Ísafold - 25.06.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.06.1898, Blaðsíða 2
Ein ástæðan, sem í fyrra heyrðist gegn gufuskipum til fiskiveiða, var sú, að við það mistu svo margir menn at- vinnu, því gufuskipin þörfnuðust færri manna en seglskipin! Eftir því ættu menn að gjöra sér hvert starf svo erf- itt og kostnaðarsamt sem auðið væri, til þess að geta veitt sem flestum at- vinnu; bóndinn ætti sem fyrst að hleypa túni sínu í kargaþýí'i, til þess að sem lengst væri verið að slá það; tóvinnu- vélar mættu ekki vera til. Sú mótbára mun heyrast gegn gufu- skipakaupum til fiskiveiða, að ossvanti fé til þeirra. En, á hinn bóginn — vér höfum efni á að fleygja út svo skiftir hundruðum þúsunda króna fyrir annað eins og »Vestu«-útgerðina ! Vér getum borgað hinu sameinaða gufu- skipafélagi yfir 50000 kr. á ári fyrir að láta galtóm gufuskip skrölta fyrir landi ár út og ár inn, og höfum þó reynslu fyrir því, að þótt vér ekki borguðum því einn eyri, þá mundi það halda uppi nægum samgöngum fyrir því! Vér finnum oss rnenn til að borga 35000 kr. á ári í 20 ár fyrir að fá hingað fréttaþráð, auk ótiltekinnar upphæðar til sama fyrirtækis hér á landi, og gagnið af honum yrði þó því nær eingöngu fyrir örfáa, ein- staka menn, og svo fyrir botnverping- ana, en samsvarandi skaði fyrir al- menning; margt fleira mætti nefna; en þessar upphæðir nefni ég af því, að þær eru oss beiniínis til tjóns, og það tjón kaupum vér á oss fyrir gjald, sem alt rennur í vasa útlendinga. Yms önnur fyrirtæki, er vér leggjum fé til, eru þó þess eðlis, að bæði eign- umst vér veglegar eignir fyrir hið fram- lagða fé (t. a. m. opinber stórhýsi, vegi, brýr o. s. frv,), og svo rennur féð að miklu leyti í vasa innlendra manna. En samhliða öllum þessum fjáraustri horfa menn á, að landar vorir eru að elta hina útlendu fiskimenn til að snapa leifar þeirra, og um þessa niður- lægingu er svo fátœlctinni kent! Væri ekki eins affarasælt að veita þessar 35000 kr. á ári til að kaupa fiski-gufu- skip, eitt á ári í 20 ár? því vér meg- um ekki írnynda oss, að vér séum þeir »pinnar«, að hin útlendu félög vilji koma á fréttaþræðinum vor vegna; það er sjálfra þen ra vegna; þau vilja nota land vort sem stöð fyrir frétta- þráð sinn. þ>au munar nauðalítið um vorar 35000 kr. á ári, þegar um slíkt fyrirtæki er að ræða, og hefðu eins lagt þráðinn án þeirra, ef þau á annað borð ætla sér að koma bonum á. Eystra og vestra eru þó einstaldr menn farnir að fá sér gufuskip til fiskiveiða. Frétst hefir, að eitt slíkt gufuskip vestra hafi fengið mikinn afla að tölu, en smáan fisk. fíér, í vorom óthrópaða ördeyðu-Faxaflóa er það mestmegnis vænn þorskur, sem botn- verpingar fá, og hann óspart. Hefðu innlend gufuskíp rekið fiskiveiðar hér í Faxaflóa þessa vorvertíð, fiskað líkt og útlendingarnir, og lagt afla sinn f land jafnóðum til verkunar, það væri orðinn drjúgur afli! Að vísu er það viðurkent, að botn- vörpuveiði skemmi fiskimiðin, og eyði þeim með tímanum. En úr því nú að engin von er um, að fá hinum út- lendu botnverpingum stökt á burt, þá væri þó veglegra og arðsamara, ef vér gætum verið þeim samhliða að »botnverpingunni«, og haft eitthvað upp úr