Ísafold - 25.06.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.06.1898, Blaðsíða 3
til að rannsaka atferli lögreglunnar í borginni. Nefndin var sett og lög samþykt um að kostnaðinn skyldi greiða úr ríkis- sjóði. En nú tók ríkisstjórinn (gover- nor) í taumana, synjaði lögunum stað- festingar og lýsti yfir því, að það væri alkunnugt, að New-York væri betur stjórnað en nokkurri annari borg í Bandaríkjunum. Til þess að ráða fram úr þeim vandræðum tók verzlunar- stjórnin að sér að ábyrgjast kostnað- inn. Nefndin tók svo til starfa. Allir nefndarmennirnir voru úr öldungadeild ríkisins. Formaður hennar var Clar- enee Lexow og af honurn dró hún nafn sitt. 1 fyrstu höl'ðu meun enga hugmynd uni, hve mikið það verk væri, sem nefndin hafði færst í fang. Búist var við, að hún inundi geta lokið starfi sínu á þriggja vikua fresti, ef hún hóldi fundi tvo daga í viku. En þeg- ar til vitnaleiðslunuar kom, komst nefndin bráðlega að raun um, að verk- efnið var meira. Hún héJt fundi og hlýddi á vitni dag eftir dag, frá morgni tii kvölds, í 10 mánuði. Munnlegur framburður vottanna var ritaður á 10,576 blaðsíður, ekki talin með nein skjöl, sem lögð voru fyrir nefndina til ýmis konar skýringa. Vitnaframburð- inum var skift í tvo kafla. I öðrum þeirra var sagt frá ólöglegum afskiftum lögreglunnar af kosningum. Hinn var um alls konar óhæfu aðra, sem í frammi hafði verið höfð, svo sem glæpahylm- ingar, mútur, kúgan til fjárframlaga og þar fram eftir götunum. 678 vitni voru spurð. Eins og áður er sagt, er öll frásaga þessi bygð á rannsókn þessarar nefnd- ar, eiðfestum framburði vitna, sem yfir- heyrð voru, ekki fyrir luktum dyrum í einrúmi, eins og hér tíðkast, heldur í áheyrn hvers, er koma vildi. Nefndin komst brátt að raun um, að ekki var auðhlaupið að því, að fá menn til að bera vitni. Hún varð að lofa því hátíðlega, að enginn vottanna skyldi verða látinn gjalda þess, sem hann kynni að meðganga, að því er snerti mútur og þess konar óráðvendni; hver, sem segði nefndinni sannleikann, skyldi þar með hafa trygt sig fyrir allri lögsókn fyrir þær sakir. Hver, sem þar á móti segði nefndinni ósatt, mætti eiga von á málshöfðun fyrir meinsæri og auk þess fyrir hverjar þær embættis-yfirsjónir, sem hann kynni aö hafa gert sig sekan í. þrátt fyrir þetta var meinsæra-mergð- in voðaleg, einkum meðal lögreglumann anna. Einn þeirra kannaðist líka við það hreinskilnislega, að í lögregluliðinu væri það talin skylda að sverja rangan eið, þegar leyna þyrfti mútum og fé- drætti. Segðu þeir satt, yrði kosti þeirra þröngvað á hvern hátt, sem unt væri, en fremdu þeir meinsæri, þegar á þyrfti að halda, hefðu yfirmenn þeirra hinar mestu mætur á þeim. Og mörg- um þeirra var svo farið, að þeir ótt- uðust auðsjáanlega lögregluforingjana margfalt meira en guð almáttugan. Eftirtektarverð voru svör karla þeirra og kvenna, sem veittu saurlífishúsun- um forstöðu, og ýmsra annara, þegar spurningar voru fyrir þá lagðar um skoðun þeirra á helgi eiðsins. Ein kona, Júlía Mahoney að nafni, var hreinskilnust. »Vitið þór ekki«, sagði málfærslumað- ur nefndariunar við haua, nað hegnt er fyrir meinsæri í öðru lífi ?« »Ég vona, það sé ekki«, svaraði Júlía. »f>ér vitið þó, að hér varðar það fangelsi ?