Ísafold - 22.02.1899, Side 1

Ísafold - 22.02.1899, Side 1
Kemnr út ýmist ’einu sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/2 doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skriflegj bunam við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. XXVI. árg. Reykjavík, miðvikutlag/inn 22. febrúár J899. 11. blað. I 0. 0. F. 80224-81 /2 II. skrautiitgáfa (m e ð r a u ð r i u m g e r S) og í skrautbaiuli fæst í bókverzlun ísaf.prentsmiSju (Austurstræti 8) á 2 kr Sömul. ódyrri útgáfa á 1 kr. og 1 kr. 50a. Passíusálmarnir eru sungnir í dómkirkjunni við föstuprédikanirnar. ForngripamfnopiÍymvA.og ld. kl.ll—12. Landsbanlcinn opinn bvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar gæzlustjóri 12—1. Landsbólcasafn opið livern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.íi) md., mvd. og ld. til útlaua. Póstar fara: vestur í fyrra málið (fmtd.) og norður á föstudagsmorguninn. FYRST ER AÐ NÁ HESTINUM. »Eg sé ráð! Tökum fantinn og ríðum honum«, sagði maðurinn. Samferðamönnum hans sár-lá á að ná hestinum, einmitt til að geta sezt /honum á bak; en það gekk ekki greitt, því að hesturinn var ijónstyggur. Svo var það, að maðurinn sá þetta »ráð«, og þótti það ekki sem vandlegast hugsað. Merkilegt er það, hve þeim fer líkt, sumum stjórnmálagörpunum vor- um, eins og þessum mauni. Merki- legra þó, hve lengi mörgum mönnum hér á landi hefir verið hætt við þessari meinloku. þeir hafa sannarlega ekki verið fá- ir og eru sjálfsagt nokkurir enn, sem hafa hugsað sér og hugsa sér að kreppa að stjórn vorri á einhvern hátt, telja sjálfum sér og öðrum trú um, aS stjórnin verði að láta undan, ef nógu ósleitilega sé heimtað — ekki þurfi annað en alvöru og stefnufestu og frumvörp og þingrof og hvað þeir nu heita, allir mannkostirnir og öll úr- ræðin íslenzku, sem allir menn eiga að geta séð að hljóta að þröngva kosti stjórnarinnar, ef þeim er að eins gegn henni beitt. þeir gleyma að eins þessu eina at- riði, að vér höfum engum tökum á stjórninni náð, að íslenzka alvaran og stefnufestan og frumvörpin og þing- rofin ónáða hana í raun og veru álíka mikið eins og páfann suður í Róm eða manninn í tunglinu. f>eir hugsa sé til hreyfings, að setjast stjórninni á bak og keyra hana sporum og láta hana fara á kosfcum undir sér; en að hinu gætaþeirekki, að þeir eru ekki búnir að ná henni. f>eir blína eins og í hugsunarleysis- leiðslu á aðrar þjóðir, sem hafa þing- bundna stjórn. par sjá þeir, að al- varan og stefnufestan og frumvörpiu og þingrofin duga andspænis stjórn- unum. Svo skilja þeir ekki annaá en þefcta hljóti einnig að vera ráð, sem hrífi andspænis vorri stjórn. f>eir gleyma því, að þessar þjóðir hafa vald yfir siuni stjórn, algert tangarhald á henni, hve nær sem þær vilja beita sér, og að það er fyrir þá sök eina, að þessi úrræði hafa nokkur á- hrif. Ekki þarf nein rök fyrir því að færa, að vér höfum ekkert vald yfir stjórn vorri. Hver skynsamur maður sá það fcafarlaust, þegar stjórnarskráin kom úfc. f>að hafa Islendingar ávalfc, þegar þeir hafa hugsað sig nokkuð um, talið aðalmeinið, frumgallann á stjórnarskránni, að hún gerir stjórnina þinginu óháða. Og ef nokkur maður hefði verið í vafa um það mál, þá hefði stjórnarskrárdeilan átt að geta fært hon- um heim sanninn. Alt þingið hefir verið stjórninni andstætt í þessu máli. Og það hefir eigi virst gera henni sér- lega mikið til. Svo kemur þossi stjórn — vitan- lega ekki fyrir það, að á nokkurn hátt hafi fcekist að kreppa að henni, heldur eingöngu fyrir það, að einum þingmanni hefir tekist að sannfæra hana — og býðst til að slaka til, býður oss sérstakan Islandsráðgjafa, Í3lenzkan mann, sem ekki hafi öðr- um stjórnarstörfum að gegna, sitji á alþingi og beri ábyrgð á stjórnarat- höfninni, eins og tíðkast meðal ann- ara þjóða, er þingbundna stjórn hafa. Gerum nú ráð fyrir, að miklu rninna væri í tilboðið varið, en það væri samt eitthvert ofurlítið spor í áttina. Væri nokkurt vit í að hafna því? Auðvitað ekki. Menn, sem eiga við algert ofurefli að etja, eru