Ísafold - 21.12.1898, Síða 2

Ísafold - 21.12.1898, Síða 2
310 skipa fyrir um strangt eftirlit. Það kostar peninga eða pcningavirði; þar cr svartasti bletturinn. En geta þá sveitar- og syslufjelög með réttu synjað fyrir að hafa mist tífalt meiri fjárhæð fyrir eftirlits- og afskiftaleysi í þessu ei'ni? Og ef svo er ekki, hvert vit er þá í öllum hávaðauum og gauraganginum út af lögurxum? Varla getur ixann verið út. af því, að til séu margir menn, sem segja ram- skakt til um fjárcign sína, þegar þeir eiga samkvæmt lögum að segja rótt til um hana. Væri svo, er rangt að hefn- ast á horfellislögunum, því að til eru önnur og eldri lög, sem heimila og skipa fyrir um eftirlit í því efni, og þó að þetta cftirlit kunni að verða framkvæmt sumstaðar, um leið og horfellislögunum er fullnægt, verður það þeim jafnan ó- viðkomandi. Mundi það vera nokkrum manni til góðs, að telja rangt fram fénað sinn? Eða mundi þjóðin í heild sinni hafa gott af þessu? Svarið verður neitandi hjá öllum, sem satt vilja segja og í alvöru tala. Hvaða vit er í því, að vonzkast við lög fyrir það, þó að þau geri hægt fyr- ir meö þetta með eftirlit? Mega þeir, sem satt segja, aldrei fá u-eina vernd? Eða er það hollara, að þeir gjaldi jafnan hreinskilni sinnar? Eða er þjóðin svo þroskuð, að þetta geti orðið án eftirlits? Reynslan, sem er sannleikxir, mun segja nei. Voru horfellislögin búin til að orsaka- lausu? Hvað sýnir sagan? Hún s/nir í sem fæstum orðum þetta: harður vetur — almennur fénaðarfellir úr hor, mannfollir úr hor þegar á eftir eða harðæri. Reynsla 17. aldarinnar endurtekur — segi og skrifa — 27 sinnum þessa hörmung að meiru eða minna leyti; 18. öklin 17 sinnum; og framfaraöldin okkar, 19. öldin, fyrir víst 14 sinnum; og mun hór þó heldur vantalið en oftalið. Þrátt fyrir þetta eru menn enn þá til, scm eru svo blygðunarlausir, að þeir vildxi víst helzt ekkert eftirlit hafa, og gera sitt til að spilla því að það geti orðið að tilætluðum notunx, þegar þess er kostur. Væri nokkuð sorglegt við horfellislög- in frá síðasta þingi, þá er það vissu- léga það, að þeirra skxxli vera eins mik- il þörf, eins og er. Yrði horfellismeinvættinni útr/mt og haganlegur markaður fenginn fyrir fram- leiðslu landsins, mun það sannast, að batri tíð er í vændum. Um biinaðinn á Háloga- landi og Finnmörk. Eftir Sigurð Sigurðsson (frá Langholti). IV. A Finnmörku er búnaður léleguryfir- leitt, enda éru fiskiveiðar aðalatvinnu- vegur manna þar og stundaður mestan hluta árs. Landbúnaðurinn því að eins hafður í hjáverkum. Áburður illa hirtur og lítill að vöxtunum. Tún- blettirnir, sem borið er á, liggja kring- um bæinn, ógirtir og í órækt. þar er hvorki plægt né sáð, og jörðinni yfir höfuð enginn sómi sýndur. Oll húsa- kynni léleg, eigi síður bæjarhxxs en önn- ur. Fjósin þtöng, lág og dimm. Sum- staðar eru kýrnar hafðar í öðrum enda baóstofunnar, líkt og við gekst á voru landi fyrrum á aumum bæjum. Hirð- íng á kúm eftir því, og ber ósjaldan við, að bæði kýr og aðrar skepnur drep- ast úr hor. Svo sem t. d. vorið 1893. þ>á var almennur fóðurskortur á Finn- mörku og fjöldi skepna fórst úr hor og vesöld. Vetrarfóðrið er mestmegn- is þari og þang, síld og fiskbein. Mjólkin er