« sagði málafærslumaðurinn. En Júlía lét sér ekki bylt við verða. »Yrði ég sett í fangelsi, þá kæmist ég úr því áður en sólarhringurinn væri liðinn«. »Hún á einhvern málsmetandi mann að«, sagði einn nefndarmaðurinn stilli- legæ ‘ [ |>að er auðsætt, að örðugt muni vera að toga sannleikann út úr slíkum vitnum. þau trúa á almætti lögregl- unnar í Nevv-York og ekkert annað. »þ>að var almenn trú«, segir nefndin í skýrslu sinni, »að bæn nokkur vitni gegn lögreglunni, eða kæmist lögreglan að því, að einhver hefði verið nefnd- inni innan handar í starfi hennar, þá mætti sá maður eiga von á að verða settur á höfuðið, flæmdur út úr borg- inni og jafnvel að setið yrði um líf hans«. Engmn maður gat gert sér von um nokkrar bætur fyrir rangsleitni af lög- reglunnar liálfu. Fjöldi saklausra- manna, sem lögreglan hafði misþyrmt, hafði gert sér í hugarlund, að borgar- félagið bæri ábyrgð á gerðum starfs- manna sinna. En dómstólarnir höfðu hvað eftir annað lagt þann dóm á, að það hefði enga ábyrgð á þeim. Og lögreglumennirnir firðu sig ábyrgð, nær því hver og einn, með því að láta svo heita sem konurnar ættu allar eignir þeirra. það var því orðið alkunnugt, að ekki var til neins að lögsækja nokkurn lögreglumann fyrir misbeiting á valdi hans. Og nefndin tekur það fram, að hún hafi ekki getað orðið þess vör, að skaðabótadómi gegn nokkr- um lógreglumanni hafi nokkru sinni verið fullnægt. |>að er því engin furða, hvernig merkur blaðamaður einn kemst að orði frammi fyrir nefndinni. Lítið haföi vantað á að lögregluhöfuðsmaður einn myrti hann í fangelsisklefa á lögreglustöðv- unum. Hann var spurður, hvorr, hann hefði aldrei borið fram kæru fyrir þessa meðferð. »Nei, ég gerði það ekki«, sagði mað- urinn. »það er ekki til neins að fara í mál við djöfulinn og hirðsveit hans!« Prestafundurinn á Sauðárkrók. Eins og sjá má á siðustu Isafokl, var fundur þessi vel sóttur úr Skagafjarðar og Húnavatns prófastsdæmum, en úr Eyjafirði enginn, og var það leitt mjóg bæð'i fyrir fundinn og fyrir eyfirzku prestana. Kl. 12 á bád. !S, þ. m. var baldin guðs- þjónnsta i kirkjunni; prófastur sira Zoph- onias Halldórsson bélt snjalla og skórulega ræðu, og svo var gengið til fundarsals í búsi sira Arna Ujörnssonar, og fundur sett- ur Fundarstjóri Zopli. Halldórsson. Fyrsta mál á dagskrá var um samtök presta. Eftir talsverðar umræðnr var kosin nefnd til að' semja lög íyrir prestafélagið, sem þá var stofnað, og kom sú nefnd með frumvarp daginn eftir. Var það samþykt, og sömuleiðis það, að bjóða prestum úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslu að ganga í fé- lagið. Umræður voru baldnar nm prédikunar- adferð; hafði prófastur Eyfirðinga átt að hefja þær, en vegna veikinda gat hann ekki komið á fundinn. Prófastnr Zopb. Hall- dórsson flutti erindi um það mál og talaði mest um innihald prédikunar, og réð til að draga daglega lifið sem mest inn í ræð- urnar og sýna það i Ijósi guðs orðs Urðti miklar og fjörugar umræður um þetta mál og komu fram margar góðar bendingar frá ymsum. Allsnarpar urðu umræðurnar um blaðalausa prédikttn, og var þeirri aðferð haldið fast fram af sira E. Kolbeins á Stað- arbakka. Álit fundarins fór þó í þá átt, að það væri ekki neitt höfuðatriði, hvort he.ldur lesið væri af blöðum eða talað blaða- laust; mest varið' i innibaldið' og bvernig það væri fram flutt, en þó álitu menn, að gott væri, ef prestaskóiinn vendi nemendur nokkttð við að tala blaðalaust. Héraðsprófastur Húnvetninga, sira Hjör- leifur Einarsson, flutti skörulega og eiukar- góða tölu um altarisgöngur og huignun þeirra. lvom fram i þeim fyrirlestri mikill áhugi og lifandi tilfinning fyrir þessu tneini kirkju vorrar; urðu og umræður um það mál allheitar. Voru allir á eitt sáttir um það, að hér væri um mjög mikilsvert mál að tefla, og að hin stórkostlega vanræksla náðarborðsins hér á landi væri eitt hið sorglegasta tákn timans. Prestarnir reyndu að grafa niðtir að rótum til að finna or- sakir Jiessa sorglega meins, og mikið var rætt nm þan ráð, er kynnu að finnast til að ráða bót á þvi. Tölnmaður hafði einkum lagt tíl, að tveir eð'a þrír prestar, er þeir væru ti 1 altaris bver bjá öðrum, skyldu halda málfundi við söfBuðina eftir messn og þannig styrkja