Ísafold - 29.10.1898, Blaðsíða 2
266
hugsun er í því, sem skrifað er. Hitt
er aðalatriðið, eina atriðið: að menn
— skrifi!
Um þetta atriði er einmitt allur
meginhluti greinar hans.
Hugsunarþráðurinn hjá honum er á
þessa leið:
•Vísindin kenna oss, að börnum sé
holt að gráta, hlæja, hósta, hnerra og
baða út öngunum«. |>að er einmitt
þetta — í andlegum skilningi auðvit-
að — sem mentunarlitlir menn, sem
rita fyrir almenning, eru að gera:
gráta, hlæja, hósta, hnerra og baðaút
öngunum. Og hver sem amast nokk-
uð við þessum gráti, hlátri, hósta,
hnerra og anga-útböðun, *hann sýnir
framför einstaklingsins banatilræði og
réttir fram höndina til þess að drepa
þjóðmenninguna*. Og með engu móti
má neinn vera að gera sér grein fyrir,
hvað sé »góð viðleitni« og hvað sé
»framhleypni og flónska*: því að það
er »fárra meðfæri, annara en sögunnar
sjálfrar, að draga merkilínunna milli
þessara hugmynda«.
Já — auðvitað kæmi það sér vel
fyrir þá, Guðmund Friðjónsson, Jón
Stefánsson og aðra menn af þeirra
tægi, að mega »gráta, hlæja, hósta,
hnerra og baða út öngunum« óáreittir
— að mega að ósekju bera á borð
fyrir þjóðina hverja dómadagsvitleysu,
sem þeim þóknast — að hafa ótak-
markað frelsi til að svívirða verk og
sannfæring annara manna, en vera
sjálfir undanþegnir öllum »útásetn-
ingum«!
En fyrsta skilyrðið fyrir því, að
Guðm. Friðjónsson fái þessa megin-
reglu viðurkenda, er að sjálfsögðu það,
að hann fari sjálfur eftir henni.
Og hvernig fer hann ekki með ræf-
ils-Jón?
Svar: Skammast út af því, að ég
skuli hafa farið á slíku »handahlaupi
og höfrunga yfir hðilar málsgreinar«,
að sleppa þeirri staðhæfing hans, »að
Jón hafi unnið sér til óhelgi«!
Er hann nú ekki með þessum um-
mælum að sýna framför Jóns banatil-
ræði og rétta frara höndina til þess að
drepa þjóðmenninguna? Ætli það
hefði ekki verið nær fyrir hann að
bíða eftir því, að mannkynssagan
hefði úr því skorið, hvort »viðleitnin«
hefði verið »góð« hjá Jóni, eða það
hefði verið »framhleypni og flónska*
af honum að dæma Shakspeare leir-
skáld?
í sömu greininni, sem hann, fyrstur
manna á jarðríki, heldur fram þeirri
meginreglu, að ritstörf mentunarsnauðra
manna eigi að vera undanþegin útá-
setningum, verður hann sömuleiðis
fyrstur manna til að rjúfa hana. Hvað
vill hann þá? Hvað er það sem fyrir
honum vakir?
f>að mun þó aldrei vera það, að
reglan eigi við hann einan, Guðmund
Friðjónsson? Að Jón Stefánsson vinni
sér til óhelgi, þegar hann bullar, en
Guðm. Friðjónsson megi »gráta, hlæja,
hósta, hnerra og baða út öngum« á
prenti, án þess nokkur lifandi maður
hafi rékt til að benda öðrum á óhljóð-
in og gauraganginn?
Sé svo, held ég það só með öllu
vonlaust fyrír G. F. að fá aðra menn
en sjálfan sig til að viðurkenna
regluna.
Ég segi fyrir mig ég afsegi að gera
það ódæmdur.
E. H.
Stafsetningar-samþyktin.
Hún hefir aldrei verið birt í ísafold,
stafsetningarsamþyktin, sem Blaða-
mannafélagið kom sér saman um í
vor og sendi ýmsum málsmetandi
mönnum til álita og samþykkis, svo
sem skýrt hefir verið frá áður, og þess
getið um leið, hve ágætar undirtektir
hún hefir fengið. Nú hafa ýmsir, er
samþyktin var ekki send, en hafa
heyrt og lesið nokkra deilu út af henni,
óskað eftir að sjá hana birta í blað-
inu, og er sjálfsagt að verða við jafn-
eðlilegri og sanngjarnri ósk, auk þess
sem það er beinust leið og handhæg-
ust til að afla henni almenns fylgis.
