Ísafold - 21.09.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.09.1898, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku, Verð" árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. e(Ta 1'/« doll.; borgist fyrir mið'jan júli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skriflegj bunam við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er í Austur.strœti 8. XXV. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 21. september 1898. 57. blað. Tvisvar í viku kemur nú Isafold út um tíma (5—6 vikur), miðviku- daga og laugardaga. Næsta blað laugard. 24. þ. m. 'sþ * * * *'** * * * * * * * ** * Nýir kaupendur að næsta árg*angi ÍSAFOLDAR, 1899, fá auk ann- ara hlunninda ó- keypissíðasta árs- fjórðung- þ. á., um 20 blöö, ef þeir borga fyrir fram, *xi* v^- *& ¦^k 'J? ^> ^> >t vl* vl* J^ ¦J* vl^ J^- >!*¦ vj*r jjv >^ ,>^ >^ >|v >^ >(v >jv >p. >p. >^ >^ >jv >^ >(v >(V i^ornflH^asa/Ví opiðmvd.og ld. kl.ll—12. Landabankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við ll1./*—l'/s.ann- ar gæzlustjóri 12—1. . Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.S) md., mvd. og ld. til útlána. *-Jy O^ O-- J/ »1* ^J>» *J> vt* 'Ar v]> vf^ vi^ vt<f vl^ vl< vL' >|v >|v >lv >f» *(v >Jv ^jv >jv *j* *|v *^v >j^ *^v *J» ^v *Jv Ferðaáætlun gufuskipafélagsins sameinaða. |>að gegnir í raun og veru furðu, með hve mikilli stillingu Eeykvíking- ar og aðrir Sunnlendingar hafa fcekið ferðaáætlun gufuskipafélagsins samein- aða í sumar. Vitanlega hefir verið kur í mönnum. En hingað til hafa menn látið þar við lenda að stinga saman nefjum um, hver dæmalaus ó- mynd hún sé. Tvo mánuði um hásumarið, frá 26. júlí til 25. september, hefir engin bein ferð verið frá höfuðstaðnum 4til út- landa, í stað þess eru millilandaskipin lát- in elta hvert annað í nokkurn veginn erindisleysu, að því er bezt verður sóð, og fáum til gagns en mörgum til óhagræðis og landinu ef til vill til stórtjóns. »Vesta« fer héðan 30. júlí. Hún er send vestur um land, norður og aust- ur, inn á hverja höfn á landinu, 8<jm skip félagsins koma á. »Thyra« fer hóðan 13. ágúst. Hún er látin elta »Vestu« inn á 15 hafnir. Svo fer »Laura« héðan 31. ágúst. Hún eltir »Thyru« inn á 10 hafnir. Jpetta endemisfyrirkomulag er síður en ekki hættulaust, að því er ferða- mannastrauminn snertir. Komi þeir hingað á annað borð, þá er svo sem auðvitað, að leið þeirra liggur burt frá landinu, langflestra, á þessum tíma, frá 26. júlí til 25. september. Eigi þeir ekki vísa einhverja beina ferð héðan heim til sín á þeim tíma, má sannarlega búast við, að þeir fari held- ur eitthvað annað en til íslands. í sumar hafa þeir verið að hola scr nið- ur í skip, sera þeir hafa náð í af til- viljun. f>að scr hver maður, hver al- vara getur í því orðið að hæna að sér útlenda ferðamenn með öðru eins háttalagi. Að vér ekki nefnum óþægindin, sem á ýmsan hátt stafa af þessu fyrir landsmenn sjálfa, fyrir kaupmenn, sem liggur á að komast til útlanda eftir kauptíðina, stúdenta, sem á háskól- ann ætla o. s. frv. I einu orði: f>að getur víst fám dulist, sem um þetta hugsa, að ekki er unandi við þetta fyrirkomulag fleiri sumurin, og það því síður, sem engin skynsamleg ástæða er t.il að leggja á sig annað eins óhagræði, jafn-miklar strandferðir og vér höfum með ágæt- um skipum, sem til þeirra ferða eru ætluð. Ekki er ófróðlegt a5 athuga, hvern- ig fyrirkomulagið versnar alt af, í því efni, sem hér er um að ræða, því meira sem um það er fjallað. Samkvæmt