Ísafold - 09.07.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.07.1898, Blaðsíða 1
Kemur ut einu sinni e<5a tvisv. i viku. Yerc? árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 '/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn fskrifleg) bunam við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er í Ansturstrœti 8. Reykjavík, laugarcla^inn 9. júlí 1898. XXY. árg. Fyrir 2 krónur geta NÝIR KAUPENDUR ísafoldar fengið hálfan yfirstandandi árgang blaðsins, frá þvi i dag til ársloka 1898, 40 tölublöð, og að auki þ. á. SÖGUSAFN blaðsins sér- prentað ókeypis, þ- e- sem kaupbæti. EKKERT BLAÐ HÉR Á LANDI býðurnánd- arnærri önnur eins VILDARKJÖR. Forngripaxafn opiðmvd.og ld. kl.l 1—12. Landxbankinn opinn hvern virkaa^ dag kl. 11—2. Bankastjóri við ll'/a—l’/a.ann- ar gæzlustjóri 12—1. Landsbökasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl ?) md., mvd. og ld. til útlána. Gufubáturinn Hólar fer austur um land 10. júli (á morgun). Gufub Skálholt fer vestur um land laug- ardag 10. júli. Gufuskipið Botnía væntanleg frá Vest- fjörðum miðvikudag 13. júli og fer til út- landa sunnudag 17. júli. Frá Björgvinjarsýning unni. BjÖrgvin 24. jiíni 1898. Hingað kom ég 17. þ. m., og hefi síðan daglega gengið á sýninguna. Iðnaðarsýningin er eingöngu norsk, og mun vera tilætlunin, að sýna Nor- veg hér í allri sinni dýrð, enda eru sýndar allar iðnaðargreinir, sem til eru í landinu: af málrni, steini, viði, beini og horni, pappír og leðri, alls konar smíðatól og áhöld við vísinda- leg störf; framleiðsla matvæla og alls konar drykkja; urmull af vinnuvólum; rafmagnsnotkun f flestar þarfir; íiutn- ingsáhöld á landi, vagnar, sleðar o. s. frv.; alt sem lýtur að skipasmíðum og siglingum; mjög mikið viðvíkjandi upp- eldismálum, svo sem uppdrættir af skólahúsum, sýnishorn skólaáhalda og ógrynni af skólaiðnaði hvaðanæva af landinu; margt og margt viðvíkjandi hernaði á sjó og landi, fallbyssur, sprengivélar og margur annar hernað- ar-ófögnuður; jarðyrkjuáhöld og garð- yrkju, o. s. frv. það er engin furða, þó að Norð- mönnum þyki sjálfum mikið til koma; en heyrt hef ég og útlendinga láta mikið yfir framförum Noregs, og dást að iðnaði þeirra. Sýnihöll ný er reist hér í Björgvin (Den permanente Udstillingsbygning) og þarf ekki lengra að fara en þangað til að sjá, aðNorð- menn kunna nokkuð fyrirsér til hand- anna að fornu og nýju. Snildin í trje- 0g beinskurði, til dæmis að taka, er ef til vill meiri nú en nokkuru sinni fyr, og þakka Norðmenn það sjálfir me’st af öllu skólunum; í flestum þeirra er skólaiðnaður kendur. llvenær skyldi lifna yfir tréskurðinum aftur á íslandi? j>ar er mjög merkilegt safn (.Norsk Fiskerimuseum) af öllu því, er að fiskiveiðum lýtur, rúml. ársgamalt; en svo er það fjölskrúðugt orðið, að mér 8ýnist fult eins handhægt að leita ®ér þar fræðslu um fiskiveiðar Norð- manna, eins og á sjálfri sýningunni. j>að tná af mörgu marka, að Norð- menn eru stórhuga, þó að fámennir séu. þess verður skjótt vart í við- ræ um við þá, að þejr vj]ja j engu vera eftirbátar annara; í brjósti fjölda manna lifir rík framfara-löngun, og þjóðin er líka í raun og saunleika framfaraþjóð. Sýningin í Björgvin ber þess Ijósan vott; og heyrt hef ég það á mörgum, að þeir eru »hvergi hrædd- ir hjörs í þrá«, þó að til vopna-viður- eignar kæmi milli þeirra og Svía. j>eir hafa ekki alveg gleymt uppþot- inu í hitt eð fyrra, þegar ekki þurfti nema lítils háttar íkveikju í tundrinu til þess að alt færi í loga. Síðan hafa þeir bætt og aukið af kappi her- varnir sínar, og halda enn áfram, rétt eins og sennan sé vís innan skamms. Sýningunni er valinn staður í fögr- um lundi (Nygaardsparken) innanvert við bæinn; hún tekur yfir rúmar 30 vallardagsláttur. Á 4. þúsund manna sýna þar ýmsa hluti: — verksmiðju- eigendur, kaupmenn og hugvitsmenn, er fundið