Ísafold - 09.07.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.07.1898, Blaðsíða 3
dýrt, ef að haldi á að koma, — ritið að komast í nógu margra mannahend- ur. Bók, sem danska ferðamannafé- lagið gaf út nýlega að eins um Kaup- mannahöfn, kostaðí félagið 11,000 kr. En á myndunum frá Islandi frá í hitt eð fyrra hefir félagið grætt til muna, og nú komin ný myndaútgáfa, sem líkur eru til að það græði einnig á. Hins vegar hefir stjórnin stutt viðleitni annara til að koma á gang ferðaleið- arvísum um ísland með því að lána þeim fallegar myndir (Clichéer) í þær. Hafa komið út fyrir hennar tilhlutun slíkar myndir í árbók danska ferða- mannafélagsins, sem prentuð eru af mörg þúsund eintök, og jafnvel byrj- að þar einnig á greinum um IslaDd (Touristrouter paa Island), sem félag- ið vill þó gjarnan láta oss hlaupa und- ir bagga með; telur það ekki svara kostnaði fyrir sig; væri það og ef til vill vænlegt ráð fyrir félag vort, ef það áskildi sér þá eignarrétt að handritinu og myndunum, og fengi svo mörg sér- prent af þeim greinum, sem það vildi. í>etta væri ráðið fyrir félagið til að útvega sér smámsaman nægar birgðir af allgóðum ferðaleiðarvísum, án þess að því þyrfti að vera það neinn byrð- arauki. Mr. P. W. W. Howell, Öræfajökuls, fari, er að semja enska ferðabók um ísland, meðfram að undirlagi félagsins, sem ræður nokkru um innihald henn- ar, enda verður nafn félagsins á titil- blaðinu. Hann er, eins og menn vita, snjall rithöfundur og vel kunnugur hér um land. — 1 fyrra gerði sami mað- ur félaginu þann greiða, að sýna hér fáséðar skuggamyndir af nokkrum merkisstöðum hér á landi (fossum, jöklum o. fl.), með betri tækjum en hér hafa áður sést, til ágóða fyrir fé- lagið. Stórum hafa samgöngur við önnur lönd batnað frá því í hitt eð fyrra, er aðalfundur var síðast haldinn; ferðirn- ar beinni og langt um tíðari en áður; nýtt farþegaskip bætst við, með eink- argóðum útbúnaði fyrir ferðamenn; ferðirnar auglýstar allrækilega og ým- islegt gert af hálfu formanns félagsins sem farstjóra eimskipaútgerðarinnar til þess að örva ferðamannastrauminn hingað: skrifast á við helztu útlendar ferðamannaskrifstofur m. m., alt félag- inu að kostnaðarlausu. Fyrir 2500 kr. fjárveitingu síðasta alþingis til skýlis á þingvöllum, er að- allega mun koma ferðamönnum að not- um, er nú tekið til að koma því upp, rneð hlutabréfaáskriftum að öðru leyti, hluturinn á 250 kr. Stjórnin lagði þaðtil, að félagið eignaðist 2—3 hlutabréf, með því að alíkt hús kemur mjög í þarfir þess °g styður það markmið, er það hefir sett aér. Ætti það eigi að síður að vera Þess megnugt, áður langt um líð- aö st>ga næsta stigið í sömu átt, og koma upp einhverju nýtilegu skýli við Geysi. Til bráðabirgða hefir nú félag- ið 2 stærstu tjöldin sín á þessum stöð- um, frá því í fyrrai til afnota fyrir ferðamenn. Fundurinn samþykti að veita féiags- stjórninni heimild til að kaupa handa félaginu 2 hluti (á 250 kr.) f þing- vallaskýlisfyrirtækum, með þeim kjör- um, er um semdist. Samþyktar voru og lítils háttar laga- breytingar, áður upp bornar á aðal- fundi 1896: a) Félagið nefnist »Hið íalenzka ferðamannafclag«; b) »Stjórn- mnier