hinu upprunalega tilboði félagsins í fyrra, sem inn í stjórnar- frumvarpið komst, hefðum vér fengið tvær beinar ferðir til útlanda á þessu tímabili, 30. júlí og 19. ágúst. Svo breytir þingið áætluninnivegna strand- ferðabátanna". |>að virðist nú reyndar óþarfi að skemma áætlunina fyrir þá sök að tvö stórskip bætast við inn í hana. En það gerði nú þingið sarnt — batt fjárveitinguna skilyrðum, sem gerði félaginu að minnsta kosti örðugt að halda á áætluninni þeim tveim beinu ferðum, sem hér hefir verið á minst. En svo er ekki látið lenda við að- gerðir þingsins. Félagið þarf að skemma áætlunina enn betur — og það jafnvel með beinu lagabroti, að því er oss skilst. |>ingið hafði ekki beðið um fleiri en 6 strandferðir milli- landaskipanna. Félagið hefir þær 7, héðan til útlanda. Og um 3 af þeim ferðum hafði þingið kveðið svo á, að viðkomustaðirnir mættu ekki vera fleiri en 7 til 9 (Keykjavík, ísa- fjörður, Akureyri, Seyðisfjörður og 3—5 aðrar hafnir). 1 einni af þeim ferðum (»Thyru« 13. ágúst) eru við- komustaðirnir 15 — segi og skrifa fimmtán! í stað þess að láta »Thyru« fara þá beinc til útlanda, sem hefði verið í fylsta samræmi við ákvæði fjár- laganna, er skipið sent kringum land erindisleysu — og látið fara inn á 6 hafnir í skýlausu lagabanni! Vér látum ósagt, hvað landstjórn- inni hefir til þess gengið að samþykkja þetta þvert ofan í fjárlögin. En von- andi verður séðum að þetta komi ekki oftar fyrir. Öll líkindi eru og til, að félagið hafi sjálft góðan vilja á að bæta úr þessu. Eftir því, sem hinn ágætlega lipri og athuguli afgreiðslumaður fclagsins hér, C. Zimsen konsúll, hefir sagt oss, kemur honum og öllum skipstjórum þess saman um, að þetta fyrirkomulag sem hér er undan kvartað, sé ómynd. Hann gerir ráð fyrir að áætlunin verði endurskoðuð vandlega næsta ár, og, auk þessa atriðis, verði reynt að koma millilandaskipunum í nánara samband við strandferðirnar. Bara að landstjórnin, hin fræga Khafnarstjórnardeild, hafi þá rænu á að lesa fjárlögin, þegar hún á að fara að samþykkja nýju áætlunina! Vestur-íslenzki gestupinn Síra Jónas A. Sigurðsson, íslenzki presturinn frá Norður-Dakotaí Banda- ríkjunum, sem þessa dagana dvelur hór í bænum og nú er Reykvíkingum dálítið kunnur af fyrirtaks," prédikun, er hann flutti í dómkirkjunni á sunnu- daginn var, má afdráttarlaust telja í hópi hinna allra-merkustu íslenzkra manna vestan hafs. Hann er bóndason úr Húnavatns- 8ýslu og þrjátíu og þriggja ára gam- all. Hugur hans hneigðist mjög til náms þegar á unga aldri og hann þráði að halda mentaveginn. 1 latínu- skólann komst hann samt ekki, hve mjög sem hann langaði til þess. í þess stað naut hann fyrst tilsagnar nokkurrar hja síra Jóni forlákssyni á Tjörn og komst svo 1 búnaðarskólann í Olafsdal. |>aðan útskrifaðist hann, ekki að eins með hæstu einkunn, sem nokkur uemandi hafir þar fengið, held- ur og með hæstu einkunn, sem þar er er unt að fá, 6 í öllum námsgrein- um. Haustið 1887 fór hann til Vestur- heims, rúmt tvítugur og kvæntist ný- kominn vostur. Mentahugurinn leyndi sér ekki lengi, þegar þangað kom. fegar fyrsta vet- Urinn sinn í Vesturheimi gekk hann á skóla, í Hamilton í Norður Dakota, sem er fágætt um nýkomna fullorðna menn. Og næstu árinþar á eftir fekk hanu alt af við og við tilsögn hjáþar- lendum mönnum, jafnframt því sem hann vann fyrir sér, meðal annars með kenslu. Námsþráin var óviðráð- anleg. Manna fljótastur var hann að gera sér grein fyrir öllum landsmálum vestra. Mér