Ísafold - 28.09.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.09.1898, Blaðsíða 2
234 lands verði sér í útvegum um sam- stæða áætlun um alla lýsing á strönd- um landsins, hvernig henni skuli haga — ekki samt að því er snertir smávita, sem kunna að verða margir, heldur stóra vita á yztu höfðum, þar sem mik- il umferð er, eins og til dæmis að taka á Langanesi og Dyrhólaey, eða einhverjum öðrum stað á Suðurlandi, sem Hentugur kann að þykja. Sé það ekki gert, eugin slík áætlun búin til fyrirfram, er svo hætt við aðráðleysis kenni í byggingu vitanna, sem að sjálf- sögðu fara fjölgandi. I því efni ættu Islendingar að fara líkt að ráði sínu og Danir«, sagði hr. Brinch enn fremur. »þ>eir eiga það að þakka samstæðri áætlun, sem búin var til nógu snemma, að fyrirkomu- lagið á vitum þeirra er fyrirmynd um heim allan — að jafnvel veraldarinn- ar mesta siglingaþjóð, Englendingar, bera sig í því efni saman við Dani, og kannast við að þeir standi þeim ekki á sporði, sem er mjög mikill heiður fyrir jafnlitla þjóð. — Auðvitað væri það mál algerlega laust við áætlunina, hvenær slíkir vitar yrðu reistir eða fyrir hvaða fé. Með tímanum finnur stjórn Islands einhver ráð. Og í sam- bandi við fjárhagsatriðið er vert að að hafa það hugfast, að vitastjórn Danmerkur lætur sér einkar-ant um málið. því til sönnunar skal ég geta þess, að mér er kunnugt um að for- stöðumanni vitastjórnarinnar þótti það illa farið, að hann skyldi ekki geta sent ski'p hingað í sumar til þeirra rannsókna, sem ég hefi verið að fást við. iþessi áhugi kom líka áþreifan- lega fram í fyrra, þegar vitarnir hér við Faxaflóa voru reistir. Alþingi hafði veitt 11 þúsund krónur til þeirra og hafnarsjóður Reykjavíkur 7 þúsundir. Vitastjórnin útvegaði 14 þúsundir í viðbót úr ríkissjóði Dana, og er þar þó ekki talið með gufuskipið, sem sent var hingað með efnið til vitanna*. |>að leynir sér ekki, að hr. Brinch hefir sjálfur hinn mesta áhuga á vita- gerð hér við land, og fráleitt verður hann til að draga úr henni. Enda er hann nú orðinn allra manna kunn- ugastur bæði þörfunum og framkvæmd- ar-skilyrðunum. Frá Norvegi. Norskt höfðinfljasetur. Að fengnu leyfi hjá eigandanum að höfðingjasetrinu Tomb, Chr. Sissener stórþingismanni, fór ég frá Vestby- járnbrautarstöð um morguninn 19. á- gúst, áleiðis suður að Tomb, sem er við Víkina austanverða skamt fyrir innan Friðriksstað. Veður var inndælt; sólin skein feg- ur en nokkru sinni áður alt sumarið. Hafði rignt ákaft í þrjá dagana á und- an, svo að samgöngur heftust að meira eða minna leyti. I Kristjaníu rigndi 55 mm. Eimlestin gekk sinn vanalega, norskan' gang: hægt, en þó ekki »bítandi«. Norsku eimlestirnar hafa orð á sér að vera heldur hægfara í samanburði við eimlestir í flestum öðrum löndum; en engu að síður mundum vér þykjast garpar, ef vér hefðum önnur eins sam- göngufæri. jþegar ég kom til Tomb, var Sissener ekki heima; en hann hafði sagt ráðsmanninum sínum, áður en hann fór, að leiðbeina mér eftir þörfum. AðalíbúðarhÚ8Íð í Tomb, þ. e. húsið, sem Sissener býr í ásamt fólki sínu, stendur á dálítilli hæð hér um bil í miðri landareigninni, og er bæði stórt og afarskrautlegt. Frá loftsvöl- unum er yndislegt útsýni yfir landar- eignina og nágrennið. Á