Ísafold - 14.01.1899, Blaðsíða 2
6
latínu-rítin — rit Arngríms lærða,
|>ormóðar Torfasonar, Finns biskups,
Hálídánar Einarssonar og Sveinbjarnar
íigilssonar — að skólapiltar eiga fyrir
hvern mun að læra latínu, samkvæmt
þriðju og síðu8tu ástæðu rektors.
Gerum ráð fyrir, þeir gerðu það.
Yrði ekki sá lestur nokkuð dýr, þegar
hann lirrir þá þeim hlunnindum að
geta lesið höfundana, sem ritað hafa
og rita á aðalmentatungum Norður-
álfunnar ? Deyr enginn sá dýrt kaup-
ir, vitaskuld. Stundum geta menn
samt keypt of dýrt. Ætli það væri
ekki kostnaðarminna, að koma þess-
um fáu ritum á isleníiku?
En hvað ætli þeir séu svo margir,
sem sökkva sér niður í þessi rit?
Ætli þau séu ekki langflestum jafn-
hulínn fjársjóður, þrátt fyrir alt lat-
ínunámið? Kirkjusaga Finns biskups
og lexicon poeticum eru sjálfsagt þau
ritin, sem langflestir hafa litið í. En
hvað skyldu nú vera til mörg eintök
af þeim meðal skólagenginna manna
út um landið? Vér spáum þau séu
ekki ýkjamörg. Og þó eun færri sem
notuð eru.
Sannleikurinn er sá, að forntung-
urnar eru ómótmælanlega #dauðar«
tungur hér á landi, að sárfáum sér-
fræðingum sleptum. þeir, sem gera
sér í hugarlund, að þær muni enn
vera eða verða mentalindir fyrir all-
an þorra íslenzkra námsmanna, minna
átakanlega á Harald konung hárfagra,
þegar hann sat yfir Snæfríði látinni,
»ok hugði, at hón mundi lifna; fór
svá fram þriá vetur, at hann syrgði
hana dauða, en allr landslýðr syrgði
hann viltan«. Og eigi kunnum vér
betri hænar að biðja mentamálum
vorum en að einhver |>órleifur spaki
fái komið vitinu fyrir þá er þeim ráða,
svo að þeim fari eins og Haraldi, þeg-
ar Snæfríður seig »í ösku, en konungr
steig til vizku ok hugði af heimsku,
stýrði síðan ríki sínu ok styrktist ok
gladdist af þegnum sínum, en þegnar
af hánum, en ríkit af hvárutveggja«.
Um gufuskip
til fiskiveiða.
Eftir
M. F. Bjarnason skólastjóra.
I.
Síðan hinir röaku og einbeittu Eng-
lendingar opnuðu á oss augun með
hinum stórvöxnu botnvörpuveiðum, og
sýndu oss svo rækilega, hvaða ógrynni
fjár vér eigum fólgin í hafinu kring um
strendur landsins, hafa sumir blaða-
mennirnir vakið máls á því, að oss
mundi farnast betur, ef vór tækjum nú
þegar upp gufnskip til fiskiveiða, en
gerðum jafnvel minna að seglskipa-
útgerðinni.
f>að er mikið vandamál að ráða ó-
brigðula bót á þilskipaútvegi vorum,
og skal ég fúslega játa, að ég treysti
mér ekki til þess fremur en aðrir og
því síður get ég bent á framkvæmanlega
leið til að afla oss nýtilegra gufuskipa
eða að nota þau, svo höpp verði að,
því skýjaborgir stoða hér ekki hót og
mök við útlend félög í því tilliti vil
ég engum hérlendum manni ráða til
að hafa; það má vera svo áreiðanlegt
félag sem vera vill. Slíkt blessast al-
drei. En ég hefi samt aflað mér
svo góðrar þekkingar á . gufuskipa-
útgerð, að ég ætla ekki að svo
stöddu að eggja neinn útgerðarmann
hér á landi á það, að fara að gera út
gufuskip til fiskiveiða, á meðan ekki
er til nokkurt eitt skilyrði fyrir því,
að gufuskipaútvégur geti framfleyzt,
og því síður ætla ég að álasa þeim,
þótt þeir ráðist ekki í að gera út gufu-
skip til fiskiveiða á eigin ábyrgð, með
því að það væri í mínum augum beint
glæfraspil, eins og nú bagar til.
Ekki er svo að skilja, að ég sé mót-
fallinn því að gufuskip væru notuð til
fiskiveiða hér á landi. f>ví fer fjarri.
