Ísafold - 21.09.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.09.1898, Blaðsíða 2
226 því starfi — þó að hitt taki auðvitað út yfir, þegar reynt er móti betri vit- und að óvirða það í augum almenn- ings, ein8 og því miður er ekkí dæma- laust. I Dorðaustanverðu ríkinu Norður Dakota er stórt laudflæmi, sem að miklu leyti er bygt af íslendingum. Syðri hlutanum af þeirri bygð veiffir síra Friðrik J. Bergmann prestsþjón- ustu, hefir þar þrjá mannmarga söfn- uði. En nyrðri hlutanum komst hann ekki yfir að sinna nema mjög lítið. Söfnuðir höfðu myndast þar að nafn- inu, en enginn veigur í þeim orðið vegna prestsleysisins. Að örfáum mönnum undanteknum, var allur þorri manna þar annaðhvort með öllu frá- hverfur kirkju og kristindómi eða sinnulaus í þeim efnum. Tveir örlitlir söfnuðir þar höfðu samt áræði til að ráða síra Jóna3, þegar hann hafði lokið námi sínu á presta- skólanum. í þeim báðum hafa frá- leitt venð meira en 300 manns, að öllum börnum meðtöldum. Síðan hafa bætst við prestakall hans 3 nýir söfnuðir, sem hann hefir sum- part stofnað, sumpart vakið úr algerðu dáí. Nú eru að niinnsta kostí 1300 manns í söfnuðum hans. þegar hann varð prestur, var ein kirkja íslenzk á þessu svæði. Hún hefir síðan verið löguð og prýdd að stórum mun. Tvær kirkjur voru í smíðum, önnur mjög stutt komin. Við þær báðar hefir verið lokið. Og svo hafa 2 verið reistar algerlega frá grunni. Alt á einum fimm arum í einu prestakalli! Alt með frjálsum samskotum frá íslenzku bændafólki! Hvernig eru nú þessar kirkjur? Ekki alls fyrir löngu hefir kirkjum Vestur-íslendinga verið lýst fyrir Is- lendingum sem skemmuræflum, er kallaðir væru »kirkjur«, en væru vit- anlega með öllu óhæfileg guðsþjónustu- hús. Ætli sú lýsing sé sem allra sam- vizkusamlegust? Ég veit ekki nákvœmlega, hvað mik- íð þessar kirkjur hafa kostað með því, sem í þeim er. En aldrei munar það miklu, ef ég segi, að þær hafi kostað 7500 dollara samtals — tuttugu og sjö þúsund sjö hundruð og fimmtíu krónur. Að meðalfali hefir þá hver kirkja kostað 5,550 krónur. þegar menn nú hafa það hugfast, að ódýrara er að reiaa timburhús vestra en hér á landi, þá vona ég að þeim skiljist það, að komajmegi upp full- myndarlegum sveitakirkjum fyrir þetta fé. Sumar af þessum kirkjum hefi ég séð. Myndir hefi ég sóð af þeim öllum. þær, sem lítilfjörlegastar eru af þeim, mundu hvervetna hér á landi þykja virðuleg guðshús. þær, sem fallegast- ar eru, taka að fegurðinni til, að minsta kosti í mínum augum, svo langt fram beztu kirkjum hér á landi, að þar kemst enginn samjöfnuður að. Vitanlega lýtur það, sem hér hefir verið á bent, að ytri hliðinni á kirkju- legu starfseminni. Um hina innri get ég auðvitað ekkert sagt. En sé því svo farið, sem margir trámenn halda fram, að trúarlífið megi mikið markaaf altarisgöngunum, þá er það ekki ófróð- legt atriði, að í söfnu*i síra Jónasar gengu í vor hátt á fjórða hundrað manns til altaris, samkvæmt skýrsl- um í »Sanieiningunni« um það efni. Auk starfseminnar heima í söfnuð- um sínum er síra Jónas A. Sigurðsson atkvæðamaður mikill í kirkjufé.laginu. þrjú síðustu árin hefir hann verið skrifari þess, og ekki þarf annað en lesa tíðindi