tvær hliðar liggur fagur lystigarður, prýddur alls konar skvautjurtum og trjám. Á þriðju hlið eru tvær tjarnir með lindi- trjám umhverfis. þar var fjöldi af öndum og gæsum, og tveir svanir, er lauguðu sig á víxl í vatninu og sólar- geislunum. Áfast við hina fjórðu hlið aðalíveruhússins var allstórt hús — úr timbri, — eins og það, er ráðsmaðtB og ráðákona höfðust við í ásamt húss- ins þernum. Mestur hluti vinnufólks- ins á heima langt frá. — Alt bar hér vott um, að um langan aldur hefði fæst verið til sparað að gjöra hér þægilegan og fagran bústað. Enda er Tomb gamalt greifasetur, og nú eitt hið allra-stærsta höfðingjasetur í Nor- vegi og að sögn bezt ræktað. Ráðsmaðurinn er ungur maður, bú- fræðingur frá Ási. Hann fylgdi mér fyrst í fjósið. það er í öðruoa enda á afarstórn byggingu, úr timbri að utan, með steingólfi og kölkuðum veggjum að innan. |>að er 70 al. langt, 25 al. breitt og 5 al. undir loft, og tekur 130 kýr, auk geldneyta og ungviðis. f>að sem ég tók fyrst eftir, var, að kýrnar voru mjög ósamkynja, og var auðséð, að ekki hafði verið lögð stund á að ala upp neinn óblandaðan kynstofn. Mest var þar af hollenzk- um kúm. J>ær eru stórar, beinaberar, svartflekkóttar að lit, og flestar stór- hyrndar. Mjólkurmerki hafa þær góð, enda sagði fjósráðandi að þær mjólk- uðu bezt af þeim kúm, sem þar voru. Talsvert var þar af tveímur hinum algangustu norsku kynstofnum, frá Raumaríki og jpelamörk, qg dálítið af Ayshire-kúm frá Englandi. Enn- fremur voru þar nokkrar sænskar kýr, sem ekki heyra til áðurnefndum kyn- stofnum. Að meðaltali mjólkaði hver kýr 3300 potta urh árið. Mjólkurbú (Mejeri) er í Tomb, og auðvelt að koma frá sér mjólkinni, enda mundi þurfa allmörg trog, ef fara ætti með hana á sama hátt og tíðkast hjá oss. Úr fjósinu gengum við út í hest- húsin, sem eru í öðrum endanum á sama húsinu. j>au eru tvö, annað handa óvöldum vinnuhestum, en hitt fyrir viðhafnarhestana. Vinnuhest- arnir voru 24, og litu allhraustlega út. Margir voru þeir af Guðbrandsdals- kyni. j>að eru fallega vaxnir hestar, jarpir að lit, svartir átagl og fax, um eða yfir 60 þml. á hæð. Yzt í sama enda hússins er hitt hesthúsið. j>að var með gluggatjöldum fyrir gluggum og fágað og sópað sem stofa væri. Hestar voru þar fimm, og ekki brúk- aðir nema þegar húsbóndinn eða kona hans eða börn þurfa að fara eitthvað í vagni. Yfir hvern þeirra var breidd ísaumsábreiða, til að taka á móti út- gufuninni og verja þá fyrir óhreinind- um. Tveir menn í einkennisbúningi gerðu ekki annað en hirða þessa 5 hesta og aka út í þarfir húsbónda og fólks hans. Nú gengum vér til svínahússins. j>að er að mestu úr sementsteypu og tekur 30—40 svín. I því voru nú að eins 22 svín. Ekki nokkra eina sauð- kind var þar að sjá, enda er sauðfé mjög sjaldgæftí suðausturhluta Norvegs. Akuryrkjan hefir útrýmt því. — þegar ég var búinn að skoða kvik- fénaðinn, fylgdi ráðsmaðurinn mér til garðyrkjumannsins. Hann stjórnar »ríki« útaf fyrir sig, beint undir Siss- ener, og hefir því ráðsmaðurinn ekkert yfir honum að segja. Hann sýndi mér alla garðana, sem virtust vera aZZ-fjölskrúðugir, en því miður þekti ég ekki meira en tíundu hverju plöntu. Fjöldi var þar af ýmsum eplatrjám, kirsiberjatrjám, mórberjatrjám, peru- trjám