Ísafold - 14.12.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.12.1898, Blaðsíða 2
slánalegur og stirður, einkurn í göngu- lagi; en afleiðingin af því verður þó sú, að maður á bágt með ar saetta sig við, að jafn-geðug og myndarleg stúlka og Emma er í leiknum skuli geta fengið af sér að taka ekki meiri snyrti- manni. Leopold (Fr. G.) er á sínum stöð- um allerfiður viðfangs, en er þó leik- inn fremur vel, lipurt og nett, eins og leikandinn er sjálfur bæði á leiksvið- inu og annarsstaðar. Af kvenfólkinu f leiknum eru þær bezt leiknar Klara (þ. S.) og Emma (St. G.) og þó Klara engu síður, enda er hlutverk hennar talsvert erfiðara. Um hina er það alment viðurkent, að hún er alt af eins og hún sé heirna hjá sér á leiksviðinu. fá er og Stína (f>. Sig.) vinnukona Mörups leikin mjög látlaust og eðli- lega, en það er einmitt listin. María (Gþ.) er og dável leikin, þó erfið sé og leiðinleg viðfangs, sýtandi og grát- andi. Allar helztu persónurna í leiknum eru því leiknar sumar vel og sumar ágætlega, enda er það auðvitað úrval- ið úr fólaginu, sem hefir tekið þær að sór; sýnir það þó, að leikfólagið á þá krafta til, þótt því miður séu alt of fáir, sem með góðri tilsögn, hæfilegri æfingu og einlægum vilja geta boðið það, sem er áhorfendunum til ánægju og leikendunum til sóma. Um smærri persónurnar skiftir minna, þótt ekki sóu þær sem bezt leiknar. f>ó að »oft megi lítið laglega fara«, eins og sýnir sig á Kristjáni nkósmíðisnema (Gþ.), sem margir munu hafa gaman af að sjá, hvað hann getur verið strákslegur á svipinn. Flestum mun þykja gaman að sjá börn á leiksviði, og smásveinarnir 2, Friðrik og Ágúst, sem koma fram í síðasta þættinum, gjöra því sitt til að krydda leikslokin fvrir áhorfendurna. f>egar yfirleitt er vel leikið, er sjálf sagt að hlaupa yfir alla smáagnúa, hvort heldur er í framburði, látbragði eða framgöngu, sem manni kunna að finnast á einstöku stað, og það því fremur, sem slík smáatriði oft geta verið álitamál, þannig, að eitt virðist þessum, annað hinum; þó munu flestir kunna illa við það, að karlmenn vaði inn í stofur með hatta og stafi, sem hver siðaður maður lætur eftir verða í anddvrinu; þótt sjálfsagt só að nota hvorttveggja, þegar leikurinn fer fram úti, eins og hér á sér stað í 4. þætti. Allur er leikurinn í héild sinni mjög góð kvöldskemtun fyrir hvern þann mann, sem á annað borð hefir gaman af sjónleikum, og síðasti þátturinn hlýtur að vera unun hverjum manni, sem nokkra tilfinningu hefir og nokk- urt vit á leiklist. f>að er vonandi, að leikur þessi verði enn vel sóttur um nokkurn tíma; hann á það fyllilega skilið. Ó. R. Um búnaöiim á Háloga- lanúi og Finnmörk. Eftir Sigurð Si/jurösson (frá Langholti). III. I Trumsaramti stendur búnaðurinn á töluvert lægra stigi en íNorðuramti, enda er veðráttufar og annað fleira óhagstæðara og erviðara viðfangs. Munurinn á búnaði þar og á íslandi er eigi næsta mikill, og í sumum grein- um stöndum vér jafnvel feti framar. Jarðvegur er þar víða góður, skógur töluverður uppi í dölunum, og sumar- hitinn oft megn. Bygg þroskast þar víðast í flestum árum, og kartöflur vaxa vel, enda er þar lögð sérstaklega stund á kartöflurækt. f>ar