Ísafold - 28.09.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.09.1898, Blaðsíða 3
235 með notarialiter, eftir nákvæman saman- burð. Notarius publicus í Suður-Múlasýslu. p. t. Ketilsstöðum, 19. ágúst 1898. A. V. Tulinius. t tdráttur úr biskupsvisitazíu að V allanesi, 19. ág. 1898. Viðstaddur var sóknarpresturinn síra Magnús Bl. Jónsson í Vallanesi, sóknar- nefndarmennirnir Jón bóndi Ivarsson i Sauð- haga, Sigurður bóndi Sigurðsson á Strönd, Þórarinn bóndi Sölvason á Úlfsstöðum og allur fjöldi sóknarbænda. Enn fremur úr Þingmúlasókn safnaðarfulltrúinn Benedikt Eyólfsson breppstjóri áÞorvaldsstöðum, og sóknarnefndarmennirnir Finnur Björnsson a G-eirólfsstöðum, Guðmundur Jónsson á Mýrum og fjórir aðrir sóknarbændur. Með hinum venjulegu spurningum til prests og safnaða grenslaðist biskupinn eft- ir kristilegu ástandi safnaðanna, skyldurækni prestsins, samvizkusemi bans í embættis- færslu, samkomulagi hans við söfnuðinn og allri framkomu. Presturinn lýsti yfir' á- nægju sinni yfir safnaðarlifinu og fram- komu safnaðarins gagnvart sér. Sömuleið- is báru söfnuðir beggja sóknanna prestin- um bezta vitni um öll fyrgreind atriði og lystu sérstaklega yfir, að sá áburður um ó- friðsemi, sem opinberiega hefir komið fram um hann, væri með öllu ástæðulaus. Einn viðstaddur utanþjóðkirkjumaður, hrepps- nefndaroddviti Nikulús Guðmundsson í Arnkelsgerði, lýsti yfir, að stofnun utanþjóð- kirkjusafnaðarins stafaði alls eigi af neinni óvild, kala eða missætti við sóknarprestinn, og að enginn ófriður hefði siðan átt sér stað þeirra á milli. Hallgr. Sveinsson, Magnús BI. Jónsson, Jón lvarsson, Sigurður Sigurðsson, Þórarinn Sölvas., Benedikt Eyjólfsson Finnur Bjarnarson, Guðmundur Jónsson, Vigfús JÞórðarson, Helgi Jónsson, Nikulás Guðmundss., Friðr. Hallgrimss. Rétt eftirrit staðfestir : Vallanesi 19. ágúst 1898. Magnús Bl. Jónsson. Að gefnu tilefni vottast hér með, að mér er það með öllu ókunnugt, að nokkur óánægja eða ósamlyndi hafi átt sér stað milli sira Magnúsar Bl. Jónssonar í Valla- nesi og sóknarmanna hans, enda hefir al- drei verið kvartað um slíkt af safnaðarfull- trúum á héraðsfundum, eða öðrum sóknar- nefndarmönnum klutaðeigandi j>rests. Hólmum 19. úgústl898. Jóhann L. Sveinbjarnarson prófastur í Suður-Múlaprófastsdæmi. Póstþjófnaðarmálið. Láðst hefir eftir að akýra frá öðr- um landsyfirróttardómi í því máli (en þeim gegn Vilh. Knudson), uppkveðn- um 27. júní þ. á. gegn Gisla, Gíslasyni fyrrum pósti á Breiðabólsstað í Skafta- fellssýslu. Hann hafði verið dæmdur í hóraði 19. okt. þ. á., af sýalumanni Skaft- fellinga, í 4 x 5 daga fangelsishegningu við vatn og brauð og til að greiða all- an málskostnað, þar með talin varð- haldskostnað, og til svaramanns (Ingim. Eríkss. dbrin.) ð kr. f>ennan hóraðsdóm stað/esti yfirrétt- ur algerlega, og dæmdi stefndaennfrem ur til að greiða allan af áfrýjun máls- ins leiðandi kostnað, þar með talin máls- færslulaun