o. s. frv, Ennfremur voru þar ýmsar berjategundir, er ég þekti, svo sem jarðarber, rauðber, stikilsber og bringuber. I jurta-baðstofunum voru vínber og aðrir suðrænir ávextir. Hið eigiulega akurlendi, sem heyrir til höfðingjasetrinu Tomb, er um 620 vallardagsl. á stærð. Ræktuuaraðferð- in er 10 ára sáðskifti, þannig, að helmingurinn er notaður ár hvert sem engi (tún), og slegið einu sinni á ári, en hinn helmingurinn hafður fyrir ak- ur. Síðustu 5 árin hefir uppskeran verið að meðaltali hér um bil 400 tunnur af rúg, 900 tunnur af höfrum, 40—50 tunnur af hveiti, 50—60 tn. af baunum, 200 tn. af jarðeplum og 2500—3000 tn. af næpum. Heyafliun hefir verið um 3000 skippund; þar að auki er vanalega sáð höfrum og um- feðmingsgrasi í 30 dagsláttur, og er það slegið smátt og smátt, þegar líður á sumar, og gefið kúnum óþurk- að. Skógurinn, sem fylgir Tomb, er 2160 vallardagsláttur að stærð. Mest er þar af greni og furu, og nokkuð af birki og öðram lauftrjám. Að vetrin- um rekur Sissener sögun, í gufusög- unarvélum, er hann á sjálfur, og sér þannig um að útvega fólki sínu eitt- hvað að gjöra þá sem endrarnær. Auk þess, sem nú hefir verið talið, fylgja jörðinni 18 »hjáleigur«, þ. e. kof- ar með 3—6 dagsláttum hver af ræktuðu Iandi umhverfis, er húsmenn búa í með sínum fjölskyldum og hafa til afnota. Flesta daga ársins verða þeir að vinna í húsbóndans þarfir og fá lítið kaup, 50—60 aura á dag auk fæðis. Alls voru um 50 manna í Tomb, er gengu til vinnu. f>etta sýn- ist að vísu ekki svo mikið, þegar það er borið saman við hjúahald vort, en þess ber að gæta, að sökum hinna góðu verkfæra vinnur hér hver maður mörgum sinnum meira en ella. Til 1819 var Tomb greifasetur. |>á var eignin nærri því helmingi stærri en hún er nú. |>á var þar kirkja, er þjónað var af sóknarprestinum þriðja hvern sunnudag. Ennfremur lét hin seinasta greifafrú, sem var á Tomb, reisa þar alþýðuskóla, er hún ætlaði að mestu leyti fyrir heimilið. Nú er bæði kirkjan og skólinn eign sýslu þeirrar er Tomb liggur í. Tomb mundi nú ekki selt fyrir minna en 350—400 þúsund krónur. Eg gat þess, að Sissener var ekki heima, þegar að ég kom, en hann kom heim nokkru áður en ég fór. Hann er maður um fimtugt, meðal- maður á hæð, en gildur og íbygginn. Hann er sagður nokkuð strembinn, en ekki hefi ég af því að segja. Hann var mér mjög þægilegur, og hefi ég víst notið þess, að ég var íslendingur. Hann spurði mig mikið frá íslandiað fornu og nýju, og í hvaða erindum ég hefði siglt og hvort ég hugsaði til heimferðar, og s. frv. Loks sagði hann mig velkominn til sín aftur, ef ég ætti leið þar um í annað sinn. Nú var eimlestin að koma, svo að ég varð að fara, þó að mig sárlangaði til að standa lengur við; ég kvaddi því húsbóndann, en hann hafði látið sækja vagn með tveim hestum fyrir, er ég ók í niður að járnbrautarstöðinni. Revhaug í Yestby (pr. Kristjanía) 25. ágúst 1898. Guðjón Guðmundsson. Hafður fyrir rangri sök. Ut af áskorun prestafundar að Sauðár- krók 8.—9. júnl síðastl. til kirkjustjórnar- innar, sem birt er í 40.