kr., móts við annað eins frá sýslubúum, auk tillags úr sýsluvegasjóði, stýrir Tómas Petersen, er réð vegagerð í fyrra í Barðastrandarsýslu. Veðrátta. Gekk upp aftur norðanveðrið í fyrra dag; bálviðri þá og í gær, með miklurn kulda, talsverðu næturfrosti til sveita; í dag aftur hægur. Gróður á út- jörð enn lítill sem enginn, og tún ekki full-litkuð nema sumstaðar, hvað þá heldur meira; og komnir þó fardagar. — Sauðburður gengið von- um framar, það er til spyrst, og er það þurviðrunum að þakka; lamba- dauði mikið lítill. Skepnur verið heldur vel framgengnar. —• • » Hitt og þetta. Albert prins af Wales, konungs- efni Breta, og Alexandra prinsessa kona hans voru einu sinni að skoða mjólk- urafurðir á búnaðarsýning. Prinsinn segir við umsjónarmann þess varnings; »Eg hefi ávalt heyrt sagt, að bezt smjör só aðflutt frá Danmörku«. Maóur- inn vildi ekki almennilega kannast við það og segir eftir dálitla umhugsun; »Við fáum bezt drotningarefni frá Danmörku, enbeztsmjörfráDevonskíri« f>að bar til í ófriðinum, sem kendur er við Iírim, að tuttugu hafskip, sumt herskip og sumt flutningaskip, fórust á einum degi í ofsabyl í Svartahafi. f>að var 26. nóvember 1854, Sum sukku inni á Balaclavaflóa, en hin á hafi úti; þar á meðal hét eitt »Prinoe Con- sort« (Drotningarmaðurinn) og var á leið til hersins á Krim með 200,000 pd. sterl. (3,600,000) í gulli frá stjórninni í Lundúnum, í vel bentum tunnum. f>að liggur á 32 faðma djúpi, 230 faðma undan landi fram undan Sidero-hömr- um; þar fórst það. Fyrir meira en 20 árum, 1875 fekk frakkneskt félag auðugtleyfi til að royna að ná í þessa gullkistu, en tókst eklci. f>að náði nokkrum öðrum skipum upp, en réð ekki við gullskipið. Nú hefir rúss- neskur auðmaður, Plastunoff sótc um sams konar leyfi og fengið það, hvernig sem honum kann nú að ganga. Uppboðsaugiýsing. Að undangeuginni fjárnámsgjörð verður eftir kröfu landsbankans þriðju- dagnna hinn 14. og 28. júní og 12. júlí kl. 1 e. hádegi við opinbei t uppboð seldur i hluti úr Stóruvogum (Garð- hús) með tilheyrandi hjálegum til lúkn- ingar veðskuld að upphæð kr. 760 með ógniddum vöxtuni og dráttarvöxtum frá 11. júní 1896. Hin tvö fyrstu uppboðin fara fram hér á skrifstofunni, en hið þriðja á eigninni. Söluskilmálar verða til sýnis daginn fyrir hið 1. uppboð. Skrifst. Kjósar-og Gullbringusýslu hinn 23. maí 1898. Franz Siemsen. HEYEIÐ! SJÁIÐ! NÝ JÁRNSMIÐJA. Frá því í dag höfum við undirritað- ir komið okkur saman um að vinna saman að járnsmíði og bjóðum heiðr- uðum almenninai að leysa af hendi fljótt og vel alt, sem að iðn okkar lýtur. Smiðja okkar er í AÐALSTRÆTI 6. Reykjavík 31. maí 1898. Guðjón «Tónsson. Sigurður Sigurðsson. Samúe! Oiafsson söðlasmiður, er nú FLUTTUR inst á Laugaveg og selur sem að undanförnu alls konar ný.jan reiðskap selur ýmislegt efni til söðlasmíðis, selur brúkuð reiðtygi mjög ódýr. Sá eini í Reykjavík sem leigir brúkaðan reiðskap umlengri og styttri tíma. Pantar NAFNSTIMPLA afallskon- ar gerð. LAXASTANtillt til sölu. Menn semji við B j ö r n lió s c n k r a n z. Hafnarst.TZ Enn ]>á fást KOMYIODl’R, skrifborð og rúmstæði í Vesturgiitu 44. Saltkjöt vel verkað Fischers-verzlun. Frá ö. júni kostar 1 bolli af KAFFI á Kolviðarhól (borgaður út í hönd) 12 a.; annars 15 a. Tapast het'ir einn kvenn reimaskór á leið- inni frá Hólmi niður i Reykjavik. Finn- andi’jskili 1 afgreiðsln isafoldar mót fund- arlaunntn. Áerzlanir W. FISCHERS 1 Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík hafa fengið og fá ntiklar birgðir af allri nauðsynjayöru sem, eins og að undanförnu, verður seld með svo lágu verði, sem kringumstæður leyfa, bæði móti vörum og peningum. ISLKN/.K AI! VflRUR verða borgaðar með svo háu verði, sent unt verður. BflrðíiBnr og tjáviður af mörgum tegundum fæst þessa dagana frá kutter Palmen. I. (1, fi. I. stókan „Wll" Ir 3. heldur fundi sína á hverju þriðjudags- kvöldi kl. 8^ til 31. ágúst. Koral-armband hefir týnst á veginum inn að Laugar- nesi. — Finnandi er vinsamlnga beð- inn að skila því í Félagsprentsmiðj- una gegn fundarlaunum. Leiðarvisir lii lífsábyrgðar fæst ókeyp- is bjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jón- assen, sem einnig gefnr þeim, sem vilja tryggja lif sitt, allar npplýsingar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.