til sækjanda og verjanda fyrir yfirrétti, H. B. og H. Th., 10 kr. til hvors. Gísli þessi hafði verið grunaður um að vera valdur að ýmau meiri háttar peningahvarfi á suðurlandspóstferðun- um veturinn 1895—96, en ekkert sannast upp á hann, heldur að eins sviksamleg meðhöndlun á einu 50 kr. peningabréfi, er sent var frá Kálfafells- stað í nóvember 1895 (frá þorsteini Arasyni á Keynivöllum til Ara Ara- sonar í Rvík). Bréf þetta afhenti hann ekki fyr en nær 4 mánuðum eftir, ekki fyr en honum var kunnugt orðið að upp var komið að það hafði ekki komið til skila, og bjó þá til langa sögu um, hvernig á því stæði (gleymt í kápuvasa hans), en komst þar alger- lega í bága við framburð vitna í mál- um, svo sem nánara verður frá skýrt í næsta bl. Stýriinannaskólinn. Landshöfðingi skipaði 12. þ. mán. Pál Halldórsson annan kennara við Stýrimannaskólann, frá 1. okt. þ. á. að telja. Skipstrand f>ilskipið »Blue Bell«, 19 smál. að stærð, eign Einnboga G. Lárussonar í Gerðum syðra (áður lengi eign f>. Egilssonar kaupmanns íHafnarf.), rak upp á Leirunni í stórviðrinu í fyrra kveld og fór nær því í spón, var ný- komið hóðan að innan úr Rvík með vörur og færur manna. Einn drukkn- aði af skipshöfninni, Einar bóndi Jóns- son frá Endagerði, en hinum 3 varð bjargað. Laugarnesspítalinn. Nú er spítalalæknirinn kominn að norðan, hr. Sæmundur Bjarnhéðinsson. Ráðsmaðurinn, hr. Guðm. Böðvars- son, er nú að koma þar fyrir innan- stokksmunum þeim, er komu til spí- talans frá Khöfn með Vestu og hún tafðist við 2—3 daga að koma á land þar inn frá. Töluverð aðsókn er að skoða spltalann um þessar mundir, og væri betra að menn gerðu minna að því, meðan nóg er að vinna að koma öllu í lag; enda mun hugsað til að verja heldur 1—2 dögum til að sýna stofnunina rétt áður en verður farið að nota hana, en það á að verða 11. okt. Nú eru umsóknir komnar langt fram úr 60. Heiðurssamsæti var þeim haldið hér í Iðnaðarmanna- húsinu í fyrradag, mannvirkjafræðingun- umA.P. Hanson og F.N. Brinch, fyrir forgöngu alþingisforsetanna (biskups H. Sveinssonar, landfóg. A Thorsteins- sonar og lektors f>órh. Bjarnas.) o, fl., að viðstöddum nær 40 mauna, þar á meðal landshöfðingja, landlæknis og ýmsra embættismanna annara, kaup- manna, blaðamanna og ýmsra annara. Er. Hallgrímur biskup mælti fáein orð fyrir minni konungs. Björn Jónsson ritstj. mælti fyrir minni heiðursgestanna, tjáði þeim þakkir vorar fyrir starf þeirra hér í sumar og áður, undirbúning mjög svo mikilsverðra framfaramála vorra, rit- simalagningarinnar og nauðsynlegrar vitagerðar umhverfis landið. Mintist á, hve mjög það mundi horfa landi og lýð til hagsmuna, andlegra og efna- legra, ef önnur eins fyrirtæki og þau kæmust til framkvæmdar, og vér hlyt- um því að vera brautryðjendum þeirra þakklátir, heiðursgestunum báðum, er vafalaust mundu hafa leyst verk sitt vel og dyggilega af hendi, þótt vér kynnum eigi um slíkt að dæma fyrir vanþekkingar