Ísafold - 29.10.1898, Page 1

Ísafold - 29.10.1898, Page 1
Kenuir tit -ýmist einu sinni ,e<5a tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */» doll.; borgist fyrir miðjan júlj’ (erlendis fyrir fram).j ISAFOLD. Uppsögn (skrit'leg) bunum við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXV. árg. Reykjavík, laugardajfinn 29. október 1898. 67. blað. Forngripatíttfnopið mvd.og ld. kl.ll—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11-—2. Bankastjóri við ll1/2—l’/a.ann- ar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundn lengur (tjl kl.S) md., mvd. og Id. til útlána. Póstskipið Vesta væntanl. 31. þ. m. Gufub. Skdlholt væntanl. í dag. Póstar fara: vestur 2. nóv., norður 3 og austur 5. Hvers vegna er Safamýri ekki endurbætt? Eftir Sigurð Guðmundsson i Helli. I. Margir hafa spurt á þessa leið. Og þegar eingöngu er litið til þess, sem hefir komið um það mál opinberlega, þá er engin furða.þótt menn spyrji þannig.því eftir því að dæma mætti ætla, að það væri ófyrirgefanlegt skeytingarleysi, að endurbæta hana ekki hið bráðasta. En Safamýri hefir fleiri hliðar en hina einu glæsilegu, sem sýnd hefir verið, nefnil. að hægt sé að gjöra hana að ágætu engi með tiltölulega litlum kostnaði; hún hefir líka skuggahlið og hann nokkuð dökkleita. Virði maður þá hliðina vel fyrir sér, koma þeir annmark- ar í ljós, að endurbótin verður torsótt og arðurinn rýr, að tiltölu við kostnaðinn. Að vísu hefi ég ekki ætlað að verða til þess, að lýsa þessari hlið Safamýr- ar. En mér finst nauðsyn bera til þess bæði til að skýra málið og þar tteð svara fyrnefndri spurningu, og svo til þess að gjöra breytingartillögu við málið, því að öllum Iíkum er Safa- toýrarmálið dautt að öðrum kosti. Safamýri er, svo sem kunnugt er, svo vatnsmikil og gljúp, að naumast er hægt að stunda heyskap í henni. Vatnið sækir aðhenni á alla vegu. |>að kemur að sumu leyti úr vötnum þeim sem liggja að austur- og suðurhliðum hennar, en það eru Bangárnar báðar, J>verá og Markarfljót, þegar það ligg ur í f>verá. En að sumu leyti er það rigningavatn, sem rignir í hana og rennur í hana úr mýrum þeim, er liggja fyrir öllum norðurjaðri henn- ar. f>etta rigningavatn er margoft svo mikið, að það yfirgnæfir flóðið úr vötn- Unum. Að vestan flæðir Frakkavatn og Kúlfalækur dálítið inn á mýrina, þegar rigningatíð er og mikil fylli er f þeim. Vmsar uppástungur hafa verið gjörð- ar um það, hver væri líklegust leið til að þurka mýrina. Aðgengilegastar eru tillögur þeirra búfræðinga, sem bezt hafa skoðað hana, Ólafs Olafs- sonar og Sæmundar Eyjólfssonar. |>að er að hlaða flóðgarð með fram vötn- unum og skera skurði eftir mýrinni. En annmarkar eru þó á þessu. Við flóðgarðinn það, að hann verður að standa mestallur í mjög blautu og fúnu mýrarfeni, sem enginn fastur botn finst f, og hafa hann úr ónýtu efni (nema það væri flutt að langa leið); er þvf óvíst, hvernig endingin verður. |>ess konar flóðgarður var gerður fyrir 15 árum, og ónýttist hann því nær að vörmu spori, aðallega af þv:í, að hann sökk og hvarf ofan í hinn gljúpa jarðveg. f>egar ég kom hingað tveimur árum eftir að flóðgarðurinn hafði verið hlað- inn, var hann á mörgum stöðum horf- inn, og nú sést lítið eftir af honum. Sannar hann því ekkert í þá átt, að sams konar flóðgarður geti dugað í dýpstu flóðunum. En á framskurð- inum er sá mikli agnúi, að nægan halla vantar. Koma skurðirnir því ekki að góðum notum, og sízt ef vatn- ið getur runnið viðstöðulaust inn á mýrina alstaðar að norðanverðu og fylt skurðina jafnóðum. Kostnaðinn að hlaða flóðgarð meðfram vötnunum og einn skurð eftir endilangri mýrinni norðanverðri áætla nefndir búfræðingar um 12—14000 krónur. Sumir halda, að tiltækilegra sé að veita vötnunum frá Safamýri fram í sjó beinustu leið, sinn forna farveg fram Hólsá. En til þess að þau