Ísafold - 21.12.1898, Page 1

Ísafold - 21.12.1898, Page 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i Viku. Yerf! árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/í doll.; borgist fv;rir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bunam við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. XXY. Reykjavík, miðvikudaginn 21. desember 1898. 78. blað. I. 0. 0. F. 80I2238’/2- 0. Landsbankinn verður lokaður dagana 22- desbr. ti!4. jasi. næst- komandi að toáðum dög- um meðtöldum Reykjavik 16. desbf. 1898. §wnnat55on. Til jólanna » kemur Isafold út Jaugardag 24. desbr. |jy Auglýsingahandrit þurfa að vera komin á skrif- stofuna um miðjan dag daginn áður en hvert blað# kemur út. * 0* 900 9 * 0»WWW€99\ ForngripasafnopiÍSmvA.og ld. kl.ll—19. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 12-2, annar gæzlust.jóri 12—1. Landsbólcasafn opið bvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.ð) md,, mvd. og ld. til útlána. 00000-0 00 • 0 0*00 00 00 00 »»»»<>] Bókmentaþættir. III. Kirkjuritin íslenzku 1898. Sameiningin. — Aldamót. — Verði Ijós! Hart kann það að þykja, on satt er það samt: kirkjuritin eru það, sem langmestrar virðingar hafa aflað sér af öllum íslenzkum tímaritum. Bkki að sjálfsögðu mestra vinsælda samt. |>au hafa einmitt þann kost umfram öll veraldiegu tímaritin — að Tímariti kaupfélaganna undanskildu — að þau gela orðið óvinsæl. Kirkju- ritin og kaupfélagsmálgagnið eru einu "tímaritin vor á meðal, sem segja til erindis síns og reka það hiklaust. Um liin tímaritin getur verið vafamál, hvort þau eiga nokkurt ákveðið erindi, hvort þau koma ekki frernur »upp á gaml- an kunningsskap*. Slíkir gestir verða sjaldan beinlínis óvinsælir — of þeir koma hæfilega sjaldan — koma þeirra talin meinlaus að minsta kosti, og stundum jafnvel skemtun að þeim og fróðleikur, heldur en hitt. Erindi kirkjuritanna er svo farið, að óhugsandi er að þau eigi vinsældum einum að fagna. þau eru að reka er- indi hana, sem ekki var kominn til að flytja heiminum frið eingöngu, heldur og stríð. það er því ekki nema ‘sjálfsagt að mörgum verði að amast við þeim. En jafnframt er víst enginn vafi á því, að þau eru óðum að vinna sér meiri og meiri vinsældir. Ekki ein- göngu fyrir þá sök, að nýtt trúarlíf er að vakna hér á landi, nýir andlegir straumar, trúarlegs eðlis, eru að ftá framrás f þjóðlffi voru. það er viður- kent af öllum, jafnt þeim, sem telja það óhamingju, og hinum, sem horfaá það með fögnuði. Og vitanlega er það ekki hvað sízt fyrir áhrif þessara kirkjurita. En hvað sem því líður, hljóta augu skynsamra manna að vera að Ijúkast upp æ betur og betur fyrir þeim ómót- mælanlega sannleika, að það, sem rit þessi hafa á boðstólum, befir ólíkt meira mentunargildi en flest annað, sem nú er haldið að þjóð vorri. Til- tölulega við stærð ritanna er þar mik- ill fjöldi af greinum, sem bera vitni um víðtækan fróðleik og djúpsæja hugsun — greinum, sem jafnframt eru svo auðveldar, að hver læs maður, sem komiun er af barnsaldrinum, á að geta skilið þær. Sameining n hefir oft haft meira meðferðis en þetta ár af því, er beint kemur mönnum við hér heima. það er ekki nema eðlilegt, að afui hennar lúti stöðugt meira og meira að sér- málum landa vorra í Vesturbeimi. Af alíslenzkum málum hefir hún mest fengist við handbókarmálið. En tvær ágætar ritgjörðir, þýddar, sem hver maður ætti að lesa, eru í þessum ár- gangi: »J>að sem mest er og bezt í bókmentum heimsins« og »|>ýðing þess og gagn, að vera meðlimur kirkjunn- ar«. Naumast þarf að taka það fram, að hve nær sem prédikun birtist í Sam. eftir