á móti eru ekki ræktaðar þar rófur, hvorki gul- rófur nó næpur (turnips)og hefir aldrei verið reynt. Hirðing á áburði er víðast hvar lóleg, mikið svipuð því, er gerist heima. Vanalega er hann bor- inn á seint að baustinu eða vetrinum, og dreift þá yfir. Flestir fylgja þeirri reglu, að »bera á« þriðja og fjórða hvert ár, þ. e. á sama blettinn. Bæði er það, að þetta er eldgamall vani, og svo hitt, að áburðurinn er svo lítill, að hann gerir ekki betur en hrökkva til á þá blettina, sem plægðir eru það og það árið og sáð er í, kartöflum eða korni. Sumir ímynda sér að það sé betra að »bera á« meira í einu og sjaldnar, heldur en minna og jafnara. f>að er þó mjög vafasamt, hvort þetta er rétt, hverwig sem á stendur. Bezt mun verða og affarasælast að viðhalda þeirri jörð, sem yrkt er, í svo góðri rœkt sem verður, og hafa eigi stærra land undir til ræktunar en það, sem áburðurinn leyfir. Víða er jörðin (þ. e. yrkt jörð) ýmist illa ræst fram eða alls ekki, þótt þess só þörf. Af því leiðir, samfara áburðarskortinum, að túnin eru víða vaxin votlendisjurtum og illgresi, svo sem arfategundum, sól- eyjum, fíflum, hófblöðku, elting, skolla fæti, o. s. frv. Sláttur byrjar þar vanalega um miðjan júlí, eða milli 15. og 20. júlí, og endar um miðjan sept- ember í seinasta Iagi. Aðalbúpening- ur eru kýrnar. Eiga bændur til jafn- aðar 5—8 kýr, stöku maður 10, en fáir fleiri; þá 10—20 kindur, 2—3 hesta, 1—3 svín, 2—4 geitur o. s. frv. Kýrnar eru fremur lágmjólkar; þó fer það auðvitað nokkuð eftir meðferðinni. Meðalkýrnyt er talin þar 1200—1600 pottar um árið. Vanalegur útbeitar tími fyrir kýr er 3—3^ mánuðir. Síðastliðið sumar voru það tæpir 3 mánuðir. Fóðrið, sem kýrnar fá að vetrinum, er hey, hálmur og fiskbein; ennfremur saltað tros, síld, o. s. frv. Fjósskoðanir eru hafðar þar sumstað- ar; sýningar á búpeningi eru þar einn- ig stöku sinnum. Meðferð mjólkur er þar víða í dágóðu lagi, þegar miðað er við aðrar framfarir þar; enda þrifn- aður viðunanlegur. En þrifnaður og meðferð mjólkur stendur í nánu sam- bandi hvað við annað, eftir því sena óg lít til. Venjulegast er mjólkin höfð í húsi út af fyrir sig. Almenuast er að láta hana setjast í vatni; þar sem því verður eigi komið við, nota menn skilvindur. Mjólkurbú eru þar engin; en í nokkr- umi sveitum eru þar smjörfólög, sem svo eru nefnd. J>eim er þannig fyrir komið, að smjör frá mörgum bæjum er dregið saman á einn stað, saltað og hnoðað saman og selt í fólagi. Er venjulega strokkað tvisvar í viku, og gerajallir félagsmenn það auðvitað sama dag. Að því búnu er smjörið þegar flutt til smjörskálans og verkað þar, sem fyr segir. Móselfardalurinn er einhver bezta sveitin í Trumsaramti, og einn af feg- urstu döiunum í Norv^gi. Hann er um 13 mílur á lengd og dalbúar um 3,500. Eftir dalnum rennur Móselfur, og er skipgeng 6 mílur upp í land. þar vex bæði fura og birki, og inn an um stöku grenitré. Um húsakynni í Trumsaramti er fátt að segja; þau eru þar svipuð því, sem gerist víða annarsstaðar í Nor- vegi, tAd."