gjörðu þá ekki stórspell á öðrum stöðum, yrði að hlaða traðir fyrir þau á aðra mílu að lengd. Hvað það kostar, má ímynda sér á því, að S. E. sagðist þora að fullyrða, að ekki kostaði minna en 23,000 kr. að hlaða í einn ós á þeirri leið, Djúpós, sem næst liggur mýrinni. Stungið hefir verið upp á að grafa niður vötnin fram í *ljó, með gufubát, sem mokaði upp botninn; en ekki mun það tiltækilegra. Botninu í vötnunum erásífeldri hreyf- ingu, vegna hins mikla sandburðar, sem í þeim er, og stöðugt kemur í þau, úr þeim héruðum, sem er að blása upp. Mundi botninn því slétt- ast út jafnóðum aftur. Auk þess er hallinn á vötnunum svo lítill fram í sjó, að ekki kemur að notum að grafa þau niður til muna. Eun hefir verið stungið upp á að ausa upp vatníð úr Safa- mýri með dælum; það mundi og kostn- aðarsamt, því að fyrst yrði að hlaða flóðgarð umhverfis mýrina til að veita vatninu frá henni, og grafa skurði eft- ir henni, ef dælan ætti að koma að notum. ' II. |>annig kemur í ljós, að endurbót Safamýrar er miklum annmörkum bund- in og æðikostnaðarsöm. En mundi þá koma mikið í aðra hönd, ef hún væri endurbætt? Já, að vísu, en miklu minna þó en látið hefir verið, eða búast mætti við, og eru til þess þessar orsakir. I fyrsta lagi það, að nóg mun að gjöra ráð fyrir, að 20,000 heyhestar fáist af Safamýri að jafnaði af meðal- bandi, ef hún er öll slegin, í stað þess að það hefir verið talið 40,000 hestar (sjá ísafold ár 1891 nr. 102, ár 1893 nr. 23 og ár 1895 nr. 93 og víðar). Að vísu er ekki hægt að segja um þetta með vissu, eu nokkur rök get eg þó kornið með fyrir því, ef á þarf að halda. í öðru lagi það, að heyið úr Safa- mýri er að öllu samanlögðu fráleitt meira en í hálfgildi við töðu, sem því er þó líkt við. Eg veit vel, að á sum- um stöðum í mýrinni er grasið mikið gott og líkist ef til vill töðu. Sérstak- lega í Bjólumýrinni, og meðfram vötn- unum, og þar setn þau flæða oftast yfir, er það bæði mikil og góð gulstör, og sömuleiðis er grasið gott í blett- um til og frá um mýrina, einkum þar, sem balar eru; en f öllum hinum raörgu og miklu flóðum er grasið mest stórgerð blástör og horblaka, og reyn- ist það hey mjög lélegt til fóðurs, sérstakléga fyrir mjólkurkýr og hesta. Ef heyið úr Safamýri er fyrst helm- ingi minna og aftur helmingi lakara en ráðgjört hefir verið, þá gjörir það nokkurt strik í reikninginn. I þriðja lagi er það, að ef hlaðið er svo fyrir mýrina, að vötnin hætta að flæða yfir hana, þegar vöxtur er í þeim, þá hættir hún að spretta eins vel og hún hefir gert. En að ná vatni yfir hana með reglubundnum vatnsveitingum er sérstökum annmörk- um bundið. Einkum vegna þess, að balarnir, sem eiginlega eru slægju- blettirnir í Safamýri, og eru til og frá um alla mýrina, liggja flestir tölu- vert hærra en flóðin. Væri því erfitt að ná vatninu yfir þá, því nú flæðir ekki yfir þá nema í hæstu flóðum; en þeir balar, sem vötnin ná ekki að flæða yfir, eins og nú er, eru venju- legast snöggir. jpessi hæðarmunur á jarðvegi balanna og flóðanna er mest- ur í Vetleifsholtsmýrinni. í fjórða lagi er það, að vegurinn til Safamýrar er alstaðar að bæði lang- ur og mjög vondur, svo þsss vegna er harðsótt fyrir þá, sem hlut eiga í mýrinni, að 3ækja heyskap í hana, og fáir aðrir vinna til þess að jafnaði, þótt slægjan sé boðin á 10 aura kapall- inn eða jafnvel fyrir ekki neitt. Bjólu- mýrin er þó undanskilin þessu, enda er hún langbezt að öllu leyti. Safamýri fylgir 3 jörðum. Bjólu hér um bil £ hluti, Vetleifsholti £ mýrin og Hábæ hér um bil i hluti. En á öllum þessum jörðum eru mörg afbýli, svo að á Bjólu eru 3 búendur, á Vetleifsholti 12 búendur og á Há- bæ (þykkvabæ) 39 búendur. þykkbæingar eru því nær hættir að heyja í Safamýri. f>eir hafa nú í tvö sumur ekki slegið eitt högg í henni, að fráskildum einum manni nú í sum- ar, Sveini