krafsinu meðan á eyðingu fló- ans stendur, lieldur en að láta þá eina sitja um arðinn af henni. Vér höfum beðið Dani um vernd gegn botnverpingunum, og þeir hafa í nokkur ár sent hingað hraðskreitt og öflugt herskip í því skyni. Aldrei þessi ár hefir yfirmaður þess skipssýnt meiri dugnað og áhuga á að vernda oss en sá, er nú stýrir því. Legðumst vér á eitt með varðskipinu til þess að gjöra hinum útlendu ræningjum erfitt uppdráttar, þá mundi það verða báta- útgjörð vorri að ómetanlegu gagni. — En er yfirmaður varðskipsins sér, að hið gagnstæða á sér stað, og hann jafnvel verður var við bandalag milli landa vorra og óvinanna, hvílíkt mun þá álit hans verða á oss? En þeirri þ]óðarmínkun mundi linna, ef að vér eignuðumst sjáifir gufuskip til fiski- veiða. þó ekki væri annað, þá mundi þó gróðatilfinningin ráða svo miklu, að vér mundum óska hinum útleudu keppinautum vorum þangað, þar sem »piparinn vex«. Kitað uin vorvertiðarlok 1898. p. Egilsson. Ath semd ritst. Aðalatriðið í greininni hér að fram- an skulum vér láta afskiftalaust að þessu sinni. Oðrum stendur nær en oss að gera það að umtalsefni, ef þeim þykir við þurfa, enda hafa meiri kunn- ugleik til að dreifa. En það, sem hinn mikilsvirti höf. segir um tvö önnur framfaramál vor, samgöngurnar á sjó og ritsímann, virðist oss ekki rétt að standi athuga- semdalaust. Vér höfum ekki reynslu fyrir því, að sameinaða gufuskipafélagið haldi uppi nægum samgöngum landssjóði að kostnaðarlausu. Vér höfum reyut það tvö ár, og reynslan varð sú, að sam- göngurnar voru mjög ónógar. Sumir landshlutar urðu nær algerlega út undan, þeim til stórtjóns. Svo megn varð óánægjan, að þingið sá sér ekki með nokkru móti í'ært, að halda sama fyrirkomulagi áfram. Naumast heyrð- ist nokkur rödd á þinginu, sem mælti því bót. það er enginn vandi að segja, að vér höfum ekki haft efni á að borga eins mikið fyrir »Vestu«-útgerðina, ein3 og vér urðum að gera. Að hinu er ekki eins auðhlaupið, að benda á, hvað þingið 1895 átti til bragðs að taka annað en það gerði. þar sem höf. segir, að gufuskipin skrölti galtóm fyrir landi ár út og ár inn, þá virðíst oss sem hann geti naumast talað af fullkominni þekkingu. Reynslan á núverandi samgöngum er nú enn ekki nema fárra mánaða gömul. Og enn vantar allar skýrslur um, hvernig þær hafa verið notaðar. — Jafnvel afgreiðslumanni sameinaða gufuskipafélagsins hér er lítið kunnugt um hana, eftir því sem hann hefir sjálfur sagt oss. En víst er um það, að fólksflutningar hafa verið eigi ail- !itlir með strandferðaskipunum. það er því nokkuð djúpt tekið í ár- inni, að staðhæfa, að það fjárframlag, sem vér látum af hendi til að styrkja samgöngurnar, sé oss »beinlínis til tjóns«, eins og höf. kemst að orði. Hverjum ætti það svo sem að vera til tjóns, að eiga kost á að komast með ströndum fram ? Ummæli höf. um ritsímann virðast oss álíka fljóthug8uð. Af hverju veit hann þa5, að vér eigum símans jafn-vísa von, þó að vér leggjum ekkert til hans ? Félögin »munar nauða-lítið um vorar 35,000 kr. á ári, þegar um slíkt fyrirtæki er að ræða«, segir höf. Skyldi ekki fyrir- tæki, sam á að kosta um þrjár milj- ónir, muna neitt um vexti af 1 miljón kr. í 20 