Ísafold - 14.12.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.12.1898, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð' árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrir miðjan júli (evlendis fyrir fram).| Uppsögn (skrifleg) bunam við áramót,, ógild nema komin sje tii útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstræti 8. XXY. árí>:. I. 0 0. F. 80I2I68'/2- X Til jólaiina kemur Isafoíd út þessa daga: Jaugardag 17. desbr. miðvikudag 21. desbr. laugardag 24. desbr. gpgT Auglýsingahandrit þurfaaðvera komináskrif- stofuna um miðjan dag daginn áður en hvert blað kemur út. Fórngripasafn opiðmvd. og ld. kl.ll—12. Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 12 — 2, annar gæziustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.S) md., mvd. og ld. til útlána. Póstav koma vestan og austan 14. desbr., norðan 15. desbr. Vandræði. »Nýja ÖIdin« er í auðsæjum vand- ræðum rueð greinina >Astæðulaus tor- trygni«, er nýlega kom út í ísafold. |>ar hefir dr. Valtýr Guðmundsson ómótmælanlega sannað, að því fer fjarri, að ráðgjafi vor krefjist þess, að stjórnarbótardeilu vorri skuli að sjálf- sögðu lokið, ef vér þiggjum tilboð Stjórnarinnar frá síðasta þingi, að hann gerir beint ráð fyrir hinu gagnstæða í bréfi því, aem flutti tilboðið, að ráð- gjafinn gengur að því vísu, alveg eins og stendur í ávarpinu til þjóðarinnar frá þingmönnunum, sem tilboðið vilja aðhyllast, að ráðgjafi vor verði ávalt að vera íslendingur, ef tilboðið verði þegið, og að hann telur það beina skyldu ráðgjafans, ef sú br yting kemst á, að sitja á alþingi og taka þátt í umræðum þess. »Nýja Öldin« gerir þessar skýringar í málinu að umræðuefni. Hún kann- ast við það, að hafa aldrei lagt þann skilning í tilboð stjórnarinnar, að með því ætti stjórnarbótarmál vort að vera til lykta leitt um aldur og ævi. Við skyldu ráðgjafans til að sitja á al- þingi hefir hún ekkert að athuga, svo að óbætt mun að ganga að því vísu, að blaðið sé því atriði samþykt. En að því er snertir ummæli ráð- gjafans um það, að ráðgjafinn hljóti að sjálfsögðu að vera íslendingur, seg- ir blaðið, að »þetta hafi haft talsvert að segja, ef það hefði komið frá stjórn, sem væri vön að halda orð og eiða við þegna sína«. En það sé nú svo sem ekki því að heilsa. Dæmin, sem svo eru tilfærð um ó- orðheldi stjórnarinnar, eru tvö: 1- C. St. A. Bille, sem ekki var í ráðaneyti kouungs, hvað þá íslands- ráðgjafi, skrifaði einu sinni grein í enskt blað, og fullyrti þar, að stjórnin færi ávalt eftir tillögum landshöfðingja. Reykjavík, miðvikudag Af jafn-skýlausu stjórnarloforði(H), sem ekki hefir verið efnt, á hver maður að geta séð, að ekkert getur verið að marka það, sem íslandsráðgjaf- inn skrifar landshöfðingjanum yfir Is- landi til birtingar á alþingi! 2. «Nýju Oldina minnir«, að stjórn- in hafi heitið því, »að eftirleiðis skyldi jafnan Islendingur vera deildarstjóri í isl. ráðaneytinu*. Sú sönnunin er ekki sem allra óbifanlegust, af þeirri einföldu ástæðu, að þetta »minnir« fráleitt nokkurn lifandi mann annan en ritstjóra »N. A.