heimiltað geraútlenda ferðamenn að gistivinum félagsins gegn 5 kr. árstillagi,, bramlagður endurskoðaður reikning- Ur félagsins frá 1. júlí 1896 til 30. , í bar með sér, að félagið átti 1 SJ°ðl (sParisjóði) rúmar 800 kr. í pemngum, auk nokkurs í ógreiddum i ögum, ennfremur 3 ferðamannatjöld, m. m. Félaginu höfðu græðst rúmar 400 kr. á útgáfu Mynda frá íslandi (frá 1896), er formaður félagsins, konsúll D. Thomsen, hafði kostað úr sjálfs síns vasa, og vottaði fundurinn hon- um sérstaklegar þakkir fyrir það í einu hljóði. Vakið var máls á lækkun á Arstil- lagi til félagsins, úr 10 kr. niður í 5 kr., og ráðgert að undirbúa þá laga- breytingu til löglegrar fulinaðarsam- þyktar á næsta aðalfundi (1899). Stjórn endurkosin í einu hljóði (D. Thomsen, Tr. Gunnarsson, Björn Jón- son; varamaður J. Havsten amtm.) og endurskoðunarmenn sömuleiðis (Halld. Jónsson og Sigliv. Bjarnasou). Embættispróf, kennarapróf í málfræði(fornmálunum: grísku og latínu) tók Sigfús Lúðvígs- son Blöndal við Khafnarháskóla í f. mán. með 1. einkunn. Laust brauð. Svalbarð í þisoilsfirði, metið kr. 969,52. Ekkja í brauðinu, sem nýtur náðarárs til fardaga 1899. Auglýst 6. júlí. Umsóknarfrestur til 25. ágúst. Fiskileysi alment á Austfjörðum nú að frétta með »Hólum«, er að austan kom snemma í vikunni. Varla reytingur í soðið, hvað þá meira. Enginn uggi til verkunar eða þurks, og því enga at- vinnu að hafa við það framar. Eitt- hvað kom aftur af fólkí þaðan með bátnum, til þess að fá sér kaupavinnu hér í sveit. »Betur farið en heima setið« eða hitt þá heldur. Horfist ekki vel á um greið skil á kaupi fyrir það sem eftir er eystra; getan hverfurmeð aflavoninni. Grasvöxtur er orðinn allgóður alment hér um suðurhéruð landsins, á túnum að rninsta kosti. Sömuleiðis lítur vall- lendi utan túns vel út, en mýrar síð- ur. Hefði verið hlýrra í lofti síðasta hálfan mánuð, mundi grasvöxtur hafa orðið mjög góður; er eða verður lík- lega í meðallagi. 1-jn óþurkar ganga néi megnir, og hrekjast töður hér á Beykjavíkurtúnum, sem slegin voru fyrir meira en viku. Sláttur alment að byrja þessa dagana, 11 vikur af; á stöku stað, t. d. Bvanueyri, viku fyr. ý Arni Gíslason, fyrrum sýslumaður í Skaftafellssýslu, andaðist að heimili sínu, Krísuvík, 26. f. mán., hátt á áttræðisaldri, f. 4. nóv. 1820 að Vesturhópshólum ; þar var þá faðir hans pre3tur, síra Gísli Gíslason, er síðast var prestur á Gilsbakka (t 1860), en kona hans, móðir Arna heit., var Ragnheiður Vigfúsdóttir sýslumanns f>órarinssonar a Hlíðar- enda, systir Bjarna amtm. Thoaren- sen. Bróðir Aima var síra Skúli heit. Gíslason, prófastur á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hann útskrifaðist úr Bessa- staðaskóla 1844, fór á Khafnarháskóla 1848 og tók þar próf í dönskum lög- um 1851, var settur sýslum. í Skafta- fellssýslu sama ár og veitt hún árið eftir, fekk lausn frá embætti 1879 og fluttist til Krísuvíkur. Börn lifa eftir hann 4 : þórarinn timbursmiður, og Helga, kona Páls gullsmiðs |>orkels- sonar (fyrri konu börn), og Skúli auka- læknir í Ólafsvík, og Kagnheiður, kona Péturs Jónssonar í Krísuvík, áður verzlunarmanns í