Ísafold - 09.07.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.07.1898, Blaðsíða 2
174 inni. Er þar meðal annars all-merki- leg hvalabyssa (frá 17. öld), sem hefir verið skotið með ör eða skutli. Báta- lag þeirra hefir breytst mjög, og eru þeir fiskibátar, sem nú eru brúkaðir, mjög þesslegir, að vera góðir í sjó að leggja. Loftþétt hólf er í þeim, og geta þeir því ekki sokkið; og af kjöl fara þeir trauðlega. I búðinni sjálfri eru tvö herbergi; hið fremra er til þess haft að geyma í veiðarfæri, salta fisk o. s. frv., en í hinu innra sitja jprænd- ur og matreiða. f>ar eru öll vinnuá- höld þéirra og matreiðsluáhöld. |>ar eru tréskálar, alveg eins og þær, sem í ungdæmi mínu voru búnar til á Ströndum, og eru það þeirra graut- arskálar. Herbergið er um 6 álnir í hvern veg, og er ætlað 8 manns. Uppi á loftinu eru 4 kassar; það eru rúm- stæði þeirra og sofa tveir í rúmi. Hér er að vísu fátt fróttnæmt sagt af svo fyrirferðarmikilli og fjölskrúð- ugri sýningu, sem Björgvinjarsýningin er. En þann tíma, sem ég hef dvalið hér, hef ég verið svo önnum kafinn, að ég hef ekki haft mikinn tíma til að skrifa. Mörgum manni hef jeg kynst hér nú í fyrsta sinni, og hef undantekningarlaust fengið hinar beztu viðtökur hjá öllum. Alúðargestrisni í té látin hvervetna, og sýnilegur fögn- uðuryfir því, að hitta íslending. Kakl Jóhann Ásláksson, sem er búfræðing- ur frá Stend, og mörgum Islendingum, að góðu kunnur, stýrir skrifstofu á sýningunni, sem veitir blaða-fregnrit- um leiðbeiningar og ýmsa aðstoð. Isa- fold á að bera kunningjum hans á ís- landi kveðju frá honum. Mér tók hann tveim höndum, og veitti mér öll róttindi blaðafregnrita; og kann ég honum beztu þakkir fyrir. J. þ. Búnaðarfélag Suðuramtsins. Síðari ársfundur þess var haldinn hér 5. þ. m. Lagður fram og samþyktur endurskoðaður reikning- ur félagsins um árið 1897. Forseti, H. Kr. Friðriksson, gat þess, að tala félagsmanna mundi nú vera 319. Hann skýrði og frá störfum búfræð- inga í vor og í sumar í þjónustu fé- lagsins. Sveinbjörn Olafsson í Vestur- Skaftafellssýslu í 1J mánuð, Hjörtur Hansson í Borgarfjarðarsýslu 1| mánuð og Gísli þorbjarnarson í Arnessýslu 1 mánuð. Enn fremur hafði stjórnin samkvæmt fundarályktun í vetur ráðið garðyrkju- fræðing Einar Helgason í þjónustu fé- lagsins frá 1. apríl þ. á. fyrir 800 kr. um árið sem ráðanaut þess, og skyldi hann jafnframt gefa félagsmönnum kost á leiðbeiningu sinni, en ferðalag í þeim erindum skyldu hlutaðeigendur kosta. Eftir tillögu félagsstjórnarinnar sam- þykti fundurinn að veita Sigurði Sig- urðssyni búfræðing (frá Langholti) 200 kr. til að fara á sýninguna í Björgvin. Jakob Jónssyni á Varmalæk var veittur 100 kr. styrkur til að ljúka við engjabrú og fá sér kerru. Forstöðukonur matreiðslu- og hús- stjórnarskólans höfðu sótt um styrk til félagsins, og í annan stað, að þegar það væri orðið að eínu allsherjarfólagi fyrir alt landið, þá tæki það að sér yfirumsjón skólans. Styrksins var synjað. Málinu um stofnun eins allsherjar- búnaðarfélags fyrir landið var frestað vegna þess, að undirtektir amtsráðanna voru eigi samrýmanlegar. Stjórnin leyfði að styrkjaGarðyrkju- félagið til verkfærakaupa iheð alt að 30 kr. Stjórn endurkosin : H. Kr. Friðriks- son forseti; Eiríkur Briem skrifari; Geir Zoega féhirðir. Yaramenn sömu- leiðis (Tr. Gunnarsson, Jón