Hefir að vísu samþyktarstafsetning-
unni verið fylgt hér í blaðinu fram
undir 4 mánuði, svo að almenningur
er orðinn henni nokkuð kunnugur
þann veg; en hitt er skilmerkilegra.
Mark og mið frumkvöðlanna að
samþykt þessari var ekk að koma á
nýrri, íslenzkri stafsetningu, og ekki
heldur hitt, að fá tekið upp það eitt,
er allir málfróðir og ómálfróðir rithöf-
undar vorir játuðu rétt vera — þá
hefði vitanlega orðið að bíða með
hanaþangað til daginn eftir dómsdag,
— heldur vildu þeir gera tilraun til
að koma af stafsetningarglundroðan-
um hjó oss með því að binda sem allra
flesta ritmenn vora í félagsskap um
að halda trygð við skólastafsetninguna,
sem svo er kölluð, með þeim einum
afbrigðum hér um bil, er reynslan
bendir á að hafi mest fylgi skynbeztu
manna á það mál. f>að eru fáeinar
firrur í skólastafsetningunni, er mönn-
um hafa geðjast svo illa alla tíð,
að vonlaust var um gott samkomulag,
ef þeim væri haldið. |>ær var því
sjálfsagt að nema burtu, enda óverj-
andi orðnar eftir að frumkvöðull þeirra
og meginmáttarstoð, dr. Konráð Gísla-
son, hvarf frá þeim. Auk fáeinna smá-
atriða, er hverjum heilskygnum manni
liggur í augum uppi, að rangt er far-
ið með í skólastafsetningunni.
Samþyktin er í 11 greinum, »g lýt-
ur meiri hluti þeirra að því, að halda
verndarhendi yfir ýmsum atriðum
skólastafsetningarinnar, þeim er brytt
hefir á tilhneiging hjá einstökum
mönnum til að hverfa frá eða hringla
með, en án minstu vonar um alment
fylgi, enda alveg að þarflausu, að dómi
samþyktarmanna, eða beinlínis rang-
lega.
Samþyktina má að því leyti til
greina í tvo kafla: íhaldsfyrirmælin
(við skólastafsetninguna), og afbrigðin.
I. íhalds-fyrirmælin.
1. Rita skal y og ý þar, sem þeir
stafir hafa áður verið taldir rétt-ræðir.
2. Hvergi skal rita œ, heldur œ.
3. A undan ng og nk skal rita
granna hljóðstafi og án áherzlumerkis
(ekki leingi, gánga, múnkur, heldur
lengi, ganga, munkur).
4. Hvergi skal rita -r, þar sem -ur
er fram borið í afleiðsluendingum orða
eða beygingarendingum (ekki he3tr,
stuttr, getr, heldur hestur, stuttur,
getur).
5. Sleppa skal g í eint. þát. í sterk-
um sögnum, er rótin endar á g, ef
undanfarandi raddstafur hefir lengst
eða breyzt, t. d. ekki lág, þág, dróg,
hlóg, heldur lá, (lást, lá), þá (þást,
þá), dró (dróst, dró), hló (hlóst, hló).
6. Rita skal z þar, sem hún hefir
áður verið talin réttræð, en þó o. s.
frv. (þ. e. með undantekningu, sem
síðar verður gerð grein fyrir).
7. Loks er síðasta grein samþykt-
arinnar, þegar búið er að nefna hin
fyrirhuguðu afbrigði, þannig látandi:
»Rétt er að hafa að öðru leyti yfir-
leitthinn altíðkaða latínuskólarithátt«.
II. Afbrigðiii.
8. Rita skal é (ég, þér, þéttur, sté,
hér, héðan) þar, sem je er framborið,
nema í nafnorðum þeim, sem eru að
upphafi hlo. nút. sagna, er enda ính.
á ja: þiggjendur, byrjendur.
