Ísafold - 14.01.1899, Blaðsíða 1
Kemur ut ýmist ’einu sinni eða
tvisv, i viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1 '/* doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bunain við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Austurstrœti 8.
Reykjavik, laugardaginn 14. januar 1899.
XXVI. árg.
|>etta ár 1899, kemur Isafoid út
1...2 sinnurn viku, eins og áður,
80 blöð minst, og fyrir sama verð
og áður, 4 kr. Hún er landsins
langstærsta og
langódýrasta
blað eftir stærð.
Nýir kaupendur skilvísir fá
2 fyrri árganga
af Sögusafni blaðsins og auk þe3S sér-
prentaðar þýddar sögur úr þessum ár
gangi blaðsins 1899.
E L D AVÉLAR og M AGASI NOFNA
s el u r
Í^Ij^TJÁN ÞOIJGÍ^ÍMj^ON
fyrir innkciupsverð, að viðbættri fragt.
Pantanir afgreiddar fjótt og nákvæmlega.
Forngripasafnopið mvd.og ld. kl.ll—12.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar
gæzlustjóri 12—1.
Landsbólcasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.S)
md., mvd. og ld. til útlána.
Er það firrur ?
Annað svar ísafoldar til rektors.
Nauðugir verðum vér að minnast á
rangfærsluásakanirnar, úr því að rekt-
or er ófáanlegur til þess að láta þær
falla niður.
Ein »rangfærslan« er sú, að vér
böfum fengið það út úr ræðu rektors,
þeirri sem í skólaskýrslunni er prent-
u^, að hann líti svo á, sem »þeir ein-
ir amist við forntungunum í skólan-
utn, sem ekki hafi nokkurt vit á því
máli«.
Ætli þe8si »rangfærsla« sé nú alveg
tilefnislaus?
|>egar rektor er að vara lærisveina
sína við þeim kenningum, er hann
hyggur að hnekkja kunni áhuga þeirra
á forntungnanáminu, kemst hann svo
að orði: »Eg veit að sú bjalla klingir
ávalt í <-yrum ykkar, frá þeim mönnum,
sem þykjast hafa vit d skólamálum, en
dœma þar eins og blindir um liU —
°g svo kemur upptalning á nokkurum
atnðum, sem forntungnanáminu hefir
verið til foráttu fundið. Við allar þær
mótbárur gegn því námi, sem rektor
nefnir, á þessi staðhæfing hans, að
þær komi frá tmönnum, sem þykjast
hafa vit á skólamálum, en dæma þar
eins og blindir um lit«.
I hinu fyrra svari sínu segir rektor,
að »hver góðgjarn maður. sjái, að hann
hafi með þessum ummælum að eius
verið að vara skólapilta »við þeim
mönnum, sem prédika fyrir þeim« (o:
persónulega), »að þeir þurfi eigi að
kunna gömlu málin eða leggja neina
rækt við þau«.
J>essi vítaverða »rangfærsla« á orð-
um rektors stafar þá af því, að vér
gerðum ráð fyrir, að hann mundi tala
Vlð lærÍ8veina sína sem ofurlítið ment-
aða menn — að hann mundi ganga
því vfsu, að þeir bæru að minsta
kosti einhver kensl á þær umræður,
sem nýlega höfðu fram farið um þeirra
eigin skóla og þeirra eigið nám á þingi
þjóðarinnar, og að hann mundi búast
við að þær umræður hefðu einhver á-
hrif á hugi þeirra, að minsta ko3ti
eins mikil eins og fortölur hinna og
annara, sem eiga að vera að leitast
við að telja þá af því að gera skyldu
sína í skólanum.
jpað þarf enga góðgirni — ekki ann-
að en heilbrigða skynsemi — til að
sjá, að þessi skilningur vor kemur að
engu leyti í bága við ummæli rektors
í skólaskýrslunni. Hér er því um
enga »raugfærslu« að ræða af vorri
hálfu, heldur þvert á móti góðgjarn-
legan skilning, sem er skólanum til
miklu meiri sóma heldur en skýring
rektors á orðum sjálfs hans.
Onnur ásökunin er sú, að vér höf-
um rangfært ummæli rektors um
þekking pilta á forntungunum. A
þá ásökun var vikið í svari Jsafoldar
um daginn — og að vorri ætlun nægi-
lega skýrt eftir þeim gögnum, sem þá
voru fram komin frá rektor, svo að hér
þarf ekki að endurtaka neitt, að því að
vér vonum. Ennúerkomin ný skýring
í málinu, þar sem rektor gerir grein
fyrir, í hverju sambandi ummæli hans
hafi staðið. Fúslega skal við það
kannast, að sú skýrmg varpar nokk-
uru nýju ljósi yfir orð rektors. En
það ljós birtist oss ekki fyr en í þessu
siðasta svari hans, og engum öðrurn
en þeim fáu, sem voru við skólaupp-
sögn á síðasta vori.