oftast höfð í byttum og látin standa á hillum í sjálfri baðstof- unni, meðan hún sezt. Rjóminn er strokkaður einu sinni eða tvisvar í mánuði eftir ástæðum. þrifnaður al- ment laklegur, bæði utan húss ogínn- an. Rúmfötin úr skinnum: sauðskinn- um, hreinbjálfum og bjarnarfeldum. f>að eru hlý og góð rúmföt, en þurfa hirðu eigi síður en anuar fatnaður; en hana vill stundum bresta. f>etta, sem hér hefir lýst verið, er hið algenga á Finnmörku; en út af því ber sumstaðar. I stöku sveitum í amtinu, t. d. Altfirði, er ástandið töluvert annað og miklu betra. Sama er einnig að segja um kaupstaðina (bæina), t. d. Hammerfest og Vargey (Vardö). þar er þrifnaðurinn miklu meiri, eftir því sem mér var sagt, og er það ef til vill mest og bezt að þakka aðstreymi ferðamannanna, er þangað sækja árlega. Efnahagur al- mennings er heldur örðugur, en flestir bjargast þóhokkurn veginn, enda er fólk þar nægjusamt og ómatvant V. (Ni'ðurl ) í öllum þessum héruðum, sem minst hefir verið á hér að framan, er sjór stundaður meira og minna lengstan tíma árs, einkum þó í Finnmerkur- amti. Við Lófót byrjar vertíð um nýjár og endar 14. apríl. f>ann tíma sækir þangað múgur og margmenni, fyrst og fremst úr þessum 3 ömtum, og svo lengra að. Allir karlmenn fara þang- að, er vetlmgi geta valdið, að þeim einum fráskildum, er ekki mega missa sig að heiman, eða konurnar vilja ekki sleppa. Er talið að þar sóu saman komnar 30—36 þúsundir manna um vertíðina, er stunda fiskiveiðar. f>eg- ar vertíð endar við Lófót (14. apríl), flytja menn sig í stórhópum upp á Finnmörk. f>ar hefst vertíð síðast í marzmán. og öndverðum aprílmán., eftir því sem fiskur hagar sér. f>ar hafast þeir við um tírna, oftast frem í miðjan júnímán. og stundum lengur, ef vel aflast. Síðustu 2 vertíðir hefir afli brugðist heldur bæði við Lófót og Finnmörk. f>að hefir orðið til þess, að margir gefa sig nú meira við land- búnaði og jarðyrkju, heldur en þeir gerðu áður. Margir bændur í Norður- amti og Trumsaramti, sem áður stund- uðu sjó, hafa nú fengið sér jarðnæði og eru byrjaðir á búskap til sveita. Allmargir bændur norður þar hafa tekið lán til jarðabóta, og starfa nú að þeim kappsamlega. f>essi lán eru veitt til 20 ára með 2£°/. vöxtum. Engin afborgun fyrstu 5 árin; lánið síðan endurgoldið á 15 árum. Merkilegt þykir það og mikið í var- ið ferðamönnum, að norður þar, um Há- logaland og Finnmörk, sezt eigi sól vikum saman kring um sól3töðurnar; eru því héruð þessi oft nefnd »Lág- nættissólarlandiða. Tíminn, sem sól sezt eigi alla nóttina, er auðvitað því lengri, sem norðar dregur, sól hærra á lofti og birtan hreinni. Lágnættissól- artíminn er : í Botni frá 3. júní til 8. júlí Trum3 — 20. maí — 22. — - Hammerfest — 15. — — 27. — við Kröskanes — 13. — — 29. — Fólk er í þessum bygðarlögum glað- legt ogfrjálslegt. Allirþeir menn, sem ég hafði kynni af og heimsótti, tóku mér vel. Menn eru þar víðast mjög viðfeldnir, þægilegir og blátt áfram. Allri menningu hefir miðað þar drjúg- um áfram síðari árin, og er enginn efi á því, að héruð þessi eiga góða fram- tíð fyrir höndum, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, er þau eiga við að berjast. xSaga friðarins með germönskum þjóðum. Eftir