Ísafold - 25.06.1898, Blaðsíða 1
Kemur ut ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1*/* doll.; borgist fyrir miðjati
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skriflegj bunuin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er i
Auxtur.strœti 8.
XXV. árg
Reykjavík,
laugardaginn 25. júní
189S.
41. blað.
Fyrir 2 krónur
geta NÝIR KAUPENDUR ísafoldar fengið
hálfan yfirstandandi árgang blaðsins, f r á
þvi i dag til ársloka 1898.
40 tölublöð,
og að auki þ. á. SÖGUSAFN blaðsins sér-
prentað ókeypis, þ. e. sem kaupbæti.
EKKERT BLAQ HÉR Á LANDI býður nánd-
arnærri önnur eins VILDARKJOR.
Forn<jripasnfn opiðmvd.og ld. kl.ll—12.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjóri viðll'/a—l'/a,ann-
ar gæzlustjóri 12—1.
Landsbókasafn opið bvern virkan dag
kl. 12—2, og einni stnndu lengur (til kl 3)
md., mvd. og Id. til útlána.
Austanpóxtur fer á morgun.
Landsbankuin.
Ársreiktiingur Landsbankans árið
1897 er birturí 27. tölubl. þessa blaðs,
7. maí, og reikningságrip fyrir fyrsta
ársfjórðung þessa árs, jan.—marz,
birtist í Stjórnartíö. þessa dagana.
f>að gefur góða hugmynd um ástæður
bankans, að virða fyrir sér reikninga
þessa.
Bins og kunnugt er, er stofnfé bank-
ans seðlalán hans frá lands-
sjóði .................... 500 þús. kr.
Auk þessa fjár hefir nú
bankinn til að vinna með
fé það, sem lagt hefir verið
inn í sparisjóðsdeild hans,
og nam það við árslok
síðast nál......... ......l,110þús.kr.
Fé, það sem í reikningn-
um er talið á hlaupareikn-
ingi, nam við árslok síðast 162 — —
Stofnfé bankans má því
telja uálægt ............. 1,772 þÚ3.kr.
eða rúmlega lf miljón, þ. e. háttupp
2 miljómr.
Bn athugavert er, að fé því, sem lagt
er inn á hlaupareikning, er svo farið,
að það er þar látið að eins um stundar
sakir, eða til geymslu, oft að eins um
fáa daga, milli póstferða, og bankinn er
skyldur að borgaþaðfé út alt í einu, hve-
nær sem krafister, og leiðir af því það,
að bankinn verður að hafa það fé fyrir
liggjandi að mestu leyti í peningum til
þess að geta fullnægt skyldu sinni hve-
nær sem krafist er.
Varasjóð bankans má eigi telja sem
starfsfó á sama hátt og þetta fé, með
því að svo er fyrir mælt í reglugjörð
hans, aó honum skuli varið til aö
»kaupa fyrir konungleg skuldabréf eða
önnur áreiðanleg verðbréf, eráskömm-
um tíma má koma í peninga«.
f>á er vér nú gætum að, hvernig
bankinn hafði varið starfsfé sínu í árs-
lok síðast, ber reikningurinn með sér,
að í útlánum var þann dag:
mót veði í fasteign 857 þús.
— sjálfskuldaiáb. 370 —
— handveði o. H. 156 — 1,333 þús.
Gegn víxlum og ávísunum. 162 —
|>annig í útlánum samtals 1545 þús.
Það eru þannig aðeins ... 227 þús.
eða hér um bil £ hluti af öllu starfsfé
bankans, sem ekki var í útlánum í
síðustu árslok.
Nú gefur það að skilja, að bankinn
verður jafnan að hafa fyrirliggjandi í
sjóði talsverða fúlgu til þess að geta
greitt það fé tafarlaust, er menn hafa
fengið honum til ávöxtunar á hlaupa-
reikning og í sparisjóði, og það fé nam
1272 þús. krón.; en með hliðsjón á
undanfarinni reynslu veitir eigi af að
hafa jafnan á reiðum höndum hér um
bil 10“/» af fé því, er stendur inni með
sparisjóðskjörum, og, eins og áður er
bent á, tiltölulega miklu meira af fé
því, er stendur á hlaupareikningi.
Af þessu er því auðsætt, að það er
eigi mikið fé, sem bankinn hefur að
kalla má haft handbært til útlána í
árslok 1897.