í Vatnskoti. Kemur þetta mest af því, að vegurinn til mýrar- innar inn yfir öll vötnin er lítt fær, og líka af því, að mikið flæðir á þeirra mýri úr vötnunum, enda er hún nær öll óslegin. f>ykkbæingar hafa líka betri slægjur nær sér á milli vatna; þaun heyskap þeirra er ekki rétt að telja úr Safamýri, eins og gert hefir verið, því það á ekki skylt við hana að neinu leyti og þær slægjur mundu ekkert batna fyrir jarðabótina í Safa- mýri. í Vetleifsholtsmýrinni er meiri hluti balanna sleginn að jafnaði og kring- um þá, þar sem grynningar eru; en flóðin, sem er meiri hlutinn, eru venju- lega óslegin. Úr Vetleifsholtshverfinu er vegurinn til mýrarinnar langur og vondur, ein- læg mýri, naumast fær, og yfir Flóða- keldu, sem liggur með öllum norður- jaðri Safamýrar er varla leið að kom- ast með hesta. Ekki er hægt að gera veg niður að mýrinni, því enginn ofaníburður er til og enginn steinn nærlendis, enda þyrfti þá marga vegi, og sami bóndinn gæti ekki komist af með minna en 2—3 vegi, vegna þess að mýrinni er allri skift í skákar, svo að slægjur hvers eins eru á fleiri stöðum en einum. Lík- legasta ráðið væri að bæta veginn dá- lítið með mörgum skurðum niður að mýrinni. Ekki er heldur hægt að gera vegi yfir Flóðakeldu, því engin er landtaka hvorugum meginn, svo að einlægt verð- ur ófært til endanna. f>annig væri, ef gera ætti vegi um Safamýri, að þá mættu þeir hvergi enda. f>ví að hvergi er svo harður bali, að ekki vaðist nið- ur úr honum með mikilli umferð. Flóðakeldu hafa Vetleifsholtshverfing- ar þó neyðst til að brúa á 8—10 stöð- um árlega, með þeim hætti, að balarn- ir hafa verið skornir upp í brýrnar og tyrft yfir þær með stórum torfum (þjósum), en nú eru balarnir í keld- unni og í kring um hana upp skornir, svo naumast er hægt að brúa hana með þessum hætti lengur. (Niðurlag). Hugsunarfesta Guðm. Friðjónssonar. Hann hefir að nýju sent mér kveðju í »l8landi« snemma í þessum mánuði. f>egar ég nú svara honum fáum orð- um, er ég að vona að umræðum okk- ar *út af »Leysingar«-greinunum geti verið lokið frá minni hálfu. Ef ísafold hefði verið í nokkurum vandræðum með að finna stað um- mælum sínum um vaðalinn og vit- leysuna, þá hefði ekki verið með öllu ástæðulaust fyrir hana að þykja hálf- vænt um þessa síðustu grein G. T.; því að leitun er á öðru prentuðu máli vanhugsaðra og vaðals-kendara. í lok greinar sinnar gefur G. F. ljóslega í skyn, að ísafold hafi enga ástæðu getað haft til þess að fara að- finningarorðum um ritstörf Jóns vinnu- manns Stefánssonar en þá, að hann bafi »kritíserað Einar skáld Hjörleifs- son« — hvar eða hvenær skal ég láta ósagt, því að ég hefi hvergi orðið þeirr- ar »kritíkar« hans var. Ég geng að því vísu, að þetta sé ekki persónuleg illkvitni. Og þá verð- ur enginn annar skilningur í það lagð- ur en sá, að Jón þessi Stefánsson hafi ekkert það aðhafst, sem sanngirni só í að aðfinningum sæti. En áður í greininni fer hann þung- um orðum um það, að ég skuli ekki hafa tekið til greina þau orð sín, »að Jón hafi unnið til óhelgú. Eins og öllum heilvita mönnum hlýtur að liggja í augum uppi, er þetta tvent svo andstætt hvort öðru, að því verður ekki með nokkuru lifandi móti komið heim. Hafi Jón Stefánssou ekkert vítavert gert, þá hefir hann sannarlega ekki •unnið sér til óhelgi«. Hafi hann »unnið sér til óhelgi«, þá hefir hann gert eitthvað vítavert. Vilji Guðm. Friðjónsson láta svo lítið að hugsa sig ofurlítið um, áður en hann sezt niður til að svara mér næst, þá hlýtur honum að skiljast þetta. f>að er, vona ég, ekki flóknara en svo, að hvert mannsbarn, sem kann íslenzku, hlýtur að skilja það. En meinið er, að G. F. finst engin þörf á að hugsa sig um. í hans aug- um er það sýnilega óverulegt, óþarft aukaatriði, hvort nokkurt vit eða

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.