Ísafold - 07.01.1899, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.01.1899, Blaðsíða 4
4 leg vara og oft verri en ekki neitt, kaupi eitthvað það, sem þeim er gagn- legt eða nauSsynlegt og gjöri þá ánægð- ari og auðugri, en um það kemur öllum saman, að því minna sem menn kaupi af óþarfa, jafnvel þótt sá óþarfi sé ekki skaðlegur, því efnaðri verði þeir og því betri skiftavinir kaupmanna, og á hinn hóginn, því meira sem menn kaupi af áfengi, því verri og óáreiöanlegri skifta- vinir. Að þessum kaupmönnum skjátlist eigi í þessu rná sjá á verzlunum þeirra, sem taka miklum framförum og hlómg- ast, þótt eigendur þeirra selji ekkert áfengi, og það við hliðina á öðrum kaupmönnum, sem hafa allskonar áfengi á boðstólum. Undirskrifuð framkvæmdarnefnd Stór- stúku íslands leyfir sór því hér með virðingarfylst að skjóta því til yðar, herra kaupmaður, hvort þór, eftir að hafa íhugað þetta málefni rækilega, finnið eigi hvöt hjá yður til að hætta allri áfengissölu, til þess framvegis að eiga engan þátt í hinum misjöfnu af- leiðingum hennar, heldur fylla flokk þeirra manna, sem vilja hrinda einhverju í lag hórálandi, sjálfum sér til ánægju og þjóðfólaginu til eflingar og framfara. Veðurathuganir i Reykjavík eftir landlækni Dr. J. Jónas sen. œ ,§.§ Hiti (á Celsius) Loftvog (millimot.) ■Veðurátt. á nótt um hd. árd. sihd. árd. síðd. 31. ■+■ 2 + 3 713.71 711.2|a h d Sahvd 1. 0 0 7214 723.9 a h d Sv h d 2. —2 -pii 731.5 734.1 a h d Sv h d 3. — 2 0 729.0 723.9 a hv d Svhvd 4. — 3 — 3 729 0 736.6 Svh d 0 d 5. -P 2 ú-2 744.2 749.3 a h d ah d 6. — 2 0 741.7 v h d 1 Hefir ýmist verið hæg austanátt eða út- synningur með talsverðri snjókomu. Ifeðalhiti í des. á nóttu -7- 2.1 á hádegi -f- 0.7. Dáín að heimili sínu í Hafnarfirði á gaml- ársdag af barnsförum húsfrú Guðrún Sveinsdóttir, 34 ára gömul, kona Og- mundar Sigurðssonar kennara við Flensborgarskóla en dóttir síra Sveins Skúlasonar síðast prests að Kirkjubæ í Tungu og konu hans Guðnýar Ein- arssonar albróður Árna biskups Helga- sonar i Görðum. »Guðrún sál. var fyrirtaks kona að gáfum ogmannkost- um og sannmentuð. Eftir hana lifa með ekklinum tvö börn, Ingibjörg 3ja og Sveinn 1 árs«. Jarðarförin fer fram á mánudaginn (9. jan.), hefst á heimilinu kl. 11 f. h. Ufsaveiðin hér í bænum hólt áfram fram yfir árslokin. Aflinn hefir orðið þetta, eftir skýrslu kunnugs manns: 30. desbr...................... 200 tnr. 31. ......................... 418 — 2. janúar .................... 407 — 3. .......................... 115 — 5............................ 31 — Samtals 1171 tn. Það voru Hafnfirðingar, sem fyrstir runnu á vaðið hór; líklegast að Reyk- víkingar hefðu ekki hreyft sig hót að öðrum kosti, enda talið víst, að hér hafi oft komið ufsagengd áður, og verið látin alveg ónæðislaus. Að veiði þessi hefir fátækum orðið mikil björg, bæði hér í bænum og víðar, sótt hingað töluvert ofan úr Mosfells- sveit t. d. Tíðarfar. Snjóasamt í meira lagi um þessar mundir. Ilt að komast um jörðina og innistöður miklar. Austanpóstur, er lagði á stað 3. þ. mán. að morgni, eins og til stóð, sneri aftur við Elliðaárnar fyrir ófærð með hestana og fekk sór sleða og annan útbúnað til þess að kom- ast þann veg yfir fjallið. Hinir póst- arnir lögðu á stað daginn eftir og hefir ekki frézt, hvernig þeim hefir reitt af. -— Talað er, að bændur sóu teknir til að skera af heyjum austanfjalls, og er það auðvitað hetra nú en síðar. Vendetta Eftir Archibald Clavering Gunter. I. kafli 3Einvígið í Ajaccio. Fyrsti kapítuli.. Bíður. »það fer ekki hjá því — þetta er einmitt staðurinn«, sagði hr. Burton H. Barnes frá New York við karl- 3auðinn, sem var veitingamaður í af- gamla, hrörlega gestaskálanum á ströndinni við Ajaccio-fjörðinn. »Einmitt hvaða staður, signor?