Ísafold - 27.08.1898, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1 'lz doll.; borgist fyrir miðjaíi
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn tsltrifleg) bunuin við
áramót, ógild nema kotnin sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er i
Áusturstrœti 8.
Reykjavik, langardaginn 27. ágúst 1898.
XXV. árg.
Forngripctsaf 'n opið mvd.og Id kl.l 1—12
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjóri við IVI% — l’/s, ann-
.ar gæzlustjóri 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl, 12—2, og einni stundu lengur (til kl.fl)
md., mvd. og ld. til útlána.
Póstar fara norður og vestur 30. |t. m.
austur 2. sept.
Póstskip ('J.aura) væntanleg á morgun,
fer aftur ,>1. þ. m. vest.ur um land og
norður.
Gufub. Hólar væntanl. 31. þ. m., fer aft-
ur 4 sept.
Slæm bakmælgi.
Jón Ólafsson ritstjóri hefir tekið sig
til og farið að rita grein um stjórn-
armál Islands í danska blaðið »Poli-
tiken«.
Nærri má geta, hverri skoðun þar
er fram haldið um það, hvað oss
mundi fyrir beztu. |>að er auðvitað
miðlunin frá ’89, sem er vort eina
hjálpr<fiði í stjórnmálunum.
Auðvitað má J. 6. halda því fram
hvar sem honum sýnist og kemur
því að.
Kn hitt má honum ekki haldast
uppi óátalið, að segja allsendis ósatt
um aðra menn í sambandi við það mál.
Og það gerir hann í þessari grein.
Hann segir um viðtökurnar, sem til-
boð stjórnarinnar frá í fyrra haö
fengið, að langfiestir telji það með öllu
frágangssök og að nokkru leyti aftur-
för frá því sem er; í fyrstu haö því
reyndar verið tekið allvel, en við ná-
kvæmari íhugun muni þó nokkurir al-
þingismenn, sem í fyrra studdu frum-
varpið, vera komnir að annari niður-
stöðu, og hér um bil allsstaðar haö,
eftir því sem næst verði komist, kjós-
endurnir risið upp gegn því með
gremju (!!).
Hyer er þá sú breyting á stjórnar-
íarinu, sem Islendingar vilja, eftir
sögusögn Jóns Olafssonar?
Auðvitað miðlunin frá ’89 — ekkert
nema miðlunin!
Mönnum hnykkir ekki við að sjá
aðrar eins staðhæöngar og þetta í
»Nýju ()ldinni«. Hitt er furðanlegra,
að hafa geð til þess að fara með aðra
eins bakmælgi út yör pollinn.
það cun óhætt að fullyrða, að Jón
ólafsson heör ekki heyrt getið um
nokkurn mann, utan þings né inn-
an, aó sjálfum sjer einum undantekn-
um, sem í fyrstu hefir tekið stjórnar-
tilboðinu vel, en snúist á móti því »við
nakvæmari íhugun*.
Enginn sneöll af líkindum heör held-
ur fram komið fyrir því, að megin-
þorri þjóðarinnar sé stjórnartilboðinu
andvígur í huga — að vér ekki tölum
hin aðra eins fjarstæðu sem þá, að
bjósendurnir hafi hér um bil alstaðar
nsið upp gegn því með gremju. Leið-
togi miðlunarmannanna, Jón Jónsson í
Múla, œtlaði að fá þjóðina til þess,
reyndi að koma mönnum á fúngvöll í
þvf skyni — 0g hvernig fór?
Og hvar 6kyldi hann vera, þessi
mikli miðlunarðokkur — »Udjævning8-
parti«, sem Jón Olafsson kallar og á
að hafa svo að kalla alla Islendinga
á sínu bandi? Enn heör ekki orðið
vart við aðra en Jón í Múla, Skafta
Jósefsson og Jón Olafsson. f>eir leyn-
ast undarlega, hinir. f>ví að varlega
er treystandi á kostnaðarmenn »Nýju
Aldarinnar«, sem verið hafa, jafn-mik-
ið orð eins og á því leikur að þeir
muni nú ætla að lofa blaðinu sínu að
sigla sinn eigin sjó.
Þingyallaskýlið.
f>að var vígt laugardaginn var, 20.
þ. m., eins og getið var í síðastablaði,
og skírt »Valhöll«, ef ir búð Snorra
Sturlusonar, þó að það standi að vísu
á alt öðrum stað.
Benedikt Sveinsson sté í stólinn,
þreppallinn fyrir framan dyrnar, að
aöfðanda hádegi, og hélt vígsluræð-
una: um tilgang hússins, — gistihús
fyrir erlenda ferðamenn (innlendum
þó líklega ekki frá bægt?), og funda-
hús fyrir þjóðlegar samkomur, — ef
mönnum, sem naumast eru mikil lík-
indi til, þykir sælla að gera jafnlanga
lykkju á leið sfna heldur en að láta
staðar nema í Reykjavfk, þarsemöest-
ir koma fyrst langt að, og hafa sína
fundi þar.
