Ísafold - 21.09.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.09.1898, Blaðsíða 3
227 liggja dú orðið um flest lönd hins mentaða heims. Hinir tíðu og reglu- bundnu fundir gera og eftirlit miklu hægra og aðhaldsstyrkara, auk þess, sem þeir venja félagsmenn á meiri alúð og rækilegri umhugsun um mál- efni það er þeir berjast fyrir. Mönn- um finst þeir vera erfið kvöð í strjál- bygðum sveitum, en með því að sameina þá við kirkjufundi verður ámaksaukinn ekki mikill, auk þess, sem þeir þá geta bæði stuðlað til að auka kirkjurækni og orðið tilefni til frekari félagssamvinnu bygðarlaginu til nytsemdar. |>etta sjá margir og kannast við, en gera sór grýlu úr hinu lögákveðna fjártillagi í G. T.-reglunni, 2 krónum á ári í minsta lagi. En slíkt er hin mesta skammsýni og misskilningur; því fyrst og fremst eru fáir svo snauð- ir, að þeir séu ekki jafnnær eftir sem áður fyrir ekki hærra gjald, tæpa 4 aura um vikuna, og í annan stað er þaðféð, »afl þeirra hluta sem gera skal«, er átt hefir eigi hvað minstan þátt í því að veita G. T.-reglunni þann þrótt, sem hún hefir umfram hinn almenna, félausa félagsskap. Ekki er þetta gjald heldur nema sem svarar fá- einum brennivínsflöskum, og ekki nema lítið brot af því, sem algengt er að eyða í allsendis þarflausa gestrisni, kaffiveitingar og þess konar, við erindis- lausa gesti, sem eyða tíma sínum og annara í gagnslaust ferðaráp, í stað þess að vinna eitthvað til nytsemdar. |>að er vaninn og hugsunarleysið, sem helgar jafnheimskulegaeyðslu; en vana- leysið lætur mönnum vaxa í augum hvað lítið reglubundið fjárframlag sem er og þótt til mikillar nytsemdar horfi. Eraman af fundu menn það G. T.- reglunnieittmeðal annars til foráttu, að hún væri leynifélag. Nú veit hver maður, að slíkt er bábylja ein, stað- laus fyrirsláttur, notaður mót betri vitund, ef hann annars heyrist nokk- uð notaður nú orðið. Leymfélög hafa leynilegan tilgang, leyniráð til að koma honum fram, og þau oft ólögleg, hafa fundi á leyndum tíraa og leyndum stað, og leyna loks aðra því, hverjir í fé- laginu eru, — halda þessu öllu eða flestu leyndu. En í G. T.-reglunni er ekkert af þessu hið minsta laun- ungarmál, enda gert öllum kunnugt, þeim er heyra vilja. Tilgangur regl- unnar er mjög fagur og göfugur, og ráðin til að koma honum fram slíkt hið sama, hverjum vönduðum manni fyllilega samboðin. f>ar er því engu að leyna; það er síður en svo. Að fundir eru þar yfirleitt ekki haldnir í heyranda hljóði er ekki annað en það, sem algengt er og sjálfsagt talið um flest félög önnur, t. d. hlutafélög, skemtifélög o. fl. Afbrigðin frá því, sem annars gerist, eru þau séin, að í stað aðgöngumiða eða félag skírteinis eru í þessu félagi (og raunar mörgum fleirum) höfð orðtök og nokkurs konar Aendingamerki, af þeirri ofur-einföldu °g nauða-meinlausu ástæðu, að þessi ’t'erki eru miklu hagfeldari en skjöl °g skírteini, með því að þau, merkin, eru söm á öllum tungumálum um all- an heim, en G. T.