Dr. Absalon Taranger, prófessor. IV. Landsfriður og konungsfriður. (Síðari kafli). Viðgangur konungsfriðarins á Norð- urlöndum á vafalaust að fleira leyti sammerkt við samsvarandi réttarmynd- anir á Englandi heldur en vísindin hafa enn gefið gætur að, eða ég get rann3akað í þessari ritgjörð. Sérstak- lega er einnig hér auðsætt sambandið milli konung8friðarins og konungl ga dómsvaldsins. Lang-ljósast kemur þetta fram í Svíþjóð. Á dögum Birg- is jarls (1250—66) eru fyrstu friðar- lög Svía gefin út. Aðalákvæði þeirra eru tekin upp í fylkislögin og Magnixs hlöðulás og höfðingjar ríkisins vinna eið að þeim. f>ess vegna eru lögin kölluð »eiðsæri« konungs. Lög þessi leggja 40 marka sekt við brotum gegn heimilisfriði, kvennafriði, kirkjufriði og þingfriði, og sömuleiðis við brotum gegn handseldum griðum. Oll þessi mál voru rekin fyrir dómstóli konungs, og gat hanu verið hirðréttur konungs, konunglegt réttarþing eða refsiþing. Refsiþingin urðu síðar að föstum þing- um með ákveðnum deildum samsvar- andi lögþingum vorum. I sambandi við þessa konunglegu dómstóla fær sænski kviðdómurinn þroska, alveg eins og kviðdómurinn í Normandíi og á Englaodi á rót sína að rekja til konunglegu rannsóknar-dómgæzlunnar. Allsherjar-framkvæmdarvald kemur í staðinn fyrir lagaframkvæmd einstakra manna með Germönum til forna og útlegð innan einstakra landshluta verð- ur að iitlegð um ríkið þvert og endi- langt. í Danmörku lögðu landslögin all-öflug úrræði konungi í hendur til að gæta friðarins; en það er konung- lega dóms- og framkvæmdarvaldið, sem veitir þeirri valdaheimild þau áhrif, sem hún þarf að hafa. Með réttar- þingunum, ríldsréttinum (o: dómstóli ríkiskanzlarans), Danaþinginu og rík- isráðinu hafði danska konungsvaldið öflug afskifti af dómgæzlunni bæði sem frumdómstóll og málsskotsdóm- stóll. Annars stóð Danmörk í svo nánu sambandi við þýzka ríkið, að margar réttarstofnanir Mið-Evrópu komust þar inn. Til dæmis að taka hélzt ófrióarréttur aðalsmanna í Dan- mörku fram á miðja 17. öld og Kristó- fer í Bæjaralandi og Kristján I. gáfu út regluleg landsfrióarlög, sem lögðu lífs-tjón og eigna við ránum og hvers konar ofbeldi. þessi lög voru og birt í Noregi. í öðru sambandi hef eg á það minst, að Hákon Hákonarson og Magn- ús lagabætir bönnuðu mannhefndir í Noregi og skylduðu þá, er móðgaðir voru, og ættingja veginna manna til að sættast á fébætur. Til þess að geraz þetta fyrirkomulag auðveldara færði Magnús lagabætir hlut konungs niður um' tvo þriðjunga. En auk þess lagði hann vígaferla-dónxgæzluna al- gerlega í hendur konungs; það varð á hans valdi, hvort vegandi skyldi sek- ur gjör eður eigi. þegar víg hafði verið unnið og vegandi lýst víginu á hendur sór, fekk erindreki konungs honum bréf til konungsins og var í því beðið um grið, til þess er rann- sókn hefði fram farið í málinu. I griðabréfinu er svo erindreka boðið aS hefja rannsókn. Rannsóknarskjölm eru síðar send konungi og hann kveð- ur á um, hvort vegandi skuli sæta sektum einum eða verða óbótamaður og hafa fyrirgert lífi sínu. þetta er tekið fram í konunglega landsvistar- bréfinu, sem jafnframt ákveður sekt- irnar til konungs og býður veganda að leggja veð fyrir manngjöldunum til