Kvæði var sungið á undan ræðunni
eftir Einar Benediktsson og annað á
eftir, er ort hafði Guðm. Guðmunds-
son, læknaskólastúdent.
f>á var húsið opuað og sýnt almenn-
ingi, um 150 manna, karla og kvenna,
nær eintómum Beykvíkingum og f>ing-
vallasveitarmönnum; 2 menn alls að
sögn úr öðrum hreppum Árnessýslu,
og enginn (?) annars staðar að.
Síðan mælti Ben. Sveinsson fyrir
minni konungs inni í húsinu, og
Tryggvi Gunnarsson fyrir minni ís-
lands.
Meiri ræðuhöld munu ekki hafa ver-
ið fyrirhuguð, en langa tölu hélt f>or-
björg Sveinsdóttir, — efnisins ekki getið
— og síðan var farið að dansa. Með-
an á þeirri athöfn stóð hélt fröken O-
lafía Jóhannsdóttir langa og snjalla
tölu, og loksins mælti Tryggvi Gunn-
arson fyrir minni kvenna.
Um náttmálaskeið var dansinum
hætt. Margir höfðu tínzt burt á með-
an, en leifarnar leituðu sér gistingará
næstu bæjum.
Veður var heldur dimt og drungalegt,
en úrkomulítið.
Húsið, þetta nýreista f>ingvallaskýli,
stendur á völlunum fyrir neðan foss-
inn í Oxará, þar sem kallaðir liafa
verið Kastalar, spölkorn frá ánni, og
er allmyndarlegt til að sjá, 32 álnir
alls á lengd, en miðkaöinn, tólf álnir
af lengd hússins, 12 álnir á breidd og
9 álnir á hæð; lægra miklu og mjórra
(9 álnir) til endanna. Er þeim álm-
um, tíu álna löngum hvorri um sig,
skift í 10 smáklefa alls, með gangi
eftir miðju frá salnum í miðjunni, en
ellefta herbergið, á við tvo klefa að
stærð, er ætlað til veitinga. Klefarn-
ir eru á 4. alin á hvern veg. f>að eiga
að vera hvílugólf, með tveim rekkjum,
hvorri upp af annari. Alt er húsið
járnvarið utan.
Lítinn spöl frá húsinu heör verið
reist dálítið geymsluhús, sem kallað
er Valhallardilkur, og er annar end-
inn ætlaður til matreiðslu.
Yörsmiður að húsgerð þessari heör
verið f>orkell Gíslason trésmiður úr
Beykjavík, en að öðru leyti heör-Sig-
fús Eymundsson staðið fyrir öllum
framkvæmdum.
Kostnaður sagður orðinn hátt á
fimtu þúsund, þar af 2500 kr. úr
landsjóði, en hitc fengið með hluta-
tillögum fáeinna manna (250 kr. hlut-
ir). Tilraunin að smala saman 25 kr.
hlutum víðsvegar um land alveg á-
rangurslaus, eins og við mátti búast.
Flutningskostnaður á efni orðið afar-
dýr, þótt akvegur sé nú kominn til
fúngvalla, um eða yör 1000 kr.
Innanstokksmunir í húsið ófengnir
enn: rekkjur, borð, stólar, o. ð., enda
ekki ætlast til að húsið verði notað til
gistinga fyr en snemma sumars næsta
ár. f>á mun kostnaðurinn að líkind-
um komast upp í 6000 kr. Báðgert
er að útvega tvo siglingabáta á f>ing-
vallavatn, ferðamönnum til skemtun-
ar, og mun þeim þá vonandi þykja
þar gott að vera og fýsilegt, svo að
gistihús þetta verði arðsöm eign fyrir
hluthafendur.
Ferðalag kapt Bruuns.
Hr. kapt. Daniel Bruun kom á laug-
ardaginn var hingað til bæjarins úr
enn einni söfnunar-og rannsóknarferð
sinni hér um land.