Jensson, fórh, Bjarnarson). Arntsráðsfundur Suðuramtsins var haldinn dagana 30. f. mán. til 2. þ. mán., að við- stöddum öllum hinum reglulegu amts- ráðsmönnum : sýslumanni Guðlaugi Guðmundssyni fyrir Vestur-Skaftafells- sýslu, síra Skúla Gíslasyni í Odda fyrir Bangárvallasýslu, síra Vald. próf. Briem fyrir Árnessýslu, Jóni verzlun- arstjóra Gunnarssyni í Keflavik fyrir Kjósar- og 'Gullbringusýslu, og síra Guðm. próf. Helgasyni fyrir Borgar- fjarðarsýslu. |>ar voru um 30 mál á dagskrá, og skal hér minst nokkurra hinna helztu þeirra. Um fjákkláðann hafði amtmaður sömu skýrslu fram að bera sem á fund- inum í Vesturamtinu, og skoraði því næst ráðið á hann, að láta fjárskoð- anir og fjárbaðanir fara fram á kom- anda hausti með sama hætti sem í fyrra í Borgarfjarðarsýslu, Kjósar- og Gullbringusýslu og Árnessýslu; þó skyldi eigi vera skylt að baða á svæð- inu millí Hvítár eystri og þjórsár nema kláði fyndist þar. Böðunum skyldi lokið fyrir jól og skýrslur um heil- brigði fjárins koma til amtmanns fyrir lok febrúarmánaðar. Enn fremur skorað á amtmann, að gjöra nauðsyn- legar ráðstafanir til þess að hefta fjár- samgöngur við Bangárvallasýslu, svo sem með því að banna flutning lifandi fjár yfir þjórsá, ef svo færi, að horfur spiltust verulega í Árnessýslu milli þ>jórsár og Hvítár. Um heilbrigðiseftiklit manna á meðal bar amtmaður upp frumvarp til reglugjörðar fyrir hreppsnefndir, hið sama og á vesturamtsfundinum, en amtsráðið var því gjrki meðmælt, held- ur vildi láta biðja landlækni að semja leiðbemandi reglur og ráðleggingar um almenna heilbrigði og hreinlæti manna á meðal, að fengnu áður áliti hins væntanlega læknafundar í sumar, og skyldu reglur þessar síðan prentaðar á kostnað jafnaðarsjóðs og þá útbýtt meðal almennings. L m yfikvofandi hallæki í Vatns- leysustrandarhreppi hafði hreppsnefnd- in þar skrifað amtsráðinu 20. f. m. og beiðst ásjár. Segir aðal-orsök bágind- anna vera langvint aflaleysi; hafi vetr- arvertíðarafli í þetta skifti brugðist til- finnanlega, og svo hafi og verið und- anfarnar fjórar vertíðir ; nú á síðast- liðnu vori hafi gjörsamlega brugðist síldarafli og grásleppuveiði og yfir höf- uð allur afli. Afleiðingin sé sú, að al- menningur af vinnandi fólki hafi flúið úr hreppnum til annara bjargvænlegri héraða til þess að leita sór atvinnu, en skilið eftir heimilin bjargarlaus. Lánstraust í kaupstöðum gjörsamlega þrotið. Onnur orsök til bágindanna er talin sú, að á hreppinn hafi hlað- ist svo margir ósjálfbjarga ómagar þetca síðastliðið ár, að hreppurinn geti ekki risið undir þeim gjaldþunga, sem af því leiði. |>eir fáu gjaldendur, sem útsvör eigi að greiða úr búum sínum, fái ekki björg banda skylduliði sínu, en hinir, sem efnaðri eru, haldi ómaga, sem vinni sveitargjöldin upp hjá þeim. Ástandið talið verra en nokkurn tíma áður á þessari öld. Hreppsnefndin hafði leitað hjálpar til sýslunefndar- innar í apríl í vor og beðið um 2000 kr. lán handa hreppnum, en sýslunefnd- in neitaði; þar á móti gaf hún beiðni hreppsins um 2000 kr. lán til búnað- arframfara meðmæli sín og hafði sam- þykt þá tillögu frá sýslunefndarmanni Vatnsleysustrandarhrepps, að sýslu- nefndin nú þegar aðvari amtsráðið um, að vegna hins langvinna aflaleysis í suðurhluta sýslunuar geti að því rekið, að amtsráðið verði á næsta hausti að taka lán úpp á amtið til þess að af- stýra hallæri í 5 hreppum sýslunnar af 12, því sýslunefndin sjái sér ekki fært að ráða fram úr þeim vandræð- um, ef að beri. Út af þessu kemst amtsráðið þann- ig að orði: »Sýslunefndin hefir sýnt með þessari ályktun sinni, að hún annaðhvort ekki hefir aðgæ.tt sveitar- stjórnarlög vor eða ekki vill hafa fyrir, að uppfylla skyldur þær, sem á henni hvíla samkv. 