9. Engan samhljóðanda skal rita
tvöfaldan á undan öðrum samhljóð-
anda, er viðbótin er ending (ekki síð-
ari hluti samsetts orðs): bygð, bygst,
hygni, blakt, hnekti, þykni, feldi, holt,
grend, kensla, fanst, hepni, krepti,
hvesti, hvast, gletni, o. 8. frv., nema
þá er á eftir fer beygingarending (fall-
ending) orðs, sú er byrjar á r eða s,
svo og, ef ll fer á undan n: gladdra,
gladds, glöggra, glöggs, blakkra, blakks,
allra, alls, skammra, skamms, sannra,
sanns, krappra, krapps, hvassra, léttra,
létts; fallnir, hellna o. s. frv. En rita
skal sann-nefndur, skamm-vinnur, all-
lítill (þriðji samhljóðandinn upphafs-
stafur síðari hluta samsetts orðs).
10. Rita skal f alstaðar á undan t,
nema í útlendum orðum, og í annan
stað þar, sem rót orðsins í öðrum
myndum endar á p eða pp: oft, aftur,
heift, gifta, skjá-lfti; en keypti, slepti,
krapt (af krappur).
11. Rita skal g alstaðar á undan t,
nema þar sem rót orðsins endar á k,
t. d. gigt, vigt, bljúgt; en mjúkt, sjúkt.
(12.) Loks er undantekningin aö
því er snertir z,{að hana skuli rita
þar, sem hún hefir áður verið talin
réttræð), en þó ekki í annari persónu
flt. í miðmynd sagna 1 nútíð og þátíð
framsöguháttar og viðtengingarháttar,
né í sagnbót, t. d. rita ekki: þér alizt
o. s. frv., heldur: þér alist (ólust, æl-
ust), hefir alist; ekki: þór segizt o. s.
frv., heldur: þér segist (sögðust, segð-
ust), hefir sagst.
Fyrra kaflann mun 4engin þörf að
rökstyðja. Hann hefir engum and-
mælum sætt, auk þess sem afbrigði
frá þeim reglum eru nú orðin mjög
fátíð.
En það er sumt í síðara kaflanum,
sem þrætt hefir verið um og þræta
má um með líklegum ástæðum á báðar
hliðar, t. d. hvort réttara sé að rita
mjer eða mér, brenndi eða brendi. En
annaðhvort verður að kjósa, ef koma
skal á einni, sameiginlegri stafsetn-
ingu. Gerum ráð fyrir, að hvort-
tveggja sé jafnrétt; ætti þá ekki að
vera nokkurn veginn útlátalaust að
hafa hvort heldur sem er, og þá það,
sem minni mótspyrnu sætir? Nú er
þraut-reynt orðið um je, að þó að það
hafi verið kent í hinum eina lærða
skóla landsins nú um hálfa öld, þá
hefir fjóldi sjálfra skólagengnu mann-
anna frá því tímabili hafnað því óðara
en þeir losnuðu við skóla-agann, en
varla nokkur lærður maður hinnar
eldri kynslóðar fengist til að taka það
upp. Er þá ekki nokkurn veginn
vonlaust orðið um það?
Líku máli er að gegna um tvöföld-
un samhljóðanda á undan þriðja sam-
hlj., nema að mótspyrnan hefir þar
verið minni og fremur á reiki.
Mér, ekki mjer.
f>etta, að é hefir verið og er miklu
vinsælla en je, má nú segja að sé engin
röksemd fyrir, að é sé réttara, og skul-
um vér fúslega gera það andmælend-
um vorum til geðs, að játa það,— þó
að ganga megi hins vegar að því vísu,
að þeir hinir mörgu ágætir málfræð-
ingar vorir, er ávalt hafa ritað é, hafi
gert það einmitt vegna þess, að það
var og er að þeirra dómi réttara, miklu
réttara. En það er að öðru leyti
tvent, er gerir það skilmálalaust bæði
réttara að tvennu til að rita é heldur
en je, ogmiklu líklegra til samkomu-
lags:
a. je hefir ekki verið tíðkað nema
nokkuð af þessari öld, og það að kalla
má eingöngu vegna þess, að það var
fyrir óhapp sama sem lögboðið í lærða
skólanum,
Aftur hefir é verið tíðkað hér um
bil hálfa aðra öld með því hljóðí, er
nú hefir það (/e-hljóði), án þess að
nokkur málfræðingur hafi við því am-
ast, svo kunnugt só, nema joða post-
ulinn K. G. fyrri part æfi sinnar, auk
þess sem stafmyndin é er forn í mál-
inu, frá 12.—13. öld, þótt annaðhljóð
hefði þá.