• Nú ber þess að gæta, að eftir því
sem hagar til hér á landi, getur bank-
inn eigi vænt þess, að miklir peningar
berist að ár hvert fyrri en að haustinu
til, þá er vextir og afborganir fasteign-
arlánanna falla í gjalddaga. Lands-
menn hafa enga tekju-uppsprettu allan
fyrri helming ársins, svo að reglan
verður sú, að vixlar þeir og bráða-
birgðalán, er á þeim tíma falla í gjald-
daga, borgast að jafnaði ekki með pen-
ingurn, heldur með nýjum sams konar
lánum (eru framlengdj. En þegar
fram á vorið kemur, er peningaþörf
landsmanna mest. |>á þurfa kaupmenn
að birgja sig að vörum, bændur að
greiða viunuhjúakaup, kaupa sér sum-
arforða o. fl., sjómetin að gera út
þilskip o. s. frv. þ>á streymir og fó út
úr sparisjóðsdeildinni af sömu ástæð-
um.
það sér nú hver maður, er gætt hef-
irí ársfjórðungsreikningságrip bankans
undanfarin ár, að það fé, er bankinn
hafði handbært í ársbyrjun, muni ekki
hrökkva mikið til að fullnægja peninga-
þörfinni 9 fyrstu mánuði þessa árs.
Bankinn mun jafnan hafa verið sér
þess meðvitandi, að fé það, sem hann
hefir að vinna með, er alt of lítið til
þess, að fullnægja lánsþörf landsmanna.
Fyrir því hefir hann jafnan kynokað
sér við að lána til langs tíma, og yfir
höfuð haldið svo í peningana, sem til-
tækilegr hefir verið, án þess þó að láta
þá, er góða trygging hafa haft, synj-
andi frá sér fara.
En þrátt fyrir það aðhald — er
bankanum hefir oft verið legið á hálsi
fyrir — er nn þó svo komið, að brunn-
urinn er mjög upp ausinn, þar sem
starfsfeð er því nær alt komið í útlán.
það er þvi engin furða, þótt bankinn
sé nú í vor með tregasta móti að lána,
því að hann hefir eigi annað fé úr að
spila en það, er honum er fengið í
hendur til að vinna með, og jafuframt
verður hann að hafa vakandi auga á
því, að hata jafnan nægilegt fé tiltaks
handa sparisjóðsdeildinni, svo að þeir,
er þar eiga fé inni, geti'fyrirstöðulaust
fengið það, eftir þeim reglum, sem um
það eru settar.
Einhver kann nú að segja: J árs-
byrjun átti bankinn í útlendum verð
bréfum um bil 457 þús. kr.;hann getur
selt nokkuð af þeim til þess að lána.
Hér liggur það svar við, að af þeirri
fúlgu á varasjóður rúm 184 þús., er
hann á eins og áður er sagt lögum
samkvæmt að hafa í verðbréfum, sem
á skömmum tíma má verja í peninga;
svo að eftir eru þá að eins 273 þús.
kr. En þar í móti kemur það, að
bankinn mnn þurfa að verja miklu af
verðbréfum þessum til að borga skuld
þá, er hann var komin í við Landmands-
bankann í Kaupmannahöfn, vegna á-
vísananna þangað, og nam, þegar síðasti
ársfjórðungsreikningur var saminn, 210
þvis. Sami reikningur ber með sér, að
útlánin hafa á þrem fyrstu mánuðum
ársins aukist um 64 þús.
Verður því eigi annað sagt en að
bankinn hafi gert alt það, er honum
var unt að gera, til þess að sigla á
milli skerjanna: lána svo ríft sem
efnahagur leyfir, en ganga þó ekki
svo nærri sér, að innieign sparísjóðs-
manna og hlaupareikningsmanna geti
ekki fengist útborguð, þá er hlutað-
eigendur þurfa á að halda.
það liggur f augumfuppi, af því sem
nú hefir sagt verið, að bankinn hefir
þegar lánað út hér um bil alt það fé,
sem hann yfir höfuð má lána. Meðan
hart er í ári og landsmenn eiga erfitt
með að koma afurðum sínum í pen-
inga, geta þeir að eins höggvið smá-
skörð í lán sín, svo að fé það, er fyrir
það kemur inn í bankann til nýrra
lána, verður lítið. þetta hafa undan-
farin ár sýnt. það getur því að eins
lagast aftur, að peningalindin glæðist,
þ. e. að markaðurinn fyrir afurðir
landsins batni, og að sett sé í laggirn-
ar stofnun, er afli sér peninga t. a. m,
með vaxtabréfum, eins og lánstofnanir
eða veðbankar eru vanir að gera.
Fiskileysi og framfarir.
Fiskiseglskip og fiskigufuskip.
Landsómagar; Vesta; gufuskipafélag-
ið; ritsíminn.
Botnverpinga-beiningamennirnir
og veiðibjallan.