39. gr. tilskipunar 4. maí 1872 um sveitastjórn á íslandi. |>ar segir skýlaust, að sýslunefnd skuli gjöra sérstakar ráðstafanir til þess að afstýra hallæri. Lán til þess að af- stýra bágindum í einum hreppi eða fleirum verður að endurborgast af sýslu- félaginu í heild sinni, og slíku hallæns- láni á að jafna niður á alla hreppa sýslunnar sem sýslusjóðsgjaldi.« Amtsráðíð ályktaði 'því að skipa, sýslunefndinni að gjöra þegar þær ráð- stafanir, sem þörf væri á, til þess að afstýra hallæri bæði í Vatnsleysustrand- arhreppi og öðrum hreppum í suður- hluta sýslunnar, ef þess virtist þörf, eftir að utanhreppsmenn, tilkvaddir af sýslumanni, hefðu rannsakað ástandið. Misskilningur hjá sýslunefndinni, að S. liður 39. greinar í tilskipun 4. maí 1872 um skyldu sýslunefnda til að af- stýra hallæri í sýslum eigi að eins við þegar hallæri sé í < llum hreppum sýsl- unnar, og því lögleysa hjá henni að heimta nú fjárframlög úr amtssjóði. Um nýja kláðalöggjöf hafði þetta amtsráð líka skoðun og hitt í Vestur- amtinu: að ekki mundi að svo stöddu þörf á annari breytingu á gildandi lög- um en að amtmanni væri veitt heim- ild til að fyrirskipa almennar skoðanir og baðanir á fé og sótthreinsun húsa hvenær sem honum virtist þörf á því, en að því við bættu, að niðurskurður sá yrði leyfður, sem ræðir um í 3. gr. frumvarpsins frá síðasta þingi (frá róttum til jólaföstu). Svo taldi og ráðið ekki hyggilegt að amtsráðin gæfu út reglugerðir um framkvæmd á fyrir- skipuðum kláðavarnarráðstöfunum (4. gr. frv.), með því að misjaínlega hátt- aði hirðingu og geymslu fjár í ýmsum héruðum. Díkalæknibinn sunnan og vestan hafði landshöfðingi úrskurðað 17. ágúst f. á. að skyldi hafa aðsetu í Beykja- vík. Kvennaskólanum í Beykjavík veittur 100 kr. styrkur, sem áður, úr jafnað- arsjóði. ---- Til B.törgvinjakfekðak veitt 200 kr. viðbót við 500 kr. styrk úr lands- sjóði handa Hirti skólastjóra Snorra- syni á Hvanneyri. Bkáðasóttarbólusetning vilja Ar- nesingar fá dýralækninn til að kenna hjá sér í haust í sem flestum hreppum sýslunnar, og að hann hefði með sér nægilegt bóluefni. Amtsráðið félst á, að dýralæknirinn bólusetti fé hjá þeim og kendi bólusetningar þessar, ef hon- um þætti það tiltækilegt ; en útvegun bóluefnis yrði sýslufélagið að kosta. Borgfirðingar vildu að amtsráðið hlutaðist til um, að þórður Stefánsson frá Varmalæk fengi bóluefni, sem nægði í 8000 fjár, og hét amtmaður að reyna að fá dýralækni til að útvega það. AlÞýdustyrktarsjóðsgjald höfðu sumir breppstjórar staðið í vanskilum með, þar á meðal einn borgfirzkur fyrir 4 ár yfir 200 kr., og skyldi sæta hegningarlagaábyrgð, ef eigi yrði úr bætt. Brúarstæði vildu Arnesingar enn fá meðmæli til landshöfðingja um að hæfur maður skoðaði og gjörði kostn- aðaráætlun um brúargerð þar á þess- um ám : á Soginu hjá Alviðru, á Brú- ará milli Miklaholts og Spóastaða; á Tungufljóti á Vatnsleysugljúfn, og á Hvítá á Brúarhlöðum. Afhending holdsveikisspítalans frá gefendunum, Oddfellow-félaginu