sakir á slík- um hlutum, auk þess sem annar þeirra að minsta kosti, hr. Brinch, og ef til vill þeir báðir, hefði gert miklu meira en til var ætlast upphaf- lega. Vók sérstaklega orðum að því, hve mikið almenningi fyndist til um framgöngu hr. Hansons, um hið vask- lega, há-íslenzka ferðalag hans, og hve vinsæll og vel kyntur hann væri hér frá fyrri tímum, frá því hann kom hór fyrst fyrir 14 árum, og samdi sig þá svo ótrúlega fljótt og vel að siðum vorum og háttum, nam tungu vora á örskömmum tíma o. s. frv.; nefndi loks ferðalag hans fyrir 3 árum fót- gangandi norðan frá Akureyri suður í Rvík til þess að kanna hentugasta raddsímaferil á þeirri leið, rétt að gamni sínu eða að minsta kosti alger- lega á sinn kostnað. En þótt vér hefðum haft skemri og minni kynni af hr. Brinch, gætist oss eigi síður mætaval að honum, Og væri oss kunn- ugt um þá báða, að þeir ynnu landi voru ogbæru framfarir þess fyrirbrjósti. Heiðursgestirnir þökkuðu fyrirminn- ið, hr. Hanson að nokkru leyti á ís- lenzku. Hr. Brinch mælti um leið fyrir minni Islands og kvaðst þess fulltrúa, að því yrði mikilla og góðra framfara auðið, óskaði, að það fengi að búa í friði að sínu og njóta hinna miklu auðsuppsprettna, er í sjónum felast umhverfis strendur þess. Hr. Hanson þakkaði innilega fyrir alla hina miklu alúð og vinsemd, er hann hefði átt hér að fagna fyr og síðar, og tók það sérstaklega fram um ritsímamálið, að hann hefði fyrir sitt leyti góða von um og trú á því, að það hefði framgang. Forstöðumenn Ritsímafélagsins norræna, sem legðu sig af alefli fram um að hrinda mál- inu áleiðis, væru enn vongóðir um, að Bretar legðu fram sinn skerf til þess, og þá mundi því borgið. En hvað sem því liði, þá mundi fólagið ekki gefast upp fyr en í fulla hnefana; því væri þetta hið mesta áhugamál. Heiðursg.jöf úr styrkjarsjóði Chr. konungs ní- unda hafa þeir fengið þ. á.,Arnibóndi þorvaldsson á Innra-Hólmi og Vigfús bóndi Jón8son á Vakurstöðum (N.- Múl.), 140 kr. hvor, fyrir framúrskar- andi dugnað og framkvæmdir í jarða- bótum. ------- Lausn frá prestsskap hefir landshöfðingi veitt 12. síra Lúðvig Knudsen á þóroddsstað í Köldu- kinn frá 30. júní 1898 að telja án eptirlauna. Brauð veitt. Landshöfðingi veitti Landeyjaþing- 12. þ. mán. síra Magnúsi þorsteins- syni aðstoðarpresti þar. KENSLUBÆKUR þessar fást í bókverziun Isafoldarprentsmiðju (Austurstræti 8). Balslevs biflíusögur í bandi . . kr. 0,75 Dönsk lesbók eftir Sveinbjörn Hallgrímsson, í bandi . . — 1,30 Dönsk lestrarbók eftir Þorleif Bjarnason og Bjarna Jónsson — 2,00 Enskukenslubók, ný, eftir H. Briem, í bandi . , . . — 1,00 Sama bók í kápu .... — 0,75 Enskuuámsbók eftir Jóh A. Hjaltalín, (1897), í bandi . — 1,00 Fjörutíu tímar í dönsku (Þ. E.) í baudi .... — 1,30 Hugsunarfræði eftir Eir. Briem f kápu......................— 0,50 íslands lýsing eftir H. Kr. Frið- riksson í kápu..............