Aðalerindið var í þetta sinn að safna
munum og myndum til Parísarsýning-
arinnar, sem halda á árið 1900. En
jafnframt heör hann og haldið áfram
samskonar fornmenjarannsóknum eins
og að undanförnu.
f>. 16. júlí síðastliðinn lagði hann
á stað héðan sjóveg vestur á Breiða-
fjörð. Við Berufjörð gróf hann í forn-
manuahauga, og var Brynjólfur forn-
fræðingur Jónsson með honum að því
verki. Allmikið er af haugum þessum
þar fram með ströndinni. Nokkrir
munir fundust þar, sem fara eiga á
Forngripasafníð, og á einum stað hafði
hestur veriö lagður í haug með eig-
andanum. En heldur var þar lítið að
önna, og getur hr. Bruun þess til, að
þeir, sem þar haö verið heygðir, haö
yörleitt verið fátækir.
f>aðan hélt hr. Bruun landveg aust-
ur eftir, alt til Eyjafjarðar. Á leið-
inni var meðal annars Borgarvirki
ljósmyndað og mælt, og verður mynd
af því mótuð og send á Parísarsýn-
inguna. Uppdráttur var og gerður af
Hólakirkju og þrem torfkirkjum í Skaga-
örði- Yörleitt hafa verið gerðar mynd-
ir af öllu, sem varð á vegi hans og
heör menningarsögulega þýðingu, og
verða þær myndir sendará sýninguna.
Svo gróf hann og, eins og að undan-
förnu, í nokkur forn hof og aðrar rúst-
ir.
Hr. Bruun fór Kjalveg suður, og
rannsakaði á leiðinni bæði gamla og
nýja veginn. Eftir samráði við Pál
53. blað.
Briem amtmann hlóð hann bráða-
birgðavörður á veginum, við vöð, í
Kjalhraum og víðar, hvervetna þar
sem vegurinn er óljós. Að vori á að
stækka vörður þessar, svo að héðan
af verður ekki vandratað þessa leið.
Yör Hvítá fór hann á Skagörðingavaði.
Var vatn lítið í ánni, eins og í öllum
ám annars, með því að sumarið heör
verið kalt.
Hr. Bruun lítur svo á, sem útlend-
ir ferðamenn ættu að leggja kapp á
að fara þessa leið yfir þvert landið.
Hún sé aðdáanlega falleg og skemti-
leg. I sömu ferðinni fái menn þá að
sjá meðal annars fingvelli, Geysi,
Hvítárvatn, Kjalhraun með gígnum
stórkostlega (200—250 faðma í þver-
mál), dýrðlega jöklasýn, Hveravelli og
Skagafjörðinn. Helzt ættu menn að
leggja krók á leið sína upp að Kerl-
ingarfjöllum og sjá gosbrunnana, sem
eru þar á annað hundrað í afbragðs-
fögrum dal. Fremur vill hann ráða
mönnura til að stíga á land fyrir
norðan og fara leiðina suður, með því
að þá fái menn fegurðina yfirleitt
vaxandi, auk þess sem hér sé betra
færi á að hvíla sig eftir ferðalagið
heldur en nyrðra. En óhjákvæmilegt
skilyrði fyrir að þetta geti orðið
ferðamannaleið algeng sé það, að
menn eigi víst að geta komist yfir
Hvítá á Skagfirðingavaði. Ferðamanna-
félagið íslenzka, eða einhverjir aðrir,
verði því að gangast fyrir að þar
verði ferja.
Danskur málari, Johanncs Klein að
nafni, hefir ferðast með honum og gert
myndirnar. Aður en þeir komu hing-
að fóru þeir um Færeyjar í sams kon-
ar erindum. Um Norveg hefir og hr.
Bruun ferðast síðan í fyrra, er hann
fór héðan. jbeir leggja á stað héðan
í næstu viku með »Lauru«, og eru nú
önnum kafnir í Forngripasafninu þessa
daga, sem þeir standa hér við.
Aðalfylgdarmaður þeirra var Magnús
Vigfússon héðan úr bænum.
Borgarfjaröarhérað.
Þjóðminningardagsræða á Hvitárbökkum
7. ágúst 1898.
Eftir Magnús próf. Andrésson.
J>að eru liðin 988 ár síðan. Borgfirð-
ingar og Mýramenn áttu hér á Hvít-
árbökkum árið 910 allsherjar skemti-
samkomu. Ibúar þessa héraðs beggja
megin Borgarfjarðar og Hvítár skoð-
uðu sig þá sem eina heild gagnvart
öðrum héruðum og félagsbræður. Síð-
an hefir margt á daga drifið fyrir þess-
um sveitum, eins og öðrum, og stund
um verið dimmar og dapurlegar tíðir.
Nú þegar Borgfirðingar og Mýramenn
eftir næstum 10 alda tíma minnast á
ný skyldleika og forns bræðralags, þá
eins og eygjum vér í anda dagsbrún
til nýs tímabils í sögu þessa héraðs,
tímabils, þá er kraftar, er lítið hefir
gætt að undanförnu, taka á ný að
hrærast til heilla fyrir alda og óborna.
Vér hittumst því hér á gleðifundi, og
erum hingað komnir eigi í þ im til-
gangi einum, að skemta oss beinlínis,
heldur einnig til þess, að »uppbyggja«
hv r annan, hjálpa hver öðrum til
þess, að ýmsar góðar tilfinningar og
hugsanir, eem í hversdagsumsvifunum