stendur fyrir minni, hve eindreginn flokksmaður hann var orð- inn, þegar ég kyntist honum fyrst, í stjórnmálum Bandaríkjanna. Égman því betur eftir því, sem okkur kom ver saman í því efni. Mig langaði avo hjartanlega til að telja honum hughvarf. En það tókst ekki. Sannleikurinn er sá, að það er ekki hlaupið að því að breyta sannfæring hans. Hann er aldrei »veill eða hálf- ur«, hvort sem hann er með eða móti, þó að hann sé manna liprastur. Fá- um mönnum mun eiginlegra að kom- ast »iit úr þokunni*, sem síra Jóu Bjarnason nefnir svo. |>egar er hann kom til íslendinga vestra fór hann að gefa sig við safn- aðar- og kirkjumálum af miklum á- huga og hallaðist mjög eindregið að stefnu þeirri í trúmálum, sem ríkjandi var í kirkjufclaginu undir forystu síra Jóns Bjarnasonar. Mun það ekki hafa aukið vinsældir hans meðal sumra kunningja hans, því að starf síra Jóns var þa nokkuð annan veg virt af flestum, en það nú er. Ekki leið á löngu, eftir að kirkju- félag Vestur-íslendinga var stofnað, áður en prestaskorturinn fór að verða tilfinnanlegur þeirra & meðal. Síðara hluta sumars 1889 lagði síra Jón Bjarnason af stað heim til íslands til þess að útvega presta vestur, eins og kunnugt er, og var hér fram a vetur. Sú ferð varð árangurslaus, enda sann- færðist hann um það á þeirri ferð, að kirkjufélaginu mundi hollara að leggja kapp á að afla sér presta með amer- ískri mentun og amerískum hugsunar- hætti. Svo var það um haustið 1891, að tveir Islendingar lögðu af stað til Chi- cago, fyrir tilstilli síra Jóns Bjarna- sonar og síra Friðr. J. Bergmanns, á prestaskóla dr. Passavants, eins ágæt- asta göfugmennis lútersku kirkjunnar þar í landi. Annar þeirra var síra Björn B. Jónsson, sem nú er prestur Islendinga í Minnesota; hinn var síra Jónas A. Sigurðsson. Síra Jónasi gekk námið þar frábær- lega vel. Eg minnist þess, að síra Björn sagði mér einu sinni, að það hefði verið að orði haft í skólanum, með hve ótrúlegum hraða síra Jónas hefði drukkið í sig grískuna. Árið 1893 útskrifaðist hann þaðan með á- gætum vitnisburði. fegar er hann kom frá prestaskól- anum, var hann vígður til prests af síra Fr. J. Bergmann í sjúkdómsforföllum síra Jóns Bjarnasonar. |>að varmann- kvæmt í lútersku kirkjunni íslenzku í Winnipeg þá, ég man svo langt. Hún tekur álíka margt fólk eins og dómkirkjan hcr og þar voru komnir svo margir, sem inn gátu troðist, sitj- andi og standandi. Miður vingjarnleg 'árás hafði verið gerð á prestsefnið af íslenzku blaði þar í bænum vikuna á undan vlgslunni, kirkjufélaginu meðal annars talin vansæmd mikil í því að taka annan eins mann í sína þjónustu sem prest, þar sem hann hafði aldrei í latínuskóla komið og átti þar af leið- andi, bvo sem að sjálfsögðu, að vera alveg »ómentaður«. Mörgum var for- vitni á að heyra, hvernig þessi ment- unarlausi maður prédikaði. Eftir þá guðsþjónustu stóð mönnum ekki fyrir svefni óttinn við það að maðurinn mundi gera kirkiufélaginu sérlega mínkun. Eg ætla að reyna að skýra stutt- lega frá starfi síra Jónasar, síðan hann varð prestur, eftir því sem mér er um það kunnugt. Eg er að vona, að mönnum muni ekki þykja sú frá- saga með öllu ófróðleg. Hún gefur að minsta kosti bending um þá kirkju- legu starfsemi, sem á sér stað meðal landa vorra f Vesturheimi. Og mér finst ekki ástæðulaust að koma með þá bendingu. Mór hefir ekki getað annað en sárnað það, hve nauða- ókunnugir flestir menn virðast vera

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.