Hafnarfirði (eftir síð- ari konuna, Elínu Arnadóttur, er lifir mann sinn). Pingvallaskýllð fyrirhugaða er nú að komast í fram kvæmd, fyrir ósérhlífni fáeinna manna, því engar undirtektir fekk boðsbréfið það í fyrra um 25 kr. tillög eða hluti í hlutafélag; og kemst að líkindum upp fyrir haustið. Verið að hlaða grunn- inn á völlunum fyrir austan Oxará, þar sem heita Kastalar. Húsið á að verða 32 álna langt alls, og miðkafl- inn 12 álna breiður, en bitt 8 álna. Eru þær álmur (8 x 10) ætlaðar önnur til svefnbúrs, en hin til matreiðslu m. m. Miðkaflann er ætlast til að nota megi bæði fyrir ferðamenn að matast í m. m., mætti jafnvel þilja af honum nokkuð lauslega tíl svefn- skála, og til almennra fundarhalda, ef nokkurn tíma þarf á að halda ; þing- vallafundir virðast vera að detta alveg úr sögunni, svo sem eðlilegt er, vegna hinna miklu breytinga á samgöngufær- um hér á landi, m. fl. En dágott ferðamannahæli ætti þetta að geta orðið, og að koma sór vel fyrir þá, sem dvelja vilja langdvölum á jping- völlum að sumrinu til sér til skemt- unar og hressingar. V eðuratliuga nir iReykjavik eftir landlækni I)r. J. Jónas- sen. hC (A Hiti Oelsius ) jsæsi i **»*«• ú nót-t| □ m h d. árd. sí()d. ávd. sit)d. 25. + 8 + n 754.4 759.51o d O b 26. + 8 + 12 766.: 1 754.4; S h d S h d 27. + 8 + 12 749.3 749 3 Sahv d Sv h d 28. -L 7 + 11 746.8 746.8:Sa hd Sv h d 29 4- 6 + <S .41.7 749 3 Svhvd Sv li d 30. + (i + 12 749.3 713.8 S h b S h b 1. + 6 + 8 746.8 (93-ijS h d v h h 2. + 6 + 10 756.9 7t>2.0 N h 1) o b 3. + 8 + 12 762.0 762.0|o h Sv h b 4. 8 + 9 759.5 754.4 a h d Sa h d f). + «s + 12 754.4 751+Sv h d Sv h d 6. + 8 + 10 ,56.9 759.5 v h d v h d 7. + 8 + 12 762.0 762 0 o d o d 8. + 8 + 12 759 5 759.5! Sa hvd Sativ d Var við útsuður fyrri vikuna með krapa- skúrum við og við, oft kvass ogkaldur, þar til liann gekk li. 1. til útnorðurs með hægð; hægur og bjartnr á norðan h. 2 logn og dijnmnr að kveldi. Meðalliiti í jáni á nóttu -f- 7.4 á hádegi + 11.2 Oftast hægur siðari viknnar, en mikil úrkoma og dimmviðri. Hinn 3. var hér rart við lands- skjálfta kl. 7+ f. h., 1 kippur. Ritsfminn. Svo segir í dönskum blöðum eftir að póstskip fór frá Khöfn síðast, að upp hafi verið borin í parlamentinu í Lundúnum, neðri málstofunni, 24. f. mán., fyrirspurn um, hvort stjórnin mundi ætla sér að veita Ritsímafélag- inu norræna í Khöfn nokkurn styrk til ritsímalagningar til Færeyjaogíslands, en því hafði fiskiveiðafundur í Lund- únum, allsherjarfundur enskur um þil- skipafiskiveiða, lýst yfir með fundar- ályktun að æskilegt væri. jpví var svarað svo af stjórnarinnar hendi, »Hanbury« (mun eiga að vera Halsbury lávarður, sem er einn í ráða- neytinu, »kanselleri«), að stjórnin styrkti að eins þá ritsíma, er nauðsynlegir væri til landvarnar eða þá vegna ann- ara stjórnarþarfa. Auk þess væri Rit- símafélagið norræna útlent félag, og kvaðst hann eigi þekkja neitt dæmi þess, að útlend félög hefðu fengið styrk úr ríkissjóði Byeta. Hins vegar væri og engin sönnun fram komin fyrir því, að slíkur ritsími yrði til stuðnings enskum hagsmunum, þannig, að nokkurt tilefni væri yfir höfuð að hugsa til að styrkja það