erfingja þess, er veginn hafði verið. Manngjöldin eru ákveðin af tylftardómi á heimaþinginu og upphæðin fer eftir sérréttindum þess, er veginn var, og griðum þeim, er rofÍD hafa verið með víginu. Brot gegn heimilisfriði, kvenna- friði, kirkjufriði, þingfriði, konungs- friði o. s. frv. færa sektirnar fram um helming. Sé vígum ekki lýst, eru þau talin morð, og erindreki konungs höfðar þá málið á þingi. þá var dauðahegning við lögð. Veganda var því bezt, að játa vígið tafarlaust. I víglýsingamálum var Noregskon- ungur fyrsti dómarinn. Venjulega er þeirri kennÍDg fram haldið, að hann hafi að eins haít vald til að endur- skoða eða staðfesta lögmannsdóma, og því ekki verið frumdómarinn. Réttar- venja miðaldanna sýnir alt annað. Konungur gat eftir einhliða kæru frá öðrum málsparti stefnt málinu til sjálfs sín eður réttarþings síns eður dórnara, sem nefndir voru í hvert mál út af fyrir sig. Sömu stofnanir hafa með höndum dómsvald konungs í Noregi eins ogí Svíþjóð og Danraörku. En lítil stund hefir enn verið lögð á að rannsaka konunglegu dómgæzluna í Noregi og ég get ekki farið út í ein- stök atriði að þessu sinni. Að eins skal ég taka það fram, að sérhvert brot gegn sérstakri eður almennri konunglegri skipao (bréfabrot) var sótt íyrir dómstóli konungs. Vinna Norðurlanda-konunga aðlands- friði virðist hafa haft í för með sér töluverða hækkun á manngjöldum. Upphaflega námu manngjöld 15 mörk- um, sem jafngilda 4800 krónum í vor- um peningum. í þess stað hafa konungarnir fengið komið á 40 marka gjöldum, sem jafngilda 14,400 krónum. I Noregi var þessi upphæð færð niður um tvo þriðjunga eða niður í 13 merkur og 8 örtugar, sem jafnfram er venjulega hegningin, sem við bréfa- broti er lögð. VI. Afnánx einstaklinga-ófríðarins. Vór sjáum, að livervetna rrxeð Ger- mönum jstendur viuxian a'ð friðinum iiinan þjóðfélaganna í sambandi við xxmbætxir á fyrii'komulagi dómstólanna og réttarfarinu. TakmarkiS er hver- vetna aS setja réttinn í stað máttarins, aö breyta bráðabirgða-friðarástandinu í lögtrygöa friðarskipan. Þessu takmivrki hefir möniimu ekki tekist að ná fyr en í róttarríki nútímans. Til þess að fá framgengt þessum úr- slitum, scm virðast svo einföld og sjálf- sögð, hafa meiui þurft að berjast f/rir þeinx látlaust um nxargar aldir. — Siðfei'ðis- og gáfnaþrek germönsku þjóð- anna hefir öldum saman vexið að reyna að inna af höndum þá cinföldu þraut, að setja réttarófriðinn, lögsóknina, í stað mannhefndanna, gjörtækisins, einstakl- inga-ófriðarins. Og hve nxiklum breyt- ingum höfum vór ckki tekið undir yfir-r ráðum réttarríkisins og róttarófriðarins f Hvílíkt djúp er ekki staðfest milli norskra bænda á miðöldunum, sem hefna síu með manndrápum, og norskra bænda nú á dögum! Hugsið yður, xvð yðar bíði eftirfarandi skjal, ])egar þór komið heim til yðar í kvöld: ' Hr. N. N. Með því að' þór rægðuð mig svívirði- lega við yfirmcnn mína í gær, þá segi óg yður hér með opinberan ófrið á hendur í uiínu nafni og allra minna ættmenna; hvar sem ég kann að hitta yður eða yðar menu, þá skuluð þór biiast við illu, en ekki góðu. Meö þessu þykist óg hxtfa aðvarað yður drengilega. th Dagsetningin. N. N.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.