Ég er sannfærður um, að vér værum
ólíkt betur staddir með fiskiveiðar vor-
ar, ef vér hefðurn efni og ástæður til
að reka þær á gufuskipum. En þar
sem hér vantar sérhvert skilyrði fyrir
því, ekki einu sinni hin minsta von um
að fá þann fisk viðunanlega borgaðan,
sem aflaðist á gufuskip, þá get ég ekki
fallist á þá skoðun, að gufuskip séu
óbrigðulasta ráðið til að koma trygg-
um fótum undir þilskipaútveg vorn.
Eins og nú stendur, yrði það útgerðar-
flan til þess eins, að kollvarpa gjör-
samlega öllum vorum litla þilskipastól,
máske í bráð og lengd. það liggur
í augum uppi, að ekki mundi það bæta
mikið úr högum vorum eða verða þil-
skipaútvegi vorum til eflingar, að
kaupa dýr skip og halda þeim úti
með afarmiklum kostnaði til að veiða
verðlausan fisk.
Nú er þess að gæta, að vér getum
ekki rekið sjálfir fiskiveiðar á gufu-
skipum, þótt þau bæri upp í hendur
vorar, því vér erum ekki enn komnir
svo langt í sjómensku, að oss verði
trúað fyrir að fleyta hinni auðvirðileg-
ustu gufukænu kring um strendur vors
eigin lands, hvað þá heldur lengra.
Hér sunnanlands þekki ég að eins 1
skipstjóra, sem má að lögum vera fyr-
ir gufuskipi. Gufuskipin yrðu því að
gerast út með útlendri stjórn oghugs-
unarhætti; en ekki hefir þilskipaút-
gerð vor þrifist með útlendri stjórn
hingað til; það er marg-sannað ; og það
lítið, sem við erum komnir á veg með
þilskipaútveg, er þó því að þakka, að
vér gátum sjálfir farið að reka hann;
og svo affaraslæmt, sem úthald segl-
skipa hefir orðið hér hjá oss í hönd-
um útlendinga, þá yrði það margfalt
verra á gufuskipum.
Nú er alment kvartað yfir því, að
seglskipin beri sig illa og það jafnvel
þau skip, sem hafa aflað vel, og sé
það á sönnum rökum bygt, þá þarf
ekki nema meðal-skynsemi til að sjá,
að þar sem seglskip með ágætis-afla,
jafnvel 60—80 þúsundum af fiski áút-
gerðartímanum, naumast afla fyrir út-
gerðinni (sem að vísu er ótrúlegt, þótt
fiskurinn sé í lágu verði), að þá muni
gufuskipaiitgerð ekki verða mjög arð-
berandi með öllum þeim kostnaði, sem
á henni liggur. Fróðlegt væri, ef hr.
kauprn. Pétur J. Thorsteinsson á Bíldu-
dal gæfi út skýrslu um ágóðann, sem
hann hefirhaft af sinni gufuskipsútgerð í
sumar; sömuleiðis þeir, sem hafa gert
út gufuskip til fiskiveiða á Austfjörðum.
Heyrt hefi ég haft eftir Otto Wathne
sál., að fiskiveiðar hans á gufubátnum
»Elínu« hafi bakað bonum mikið fjár-
tjón, og jmun þó mega vænta meira
arðs af gufuskipaútgerð á Austfjörðum,
ef rétt er að verið, heldur en hér, með
því að fiskur er þar töluvert stærri
utanfjarða að jafnaði en hér gerist.
Fyrir öllum, sem hafa rætt og ritað
um gufuskipaútgerð hér á landi, hafa
sjálfsagt vakað fiskiveiðar með botn-
vörpum, eins og Englendingar hafa.
það er auðvitað, aó með þeirri veiði-
aðferð má draga upp úr sjónum ógrynni
fisks, en er það farsæl veiðiaðferð
fyrir oss ? það er síður en svo.
Yér verðum að gæta þess, að vel-
ferð sjávarútvegs vors byggist á salt-
fisksmarkaðinum og því er áríðandi
að vanda fiskinn sem bezt. Saltfisk-
ur er vara, sem aldrei fyrnist og alt af
verður við líði, meðan nokkur útvegur
er, því heitari fiskneyzlulöndin geta
ekki haldið nýjum fiski óskemdum til
lengdar og verða því að hafa saltfisk.
f>að er næsta undarleg skoðun, þegar
menn halda, að saltfiskur verði ekki
keyptur og að hætt verði að neyta hans.