fyrirtæki. Hrossakaupaskipið þeirra Zöllners & Vidalins, Gwent, fór aftur í fyrra dag, með um 600 hross (tók ekki meira), er gefið hafði verið fyrir almennast 55—65 kr., á aldrinum 4—7 vetra. Með skipinu sigldi og Oftedal prestur aftur. Gufuseip Waagen (109, Hoveland), kom í fyrra dag austan af Seyðisfirði ug með því þeir bræður Otto og Carl Vathne, að athuga og undirbúa hús- bygginguna á Kleppi, upp á fyrirhug- aðan síldarútveg þar. f>eir fara aust- ur aftur á morgun með »Hólum«, en »Waagen« til Euglands með hesta. Gufuskip Scandia (259, Christen- sen) kom í fyrra dag frá Mandal með timburfarm til B. Guðmundssonar og að auki talsvert af kolum til sömu verzlunar. Bókmentafélagið. Síðari ársfundur haldinn í Reykja- víkurdeildinni í gærkveldi. Fimtán fé- lagsmenn á fundi. Hafnardeildin hafði rætt á fundi sín- um 30. apríl þ. á. tillöguna héðan um verðlaunafyrirheit fyrir beztu ritgerð um sögu íslands á 19. öld ; útlit fyrir gott samkomulag milli deildanna um það mál, þótt ekki sé fullgert enn. Um afnám útlendra frétta í Skírni komin fram 172 atkvæði, 88 nei og 84 já. því hætt við það að sinni. Samþykt var með öllum atkvæðum að veita stjórninni heimild til að semja við Hafnardeildina um, að nokkuð af þeim bókum félagsius, sem óútgengi- • legastar eru, verði sett niður í verði um tiltekinn tíma og selt fyrir svo lágt verð, að það svari umbúðarverði. — Bókaleifarnar svo fyrirferðarmiklar orðnar, að til vandræða horfir með húsnæði (söluverð þeirra nær 62 þús. kr.). — Stjórnin heldur samt eftir fá- einum eintökum af hverri bók. Stjórn endurkosin (forseti dr. Björn M. rektor Olsen, o. s. frv.). Næstablað Laugardag 16. þ. mán. msr Sunnanmenn (af Vatnsleysuströnd og úrVog- um) vitji ísaioldar í Fischersbúð í Hafnaríirði, (Knudtzonsbúð, eráður var). Stórt uppboð. á trjávið verður haldið á mið- vikudaginxi 13- þ. m. kl. H ár- degis.á stakkstæðinu framundan »EdÍnborg«, Og þar seldir, plankar battingar og tré; einnig »panell«-pappi og skemtivagn. Alt eftirstöðvar af fyrverandi trjáverzlun Tobiesens & Thorsteinssons. P o k i með ýmsu dóti í fundinn ná- lægt Reykjavík. Geymdur á Lækjar- bakka. Ég undirskrifaður bið alla þá, sem skulda mér, að vera búnir að borga mér skuldir sínar fyrir 20. júlí- Reykjavík 4 júlí 1898. Magnús Hannesson. gullsmiður. Tapast hefir á veginum frá Arbæ og upp að Lækjarbotnum poki með púlti í og fatnaði og bið ég finnanda halda því til skila mót fundarlaunum að Kolviðarhól. Staddur á Ivolviðarhóli 28. júní ’98 Brynjólfur Pálsson frá Kaldaðarnesi 3—4 herbergi með eldhúsi óskast til leigu frá 14. október þessa árs. Semja má við Bjarna Jónsson snikk- ara. »SAMEiNINGIN<, mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi Islendinga, gefið út af liinu ev. lút. kirkjufjelagi í Vesturheimi og prentað í Winnipeg. Ritstjóri JónBjarna- son. Verð i Vesturheimi 1 doll. úrg., á, ís- landi nærri þvi helmingi lægra: 2 kr. Mjög vandað að prentun og allri útgerð. JÞrett- ándi árg. byrjaði í marz 1898. Fæst í hóka- verzl. Sigurðar Kristjánssonar í Reykjavík °g hjá ýmsum hóksölum víðsvegar um land allt.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.