«, með því að þetta er ekkert annað en hreint og beint misminni. þar sem ekki var nú öðru til að dreifa en slíkum vandræða-mótbárum, virðist osb sem betur hefði á því farið, að kannast við það hreinskilnislega, að samkvæmt tilboði stjórnarinnar frá síðasta þingi sé ráðgjafanum ætlað að vera Islendingur. Forntungurnar í skólanum Prófessor Gertz lætur uppi sina skoðun. Prófessor Gertz er vafalaust í hópi hinna ágætustu latínu- og grískufræð- inga, sem nú eru á lífi, hvar sem leitað ér. Hann er hámentaður maður og bráðgáfaður. Við Kaupmatinahafnar- háskóla er hann eftirmaöur Madvigs, málfræðingsins ^nikla, aSal-kennarinn í latínu og grísku. Og hann er umsjón- arinaður kenslumálanua í Daumörk. HvaS segir hann nú, »gasprarinn« sá, um forntungurnar í skólunum? Lengi hefir verið alkunnugt, að hann er ekki sórlega trúaður á þær. Og það kom meSal annars fram nú í haust, 17. októbcr á fundi, sem félag lqtínu- skólakennaranna (De lærde Skolers Lærerforening) hólt þá. Fyrirkomulag skólanna var á dagskrá og þær breytingar á því, sem til orða hafa komið. Frummælandi, Getnzöe, rektor í Randarósi, hólt fram forntung- unum og vildi ekki nema smá-breytingar á núverandi fyrirkomnlagi. MeSal þeirra, sem andmæltu honuni kröftuglega, var Gertz. »Nationaltidende« skýra frá ummælum hans á þessa leið, að því leyti, sem þau lutu að þessu efni: »Prófessor Gertz kvaðst tala í sínu eigin nafni, en ekki umsjónarnefndar kenslumálanna. Hann var frummælanda með öllu ósamdóma, og 1 e i t s v o á, sem kenslan ætti að grund- vallast á nj'ju málunum. Eng- inn neitar þ v j , að foruöldin só grundvöllur nútíöarinnar. E n e i n k u m á li i n u m s í ð a r i ö 1 d u m e r k o m i u u p p n ý menning, s e m stendur oss nær. AS fara ti 1 fornaldarinnar (í mentunarskyni) ereinsog aðfara yfir ánatil að sækja vatn« (seilast nm hurS til loku). I'að er ekki ófróðlegt að sjá jafn- afdráttarlaus ummæli í þessa átt koma einmitt frá jieim manninum í ríkinu, inn 14. clesember 1898. sem ef til vill er fróðastur uin forn- gríska og fornrómverska mentun og menning. Ekki að eins fyrir þá sök, live algert hleypidómaleysi það sýnir hjá þessum nafnkenda mentamaiini. Það gefnr manni líka von um, að ekki kunni að verSa svo ýkja-langt eftir því að bíða, að forntungna-farginu verði lótt af skólum þeirra þjóðar, sem vér eigum mest mök viS, og höfum — fyrir óhamingjusam- lega rás viSburðauna — verið að sníða stakk vorn eftir í svo alt af mörgum greinum, og það einmitt þeim, er einna sízt skyldi. Sjónleiltirnir »Drengurmn minn«. 8vo heitir leikurinn, sem »Leikfélag Beykjavíkur« er tekið til að leika fyrir nokkuru. f>að er all-langur leikur, í 5 þáttum, eða þó öllu beldur 6, því að síðasta þættinum er skift í tvent. Innihald leiksins er í stuttu máli þetta. AðalpersónaD er Mörup skóari; hann er auðugur og talsvert metorða- gjarn, en svo illa sér, að hann er hvorki læs né skrifandi. Hann á 2 börn, Klöru og Leopold. Klara er væn stúlka, sem ann heitt bæði föður sínum og bróður. Leopold er auga- steinn föður síns, og sumpart af því, sumpart af metnaði hefir karlinn sett hann til menta, og er hann orðinn lögfræðingur. Annars hefir hann al- ist upp í algjörðu eftirlæti og agaleysi, enda lætur karlinn alt eftir honum. Mörup leggur niður skóaraiðnina. |>yk- ist nægilega ríkur, helzt til góður til að vinna, er hann á slíkan son, og vonar jafnframt að framtíð sonarins verði svo glæsileg, að öllu sé óhætt. En Leopold er gegndarlaus óspilunarsegg- ur, eyðir öllum eigum föður síns, en hverfur sjálfur úr leikuum á þann hátt, að hann ginnir stúlku eina, er hann hefir heitið eiginorði, til að láta sig fá 2000 dali (þýzka), og með þá strýkur hann til Ameríku. Klara lof- ast Frank, skóarasveini hjá Mörup, meðan faðir hennar er enn ríkur; álit- ur hann það hina mestu ósvinnu og vill hvorki heyra það né^sjá, að Frank verði tengdasonur hans. Klara fellur á kné fyrir föður sínum og biður hann sættast við Frank og fyrirgefa sér; en það kemur fyrir ekki, og rekur Mörup þau burtu. Fleiri menn koma við söguna: Yi- berg grósséri, Bertelsen skrifstofustjóri, dætur hans Emma, Anna og María, Sölling söngkennari, er fær Emmu, Stína, vinnukona Mörups, Friðrik og Agúst, synir Franks og Klöru, Lárus dáti, nokkrir|’skóarasveinar,^|veitinga- þjónn o. fl.tZTTA ' X.