Eleiri »rangfærslum« minnumst vér
ekki að rektor kvarti undan í hinu
fyrra svari sínu. Vér trúum því ekki,
að mörgum öðrum en honum þyki
þær þess verðar að út af þeim sé
deilt.
Vér snúum þá að aðalefninu:
Er það skynsamleg sannfæring,
bygð á mikilsverðum ef ekki óyggj-
andi rökum, að það sé oss fyrir beztu
að halda forntungnanáminu í skólan-
um ? Eða er það átrúnaðarfirrur?
En áður en lengra er farið, skal á
það bent, að framkvcemdar-örðugleik-
ana á þeirri breytiug, sem vér höld-
um fram, höfum vér enn ekki rætt.
þess vegna höfum vér ekki heldur
neitt minst á samband vort við hinar
æðri mentastofnanir. Og þess vegna
hefir oss ekki heldur þótt ástæða til
að gera tillögur Gertz prófessors í
skólamálinu frá síðasta þingi að um-
ræðuefni. Vonandi verður tækifæri til
að tala um þá örðugleika síðar, og
hvernig fram úr þeim verði komist.
Sem stendur er í vorum augum aða
atriðið að komast að niðurstöðu um,
hvort breytingin — afnám forntungna-
námsins í skólanum — sé í raun og
veru æskileg eða ekki.
Fyrst er þá þetta: Hvernig er
tungumálaþekking lærisveina lærða
skólans, eftir dómi rektors sjálfs? Nú
skal öll »rangfærsla« vera blátt áfram
óhugsandi, því að vér tökum dóminn
orðréttan upp úr grein rektórs, sem
prentuð er í síðasta blaði.
Og jafnframt bendum vér á þetta:
Dómur rektors kemur vitanlega eftir
vandlega og rækilega íhugun, þar sem
hann kemur í niðurlagi ritdeilu en
ekki í byrjun hennar; tilgangur hans
er að mæla skólanum bót og núver-
andi skólafyrirkomulagi; hann kemur
frá glöggum og nákvæmum vísinda-
manni, sem vanur er að vega orð sín;
og hann kemur frá þeim manninum,
sem að líkindum þekkir skólann bezt
og ann honum sjálfsagt eins heitt eins
og nokkur annar maður.
Hann er á þessa leið:
. . »minn dómur er sá, að allur
þorri skólapilta nái hér nokkurnveg-
inn viðunandi þekkingu í forntungun-
um, og fái í hinum málunum svo
góða undirstöðu, að þeir geti með
uokkurri æfingu vel fleytt sér við út-
lendinga og skilið bækur á málum
þessum án mikillar fyrirhafnar, eða
að minsta kosti að sú undirstaða, sem
þeir hafa fengið í skólanum, verði
þeim til 8tórmikils léttis, ef þeir þurfa
eftir á að gefa sig við þessutn málum.
Meira finst mér ekki sanngjarnt að
heimta með því skólafyrirkomulagi,
sem vér höfum«.
Sjálfsagt er það hverju orði sann-
ara, að < kki sé sanngjarnt að heimta
meira með því skólafyrirkomulagi, sem
vér höfum. Hafi rektor skilið oss svo,
sem vér værum að gefa honum eða
öðrum kennurum við skólann sök á
þekkingar- og þroskaskortinum þar,
þá hefir haun misskilið oss. Vér höf-
um ekkert orð í þá átt sagt, né held-
ur hugsað. Sjálfur er hann vitanlega
fyrirtaks-kennari. Og hann hefir við
hátíðlegt tækifæri lýst yfir ánægju
sinni með þá kenslnkrafta, sem við
skólann eru. þá yfirlýsing kemur oss
ekki til hugar að rengja.
»Allur þorri skólapilta* nær »nokk-
urnveginn viðunandi þekkingu í forn-
tungunum«. Dómurinn er nokkuð ó-
ákveðinn. En allsendis ómótmælt
stendur frá rektors hálfu sú staðhæf-
ing vor, að stúdentar geti »ekki talað
þær, ekki ritað hugsanir sínar á þeim
og ekki lesið bækurnar, sem á þeim
eru ritaðar, nema m.eð þeirri fyrirhöfn,
sem enginn leggur á sig ótilneyddur*.
Og hvað felst í dómi rektors um
þekkinguna á nýju málunum ? Hvað
annað en að skólapiltar læri þau ekki
íil nokkurrar hlítar? f>eir þurfa auka-
æfingu til þess að geta »fleytt sér við
útlendinga og skilið bækur á málum
þessum án mikillar fyrirhafnar«. J>ekk-
ingin sem þeir fá í skóla, er undir-
staða, sem getur orðið »þeim til stór-
mikils léttis, ef þeir þurfa eftir á að
gefa sig við þessum málum«.