hverir aðra; var þeirri uppástungu vel tekið af fundarmönnum. Þá var rætt um kristilega starfsemi medal unglinga og félagsskap meðal binna ungu. I.eizt öllum vel á þá hreyfingu og töldu hana bráðnauðsynlega i kauptúnum og i þéttbygðum sveitnm, en ýms tormerki í strjálbygðum sóknum. Var það og rétti- lega tekið fram. að því að eins gæti sllk starfsemi þrifist, að hún hefði lifandi safn- aðarlif bak við sig. Kætt var um barnapróf og fræðslu undir fermingu, og voru margir á þvi, að reynamættiað balda barnaguðsþjónustureftir messn við og við. Yms önnur mál voru og rædd, og skal hér a'ö' eins geti'ð uin það mál, er einna beitastar umræður vakti, eu það var um presta þá, er iægju i illdeil- um við söfnuði sina. Allir voru á sama máli um það, hve skaðlegar afleiðingar siikt framferði hefði, ekki að eins fyrir samlif prests og safnað- ar, heldur og fyrir alt kristilegt trúarlif Um þá uppástungu, sem vakið hafð’i þessar umræð'ur, voru prestar ekki eins ásáttir. Hafði komið sú tillaga, að skora á 3 nafn- greinda presta að segja. af sér, með því heyrst hafði, að þeir ætti i sífeldum ófriði við ýms sóknarbörn sin. Urðu allsnarpar umræður um þetta, og vildu menn fara gætilega og hrapa að engu, tiildust sumir vera of ókunnugir til að leggja ilóm á slikt, enda mundi og kirkjustjórnin hafa vakandi auga á þessu ástandi. En er nokkrir, er kunnugastir voru í þessum söfnuðum, höfðu lýst yfir þvi, að ástandið þar væri hið sorg- legasta, scm hugsast gæti, samþykti fundur- iun að senda kirkjustjórninni áskorun um að' hlutast til um, að' hinir fyrgreindu 3 prestar sleptu embættum, með þvi að fund- urinn áliti, að málaferli presta liefðu drep- andi áhrif á alla starfsemi þeirra i söfnuð- uiium.— Þetta var gert sumpart til að lýsa vanþóknun fundarins á þessu athæfi og snmpart til að sýna kirkjustjórninni, hvar norðlenzkir prestar stæðu i þessu máli, og að hún mætti eiga vist fylgi þeirra í þvi, sem henni fvndist bezt að gjöra til þess að lagfæra slikt ástand. Þessi yfiriýsing eða áskorun af hendi fundarins var ekkert flaustursverk eða á- kefð'arflas, né heldur komu fram nokkur per- sónuiegámæli frá nokkurs bendi til hlutað- eigandi presta, heldur var rætt um mál þetta með ugg og audvara, og gengið að þvi visn, að all-misjafnlega myndi mælast fyrir slíkri áskorun. Voru umræðurnar hin skarpasta hugvekja fyrir alla viðstadda; og hygg ég þær munu seint líða úr minni, þvi margt kom fram, sem minti á, hve varfærnir og grandvarir prestar þyrftn að veta í lifi sínu, til þess að spilla eigi fyr- ir boðun evangelisins. Ekkert var tilnefnd- um prestum fundið til hnjóðs annað, og alls engum kala eða óvild lýstu umræður þeirra, sem töluðu; hitt kom skýrt fram, að engir myndu glaðari en einmitt norð- lenzku prestarnar, ef þessir þrir embættis- bræður þeirra gætu sannað sakleysi sitt. Fundurinn var vfir böfuð einkar-fjörug- ur og áhugamikill. Allar umræður fóru mikið vel fram, og regla ágæt. úlikill á liugi á kristindómi og kirkjumálum, og ekki eitt orð talað nm ytri kjör presta; alt bar vott um samheldni og bróðurlegan anda meðal fnndarmanna, og er ég sannfærður nm, að þessi fundur hefir liaft glæðandi og vekjandi áhrif á alla, sem sóttu bann; og von min er sú, að frá honum renni út ein- hverjir hollir straumar til safnaðanna i þessum tveim prófastsdæmum. Tilfinningin fyrir sannvinnu presta óx, og ú slíkum fundum kynnast menn hver öðrum, liafa á- hrif hver á annan, og vekja upp margar spurningar, sem áður hafa legið í þagnar- gildi. Menn koma auga á margt, sem þarf umbótar við bæði hjá sjálfum sér og söfn- uðunum, og hver um sig fær Ijósari tilfinn- ingu fyrir því, að hann berst eigi einn sins liðs, heldur sení einn af mörgum liðs- mönnum og þjónum