kirkjuþingsins til þess að sjá að hann er einn af leiðtogunum þar. Hvað eftir annað hefir kirkjufélagið fengið hann til þess að fara trúboðs- ferðir út í prestlausu nýlendurnar. Að öllum öðrum ólöstuðum, er mérvíst óbætt að fullyrða, að til þeirra hluta sé hann bezt kjörinn af vestur-íslenzku prestunum. En sitt mesta þrekvirki fyrir kirkju- félagið vann síra Jónas haustið 1896. Kunnugleika vegna þykist ég hafa nokkur skilyrði til að skilja, hvílíkt af- reksverk hann inti þá af hendi. Kyrkingur var kominn í skólamál kirkjufélagsins, ekki sízt fyrir þá sök að ágreiningur var kominn upp manna á milli um það, hvar skólinn fyrirhug- aði ætti að verða. Vitaskuld báru einstakir menn málið jafn-innilega fyr- ir brjósti eins og nokkuru sinni áður. En óhætt er að segja, að alment á- hugaleysi hafi átt sór stað og sárlítið hafði safnast um nokkurn tíma und- anfarinn. Mótstöðumenn málsins fögnuðu af því að nú væri málið að lognast út af. því að þótt ótrúlegt megi virðast, þá eru til þeir íslend- ingar í Vesturheimi, sem með engu móti geta unt löndum sínum þess að koma upp mentastofnun, er verði styrk- ur fyrir lúterskan kristindóm og fs- lenzkt þjóðerni þar í landi. það leyndi sér ekki, að til einhverra úrræða varð að taka, annara en þeirra, er áður hafði verið beitt, ef málið átti ekki að verða í mikilli' hættu statt. þá var síra Jónas fenginn til að taka sér ferð á hendur meðal íslendinga i Canada og Bandaríkjunum ogtalafyr- ir skólamálinu. Hve vænlegt það ferða- lag þótti, má nokkuð marka af því, að safnaðarmenn hans báðu hann að fara hvergi, því að slík för mundi afla honum svo mikilla óvinsælda. En hann lét ekki letjast. Hann fór um flestar íslendingabygðirnar, þar sem söfnuðir hafa komist á fót og talaði yfir lýðnum. Hann kom aftur með rúm 2000 doll- ara í penÍDgum og trygðum loforðum! Hver vill nú verða til þess í haust að fara'út um sveitir þessa lands og og sækja til bændanna svo sem 8000 krónur til stuðnings einhverju andlegu málefni ? Ætli það vefðist ekki fyrir þeim einhverjum, sem nú leita sér vin- sælda hór á landi með því að telja mönnum trú um kotungs-og pokahátt Vestur-íslendinga. Fáir íslenzkir menn hafa aðhafst meira síðustu árin heldur en s/raJón- as A. [Sigurðsson. I vor var hann mjóg farinn að heilsu eftir alt stritið, og í sumar hefir hann verið að leita sér hvíldar og styrkingar hér á landi. Vonandi verður honum ferðin tiigóðs, eins og koma hans hingað hefir víst undantekningarlaust orðið til ánægju hverjum góðum manni, sem honum hefir kynst hér. E. H. Skoplegt er það í meira lagi, að sjá bráða- birgðaritstjóra »Nýju Aldarinnar* kveða upp fordæmingardóm yfir ræðum slra Jóna Helgasonar, manns, sem venju- lega troðfyllir kirkjuna, þegar hann prédikar — að sjá hann gera þetta í sama blaðinu sem hann sannar þjóð- inni ómótmælanlega, að hann hefir ekki neitt svipað því jafn-mikið vit á ræðum eins og skýr börn á 10 ára aldrinum. I þessu sama tölublaði »Nýju Aldarinnar« flaggar hann sem sé með ræðu, sem að vitleysunni til tekur langt fram öllu því, sem nokk- urn tíma hefir staðið í nokkuru blaði hér á landi. •Ómerk eru ómagaorðin«. Hafi sá málsháttur nokkurn tíma átt við, þá á hann við »N. 0.