b. Ef byggja ætti stafnum é út úr
málinu, þá yrði líka fyrir samkvæmni
sakir að byggja út stöfunum á, í, 6, ú
og ý, með því að þeir eru alveg
eins til komnir.
Hve ilt sé að verja réttmæti /r-sins
fram yfir é, má marka á því, að grípa
hefir orðið til þess ráðs: 1., að smíða
sér, að ie í fornum ritiun sé sama og
je; og 2., að bregða fyrir sig filsuðum
texta á einu vísuorði í Njálu:
Brjánn jjell og hjelt velli.
Utgefandinn, K. G., hefir sjálfur prenta
látið í II. bindi Njálu stafréttan text-
ann þessa vísuorðs eftir öllum þeim 6
handricum, er hann hefir hagnýtt að-
allega við útgáfuna, og segir hann sjálf-
ur að standi í ð af þeim ýell, og í hinu
sjötta fœlL. Hann hefir með öðrum
orðum breytt stafsetningunni eftir sínu
höfði, þegar hann gaf söguna út, sem
sé: samræmt hana sínum rithætti pá.
En að fara síðan að nota þá tilbún-
ings-stafsetingu útgefandans (frá 1875)
til að sanna með fornan rithátt, það
er sama sem að styðjast við falsaðan
texta. — Og þetta: Brjánn fjell o. s.
frv. er nú höfuð-hyrningarsteinninn
undir /e-kenningunni; það er hellu-
bjargið, sem joða-trúin (-oftrúin) er
bygð á!
Brendi, ekki brenndi.
Skólastafsetningarreglan um tvöföld-
un samhljóðanda á undan þriðja sam-
hljóðanda í sömu samstöfu er annað
nýmæli dr. K. G. það er firra, sem
hann kom upp með og hólt fram fyrri
hluta æfi sinnar, af einræningslegri
uppruna-fastheldni. Sjálfur segir hann
það hafa verið aðalreglu fornmanna,
að láta ekki tvöfalda sajnhljóðendur
halda sér nema fyrir framan j, v og
endinguna r (Frump. bls. 107), og
er það alveg samkvæmt því, sem
Blaðamannafélagið fer fram á; því j
ogv erþá jafnanupphafnýrrar samstöfu,
og endingin r er nú orðin að ur.
Að þrælbinda stafsetningu eingöngu
við uppruna hefir aldrei verið gert,
hvorki í íslenzku né líklega neinu öðru
máli. Sjálfir stafsetningar-þverhöfðarn
ir hafa t. d. flestir lagt niður œ, og
rita eingöngu æ, þvert ofan í uppruna.
|>eir rita einnig gætt, frætt, grætt, sent,
í stað gæðt, fræðt, græðt, sendt (af
gæða, fræða, græða, senda), og þar>
fram eftir götunum. Sömuleiðis snýst,
en ekki snýrst. þar láta þeir upp-
runa-regluna þoka fyrir framburðinum
lítils háttar, eins og rétt er, með því
að málið er alveg óskemt fyrir því.
En hví skyldi þá vera óhæfa að rita
kent, brent, fent, í stað kennt, brennt,
fennt?
Hví skyldi mega rita sent í stað
sendt, en ómögulega rent í stað
rennt?
í hvorugu þessi orði heyrist í fram-
burðinum nema eitt n; það er beinlín-
is ómögulegt að tala svo skýrt, aðþar
heyrist nema einn stafur, eitfc n á
undan í-inu; og þó er af tvennu til
heldur tök á að láta d heyrast í sendt,
heldur en síðara n-ið í rennt.
þessi greinarmunur er þvf sýnilegá
eintóm sérvízkufirra, stuðningslaus f
stafsetningartízku vorri að fornu og
nýju, að frátekinni hinni ófrjálsu skóla-