hafa upp margvíslegt nýtt og nytsamlógt. Meira en ár hefir staðið á undirbúningi undir sýninguna; og þó að hún væri að vísu byrjuð 16. f. m., þá er þó ýmislegt enn varla full búið. Landbúnaðarsýningin byrjar ekki fyr en um næstu mánaðamót; þá verður sýudur kvikfénaður og annað, sem að landbúnaði lýtur, og mun bún- aðar-skólastjórunum okkar gefa á að líta. Af nýjum uppgötvunum er margt sýnt, eða þá endurbættum vélum og verksmiðjum; hljóðritinn (talvélin) í full- komnustu mynd; Böntgens geislalgsing. sem mönnum er kunnugt um af blöð- unum, og alt af fær meiri og meiri »praktiska« þýðingu við lækningar. Kinematografinn má heita spónný upp- fundning, eins og hann er sýndur hér. það er verkfæri til að sýna myndir af lifandi, hræranlegum hlutum, t. d. hestum á hlaupum, og fuglum á flugi, o. s. frv. j>að eru teknar augnabliks- ljósmyndir af hlutum á hreyfingu, og má svo með kinematografinum sýna eftir margar aldir sama hlutinn í sömu hreyfingu. Ef nú væru teknar slíkar ljósmyndir t. d. af íslenzkum glímumönnum, meðan á einni glímu stendur, þá mætti, eftir hversu langan tíma, sem vera vildi, sýna þessa glímu frá upphafi til enda, hvert einasta bragð og hverja smáhreyfingu í and- litsdráttum glímumannanna, þangað tii sá félli, sem sigraður var. En það mundi óþakklátt verk, að fara of langt út í þessa sálma. Um sýninguna í heild sinni verður sjálfsagt samin stóreflis-bók. Að lýsa henui í stuttum blaðagreinum er svo mikið vandaverk, að ég leiði hest minn frá því, — af góðum og gildum ástæðum. Eg vík þá að fiskisýningunni. I henni taka þátt, auk Norð- manna, bvíar, Danir, Finnar, j>jóð- verjar, Englendingar, ítalir, Spánverj- ar, Belgir, Japansmenn, Rússar, Banda- menn og Frakkar. Ekki svo að skilja, að íslands sé hér ekki við getið. j>egar ég kom fyrst í dönsku deildma, rak óg augun í nafnið ísland á einu spjaldinu. j>að var eins og mér væri gefið utan und- ir; hér gat ekki verið von á öðru en einhverju landinu til skammar; og sú varð raunin. Ekkert hefði verið hægra en að stofna hér deild fyrir Island, sómasamlega og eftirtektarverða; en það er ekki til neins að sakast um orðinn hlut. Fiskifélagið danska (Dansk Fiskeri- forening) hefir sent ýmislegt frá ís- landi, og er það sýnt f dönsku deild- inni ásamt nokkrum munum frá Græn- landi. j>ar étur hvor sitt, Islending- urinn og Grænlendingurinn. j>ar er vestfirzkt lóða-dufl, sjóskór, sjóvetling- ingar (sem náttúrlega eru kallaðir sj0 vetlingar), fiskigoggur (vestfirzkur), í- færur, hákarlasveðjur og vesifirzk lóð, gerð upp í stokk. Færeyskar sjó- mannapeysur eru þar; náttúrlega eru þær í verzlunarmálinu danska kendar við Island (islandske Trojer). Lefolii stórkaupmaður hefir sent sýuishorn af fiðri, sundmaga og lýsi, og svo til frekari skýriugar ljósmyDd af »götu á Eyrarbakka«. Fremur lítið ber á öllu þessu, nema nafni stórkaupmannsins; það er mjög fagurlega letrað yfir þess- um fátæklegu sýnishornum. Ætti ísland eftirleiðis að geta tekið sómasamlegan þátt í fiskisýningum er- lendis, þyrfti sem fyrst að stofna til fiskiáhaldasafns í laudinu, og safna til þess eftir því sem hentugleikar leyfa. Frá slíku safni ætti svo að senda á erlendar sýningar það, sem þætti þess vert, að sýna það. j>að er ómögulegt að ná saman á einu vetfangi undir- búningslaust ölluþví, sem ástæða gæti verið til að sýna frá Islandi. Eins og ísafold hefir nýlega um getið, kom til tals í sumar að byrja á að safna út- lendum og innlendum fiskiveiðaáhöld- um, en það fórst fyrir; peningana skorti, þegar á átti að herða. — jægar maður sér alla þá margbreytni, sem hér er að sjá, í veiðarfærum, báta- útbúnaði o. s. frv., hjá öðrum þjóð- um, þá finnur maður átakanlega til þess, hve fátt er reynt til nýbreytni hjá okkur. j>ví miður er ég ekki svo fær sem vera skyldi til þess að dæma um, hvað reynandi væri heima af öll- um