ár? »þau vilja nota land vort sem stöð fyrir fréttaþráð sinn«, segir hann enn fremur. Hverja sönn- un hefir hann fyrir því, að þau þurfi nokkuð á voru landi að halda til þeirra hluta ? það kann að hafa verið nokkur ástæða til að gera sér slíkt í hugarluud, rneðan hörgull var á sæ- 8Ímum milli Norðurálfu og Vesturálfu. Nú munu menn vera farnir fyrir löngu að sjá, það, að þau muni einhvern veginn geta komist af án vor. þá er loks gagnið af ritsímanum. »það yrði því nær eingöngu fyrir örfáa einstaka menn og svo fyrir botnverp- ingana, en samsvarandi skaði fyrir almenningd, segir hr. þ. E. þessir »örfáu, einstöku menn«, eru að líkindum kaupmenn. Skyldi það nú ekki vera neinn hag- ur fyrir landið, að verzlunin verði auð- veldari, óhultari, áhættuminm? það er sjálfsögð, óumflýjanleg afleiðing af ritsímasambandi við önnur lönd. það gerir efnalitlum mönnum margfalt auð- veldara að reka verzlun hér, eykur samkepnina og, það sem mest er í varið, kemur föstum grundvelli undir viðskiftin, sem eðlilega hljóta að vera meira og minna í lausu lofti, eins og nú er ástatt. Hálf-skoplegt er það, að höf. skuli einmitt í þessari grein segja, að rit- síminn mundi verða botnverpingum í hag. Hann vili láta oss taka upp samskonar veiðiaðferð eins og þeir stunda. peir hafa gagn af ritsíman- um. En þó að vér förum að reka sömu atvinnuna, eins og þeir reka, þá á ritsíminn að verða oss »samsvarandi skaði!« Hversvegna í ósköpunnm ætt- um vér þá ekki að geta haft sama gagn af ritsímanum eins og botnverpingarnir? G.jörspilt lýðstjórn. ii. Dr. Parkliurst er maður nefndur. Hann hafði orðið prestur við New- York-kirkju eina árið 1880, 38 ára gamall. Tíu ár hafði hann unnið að prest8starfi sínu í kyrþey, og komist alt af áþreifanlegar að raun um, hve margt og mikið það er, sem stendur guðsótta og góðum siðum fyrir þrifum í New-York. Félag eitt er þar í borg- inni, sem hefir það fyrir mark og mið að stemma stigu við glæpum og dregur nafn af tilgangi sínum (»Society for the Prevention of Crime«). Dr. Parkhurst varð forseti þess 1891. Tæp- um 12 mánuðum síðar lagði hann út í orrahríð þá hina miklu, sem að lok- urn hafði þann árangur, að Tammany varð að sleppa stjórntaumunum. Ekkert einkennir betur ástandið í New-York annars vegar og stefnufestu Dr. Parkhursts hins vegar, en það, að jafnskjótt sem haun hafði tekið við stjórn félagsins varð þetta orðtak þess : »Niður með lögregluna!« Félagið leit svo á, og vafalaust rétt, sem lögreglan væri fyrsti og örðugasti þröskuldunnn fyrir því, að það gæti náð tilgangi sín- um — einmitt handhafar löggæzlu- valdsins, sem öllum mönnum fremur áttu að hafa það hlutverk með hönd- um, sem félagið hafði sett sór að vinna að ! það var þó ekki fyr en 14. febrúar 1892, að Dr. Parkhurst sagði Tamma- ny 8tríð á hendur til fulls og alls. Hann gerði það á sjálfum prédikunar- stólnum, fór svo hörðum orðum um stjórn New-York-borgar, að annað eins hefir sjaldan heyrst í nokkru guðshúsi í veröldinni. Hér er ofurlítið sýnis- horn : »Eitt er það gerfi, sem djöfullinn tekur á sig og kemur oss í mest vand- ræði í viðleitni vorri og truflar oss- mest, þegar vér erura að hugsa ráð vort. það eru saurugu vargarnir, sem dag og nótt sjúga lífsaflið úr borginni undir því yfirskyni að stjórna henni. þeir eru flokkur lygara, meinsæris manua, drykkjurúta og saurlífismanna«. 