— 0,50 íslands saga (Þ. B.). . . . — 1,25 LandafræSi Erslevs, hin stærri, í bandi.....................— 1,50 Lisco, Postulleg trúarjátning — 2,60 Kirkjusaga H. Hálfdánarsaonar í bandi (öll)...............— 4,00 Mannkynssaga, ágrip Páls Mel- steðs, í bandi .... — 3,00 Dönsk orðabók ný. Aðalhöfund- ur Jónas Jónasson, f bandi — 6,00 Prédikunarfræði H. Hálfdánar- sonar, í kápu .... — 0,60 Siðfræði H. Hálfdánarsonar, í b. — 4,00 13’ Pappír, ritföng o. fl. Alt með bezta verði. L. E. Lílfssoiar skóyerzlun 3 Infrólfsstræti 3. Hefir fengið miklar birgðir af alls kon- ar skófatnaði með »Vestu« svo sem: Kvennskó af mörgum tegundum Drengjaskó, unglingaskó fleiri teg. Morgunskó, karlm. kvenna og barna Flókaskó, barnaskó af 8 tegundum Barnastfgvél, bnept og reimuð Drengja- vatnsstígvél á 5,50—6,50 Ennfremur hefi ég töluvert af karl- mannsskóm tilbúnum á vinnustofuminni o. m. fl. f>rjú lagleg herbergi ásamt að- gangi að eldhúsi til leigu frá 1. nóv. þessa árs. Semja má við D. Östlund. Fyrirlestnr um opinberunarbók- ina í templarahúsinu á sunnudaginn kl. 6^ síðdegis. Aðgangur a ð e i n s með miðum. D. Östlund Undirskrifuð tekur að sér að veita stúlkum tilsögn í ýmsum hannyrð- um. Sophia Finsen. Uppboði því, er auglýst var að hald- ið yrði 26. þ. m. hjá Thomsen, Christ- ensen og Zimsen kaupmönnum hér í bænum, ereftir samkomulagi viðnefnda kaupmenn frestað til fimtudags 6. okt. næstk. kl. 11 f. hád. Bæjarfógetinn íReykjavík 27.sept.1898. Halldór Daníelsson. Uppboösauglýsingf. Á opinberu uppboði, sem haldið verður þriðjudaginn 4. n. m. kl. 12 á hádegí hjá holdsveikraspítalanum í Laugarnesi, verður eptir beiðni banka- stjóra Tr. Gunnarssonar selt tómar kalktunnur, kassar, stigar, borð, búkk- ar, plankar o. fl. Söluskilmálar verða lesnir upp á uppboðsstaðnum. Bæjarfógetinn í Reykjavík 27.sept.1898. Halldór Daníelsson. V esturamtsbókasafnið. Hingað til hafa menn utan Stykk- ishólms eigi mátt halda bókum úr bókasafni Vesturamtsins lengur en 3 mánuði í senn, og venjulega hefirsama manni eigi verið lánað nema 3 bækur í einu. Nú er sú breyting gjörð á útlána- reglum safnsins, að meun utan Stykk ishólms geta haldið sömu bókunum 1 missiri í einu, og mega búast við að fá fleiri bækur en 3 lánaðar í senn, eftir nánari ákvörðun stjórnarnefndar- innar. Fyrir hönd stjórnarnefndar safusins. Stykkishólmi 27. ágúst 1898. Lárus H. Bjarnason. Eins og að undanförnu veiti ég stúlk- um tilsögn í alls konar hannyrðum. Einnig fæst hjá mér alls konar efni til hannyrða. Öll áteikning á ísaums- stykki er fljótt, billega og vel af hendi leyst. IngibjörgrBjarnason. Y firréttarmálafærslumaður ODDUR GISLASON er fluttur í Mjóstræti (hús Guðm. Ól- sen). Skrifstofutími kl. 9—12 og 4—6. LAUKUR kominn með »Vesta« fæst hjá ______________H. J. Bartels. Storhýsi iil áota fyrir sjónleiki, dansskemt- anir, lyrirlestra, félagasam- komur; fæst gott húsrúm. Semja má við W. 0. BREIÐFJÖRÐ.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.