-reglan er alheims- félag. Skoplegt atliugaleysi. Býsna- alment mun vera að líta svo á, sem BlaðamannaféJagið hafi viljað koma á nýrri stafsetningu með sam- þykt sinni frá í vor. Og þó ber hún svo greinilega með sér, að svo er ekki, að enginn almennilega læs mað- ur hefði átt að geta vilst á því. En það er raunar engin nýung, að ofstæki og hleypidómar geri menn ólæsa, þ. e. blinda, á letrað mál ekki síður en annað. Einmitt fyrir það, að þar er ekki farið fram á nýa stafsetningu, hefir samþyktin fengið svo ágætar undir- tektir, sem raun hefir á orðið yfirleitt. f>að er einmitt fyrir það, að hún fer ekki fram á nýja stafsetningu, heldur hitt, að veita gamalli og altíðkaðri stafsetningu enn meiri festu og enn meira fylgi en áður, og afstýra þar með sífeldum hringlanda og fákænsku- firrum eða fordildar, sem íslenzkri tungu stendur háski af. Samþyktin stefnir að því, eins og hún ber sjálf með sér, að rótfesta fyrst og fremst alt það í íslenzkri stafsetningu, sem fylgt hefir verið á- greiningslaust um langan aldur bæði í skólum vorum, sérstaklega latínuskól- anum, og af flestöllum ritfærum mönn- um; en það tekur yfir á að gizka níu tíundu hluti af öllum orðum og orðmyndum í málinu. En hvað hitt snertir, hið litla brot, sem þá er eft- ir, fer samþyktin þá leið, að kjósa að öðrum jöfnu það, sem öfgaminst erog mestan stuðning hefir meðal málfróð- ustu og ritfærustu manna þjóðarinnar. Hyggilegar og sanngjarnlegar var ekki hægt að fara í það mál. Frumkvöðlar samþyktarinnar eru ekki og telja sig ekki meðal málvitr- inga þjóðarinnar. jbeirra hlutverk var það eitt, að velja það, sem bezt gegndi, úr því, sem málvitringarnir telja rétt vera og kalla má að hafi langflest og gildust atkvæði fyrir sér þeirra á meðal. f>að er óhætt að kalla það skýlaust atkvæði þess dóms, mikils meiri hluta beztu málfræðinga vorra, að je fyrir é og tvöföldun samhljóðanda á undan þriðja samhljóðanda í sömu samstöfu séu vanþekkingar firrur eða misskiln- ings; en þau atriðin eru það einmitt sem stafsetningarafbrigðÍD hafa hvað helzt komið fram í. Firrur þessar hefðu aldrei rutt sér mikið til rúms, ef ekki hefði viljað svo slysalega til, að þær hefðu komist inn í íslenzku- kensluna í latínuskólanum og haldist þar við meir en heilan mannsaldur, af því, að sami maður hafði þar keusl- una á hendi allan þann tíma, og hann studdist þá (er hann varð kenn- ari) við kenningu vors mesta íslenzku- fræðings á þessari öld, Konráðs Gísla- sonar. En það var maður, sem ávalt lét sér fara fram, af því að hann var hinn vandaðasti og samvizkusamasti vísindamaður, maður, sem leitaði sann- leikans og annars ekki. Nú komst þessi ágætismaður síðar að þeirri nið- urstöðu, að é væri réttara en je, og einföldun samhljóðanda réttari en tvö- földun; og hefði þá allur ágreiningur um það mál átt að hverfa úr sögunni, og það því fremur, sem þorri annara málvitringa vorra hafði þegar áður tíðkað þessa stafsetningu og haldið henni fram. Að rýma burtu þessum firrum eða öfgum er því svo greinileg viðleitni til að verja tunguna spjöllum, að skop- legra er varla hægt að hugsa sér en að heyra þá, sem halda vilja uppi þessum öfgum og misskilningsfirrum, þykjast standa á verði fyrir tungunni óspjallaðri og hafa yfir í hersöngs stað: •Móðurmálið mitt góða« o. s. frv. Hefði íslenzkukennarinn, sem var frá 1848—1895, »útskrifast« 10 árum áður frá Konráði Gíslasyni og flutt með sér að skólanum stafsetningar- reglur