« »Staðurinn, þar sem heyja á fyrir- taks frækilegt einvígi núna með morgn- inum, jafnskjótt og svo bjart er orðið, að þeir sjái til«. »Sjái til hvers?« »Sjái til að drepa hvor annan! Vit- ið þér ekki, hvað einvígi er?« Hr. Barnes flytur stuttan fyrirlestur um einvígislög og skýrir mál sitt meðfjör- legum bendingaleik. »Ó — einmitt það; þetta er þá nokkurs konar blóðhefnd« segir karlinn og hýrnar yfir honum. »Já, blóðhefnd siðaðra manna. þér vitið víst, hvað það er«. »Faðir minn var fiskimaður og varð fyrir henni«, segir Korsíkumaðurinn og verður þungbrýnn við. »Honum var drekt«. »Og maðurinn, sem drap föður yðar — hvað varð um hann?« það var eins og Ameríkumanninum færi að þykja allmikils um vert. »Honum var líka drekt. Eg er son- ur föður míns. Morðingi föður míns var síðasti afspringur þessarar bölvaðr- ar ættar, og óg get nú sofið í næði. þóknast yður morgunverður, herra?« »Já, komið þér út með borð handa mér, Mateo — þér heitið að líkindum Mateo — komið þér með það hingað útí súlnagöngin. Látið þér mig svo fá eina flösku af bezta chianti, sem þér eigið til, ofurlítið af ávöxtum og ein- hvern mat, ef þér hafið nokkuð til, sem ekki er kastaníubragð að. Eg ætla að hressa mig á því, þangað til tíminn er kominn«. Veitingamaður stakk upp á eggjum. »Gott og vel — það er ekki kastaníu- bragð að eggjum«. Mateo fer að sækja það, sem hann hefir um beðið, en hr. Barnes tautar við sjálfan sig: »það er ævinlega bezt að fara að hlutunum með hægð og stillingu, þangað til að því er komið að eitt- hvað verði að hafst« — og svo lætur hann fallast niður á þægilegasta stól- inn, sem hann finnur, og starir hugs- andi út yfir héraðið yndislega, sem morgunljósið er að afhjúpa. Súlnagöng veitingaskálans vita út að firðinum. Langt úti á hafi sjást segl fiskibátanna, líkust mávavængjum. Eitthvað 12 róðrarsnekkjur frá Sar- díníu og Sikiley stinga stöfnum upp og niður í kaldanum og komast svo að kalla ekkert, en lági, svartleiti skrokkurinn á enskum fallbyssubát, sem skroppið hefir inn til Ajaceio til þess að kaupa kjúklinga og ávexti handa foringjunum, gusar svörtum reyk upp úr stutta reykháfnum og sýnir með því, að innan skamms leggi hann á stað til Alexandríu til þess að vera sjónarvottur að óförum Ara- bis pasja. Hr. Barnes gýtur hornauga til hans og segir við sjálfan sig: »Ég vildi óska, að skipið að tarna legði á stað, áður en því er ætlað. Hver veit nema ég kæmist þá hjá því að gera sjálfan mig að flóni«. Og svo vefur hann saman smávind- il handa sér, snýr sér við og horfir upp til landsins, þangað sem vegurinn liggur til Bastia, og heldur hugleiðing- um sínum áfram : »Ekkert sést enn til Marínu. Ég sendi þó hraðboða eftir henni kl. 10 í gærkveldi. Ef ég get nú ekki afstýrt því að þeir fari að berjast, þessir áflogahundar, og eitt- hvað verður svo að honum — Guð hjálpi henni! þetta eru voðatímar!« Barnes varpar öndinni mæðilega og heldur þessum dapurlegu heilabrotum sínum áfram; hann fer að hugsa um, hvað það hafi verið heimskulega gert af sér að fara til Korsíku til þess að skjóta steingeitur, þar sem hann hafi alveg eins vel getað skotið önnur villidýr einhvers staðar annars staðar á jarðarhnettinum. Hr. Barnes hefir ekki aðaleinkenni New-Yorkarmanna til að bera. I fyrsta áliti hættir mönnum við að gruna bann um oflátungsskap; en þó að búningur hans sé svo glæsilegur, að nærri liggur við að bann sé teprulegur, og geti því gefið tilefni til þessarar grunsemdar, þá er ekki viðmót hans og látbragðið yfirleitt lengi að færa mönnum heim sanninn um það, að hann sé maður, sem bæði þekki vel veröldina og eins sjálfan sig, T)rengurinn minn verðar leikinn í Iðnaðarmannahúsinu ann- að kvöld (sunnud.) kl. 8. Stór ufsa- (eða síldarývarpa til sölu Verð : 125 kr. Kitstjóri þessa blaðs vísar á seljanda. Laugardaginn 14. þ. m. verður s m a 1 a ð saman HROSSUM á Seltjarnarnesi og þau rekin saman í Suðurnesi og þau hross, sem þá ekki verða hirt eða þeim ráðstafað, verða samstundis seld við opinbert uppboð. Seltjarnarneshrepp 6. janúar 1899. Hreppsnefndin. "Vlð Lindargötu eru til leigu frá 14. maí 2 rúmgóð herbergi, eldhús og geymsln- pláss í kjallara. Ritstj. vísar á. Seldar óskilakindur í Kjósar- hreppi haustið 1898. 