Slík skoðun hefir við engin rök að
styðjast. Saltfisksneyzlá fer þvert á
móti í vöxt. Hitt er annað mál, að
verðið á þeim fiski er komið undir því,
að fiskurinn sé vel verkaður og í alla
staði vel vönduð vara, og svo getur
farið, að illa verkaður fiskUr seljist
ekki, ef annar betri er í boði, eða þá
með afföllum, sem ekki svarar kostn-
aði, og slíkt eru sjálfskaparvíti, ef svo
ber undir, og munu að vísu helzt til
mikil brögð að því vor á meðal.
Hvers vegna Grikkir biðu ósigur.
Um það efni ritar norskur höfuðs-
maður, H. Angell,. í blaðið »Eingeren«;
hafði sjálfur verið í liði Grikkja í ó-
friðinum við Tyrki í hittiðfyrra. Vér
prentum hér stutt ágrip. Oss þykir
ekki örvænt um, að einhverjir íslend-
ingar kunni að kannast við aðra þjóð,
sem eigi að nokkuru sammerkt við
Grikki í því, sem er aðalatriði þessar-
ar ritgjörðar og varð Grikkjum til
falls, eftír því sem höfundurinn lítur á,
— þjóð, sem að vísu hefir ekki af
vopnaburði að segja, í vanalegri merk-
ingu þess orð, en þarf þó eigi síður
en aðrar þjóðir að halda á mannkost-
um þeim eða þjóðkostum, er Grikki
vanhagar svo bagalega um; en það er
góð stjórn á sjálfum sér, samheldi,
löghlýðni og agi.
f>að var ekki liðsmunurinn, sem olli
því að Grikkir biðu lægra hlut.
Reyndar voru þrír Tyrkir um hvern
grískan mann. Samt sem áður hygg-
ur höf., að nálega hverri annarri Norð-
urálfuþjóð mundi hafa tekist að reka
Tyrkí af höndum sér með sama liðs-
afla, sem Grikkir höfðu á að skipa.
Ekki var það heldur harðfengi og
hugrekki Tyrkja, sem reið baggamun-
inu, þó að þeir séu taldir með hraust-
ustu hermönnum í heimi. Höf. telur
Grikki standa þeim jafnfætis í þeirri
grein. Forystuleysinu í gríska liðinu
er ekki heldur beint um að kenna,
jafnmikil brögð og að því voru. því
að forystan var enn verri með Tyrkj-
um.
það var agaleysið, sem reið Grikkj-
um að fullu í ófriðinum.
1 aganum er aðalstyrkleikur Tyrkja
fólginn. f>eir venjast honum fráblautu
barnsbeini. f>ess vegna eru þeir með-
al annars fyrirtaks-hermenn.
Að því er Grikki snertir þar á móti,
er agaleysið þeirra mesta mein. f>að
kemur fram í ríkisstjórn, herstjórn,
heimilísstjórn hjá æðri sem lægri, í
stuttu máli hvarvetna. Landið hefir
skifst í sveitir síðan í fornöld og alt
fram á þenna dag, og þjóðin verið
öll á dreif; af því hefir lyndiseiukunn
þjóðarinnar mótast. Sjálfstæðismeð-
vitund hvers einstaks manns hefir orð-
ið mikil, 8jálfræðið mikið, frelsisþráin
mikil, en félagsandinn jafnframt lítill,
þrátt fyrir hina beitu ættjarðarást,
sem Grikkir bera f brjósti sér.
Ættjarðarást Grikkja er það, sem
hefir komið þeim til að verja svo
miklu fé til hers síns og fiota, en fyr-
ir agaleysið, ósamkvæmnina og stjórn-
leysið hefir alt orðið árangurslaust.
Almenn varnarskylda var í lög leidd
og mikill fjöldi fenginn af fyrirliðum
og undirfyrirliðum. þeir áttu að fá
mikla bóklega mentun, óbreyttu liðs-
mennirnir áttu að vera tvö ár í her-
þjónustu, mikils var aflað af dýrum
herbúnaði. Samt höfðu Grikkir í
rauninni ekkert herlið. Til þess að
koma sér vel við kjósendurna urðu
þingmennirnir alt af að vera að leggja
sig í framkróka um að létta byrðum
af þjóðinni, og það kom niður á land-
varnar-ráð8töfunum ríkisins. Almenn
varnarskylda varð ekki nema nafnið
tómt; á hverju ári komu menn sér
saman um nýjar undanþágur; alt af
var verið að fækka nýliðum. Ekki
þurfti nema dálítið lag og kunningja,
sem eitthvað áttu undir sér, til þess
að komast með öllu hjá herþjónustu.