»Mikið er fiskileysið við Faxaflóa«;
»ekki ætlar það að verða endaslept
með fiskileysið við Faxaflóa«, o. s. frv.
þetta og því líkt er maður búinn að
heyra og lesa nú hin síðari ár, og eru
þau orð því miður helzt til of sönn.
En væri sagt: »mikið er fiskileysið
í Faxaflóa«, þá væri það ranghermt.
Að minsta kosti þetta ár, og í fyrra,
hefir afarmikil fiskimergð verið í fló-
anum, en vér íslendingar höfum farið
mikið til varhluta af þeirri blessan.
Oss hefir ekki tekist að afla fisksins
þessi hin síðustu ár með vorum venju-
legu veiðarfærum: netum, lóðum, hand-
færum; eitthvað lítið hefir hann verið
örari, þegar honum hefir verið boðin
síld úr íshúsunum; svo hefirhannorð-
ið leiður á ísvarinni fæðu, eins og fleiri,
og ekki viljað nema nýja síld;ogjafn-
vel við henni er hann farinn að fúlsa;
þarfirnar sýnast vera farnar að auk-
ast hjá honum, eins og öðrum, og
kröfurnar til lífsins að fjölga. Fram-
farirnar ná út fyrir landsteinana.
En á brellum botnverpinga varar
hann sig ekki, blessaður. Umhverfis
flóann er deyfð og doði, en á flóanum
er fjör og líf. þar er stór floti af
gufuskipum í óða-önn að draga gullið
upp af fiskimiðum vorum; en flotinn
er útlendur, dag eftir dag, viku eftir
viku, mánuð eftir mánuð fá útlending-
ar þessir á örstuttum tíma net sín svo
full af þorski, að þeir fá þauekkiinn-
byrt; og þó er það ekki þorskur, sem
þeir dorga fyrir, heldur koli; en þeir
komast ekki að kolaveiðinni fyrir þorsk-
gengdinni. í kjölfari gufuskipanoa má
sjá opna báta og lítinn flota þilskipa,
sem elta þau; sá floti er innlendur.
Hann er þar á ferð til að bíða eftir
molum þeim, sem detta af borði út-
lendinganna — sem þó er vort eigið
borð —; veiðibjallan lætur aðra fugla
veiða fyrir sig; en hún biður þá ekki
um herfang ritt, hún tekur það.
I fyrra voru framfarirnar komnar á
suðupunktinn; maður heyrði ekki um
annað talað en »að kaupa kutter«, »að
kaupa kúttara«; á þeim gætu menn
flúið þennan ördeyðu-flóa, og flogið í
hverja átt þaðan, sem bezt gegndi.
þetta voru nú framfarirnar: að kaupa
af Englendingum, keppinautum vorum
í fiskiveiðunum, hin gömlu, úreltu skip
þeirra, til þess að flýja á þeim vor
eigin aflasælu fiskimið, og selja út-
lendingunum í hendur yfirráðin yfir
og afnotiu af hinum fiskisælasta flóa
landsins, nema hvað þeir af náð sinni
kynnu að vilja láta drjúpa af afla sín-
um í skaut einhverra þeirra manna,
sem hefðu geð til að elta þá um fló-
ann og hampa framan í þá whisky-
tíösku, til þess að fá hjá þeim eitt-
hvað af aflanum, sem þeir vildu ekki
sjálfir hagnýta sór.
þó er mörgum fátæklingi vorkunn,
úr þvf sem komið er, þótt hann held-
ur kjósi að fá sér fisk úr botnverping,
er hann býðst, en að koma tómhend-
ur heim úr róðri sínum; en þegar efna-
mennirnir fara að keppa við fátækl-
ingana um þessa krás — það er lítil.
læti, og jafnvel dálítið meira.
Ef kvartað var í fyrra undan aðför-
um botnverpinga, þá var alt slíkt kall-
að barlómur og eymdaróður. En hvað
gat verið meira eymdarúrræði en þetta:
að kaupa af Englendingum hiu gömlu
skip þeirra, sem þeir voru að leggja
niður, til þess að geta á þeim flúið
undan útlendingunum hór heima af
vorum eigin fiskimiðum !
Einstakir menn, sem þilskipinkeyptu,
ráða eðhlega gjörðum sínum. En vel
mátti vera, að fé það, sem lánað var
úr landssjóði til skipakaupa, hefði ver-
ið lánað með því skilyrði, að fyrir það
hefðu verið keypt lítil gufuskip. það
lá beint við. IJ m það leyti, sem lánið
var veitt, var hér nóg af botnverping-
um, til að benda oss á, að þetta var
sporið, er stíga skyldi. Að vísu var
féð lítið til þeirra hluta, en þó góður
styrkur.