1. Svartur sauður veturg.; sneitt fr. gagnb. h., vaglskora og biti a. v. 2. Hvítur lambhr.; stýft v. 3. Hvítur lambhr.; blaðst. aft, biti fr. h, hálftaf aft. biti fr. v. 4. Hvítur lambhr.; sama mark. 5. Hvítur lambhr.; hálftaf fr. biti afc. h; jaðarskorið v. 6. Mórautt gimbrarlamb; hamar- skorið h., tvíst. fr. biti a. v. 7. Svart gimbrarlamb; blaðst. fr. h., miðhl. v. 8. Hvítt gimbrarlamb ; stúfrifað h. 9. Hvítt geldingslamb; tvír. í heilt h., stýft v. 10. Hvítt gimbrarlamb; standfj. 2 aft. h, tvíst. fr. v. 11. Hvítt geldingslamb; hamarsk. h., heilr. v. 12. Hvítt gimbrarlamb; stýft h., stig 2 fr. v. 13. Hvítt gimbrarlamb; stúfr. h., sneitt fr. gagnb. v. Neðra-Hálsi 23. des. 1898. þórður Guðmundsson. Bidjið œtið um Fineste Skandinavisk Export-Kaffe Surrogat, billegasta og bezta kaffibæti. F. HJ0RTH & Co. Kjöbenhavn K. Eg undirritaður, sem í mörg ár hefi þjáðst mjög af sjósótt oy árangurslaust leitað ým8ra lækna, get vottað það, að ég hef reynt Kína-lífs elixír 8em ágætt meðal við sjósótt. Tungu í Fljótshlíð, 2. febr. 1897. Guðjón Jónsson. Undirritaðir, sem hafa séð hr. Guð. jón Jónsson þjást af sjósótt, geta vott- að það, að hann við notkun Kína- lifs-elexírs hefir hlotið þá lækningu, sem hann getur um í vottorðinu. Oddur Jónsson Markús Gíslason á Brekkum. á Valstrýtu. Kína-lífs elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaup- endur beðnir að líta vel eftir því, að ?jp standi á flöskunum í grænu lakki og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum : Kínverji með glas í hendi og firmanafnið Waldemar Peter- sen, Frederikshavn, Danmark. Til SÖlu eða leigu vandað og vel innréttað íbúðarhús. Semja má við trésmið Bjarna Jónsson fyrir þessa mánaðar lok. Hið nafnkunna DoktorsllÚS hér í bænum er til sölu, með fyrverandi stýrimannaskólahúsinu, sem er áfast við aðalhúsið; sömuleiðis fylgja húsinu 2 útihús, annað nýtt en hitt gamalt, góð og rúmgóð lóð og stór matjurta- garður. Góðir borgunarskilmálar. Sá sem kann að vilja kaupa ofan- nefnt hús geri svo vel og semji við undirskrifaðan eiganda sem fyrst. Rvík 5. jan. 1899. M. F. Bjarnason. 8 góðir hásetar, vanir á þilskip- um, óskast til næsta útgerðartíma. þeir sem vilja sinna þessari ósk, semji sem fyrst við M. F. Bjarnason forstöðumann stýrimannaskólans. Tímarit kaupfélaganna, 2. hefti, kostar 75 aura og er til söluhjáflest- um formönnum kaupfélaganna hér á landi og auk þess hjá þessum mönn- um: Friðbirni Steinssyni bóksala á Ak.eyri Guðm. Guðmundssyni bóks. á Oddeyri Helga Sveinssyni verzlm. á Isafirði Sigurði Gunnarssyni próf. í Stykkish. Kristj. Kristjánssyni, á Sveinseyri Guðj. Guðlaugssyni alþm. á Ljúfustöð. Sigurði Kristjánssyni bóksala í Rvík Olafi Árnasyni kaupm. á Stokkseyri Jóni -Tónssyni prófasti að Stafafelli. Hjá undirrituðum er í óskilnm hvítt geldingslamb, sem ég á ekki, með mínu fjármarki, tvístýft aftan, gagnb. h., stýft, gagnbitað v. Eigandi gefi sig fram og semji við mig um mark- ið. Kaðalst. í Stafholtstungum 7. desbr. 1898. Jón Ólafsson. Ufsi snjóvarinn og saltvarinn fæst í Thomsens verzlun IFyrst um sinn fá menn sig * rakaðaog klipta í húsi Jóns Torfasonar (uppi) frá kl. 10—2 og frá 3—7 á virkum dögum. Verð sama og áður. Höfuðböð (Cham- poings) ættu allir að kaupa sem vilja vera lausir við væru m. fl. þau kosta að eins 0,25 a. Virðingarfylst Magfiuís Vigfússon. Utgef. ogábyrgðarm. Björn Jóusson. Meðritstjóri: Kinsir Hjörleifsson. Isafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.