« undir þessari ritstjórn. Ónnur eins andleg ómegð og þar hef- ir birst er meira en fágæt. Bullið í íslandi Síðasta blað »íslands« er að bulla út af greinum nokkurum, aem nýlega hafa staðið í Isafold. Út af því, sem Isafold hefir sagt um afstöðu vora við ríkismerki vort, lætur blaðið uppi þá spekingslegu sannfæringu, að jafn-mikil ástæða sé til að draga upp »fána Svía og Norð- manna, og svo allra annara þjóða, sem íslendingar eiga einhver raök við«, eins og dannebrogsfánann þegar vígt er hús, sem að allmiklu leyti er reist fyrir fé þjóðarinnar!! Ekki er að »tvíla« vitsmunina og skilninginn! Næst sýnir »ísland« vonandi fram á það, að ekki sé meiri ástæða til að láta^dannebrogsfánann blakta yfir al- þingi og íslenzkum skipum, heldur en •fána Svía og Norðmanna, og svo allra annara þjóða, sem Islendingar hafa einhver mök við«. En svo er eftir að vita, hvort því tekst nú vel að sannfæra alþingi og útgerðarmennina um þessa speki. — Svo hefir blaðið fundið sér skylt að halda uppi hlífiskildi fyrir hr. Jón Ólafsson gegn íaafold iit af ummælum hennar um grein þá, er hann skrifaði í »Politiken« í sumar. J. 6. hafði þar staðhæft, að Islendingar^vildu ekki við annari stjórnarbót líta en miðluninni frá '89. •Allir, sem kæra sig nokkuð um að vita, hvað rótt er eða rangt, vita að þetta^er satt og þýðir engum að neita«, segir blaðið. það má ekki minna kosta! Eng- inn þeirra kærir sig nokkuð um að vita, hvað rétt er eða rangt, sem ef- ast um að miðlunin frá '89 aé eina stjórnarbótin, sem íslendingar vilja líta við! það ætti þá óneitanlega að vera auðgert fyrir »lsland« að sanna vilja íslendinga í þessu efni. Blaðið ætti fyrir hvern mun að taka síg til og gera það næst. Annars er undur hætt við, að menn líti svo á, sem það hafi ekki verið því vaxið að halda uppi vörn fyrir vin sinn, hr. Jón|Ólafsson — að því hefði verið uær að leggja ekkert til þessa máls, eða að minsta kosti fresta vörninni þangað til réttur aðili hefði verið heim kominn úr utanför sinni, og getað varað það við málæðisskerj- unum. — f>á er enn ógetið gremjuorða blaðsins út af því að ísafold sagði í sumar, að þeir sem nú fylgja fram miðluninni frá '89 hafi gengið í banda- lag við Benediktssinna um að koma á pingvallafundi í sumar. Sönnunin gegn þessari »makalausu vitleysu« Isa- foldar á að vera sú, að »Nýja Oldin* hafi ekki viljað hafa þingvallafund. Sé þessi sönnun að nokkuru nýt, þá leiðir af henni óhjákvæmilega, að { miðlunarflokknum frá '89 er »Nýja Öldin« — og enginn annar. En hvað verður þá um »Austra« ræfilinn, sem veitti þingvallafundi svo trútt og fjörugt fylgi? Hvers vegna er »ísland« að sparka honum út úr miðlunardyrunum ? Og sé »Nýia 01din« ein í miðlunar- flokknum, hvernig fer þá um þessa staðhæfingu Jóns Olafssonar, sem »ís- land« telur svo óyggjandi, að íslenzka þjóðin vilji ekkert annað en miðlun- ina — sé, með öðrum orðum, öll og óskift í sama flokknum eins og »Nýja Öldin.? Oss liggur við að segja, að »allir, sem kæra sig nokkuð um að vita, hvað rctt er eða rangt«, hljóti að sjá, að það sé eitthvað veilt í þessu hjá »lslandi«. Fyrii'komnlag Mndindis félaga. Bindindisandi er, sem betur fer, orðinn býsna-ríkur