drottins vors og frelsara. Frá þessum fundardögum hef ég þær endurminningar, sem lengi munu geymast glæðandi og vermandi mitt eigi’ð lijarta, og þá tilfinningu hygg ég að fleiri bafi. Það var klukkan að ganga tvö um nótt, er vér ætluðuni að skilja. Eigi vil ég lýsa þeirri stund, til þess að draga ekki úr áhrifum liennar; það eitt vil ég taka frani, að þá fann ég að hinn eilífi andi heilagrar kirkju sveif yfir fundinum i næturkyrðinni, er all- ir beygðu höfuð sin og hlýddu á skilnað- arorð sira Zophoniasar, og þau vöktu berg- mál í hjart.a livers og eins, og ekkert vant- aði nema það, að' allir beygðu kné sin i beinni bæn til gnðs, i staðinn fyrir hið al- þekta íslenzku-, óbeina bænarsnið, sem er í rauninni engin bæn. Þess er ég þó viss, að allir liafa beði'ð' i lijarta sinu; en sam- eiginleg bæn hefir lifsglæðandi kraft, á biðj- andi samkomu. Eitt fanst mér vanta á í umræðnnum uni préilik unaraðferðina og innihald kristi- iegrar ræðu. Það var of lítil áherzla liigð á að prédika lifið i Jesú Kristi, pré- dika liann lifandi, svo að mynd hans sem guðinannsins skini skýrt fyrir áheyrend- unum. Það var talað um að draga livers- dagslifið inn í ræðurnar; það er einn- ig gott, en hversdagslifið fær því að eins kristilegt innihald, að hið persónulega lif i drottni .lesú lielgi ]>að, að trúarinnar dag- lega samlif vi'ð liann verð'i meira lifandi en viðast gerist. hér á landi. Auðvitað gerðu allir prestarnir ráð fyr- ir þvi svo sem sjálfsög'ðum hlut, að binn rétti grundvöllur væri lagður í hverri ræðu, og þa'ð er vist engin hætta á, að prestar fari út fyrir liinn »dogmatiska« (trúfræði lega) grundvöll játninganna; eu hvernig stendur á, að Jesús Kristur stendur svo á- lengdar i hugum fjöldans hér? Ætli það sé eigi vegna þcss að sálarinnar innilega samlif við bann hefir eigi verið nógu skýrt prédikað meðal vor? Margt gott hlotnaðist mér á þessum fundi, en það bezt, að eigi verður auðvelt að telja mér trú nro, að nokkur sá prestur, er sat. fund þann, hafi þá skoð- un, að' »tilbiðja eigi Krist næst, guði«; komi einhver og segi slíkt við mig, mun ég visa þvi frá mér sem bakmæigi eða misskilningi. Þessa trú á rétt-trúnaði is- lenzkra presta græddi ég á þ.essum fundi. Með innilegasta þakklæti fyrir góðvilil- ina, er fundurinn sýndi mér, með því að veita mér málfrelsi og hlýð'a á það erindi, sem ég hafði fram a'ö flytja, óska ég öll- um fundarmönnum og komandi prestafund- uin allra heilla og blessunar. Reykjavik 24. júni 1898. Fr. Friðriksson. Veðurathuganir i Reykjavík eftir landlækni Dr. J. Jónas- sen. jún I Hiti ! (A Celsius) Loftvog (miliimet.) Yeðuráit. A nótt|um hd. Ard. síc)(l. Ard. sí().i. 18. + ^ + 12 754.4 154.4{v h d 0 d 19. + « + 10 754.4 7öY.8 o d 0 (1 20. + 8 + 10 757.8 749.3 Nv h b v b b 21 þ 7 + 12 751.» 751.8'Nv h b 0 b 22. + 7 + 10 757.8i 746.8 Sv h d S h d 23. + 7 + H 749.3 735.6 Sa h d 0 d 24. 25 + 8 + 14 744.2 749.3o b 0 b Bezta sumarveður umliðna viku, sama veðurbægðin á hverjum degi. Pilt-tetrið, sem heimskaðist til að sletta sér fram í það, sem þeim fór á milli í vet- ur, ritstj. Isafoldar og eyfirzka stjórn- málagarpinum Klemens, og það með fautalegum illmælum, svo að hann, eius og áður er getið, brendi sig jafn- harðan í putana á hegningarlögunum — Vilhjálmur Jónsson heitir hann — hefir nú fengið sinn dóm í undirrétti í fyrra dag, eða þó heldur 2 dóma en einn, með því að illmæli hans um rit- stjóra ísafoldar voru í tveimur blöð- um, íslandi og þjóðólfi. Hann fekk 40 kr. sekt í öðru málinu, en 30 kr. í hinu (varahegning 12 og 10 daga fang- elsi), auk 15 kr. málskostnaðarútláta í hvoru málinu um sig, og öll hin meið- andi og óvirðandi ummæli dæmd dauð og ómerk.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.