danska, er búist við að fari fram að hálfum mánuði liðnum, og er von á yfirmanni félagsins, Dr. P. Beyer, með næstu ferð póstskipsins, ásamt 4—5 öðrum mik. ils háttar mönnum úr reglunni. Til þess að taka sæmilega á móti þeim veitti amtsráðið 500 kr. Hvanneykarskólann hafði amtsráðið til athugunar að vanda, endurskoðaði reikninga hans, samdi áætlun um tekj- ur og gjöld iians þetta fardagaár, m. m. HaDn fær 2500 kr. úr landssjóði, nál. 2600 úr jafnaðarsjóði og 1660 kr. úr búnaðarskólasjóði. þar af fara rúml. 2200 kr. til að greiða vexti og afborganir af lánurn, rúmar 1500 kr. til að greiða aðrar skuldir, 1000 kr í laun handa skólastjóra, 200 kr. til að- stoðarkennara, 100 kr. til smíðakenslu, 1400 kr. í hjúakaup, verkalaun, mat- vælakaup o. fl. Til að byggja nýja hlöðu og fjárhús í sumar tekur skól- inn 5000 kr. lán. Virtar voru eigur skólans í vor sem. hér segir : Jörðin Hvanneyri með hlunn- indum og ítökum (án kirkj- unnar) .....................16,000kr. Kirkjan....................... 3,800 - Onnur hús (sem ekki eru jarð- arhús)...................... 17,000 Lifandí peningur.............. 4,355 - Jarðyrkjutól og heyskapará- höld ........................ 1,219 - Bækur og kensluáhöld.......... 223 - Smíðatól m. m.................. 198 - Skip og laxveiðiáhöld 329 - Heyfyrningar og búsafieifar... 2,772 - Annað lausafó................. 2,022 — Útistandandi skuldir............ 367 - Alls......48,285kr. Skuldirnar eru nál. 33,800 kr., og afgangur af skuldum, eða skuldlaus eign, því nál. 14,500 kr. Sísluveguk (í Arnessýslu) ákvað amfesráðið að vera skyldi vegurinn frá Alviðruferjustað á Sogínu fram með Ingólfsfjalli að þjóðveginum frá (ilfus- árbrú upp að fjallinu, og sömuleiðis vegur út af Eyrarbakkaflutningabraut- inni, sem nú er verið að leggja, fyrir ofan Hraunshveríi urðu að Hraunsás- brú og þaðau til Stokkseyrar. Synodus. Hún stóð 2 daga, 28.—29. f. m., og fór mestallur tíminn til að ræða hand- bókarfrumvarpið, sem nú mun vera fullbúið hér um bil til konungsstaðfest* ingar, að þvi leyti sem ekki kemur til lagabreytinga, sem bíða verða auðvit- að næsta þings (t. d. fækkun lýsinga m. m.): Styrk var að vanda útbýtt handa uppgjafaprestum og prestaekkjum, alls um 3800 kr. Vakið var máls á af biskupi nýju fyrirkomulagi á Synodus, en ekki tími til að ræða það mál: fulltrúasamkoma úr öllum prófastsdæmum landsins, einn maðurúrhinum fámennari, en tveir úr hinum fjölmennari, kosnir af héraðs fundunum, að svo miklu leyti sem pró- fastarteldust eigi sjálfkjörnir. Samkoma þessi ætti að hafa frumkvæðisrétt og sumpart ráðgefandi álitsrétt í öllum kirkjulegum málum. Synodus hófst að vanda með guðs- þjónustugerð í dómkirkjunni; sté síra Skúli Skúlason í Odda í stólinn og lagði út af II. Pét. 3, 18. Ferðamannafélagið. Aðalfundur haldinn í »Ferðamanna- félaginu í Beykjavík« í fyrra kveld. Tólf félagsmenn á fundi, af um 40 alls í félaginu. Fundarfall í fyrra, vegna fjarveru formanns. Enda eftir skoðun félags- stjórnarinnar lítið um að hugsa fyrir félagið fyrstu árin annað en að reyna að safna dálitlum sjóði, áður en tekið sé til verulegra framkvæmda, sem og hefir nú tekist vonum framar. T. d. ofvaxið að svo stöddu að gefa út bók um Island með myndum, leiðarvísi fvr- ir útlenda ferðamenn. Slíkt er afar*

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.