og almennur hér á landi. það eru mikil kynstur af heimsku, fákænsku og hleypidómum um það mál, bindindismálið, sem tek- ist hefir annaðhvort að útrýma al- gjörlega eða þá að draga svo úr mætti þeirra, að þeirra gætir mjög lítið nu orðið í samanburði við það, sem áður var. Fáar sem engar raddir heyrast lengur bindindi andvígar. Fjandmenn þess hafa, yfirleitt, mjög hljótt um sig í orði; mótspyrnan er mest í laumi og með illri samvizku. Jafnvel sjálfir bindindisóvinirnir hafa þreifað á því eða þá að minsta kosti vinir þeirra og vandamenn, að þeir eiga margir hverjir hinni öflugu bindindishreyfingu í landinu óbeinlínis að þakka, að þeir eru ekki orðnir yfirkomnir óreglumenn. Hún hefir svift þá að mjög miklum mun tækifærinu til að hafa áfengið um hönd, og lagt auk þess ósýnilegt haft á viljann til þess, það haft, sem fólgið er í fyrirlitningu flcstra mætra manna á áfengisnautninni, eins og hún tíðkaðist hér áður. En vitaskuld er enn ákaflega mikið til af áfengisböli í landinu, sjálfsagt nóg viófangsefni fyrir heila kynslóð. það eru til enn heil héruð á landinu, þar sem ríki Bakkusar er mjög magn- að, t. d. þar, sem yfirvaldið og alt hans hús hefir um langan aldur þjónað þeim drotni margfalt dyggilegar en skapara sínum, og minniháttar hóraðs- höfðingjar þótst því meiri menn, sem þeirfetuðu betur í fótspor þess, en alþýða svo þurft aö tolla með í tízkunni líka. Eða söfnuðir verið svo ógæfusamir, að eiga drykkjupresta fyrir salnahirða, jafnvel mann fram af manni. Eða þá enn aðrar orsakir gert eitt hérað eða eina sveit öðrum fremur áfengis- valdinu ofurseldar. Á öllum slíkum stöðum þarf að hafj- ast handa gegn Bakkusi með sérstak- legum samtökum, svo traustum og hyggilcga stofnuðum, sem kostur er á. það munu allir kannast við, sem kunnugir eru starfi Good-Templarregl- unnar hcr á landi, að hún beri langt af öðrurn bindindissamtökum að afli og dug. Eldri tilraunir í bindindisátt voru magnlaust kák í samanburði við hana. En margir telja enn töluverða agn- úa á því að hafa G. T.-stúkur ann- arsstaðar en í kauptúnum eða þétt- býlis-þorpum. það eru hinn tíðu fund- arhöld og aðrar kvaðir, húsnæðisskort- ur og fleira, sem menn setja fyrir sig, og hallast því heldur að öðruvísi lög- uðum bindindisfélagsskap, almennura bindindisfélögum, sem svo eru kölluð. En reynslan hefir leitt það í ljós, að það er yfirleitt lítill máttur í þeim. þau þjóta upp í svip og hjaðna jafn- óðum aftur eða liðast í sundur fyrir ótrúmensku við bindindisheitið og að- haldsleysi. það er nú ánægjulegt tímanna tákn og góðs viti, að almenn bindindisfélög í 8veitum hingað og þangað eru farin að breytast í G. T.-stúkur. þær hafa verið stofnaðar býsna-margar til sveita síðustu missirin, ýmist upp úr eldri bindindisfélögum eða hins vegar, og er ekki annað að heyra en þeim farnist vel. þetta er vafalaust rétt stefna, sem allir bindindiavinir ættu að styðja í orði og verki. það er hið trausta og haglega fyr- irkomulag á stjórn og framkvæmdum G. T.-stúkna, sem veitir þeim svo mikla yfirburði. Annað það, að þær eru greinar á gildum og öflugum stofni, með svo vlðtækum rótum, að þær

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.