þær, er hann (K. G.) kendi þá og barðist fyrir, mundu þær sennilega hafa komist þar að, og haldist líklega alla tíð þess kennara. |>að var hin nafnkenda Fjölnisstafsetning, sem hér er prentað dálítið sýnishorn af handa þeim, sem ekki eru henni kunnugir eða hafa gleymt henni: »því er so varið, að reínsla hvurs einstaklíng9, útaf firir sig, er harðla lítil, hjá því sem eðli mannsinns heimt- ar, að hún eígi að verða. |>e8si heím- ur, sem mannkinið lifir í, og á að búa sjer til greínilega hugmind eptir, er so ógnarstór, að við þikjumst vel meíga kalla hann takmarkalausann« (Fjöln. II, 4). »Jeg gjeri mig so djarfann, að kom- ast so að orði. J>ví mjer finnst ekkji 8purníngarmaðurinn í SunnaDpósti vera búinn að spilla þeím firir okkur«. (Fjöln. III, 5). »Enn þó er nú ekkji so að skjilja, að þetta sje rödd hrópandans. Hann hefði tekjið alla kjinslóðina, og sagt við þá: þjer eiturormar og nöðrukjin«. (Fjöln. 111, 19). Hefði nú þetta verið skólastafsetn- ingin í 47 ár samfleytt og svo hefði átt að fara að útrýma henni úr rit- málinu nú á vorum dögum og taka upp í hennar stað t. d. þessa staf- setningu, sem kend var í skólunum í tíð H. Kr. Friðrikssonar, hvernig mundi þá hafa farið? Auðvitað þann veg, að H. Kr. Friðriksson hefði risið upp og varið kröftuglega þá stafsetn- ingu, Fjölnisstafsetninguna frá 1838, og látið sem þeir væru að veita móð- urmálinu banatilræði, er henni vildu breyta og taka t. d. skólastafsetning- una frá 1848 —1895. Hann mundi hafa brýnt röddina eigi miður en nú? og búist við að kveða mótstöðumenn sína algerlega niður með •Móðurmálið mitt góða« o. s. frv.! Evangelina Cisneros. Frásaga úr uppreistarófriðinum á Kúbu. Faðir hennar var auðugur sykurekru- eigandi og hún var bústýra hans; hún var ekki nema 16 ára að aldri. |>au voru í þjóðvinaflokknum eða með öðr um orðum á bandi með uppreistarlið- inu. . Föðurbróðir hennar var fyrirliði í uppreistarhernum; síðarmeir var hann kjörinn forseti þjóðveldisins á Kúbu. |>að var einn dag, er faðir hennar hom heim utan af sykurekru sinni. Hann var hljóðari og alvarlegri á yfir- bragði en hann átti vanda til. J>au sátu saman að miðdegisverði. |>á stend- ur faðir hennar upp snögglega, gengur að dóttur sinni, styður höndum á axlir henni, horfir í augu hennar og segir: »Telpa mín; ég hefi afráðið að berjast fyrir frelsi Kúbu«. Hann hafði lengi búið yfir þessu, en þótti svo vænt um dóttur sína, en kom sér ekki að því að segja henDÍ það fyrri. f>au faðmast og tárfella bæði. Loks kyssir hún föður sinn og segir sér veragleði- efni að hann hafi afráðið þetta, og svo bætir hún við : »Ég fer með, pabbi«. Og hún fór með og gerðist hjúkrun- armær. Svo sagði hún síðar, að margt hefði fyrir hana borið í þeirri stöðu svo hryggilegt og raunalegt, að það héldi fyrir sér vöku marga nótt, er henni yrði hugsað til þess. »Einu sinni«, mælti hún, »vakti ég hálfa nótt yfir , sárum uppreistarmanni, er þrá- bað mig að bana sér, til þess að stytta eymdarstundir sínar; en það gat ég með engu móti fengið af mér og sat ég yfir honum þar til er dagur rann. |>á skrapp ég eftir svaladrykk handa honum, en á meðan gaf hann upp öndinat. Loks sveik njósnari föður hennar í bendur fjandmanna