Alveg sama má segja um hvers kon-
ar lærdómskák. J>að má vera aumt
til þess að ekkert sé á því að græða,
ef við það er bætt. En sarnt sem áð-
ur getur mentunargildi þess út af fyr-
ir sig verið nauðalítið, eðagalls ekkert.
Losnuðu nú piltar við forntungna-
námið, þá gætu þ ir orðið mætavel
að sér í nútíðartungunum, sem kend-
ar eru í skólanum, lært að skilja þær,
tala þær og rita þær. Jafn-djúpsetta
þekking á nútíðartungunum hyggjum
vér hafa meira mentunar gildi en
þessi ófullkomna forntungnaþekking,
sem menn öðlast nú.
Rektor segir nei. Haun heldur,
það sé betra að kunna þennan graut
í latínu og grfsku en að geta lesið,
talað og ritað ensku, frönsku og þýzku.
Hvernig getur hann þá mótmælt því
jafn-afdráttarlaust og hann gerir, að í
hans augum hafi »nauðalítil þekking
á forntungunum meira mentunargildi
en alldjúpsett þekking á öðrum efn-
um«?
2. blað.
Sjón er sögu ríkari.
Hvers vegna eiga menn þá, eftir
kenningu rektors, að halda í forn-
tungunámið í skólanum, jafnvel þótt
það girði fyrir, að nemendur geti feng-
ið veigamikla þekking á nútíðarmál-
unum ? Af þremur ástæðum :
1) Af því að haldið er í það í öðr-
um löndum.
2) Af því að »margra alda reynsla
Norðurálfuþjóðanna hefir sýnt- og sann-
að, að það er ágæt undirstaða undir
æðri mentun«.
3) Af því að »vér eigum í bókment-
um vorum mjög merk vísindarit á lat-
ínu, sem munu verða fólginn fjársjóð-
ur, ef vér kunnum ekki latínu*.
Fyrsta ástæðan var íhuguð nokkurn
veginn rækilega í hinu fyrra svari
voru. Og með því að rektor hefir ekkert
við þeim mótbárum hreyft, sem þar
voru til færðar, teljum vér útrætt um
það efni, að minsta kosti að sinni.
Aðra ástæðuna reynir rektor þar á
móti að verja. Honum þykir mótsögn
í því að vér höfum að öðru leytinu
kannast við, að forntuugurnar hafi
orðið ótal mörgum lærðum mönnum
að lind sannrar mentnnar — mönnum,
sem kunnu þær til hlítar —, en að
vér skulum að hinu leytinu ekki kann-
ast við þaS, að nauða-ófullkomin forn-
tungnaþekking, sem langfæstir auka
nokkurn tíma lifandi vitund, sé hent-
ug mentunar-undirstaða. Oss getur
með engu móti skilist, að þar sé nokk-
urn mótsagnar-snefil unt að finna,
hvernig aem því er fyrir sér velt.
Ekki dettur oss í hug að neita því,
að skörungarnir, »sem fremstir hafa
verið á hverjum tíma í bókmentum
og vísindum Norðurálfuþjóðanna síðan
á miðöldunum og alt niður til vorra
tíma«, hafi flestii »fengið klassiska
mentun*. En hvað sannar það avo?
Hafa ekki allar hinar æðri stöður
þjóðfélaganna, alt frá miðöldunum og
alt niður til vorra tíma, verið við
þá mentun bundnar? Jú. Og hefir
nokkur kostur verið á að fá verulega
veigagóða mentun á annan hátt en þann
að læra forntungurnar að meira eða
minna leyti? Nei? Liggur þá ekki í
augum uppi, að mestu hæfileika-
mennirnir hafa yfirleitt stundað það
nám að sjálfsögðu, ef þeir áttu annara
kost á að afla sér nokkurrar verulegr-
ar mentunar?
Og gætum vér að bókmentalega og
vísindalega árangrinum af forntungna-
náminu meðal vorrar eigin þjóðar, þá
er hann sannarlega alt annað en glæsi-
legur. Yerðum vér ekki við það að
kannast, að um einar fimm aldir ríki
yfirleitt daprasta andleysi hér á landi,
þrátt fyrir allan latínulærdóminn?
Eitt snildarverk verður til, Passfusálm-
arnir, og það er sannarlega ekki á-
vöxtur af forntungnaþekkingu. Ann-
ars hvað? Nokkur fræðirit á latínu.
Og hvenær er það, að andleysinu
léttir af og lifnar yfir bókmentum
vorum? Er það ekki þá fyrst, þegar
forntungurnar hætta að vera helzta
eða eina mentunar undirstaðan, þá
fyrst, þegar Islendingar fara að lesa
upp aftur sín eigin fornrit og láta
mentastrauma saintíðarinnar leika um
sálir sínar?
f>að er til þess að geta lesið íslenzku