1 stuttu máli hélt prestur því fram, að yfirvöld borgarinnar gerðu sér að reglu að halda verndarhendi yfir spillingunni f öllum myndum hennar, og að glæpa- mennirnir og embættismennirnir væru allra manna samhentastir. Ollu skorinorðari gat hann ekki ver- ið. Fólk hneykslaðist líka að því skapi; flestura þótti hann tala í meira lagi ógætilega. Einn af höfuðsmönnum lögreglunnar lýsti yfir þvf, »að það væri andstyggilegt, að kristinn prcStur skyldi verða til þess að svívirða prédikunar- stólinn með öðru eins orðalagi«. Dr. Parkhurst var stefnt fyrir kviðdóm hinn meiri (Grand Jury) og þar gaf dómari honum hátíðlega ofanígjöf fyrir að koma með staðhæfingar, sem hann gæti ekki sannað. Tammany réð sér ekki fyrir fögnuði. En Dr. Parkhurst var ekki af baki dottinn. Nú tók hann sér fyrir hend- ur að sanna sakargiftir sínar. Hann lagði af stað kvöld eftir kvöld í þrjár vikur með leynilögreglumanui og rnála- færslumanni, fór sjálfur inn í saurlífis- hús þau, drykkjuklefa og spilasam- kundur, sem eingöngu áttu, í skýlausu banni laganna, tilveru sína að þakka bandalaginu við borgarstjórnina og lög- regluliðið. Sumstaðar fengu þeir lög- reglumennina sjálfa til að leiðbeina sér og standa á verði fyrir sig. Nú voru sannanir fengnar fyrir ó- grynnum af lagabrotum, er lögreglu- liðið átti á samvizkunni. þá hélt Dr. Parkhurst aðra ákæruræðuna í kirkju sinni, 13. marz 1892. Hann lagði fram 284 lagabrot, sem hann gæti sanna6 að framin hefðu verið rótt að segja fyrir augum lögreglunnar, og hólt því fram að hún væri samsek í þeim. það er að minnum haft, hve snild- arlega honum hafi farist orð í þaó sinn, enda fór nú New-York búum ekki a& lítast á blikuna. Aftur var honum stefnt fyrir kviðdóminn, en nú stóð hann ekki varnarlaus. Nú fekk hann ekki lieldur neina áminning. þar á móti lýsti kviðdómurinn yfir því skýr- um orðum, að ekki væri unt að kom ast að annari niðurstöðu en þeirri, að lögregla borgarinnar væri gjörspilt, samkvæmt gögnum þeim, er Dr. Park- hurst hefði lagt fram í málinu. Ofsaleg ofsókn var nú hafin gegn Dr. Parkhurst. Reynt var að telja mönnum trú um, að hann væri versti fantur, að hann væri sjálfur sök í glæpum þeim, er hann hafði sannað að framdir voru. En hann stóð ekki lengur einn síns liðs. Fjörutíu félög í borginni gengu í bandalag til þess að halda fram hans málstað. Til þess að gera Dr. Parkhurst óvinsælan rak lög- reglan eina mestu frostnóttina á vetr- inum kvennfólkið út úr nokkrum saur- lífishúsunum. Prestur sá þeim taíar- laust fyrir húsaskjóli. Svo tók hann það til bragðs, að lög sækja 45 af þeim 64 spillingarbælum, sem lögreglan hélt verndarhendi yfir í einni lögregludeild borgarinnar að eins. Sum inálin vann hann, sum ekki. það lá í augum uppi, að ekki var vinnandi vegur að sigrast á þennan hátt til fulls á samvizkuleysi lögregl- unnar. Alþýðu manna var nú líka farið að ofbjóða, og verzlunarstjórn New-York-borgar skoraði á öldunga- deild New-York-þingsins að setja nefnd

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.