—41. tölubl. ísafold- ar þ. á., höfum vér undirskrifaðir sóknar- bændur í Þingmúlasókn, fyrir forgöngu sóknarnefndar, safnaðafulltrúa og annara helztu bænda, í dag haldið fuud að Þing- múla, til þess að vita hvort nokkuð það ætti sér stað, eða hefði átt sér stað í safn- aðarfélagi voru, sem réttlætt geti þann á- hurð á prest vorn, sira Magnús Bl. Jóns- son í Yallanesi, sem nefndur prestafundur ber fram. Oss var raunar hverjum fyrir sig ókunnugt um nokkra misklið hér milli safn- aða og prests. En með þvi vera mátti, að einbver minni háttar ágreiningur gæti átt sér stað milli einstakra safnaðarlima og hans, án þess aðrir vissu, þá höfum vér nú grenslast eftir sliku og leitað eftir hver við annan. Samkvæmt því sem vér þann- ig bæði áður vissum og sérstaklega nú í dag hefir berlega og einarðlega verið látið í ljósi á fundi vorum, lýsum vér hér með yfir því, að eins og séra Magnús ekki hefir átt í einu eÍDasta máli, hvorki smáu né stóru, við nokkurn mann hér í sókn síðan hann kom, eins er heldur ekki einu sinni í kyrþey nokkur ágreiningur til milli hans og einstakra sóknarmanna né safnaðarins i heild sinni. Þessa yfirlýsingu skorum vér á öll þau blöð að taka til birtingar, sem flutt hafa eða flytja hér eftir fregnir af nefndum prestafundi. Þingmúla 31. júli 1898. Benedikt Eyjólfsson á Þorvaldsstöðum (safnaðarfulltrúi og hreppstjóri). Jón Runólfsson á Stóra-Sandfelli (sóknarnefndarmaður) Finnur Bjarnarson á Cfeirólfsstöðum (sóknarnefndar-og hreppsnefndarmaður). Guðmundur Jónsson á Mýrum (sóknarnefndarmaður). Antonnrs Björnsson á Flögu (sýslunefndarmaður). Stefán Þórarinsson á Mýrum. Björn Antoníusson á Flögu. Jón Isleifsson á Hryggstekk (hreppsnefndarmaður). Finnbogi Olafsson á Arnhólstöðum. (oddviti). Einar Höskuldsson á Borg. Jón Jónsson á Borg. Einar Jónsson á Stóra-Sandfelli. Jón Björnsson að Þingmúla. Björn Árnason í Stóra-Sandfelli. Sigriður Jónsdóttir i Vatnsskógum. Vigfús Sveinsson á Stefánstöðum. Jón Jónsson á Hallbjarnarstöðum. Erlendur ísleifsson á Víðilæk. Hjörtur Stefánssoni Eyrarteigi. Einar Eyjólfsson í Litla-Sandfelli. * * * Út af áskorun prestafundar að Sauðár- krók 8.—9. júní síðastl. til kirkjustjórnar- innar, sem birt er i 40.—41. tölubl. ísafold- ar þ. á., höfum vér undirritaðir sóknarbænd- ur í Vallanessókn, sem erum staddir við hiskups-visitaziu að Vallanesi i dag, komið oss saman um að gefa svolátandi yfirlýs- ingu: Milli sóknarmanna i þessari sókn og sóknarprests vors, sira Magnúsar Bl. Jóns- sonar, hefir, svo vér til vitum, enginn ágrein- ingur, misklið eða óvinátta átt sér stað, þvi siður ófriður og málaferli, hvorki við einn eða fleiri. Þessa yfirlýsingu skorum vér á öll þau hlöð að taka til birtingar, sem flutt hafa eða flytja hér eftir fregnir af nefndum prestafundi um þetta atriði. Vallanesi 16. ágúst 1898. Jón Pétursson i Tunghaga. Arni Árnason i Hvammi. Jón Guðmundsson í Grófargerði- Sigurður Sigurðsson á Strönd. Vigfús Þórðarson á Eyjólfsstöðum. Guðmundur Sigbvatsson i Tunghaga. Jón Ivarsson í Sauðhaga. Stefán Einarsson á Gunnlaugsstöðum. Þórarinn Sölvason, Ulfstöðum. Vilhjálmur Jónsson á Gíslastöðum. Þorbjörg Oddsdóttir á Víkingsstöðum. Jón Guðmundsson á Freyshólum. Elisabet Sigurðardóttir á Hallormsstað. Að ofan-og framanritað eftirrit sé orði til orðs rétt eftirrit af mér sýndu frumriti með eiginhandar undirskriftum, vottast hér

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.