ritstjóra hennar, ber hún ótvírætt merki þeirrar fyrirtaks-prédikarasnild- ar, sem þeim manni er gefin. Aldamót eru ef til vill sú íslenzka bókin, sem fæsta lesendur hefir hér á landi. f>áð er því kynlegra sem allir, sem þau hafa lesið, munu við það verða að kannast, að aldrei hafi verið jafn-mikið vandað til nokkurs íslenzks tímarits, nema fyrstu áranna af Fjölni. Tilkomumesta ritgjörðin í síðasta ár- ganginum er fyrirlestur síra Jóns Bjarna- sonar »Út úr þokunni*. Fyrirlestrar hans eru nú orðnir allmargir, og eru afarmerkilegur þáttur í bókmentum vorum; vert væri að taka þá einhvern tíma í heild sinni til rækilegrar íhug- unar. f>ó að grundvallarhugsunin, á- gæti kristindómsins, só hin sama í þeirn öllum, og sé gömul, þá kæmi oss það ekki á óvart, þó að niðurscað- an yrði sú, við vandlegan lestur þess- ara fyrirlestra, að þar sé meira af frumlegum og djarfmannlegum hugs- unum eu hjá flestum öðrum íslenzk- um rithöfundum að fornu og nýju. »Út úr þokunni* er í stuttu máli um stefnuleysið, hringlandaháttinn, loð- mulluskapinn í íslenzku þjóðlífi, en einkum í trúar- og kirkjumáíum. Til eru aukaatriði þar, sem vér getum ekki verið höf. samdóma u.m, atriði, sem fæstir menn hér á landi munu geta fallist á, eins og það t. d., að þjóð vor græddi á því, að allir em- bættismenn væru útilokaðir frá þing- mensku. f>að er rétt og heillavænlegt í Canada, en hér á Iandi er alt ann- an veg ástatt. Vel kunnugur maður hefði sjálfsagt líka getað fundið fleiri mál hér á landi en síra Jón Bjarna- son kemur auga á, sem eru að kom- ast »út úr þokunni*, eða eru jafnvel að miklu leyti komin það. f>að er t. d. vafasamt, hvort bindindismálið er í nokkuru landi komið jafnvel »út úr þokunni* og hér. Ekki er Tímarit kaupfélaganna sér- lega þokukent heldur. Og óneitanlega er farið að rofa til yfir stjórnmálun- um, þó að það hafi sannast að segja mest og bezt orðið síðan síra Jón flutti þennan fyrirlestur sinn. Eu að því er trúar- og kirkjumálin snertir, væn víst örðugt að Deita því, sem hann heldur fram. f>að er vitanlega mikill fjöldi manna hér á landi, sem leynt og ljóst afneitar öllum aðalkenn- ingum kirkjunnar. En innan kirkj- unnar standa þeir allir að nafninu til. Fríkirkjumyndanirnar að hinu leytinu hafa ekkert átt skylt við trúarhvatir. f>egar bent er á svæsnustu árásirnar, sem nokkru sinni hafa verið gerðar í islenzkum ritum á trú og kristindóm, þá er þeim bandingum mótmælt kröft- uglega og því fram haldið, að þessar árásir hafi hvergi gerðar verið — þær séu ekkert annað en ímyndanir of- stækisfullra guðfræðinga. Og þegar blöð, sem bera óvildarhug til trúarlíís- ins í öllura þeim myndum, sem það líf hefir fengið innan kristninnar, eru að ónotast út af nýjum og gömlum trúarlífs- hreyfingum, þykjast þau gera það í því skyni »að vekja nýtt trúarlíf, bjart- ari lífsskoðanir og fegri hugmyndir um guðdóminn«! f>essi upptalning gæti vitanlega orðið miklu, miklu lengri. En þess gerist engin þörf. Ollum hugsandi mönnum hlýtur að liggja í augum uppi, að síra Jón hefir hér á réttu að standa í aðalatriðinu. Og það sem fyrir houum vakir er sagt á hans gamla, einkennilega kjarnmikla hátt, sem sr jafn-vekjandi, jafn-örfandi, hvort sem maður er honum samdóma eða ekki. > Auk þessa fyrirlesturs er einkarfróð- leg og vönduð ritgjörð í síðasta ár- gangi Aldamóta — hann er reyndar fyrir árið 1897, þó að hann væri ekki prentaður fyr en á þessu ári — um Melankton eftir síra Friðrik J. Bsrg- mann, ræða um gnðs orð eftir síra Björn B. Jónsson, vel samin og full af hjartanlegri ást á umtalsefninu, en að nokkru leyti bygð á skoðunum á ritningunni, sem að minnsta kosti margir af ágætustu lærdómsskörungum kristninnar eru nú horfnir frá, kvœði, útlögð af síra Valdemar Briem, og svo að síðustu bókmentaþáttur ritstjór- ans, síra F. J. B., Undir linditrjún- um, sem merkur mentamaður hefir ný- lega, með réttu, talið »yfirleitt ein- hverja hina allra beztu ritdóma, sem birtast á íslenzfri tungu«. f>á er það kirkjuritið, sem út er gefið hér á landi, »Verði ljós!