Herþjónustu-tímann var 3Í og æ verið
að stytta meir og meir.
Síðasta mannsaldurinn hafa Grikkir
átt iitlendum þjóðum að þakka alt
það, er þeir hafa fært ríki sitt út;
sjálfir hafa þeir engu til kostað og
ekkert fyrir því haft. þetta fyrir-
hafnarlausa meðlæti hefir spilt þeim,
komið þeim út á glapstigu. íóna-
eyjar, Epíros og þessalíu höfðu þeir
þegið að gjöf, og jafnvel frelsið sjálft
áttu þeir að minsta kosti að nokkuru
leyti útlendum þjóðum að þakka.
f>eir höfðu ekki losnað úr ánauðmni
með öllu, því að það var komið upp
í vana fyrir þeim að reiða sig á, að
aðrar þjóðir mundu að lokum hjálpa
þeim, ef alt um þryti. Fyrir bragðið
varð engin alvara í hermensku-upp-
eldi þjóðarinnar.
liiðsforingjarnir voru ekki látnir iðka
starf sitt á friðartímum og reyndust
því ónýtir, þegar á átti að herða.
f>eim leiddist aðgerðaleysið og fóru að
vasast í stjórnmálum. þar tókst þeim
vel að hafa sig fram, og nú fóru þeir
að treysta meir á flokksfylgi en djúp-
setta herskaparþekkingu. Af 150 grísk-
um þingmönnum voru 17 liðsforingjar
árið 1893, en 103 höfðu leitað kosn-
ingar. Árið 1897 voru liðsforingjarn-
ir orðnir helmingi fleiri á þingi. |>eg-
ar nú þess er gætt, að háðherraskifti
verða venjulega á hverju árí á Grikk-
landi, stundum oft á ári, og alt skrif-
stofuliðið, sem þar er því miður sama
sem herstjórnarráðaneytið, víkur úr em-
bættum með ráðherrunum, þá leynir
það sér ekki, hve fráleitt þetta fyrir-
komulag er.
Herstjórnarráðaneyti, er gæti haft
mað höndum undirbúningsráðstafanir
undir ófrið, var ekkert til á Grikk-
landi. Enginn hafði fengið tómstund-
ir til að kynna sér, hvernig miklum
liðsafla er forysta veitt, né hvernig
landslaginu sjálfu var háttað. Engar
herferða-æfingar höfðu fram farið,
Grikkir höfðu aldrei átt kost á að sjá
herlið sitt starfa sem heild og enginn
hershöfðinginn hafði haft herstjórn á
hendi úema á hertamningarvellinum,
Liðsmennirnir báru ekkert traust til
foringjanna, nó heldur foringjarnir til
liðsins.
Grikkjum hefir verið mjög legið á
hálsi fyrir felmtsfátið, sem einkum
kom á þá í urustunni við Tyrnavos.
En höf. heldur því fram, að við engu
öðru hafi verið að búast. þegar gætt
sé að undirbúningnum, hafi þeir í raun
og veru reynst furðu-vaskir menn,
»því að hvar hefðu þeir- átt að læra
þá reglu, það transt, með öðrum orð-
um þann aga, sem einn getur haldið
hersveitum saman, þegar hugrekkið er
þrotið og áhuginn eldlegi? það var
enginn og er enginn agi til hjá grísku
þjóðínni. Agann vantar í þjóðarupp-
eldið, á heimilunuin og í skólunum«.
Og þar sem svo er ástatt, væri það
fásinna, að búast víð því að menn
reynist öðruvísi, þegar um líf og dauða
er að tefla. »1 skólunum verða liðs-
mannaefnin ungu eptirleiðis að læra«,
sagði konungur Grikkja, »læra að bera
virðingu fyrir yfirmönnum sínum, læra
að hlýða lögunum, læra það, að heill
ættjarðarinnar er æðri en allar flokka-
deilur. Tuttugu og tveggja ára garnl-
ir menn breytast hvergi til fulls og
alls, og sízt á Grikklandi, við nokk-
urra mánaða hertamningar«.
Og svo var aldrei neinn veigur í
hertamningunum. Grikkir vonuðu alt
fca
■