á vesturströndinni. I þök á hús er venjulega hafðar næfrar (trjábörkur), og hafðar utan á súðina, og þakið svo með torfi, til þess að skýla þeim, að þær rjúfi ekki. |>essi þök endast'vel, ef^séð er um, að vatn sígi ekki inn í þakið; ella fúnar nörk- urinn^brátt. pakið þarf því að vera slétt, ekki með smádældum, svo vatn- ið geti runnið viðstöðulítið niður af því. Mér var sagt, að þessi þök gætu enzt 40—50 ár, ef vel væri um þau hirt. Talið er, að þau endist á við 2—3 8pónþök. Verðið á næfrunum er um 6 kr. hver 100 pd. A hús, sem er t. d. 12 álnir á lengd og 8 á breidd, mun þurfa nálægt 600—700 pd., sem kosta um 36—42 kr. Sams konar þök sá ég seinna víða suður í landí vestanverðu, einkum í Sogni og Sunn firði. Útlendar fréttir Loks fann kapt. á »Mors« hjá sér dálítið af norskum blöðum, en svo gömlum þó, aðþaunámjög lítið lengra en síðustu fréttir með póstskipmu. Lausn Krítar. Nú eru Kríteyingar loks frjálsir orðn- ir. Síðustu leifar af liði Tyrkja ásamt landsstjóra þeirra í eynni létu á brott þaðan laust fyrir miðjan mánuðinn, sem leið. Stórveldin fjögur, Bretar, Frakkar, ítalir og Rússar, höfðu heimt- að það harðri hendi eftir hryðjuverk- in síðustu á áliðnu sumri. Lengi hafði soldán farið undan í flæmingi; síðast var hann að biðloka við þar til er traustavinurinn, Vilhjálmur keisari, kæmi til Miklagarðs, ef vera mætti, að hann kynni einhver ráð til frekari undanfærslu. þó lýtur að vísu eyin enn soldání í orðni kveðnu, en íraun- inni hefir hann þar engin völd framar. Var búist við, er síðast fréttist, að Rússakeisari mundi koma vilja sínum fram og koma þar til valda náfrænda sínum, Georg Grikkjaprinz, og senni- legast, að þegar frá líður, muni eyin ▼erða samhðuð ríki föður hans, er eyjarskeggjar hafa lengi þráð og Grikk- ir á meginlandinu eigi síður. Stór- veldin fjögur, er fyr voru nefnd, hafa enn skipalið við eyna, og eiga aðmír- álar þeirra mestan hlut að því, að gæta þar lands og laga. þeir hafa lengi til lausnarinnar barist og mikið fyrir hé’nni unnið, Krít- eyingar. Okið tyrkneska hefir á þeim legið meir en tvær aldir. »Alla þá tíð hafa Tyrkir sogið eyna — segir enskt blað —, rænthana, brytjað karlmanna- lýðinn niður semhráviði og svívirt kven- þjóðina. En þrátt fyrir alla eymd og kúgun hafa Kríteyingar varðveitt óbif- anlega frelsisþrá sína kynslóðeftir kyn- slóð. þrívegis hefir landslýður risið upp sér til lausnar og lagt fjör og fó í sölurnar fyrir frelsi sitt. þrívegis hefir það mis- hepnast, og þó svo vel varist af þeirra hálfu, að sæmd mundi þykja í sögu hverrar þjóðar. 011 þau skifti hefir norðurálfan samþykst því, að Krítey- ingar væri keyrðir aftur undir okið, meir að segja liggur við að hún hafi stutt að því, að ánauðin héldist. Nú er þá loks lausnardagurmn upp runn- inn yfir hina fögru, marghrjáðu ey. Tyrkir eru horfnir, og þar sem Tyrkir hafa sig á burt nú á tímum, þar eiga þeir aldrei afturkvæmt«. Friðargerðin í París. Hún gengur erfiðlega nokkuð svo. Fulltrúar Spánarstjórnar mótmæla því, að afsala Filippseyja komi þar til mála, með því að slíkt sé utan takmarka friðarforspjallanna, en við þau sé um- boð sitt bundið. J>essu samsinnir um- bjóðandinn, stjórnin í Madrid. En Bandamenn segjast taka til vopna aft ur jafnharðan, ef Spánverjar séu með nokkrar vífilengur. J>eir sendi þáliðs- afla tií