- Á milli 4.fog"5.f:þáttarf|líða 5 ár. Er þá Mörup gamli löngu orðinn ör- eigi, hvítur fyrir hærum og þrotinn mjög að burðum. Situr hann nú einn uppi undir rjáfri í klefa einum léleg- um og bætir skó. f>ar heimsækja þær hann, Emma og Stína. Emma áheima í sama húsinu,og þekkir hún Mörup og börn hans að fornu og nýju. Hún aumkast yfir karlinn, segir honum frá 76. blað. sonum þeirra Franks og Klöru, og að annar þeirra heiti Ágúst í höfuð hon- um; býðst hún til að sýna honum drengina, ef hann vilji koma með sér, og lætur hann til leiðast. Fer Emma þá með hann, hræddan og hálf-nauð- ugan, á heimili þeirra Franks og Klöru. Frank vísar honum á verkstæði sitt til vinnu, en vill engum sáttum taka, enda hsfir hann strengt þess he.it, að liðsinna eigi tengdaföður sínum fyrri eD liann liggi á knjánum fyrir framan sig, eins og Klara hafi árangurslaust gjört fyrir honum. Emma kann ráð til þess að fullnægja því heiti; hún lætur Mörup gamla taka mál af fæt- inum á Frank til að sníða honum eftir skó, en meðan Mörup er að því, liggur hann á knjánum fyrir framan Frank; álítur hann með því heiti sínu fullnægt og sættast þeir Mörup heil- um sáttum. Efni er því talsvert í leiknum, og að mörgu leyti gott og fróðlegt. Dm leikendurna er það að segja, að þeir leika yfirleitt fremur vel, sumir á- gætlega, enda verður eigi annað sagt, en að leikurinn sé í heild sinni mjög vel leikinn, einkum ef menn jafnfraint hafa það hugfast, að leikendurnir mega heita viðvamngar í þessari list, sem þeir hvorki hafa numið né gjört sér að atvinnu. Af karlmönnunum í leiknum eru þeir 3 bezt leiknir: Frank (Á. E.), Mörup (Kr. f>.) og Sölling (S. M.), f>að eru áhöld um leik þeirra Franks og Mö- rups, þó ólíku sé saman að jafna, því báðir hafa mikið til síns ágætis. f>að ber að sjálfsögðu meira á Mörup, sem er aðalpersónan, einkum þar sem hann er einn sér í síðasta þættinum, enda leikur hann þar svo ánægjulega lát- laust og eðlilega, að það má vera til- finningalaus maður, sem ekki kennir í brjósti um hinn umkomulausa, gamla mann. Og þó er það einmitt á þess- um stað, að lítið eitt brestur á það, að leikur Mörups sé svo góður sem hann gæti verið; það bregður sem sé einhverjum húslestrarblæ á eintal karls- ins, þar sem hann er* að rifja upp raunir sínar; en að öðru leyti leikur hann einmitt þarna svo snildarlega, að maður gleymir þessu, eða er fús til að fyrirgefa það. — f>að mundi full- komna leik Mörups, ef höfuðbúnaður hans, hár og skegg, væri í góðu lagi, en hér mun ekki vera völ á öðru betra, enda engin tök til að búa slfkt út hér, svo í lagi sé. Frank (Á. E.) er óbrotinn skóara- Bveinn, skapstór og ósveigjanlegur, en er þó í sjálfu sér bezti drengur. Hlut- verkið er því fremur vandasamt, en leikandinn leysir það prýðilega af hendi, skilur það vel, leggur alstaðar réttar áherzlur á og er einn af hinum fáu eða ef til vill öllu fremur hinn eini af karlmönnum til, er syngur á- heyrilega. Ætti nokkuð að honum að finna, mundi það helzt verða það, að hann talaði stundum í óþarflega óþjál- um tón við konuna sína, aem honum þykir þó svo innilega vænt úm. Get- ur verið, að leikurinn heimti þetta, en tilfinningunni þykir það ástæðulítið. Sölling er vel leikinn, eins og flest, sem S. M. fer með á leiksviðið; leik- urinn mun ætlast til, að hann sé svona.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.