þeim margbreytilegu veiðarfærum, sem óg hef verið að skoða þessa daga; þar vona ég, að Bjarni okkar Sæ- mundsson bæti úr skák, þegar hann kemur hingað. Enda hef ég svo litla peninga milli handa, að óg get ekki keypt alt, sem mig hefði langað til að senda heim til reynslu. Nokkra muni hef óg þó keypt og gert ráð fyrir að senda heim, og gefst mönnum síðar kostur á að skoða það í Hafnarfirði eða Reykjavík. Bátalag er hér svo margbreytilegt að sjá, bæði frá Noregi og ýmsum öðrum löndum, að það virðist sýna og sanna áþreifanlega, að sitt bátalagið henti hverju landi. j>að eru varla tveir firðir í Noregi, sem hafa sama bátalag. Sitt lagið hefir myndast á hverjum staðnum. j>ó að ég mætti velja úr öllum þeim ógrynnum, sem hér eru fyrir, gæti ég með engu móti valið neinn bátinn handa Islandi; enda er þar einmg svo að kalla sitt lagið fyrir hverja veiðistöðina. j>að er afar-torvelt að sameina alla þá kosti, sem íslenzkir fiskibátar þurfa að hafa, 44. blað. t. d. styrkleika og léttleika, þar sem skipshöfnin þarf að geta bjargað fari sínu undan sjó og sett áhaldalaust á þurt land. Eg ímynda mér helzt, að engin þjóð geti bætt bátalag íslend- inga, nema lslendingar sjálfir. En til bóta stendur það náttúrlega að lögun- inni til, en einkum þó að efnisgœðum. j>eir mættu vera miklu sterkari og þó um leið léttari en þeir eru, íslenzku bátarnir, væru þeir smíðaðir úr betra efni, og smíðið vandaðra. j>ILSKIPAÚTVEGUKINN er DÚ í 8VO miklu gengi hjá oss, að minsta kosti vió Faxaflóa, að mór fanst ég hafa sérstaka ástæðu til að líta hér eftir ýmsu honum viðvíkjandi. Að því er fiskiveiðaáhöldin snertir, þar sem færa- veiði er stunduð, má fljótt yfir sögu fara. Onglar eru af ýmsri gerð; en hvergi hef ég séð þilskipaöngla eins og þá er mest tíðkast heima. Margar aðferðir eru hér sýndar til að viðhalda skipum, seglum og veiðar- færum, eða varðveita þau fyrir fúa. Eg held það verði ofan á, að börkun, blásteinslitun og catechu-(katekú>lit- un, svo kölluð, séu í mestu áliti. Ein aðferðin er að »impregnera« segl og sjóföt; eins konar áburður er borinn í dúkinn til að gera hann vatnsheldan og verja hann fúa. jæssi aðferð er ný, °g Þykir ekki fullreynd. Sjófatn- aður er enn mest olíudreginn. En olíuföt, sem hór eru sýnd, eru svo ó- trúlega misjöfn, að mér þótti það þess vert, að taka nokkur sýnishorn af þeim, þó að ég viti vel, að kaupmenn heima hafi margar tegundir af þeim, sem úr má velja. Bbitan er alstaðar mikið áhuga- og vandamál. Hér eru sýndar allar hugs- anlegar beitutegundir, náttúrleg beita og tilbúin beita (kunstig agn); en þar býst ég við, að hnúturinn sé lejrstur með síldarfrysting, þar sem ekki er auðið að hafa alt af nýja síld; svo heyrist mér á mönnum hér, sem vit hafa á. Safn ap lipandi piski (aquarium) er hér, og er mjög skemtilegt yfir að líta. j>ar má líta allar hinar vana- legustu fiskitegundir, og er einkenni- legt að sjá, hvernig þær haga sér heima hjá sór, í sínu rétta »elementi«. j>ar gefur að líta steinbít, urriða, (krossfisk), grásleppu (ígulker), ýsur, marhnúta, ála, lúður, skarkola, sand- kola, þorsk, krabba, humra og ýmsar aðrar fiskitegundir. Allur er hópurinn alinn á síld; en misjafnlega eru þeir mararbúar gráðugir í þann mat, og svo sagði mér umsjónarmaður safns- ins, að grásleppan snerti hana ekki fyr en hún væri orðin glor-hungruð. j>KANDHEiMSDEiLDiN. Jeg legg ekki út í að lýsa sýningu hinna ýmsu landa, né heldur hluttöku hinna ýmsu bæja eða héraða í Noregi í sýningunni. En j>rándheimsdeildin er svo einkenni- leg, að óg verð að geta hennar. Hér er reist sjómannabúð, að öllu leyti eins og í j>rándheimi tíðkast, og situr einn fiskimaður þar inni í skinnklæð- um sínurn. Fiskiveiða-áhöld og bátar, j>rænda, eins og það er að fornu og nýju, er sýnt í safnhúsi inn af búð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.