eyjanna, nái þeim öllum á sitt vald og haldi þeim endurgjaldslaust. Sögðu síðustu fróttir, að hermálastjórn- in í Washington væriaðvígbúa 10,000 —12,000 manna, ‘ er barist hefði á Cuba, í nýjan leiðangur á »suðurvegu«. En heldur kvað McKinley vilja gjalda Spánverjum 25—30 milj. dollara fyrir eyjarnar en hefja herskjöld á nýjan leik. Oreyfusmálið. Mælt var, að ógildingarrétturinn í París hefði að"eins átt ókveðinn upp úrskurð um það, að Dreyfus höfuðs- maður skyldi heim kvaddur, til þess að hann gæti ajálfur staðið fyrir máli sínu, eða málsverjendur og dómarar haft tal af honum, með því að ókleift væri @ð yfirheyra hann með ritsíma, bæði mjög kostnaðarsamt og valt að treysta því, að símskeytin frá honum kæmi ófölsuð. Eru liðin nær 4 ár, síð- an hann var fluttur í útlegð og typt- unarvist í Djöflaey við Ameríku. Frá Norðmönnum. Nú hafa Norðmenn lögleitt »hreina fánann* sinn, er þeir hafa lengi átt í stímabraki um við Oscar konung. Hann hefir synjað tvívegis staðfesting- ar lögum frá stórþinginu um það mál, en stjórnarskrá Norðmanna fyrirmunar honum að gera það oftar. það er með öðrum orðum, að lög frá þinginu eru fullgild án samþykkis konungs, er það hefir samþykt þau þrívegis óbreytt. Óðalsþingið samþykti nú frumvarpið óbreytt í þriðja skiftið 11. þ. mán. með öllum þorra atkvæða, og lögþingið (efri deildin) viku síðar í einu hljóði. f>ó er búist við, að konungur muni undirskrifa lögin til málamyndar, úr því að hann fær ekki rönd við reist lengur, svo sem dæmi eru til áður í stjórnarsögu Norðmanna, í fyrsta skift- ið árið 1821, er stórþingið samþykti í þriðja skíftið lög um afnám aðalstign- aríNoregi. Lögin þessi náaðeins til verzlunarfánans og ganga ekki í gildi fyr en ár er liðið frá birtíngu þeirra í Lagatíðindum stjórnarinnar norsku. Hreinsunin á fánanum er í því fólgin, að sarabandsmerkið við Svía, litli kross- inn margliti í horninu efra við stöng- ina, er numið burtu. f>að hefir Norð- mönnum þótt vera lýðríkismark og því líkað illa. Hins vegar helzt her- fáninn óbreyttur, tneð sambandsmerk- inu sama. Karlungauppreist sögð í aðsigi á Spáni. —— 'i i Enn uppreistartíðindi austan úr Kfna, lagður eldur í húsakynni kristni- boða m. m. Bretar hleyptu af stokkura stærsta herskipabákni sínu í Plymouth 17. f. mán. f>að er ferlegur bryndreki og heitir »Formidable« (Ógnarbrandur); flytur 15000 smálestir og rennur meir en 4\ viku sjávar (4| mílu danska) á klukkustundinni. Saga friðarins með germönskum þjóðum. Eftir l)r. Absalon Taranger, próíessor. III. Mannhefndir og vígsbætur. í litlu konungsríkjunum germönsku er einstaklinga-ófriðurinn lögmætt og sjálfsagt athæfi. En þegar germönsku konungarnir eru orðnir voldugir, taka þeir að beita sér gegn honum, og eink- um eftir að þeir eru orðnir kristnir. Trúboðskirkjan á miðöldunum hafði fengið í arf frá fornkirkjunni ákafa andstygð á blóðsilthellingum. Tertúll- ían hafði, svo sem kunnugt er, bann- að kristnum mönnum að hafa á hendi nokkurt það embætti, er geti neytt þá til að veita fulltingi sitt til að lífláta menn, og í einni bók sinni hafði hann lýst yfir þvi, að starf hermanna væri

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.