« f>aðer innblásið af sama anda eins og vestan- ritin, og lítill vafi á því, að útgefend- ur þess hafa að nokkuru orðið fyrir áhrifum frá Vesturheimsprestun- um íslenzku. Oss er óhætt að full- yrða, að ekki erumargar þær 12 ark- irnar prentaðar hér á landi, sem veiga- meira efni hafa að bjóða. Bókmenta- ritgjörðirnar (um »f>yrna, »Aldamót« og rit síra Valdimars Briems) eru prýðisvel úr garði gjörðar, vandaðar og vekjandi. Sumir þýddu kaflarnir í þessum árgangi eru óvenjulega góð- ir, þó að ræðan »Kriitindómur og mannvit«, eftir Chr. Bruun, beri af þeim öllum, enda verður naumast sagt, að sá maður stingi svo niður penna, að ekki sé eitthvað stórmikið á því að græða. Og þá mun fæstum fiunast ræðnr síra Jónasar A. Sigurðssonar spilla fyrir. Yfirleitt má segja, að efn- ið í ritinu sé einkar vandað. En ís- lenzkan á því sumstaðar ætti að vera og gæti verið miklu fágaðri og fall- egri. Hlægilega bullið um »trúarofstæki«,sem eigi að vera í þessum íslenzku kirkju- ritum, þarf varla að gera að umtals- efni. f>ess kennir blátt áfram hvergi. Bitin gera ekkert annað en það, sem ekki aðeins öll kirkjurit um allan heim gera, heldur og öll rit, sem hafa ákveðna stefnu: halda fram sínu fflSli óhikað og einarðlega. Og Islendingar ættu sannarlega fremur að geta lært af þeim stilling í rithætti, vandaða rök- málslist og víðsýni sannmentaðra manna heldur en ofstæki og ein- trjáningsskap. Ekki er umkvörtunin um »kreddufestuna« á meiri rökum bygð, svo framarlega sem menn séu annars ekki mótsnúnir þeim »kreddum«, sem öll kristnin boðar. En eitt er það sem að öllum þess- um ritum má finna: f>au hafa enn með öllu gengið fram hjá þeim skoðanabyltingum ritningunni viðvíkjandi, sem á sfð- ustu áratugum hafa orðið í hugum hinna yngri guðfræðinga, og margra gamalla líka. Með því hafa þan, að því er vér erum sannfærðir um, ekki að eins svift sjálfa sig fjölda lesenda alt fram að þessu, heldur og látið undir höfuð leggjast að veita mörgum lesanda sfnum mikilvæga að- stoð bæði í efasemdum sjálfs hans og viðureigninni við þá, sem á móti mæla. Sjálfsagt stafar nú þessi þögn sumra kirkjuritanna af ótta við, að þær um- ræður, sem hér er við átt, munda vekja nýjan glundroða. Sú hefir líka orðið afleiðingin af hverjutn nýjum sauuleika, sem mannkynið hefir eigu- ast. En að lokum hefir sannieikur- inu 8amt meira styrkingarafl en alt annað, veitir öruggari festu en öll við- leitni til að leyna honum, hvort sem sú viðleitni er fólgin f ákveðnum, starfandi tilraunum, eða aðgerðaleysi og þögn. Horfellislögin og ólöghlýðni. Bréfkafli frá sveitabónda. »FramtíSarhorfur með lakasta móti hjá almenningi, og bollaleggja menn talsvert um aS finna orsakirnar til þess, sem von er. Ekki mun það dæmalust, að til séu þeir menn, sem rjúka í liorfellislögin frá síSasta þingi og kenna þeim flest illt(!!). Varla verður þó þetta skilið' öðruvísi en á þá leið, að þeir þykist í lögum þessum sjá ljótan blikubakka, sem ó- veðurs sé von úr, þá er minst vaiir; en skyldi þetta ekki vera missyning? Lögin leggja refsingu við illri með- ferð á skepnum, hordauða m. m., og

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.