hans. En ekki var hann samt tekinn af h'fi og þótti það furðu gegna. f>að var áður en Weyler kom til eyarinnar. Fyrst var honum varpað í dýflissu. f>ar var vist svo ill, að læknir ætlaði honum ekki líf; leyfði þá Campos marskálkur, að hann væri færður út á afskekta ey fyrir sunnan Kúbu, er del Pinos heit- ir. f>ar fekk hann meira frelsi og var vandamönnum hans lofað að koma til hans. Hann átti heima í litlu húsi út af fyrir sig. Evangelina fekk með sér yngri syst- ur sína og fór á fund föður síns. f>ær settust að hjá bonum. Einhvern dag voru þær systur á gangi úti sér til skemtunar. |>á mæta þeim nokkrir spænskir liðsforingjar ríðandi. Sá, sem fyrir þeim var, ein- blíndi á Evangelinu, með því augna- ráði, er gerði þær báðar lafhræddar. jþetta bar til aftur næsta dag og upp frá því gat hún varla komist svo út fyrir dyr, að maður þessi yrði ekki fyrir henni. Jpetta var herstjórinn á eynni, Jose Berez, f>að bar til einn dag, að hermanna- sveit umkringdi húsið, þar sem þau feðgin áttu heima. f>eir taka föður Evangelinu höndum og hafa hann á brott með sér. Ekkert hafði það í gerst, er gæti verið ástæða til hand- tökunnar. Evangelina fer á fund her- stjórans að spyrjast fyrir um föður sinn og fá hann lausan úr haldi aftur. Hann tók henni vel, huggaði hana og hét henni uppgjöf saka til handa föð- ur hennar. Segir henm að koma aft- ur eftir nokkra daga. f>egar hún kemur aftur, segir her- stjórinn henni, að faðir hennar skuli verða látinn laus þegar í stað, ef hún vilji. f>að sé komið undir henni einni. f>að fara ekki sögur af því, hvað hún átti til að vinna. »Ég get ekki haft eftir það, sem hann sagði við mig«, sagði hún síðar. »Ég fór heimogmér þornaði ekki um augu alla nóttina. En aldrei nefndi ég aftur við herstjór- ann að fá föður minn lausan«. f>að var einhvern tíma seint um kvöld að hún var alein heima. f>að er barið að dyrum. f>að var yfirvald- ið (herstjórinn). Hún anzar ekki og bældi sig niður dauðhrædd. Hinn hágöfugi valdsmaður labbar burt. Hún fær bráðum vitneskju um, að hann ætli sér að koma aftur. fætta kvisast og verður til þess að nokkrir heiðvirðir eyjarskeggar taka sig sarnan um að hjálpa henni. f>eir halda vörð kring um húsið á kveldin gegn »lög- gæzluvaldinu spænska«. Hann kemur, valdsmaðurinn, og ætlar að ryðjast inn. En þeir taka á móti. • En hann hefir þá hermenn á næstu grösum og lýkur þeim viðskiftum svo, að hin unga mær er höndum tekin og þeir allir, er ætluðu að verja hana. f>að er farið með hana til Havana og henni snarað þar í kvennadýflissu, er nefnist Recojidas. f>ar er hún lengi vel binn eini hvíti kvennmaður innan um hið aumasta úrþvætti svertingja- kvennþjóðarinnar á eynni. Ekki hafði hún klefa út af fyrir sig, heldur varð hún að hafa samneyti dag og nótt innan um það hið aumasta afhrak mannfélagsins, er þar var saman kom- ið svo tugum skifti. f>að var eins og hún væri komin í sjálft víti; svo and styggilega meðferð átti hún við að búa, svo viðbjóðslegan munnsöfnuð varðhún að hlýða á og horfa á svo margt svívirði- legt athæfi. Hún var rekin á daginn á- samt hinum bandingjunum út í göDg með járnstengdum gluggum til annar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.