blátt á- fram flón, ef þeir hafna þeim réttind- um, sem þeir geta fengið án þess að afsala sér neinu öðru, sem þeim leik- ur hugur á. þessi sannleikur er svo auðsær og einfaldur, að það liggur við að vera hlægilegt, að þörf skuli vera á að brýna það fyrir nokkurum fullorðnum manni. En það er samt þörf á því. f>ótt óskiljanlegt sé, eru þeir menn til og reyna að gerast leiðtogar þjóðarinnar meira að segja, sem leggja alla á- herzluna á kröfur sínar, en enga á hitt, að þeir eiga engan kost á að fá þeim kröfum framgengt. f>ó tekur út yfir með aðrá eins hlindni og þessa, þegar eins er ástatt eins og nú í stjórnarmáli voru. Oss er boðin leiðrétting á því, sem mest er um vert. Oss er gert tilboð um að stjórnin skuli verða oss háð. Oss eru boðin þessi tök á stjórninni, sem eru eina skilyrðið fyrir því, að vér getum nokkurn hemil á henni haft. Og svo er verið að fá Islendinga til að hafna þessu! f>etta sé svo lítið! Ferðamennirnir eru ráðalausir, gefca ekki með nokkuru lifandi móti náð hestinum. Svo kemur til þeirra maður, sem kann tök á að ná honum og býðst til þess. »Ætlarðu ekki að gera annað fyrir okkur en að ná honuyn ?« »Jú, eg ætla að beizla hann og færa ykkur hann !« »Ætlarðu ekkert meira að gera?« »Nei !« »Ertu ófáanlegur til að leggja á hann fyrir okkur, og ríða af honum víxlið og kenna okkur að fara með hann ?« »Já, alveg ófáanlegur. f>að ætla eg ykkur sjálfum að gera«. #Svo þú heldur að við þiggjum annað eins smánarboð og þetta ! Nei, það verður ekki af því«. »f>ið um það«, segir maðurinn og kveður. Hygnir eru þeir, leiðtogarnir okkar sumir, og holl eru ráðin, sem þeir halda að okkur! f H, Th. A. Thomsen. Með gufuskipinu »CoIibri« barst hing- að sú sorgarfregn, að einn af elztu og merkustu kaupmönnum þessa lands, H. Th. August Thomsen, hefði andast í Kaupmannahöfn 8. þ. m. August Thomsen var fæddur í Kefla- vík í Gullbringusýslu 14. d. okt. 1834; hann var sonur Ditlevs kaupmanns Thomsens ogkonuhans Gyte f. Lever. Ditiev Thomsen var fyrst kaupmaður í Keflavík, en stofnaði síðan verzlun þá í Reykjavík, sem enn er kend við þá frændur. August Thomsen misti föður sinn 23 ára gamall; hann druku- aði með póstskipinu »8ölöven« í ofsa- veðrinu 27. nóv. 1857, og tók August þá við verzlun föður síns, er hann rak síðau til dauðadags, meir en 40 ár. Framan af var verziun þessi mjög lít- il og lítið fé til að reka hana, en með dugnaði sínum og ráðdeild tóksfc Aug. Thomsen að auka hana svó, að hún er nú stærsta verzlunin hér í bæ. Thomsen sál. hafði flesta þá kosti til að bera, sem prýða góðan kaup- mann, og mun það hafa stutt mest að því, hve verzlunhansogefni blómguð- ust. Hann var bæði ráðdeildarsamur maður og mjög svo áreiðanlegur og ráðvandur í öllum viðskiftum; hann hafði nákvæmt eftirlit með öllu í verzl- un sinni, eigi síður smáu en stóru, og yfir búð hans stendur orðtæki það, sem hann kaus sér svo sem megin- reglu verzlunar sinnar: »Kornið fyllir mælirinn«. Ef hann lofaði einhverjum einhverju, þá stóð það alt af eins og stafur á bók, og mun það ekki sízt hafa orðið til þess að fjölga skiftavin- um hans og ávinna honum virðingu þeirra, bæði hér á landi og erlendis. I Kaupmannahöfn var hann talinn í fremstu röð íslenzkra kaupmanna. |>ótt Thomsen sál. ætti síðari árin heimili í Kaupm.höfn, unni hann Is- landi hugástum og var sannur Islend- ingur í anda, enda kom hann hingað á hverju sumri og dvaldi hér um nokkura mánuði; einkum skoðaðihann sig þó alt af sem borgara í bæjarfé- lagi Reykjavíkur og sýndi það við mörg tækifæri, hve ant honurn var um framfarir bæjarfélags vors; meðal annars var hann frumkvöðull að því, að stofnaður var »Styrktar- og sjúkra- sjóður verzlunarmanna«, sem uú á 25,600 kr. í sjóði, og styrkti hanu þann sjóð með drjúgum fégjöfum; líka var hann einn af stofnendum »Skot- félags Reykjavíkur«. Offc hefir hann sýnt rausn sína í gjöfum til almenn- ings þarfa, t. d. til verðlauna handa efnilegum uemendum í kvenna- og barnaskóla Reykjavíkur; til að kaupa sæmilega kirkjuklukku handa Reykja- víkurbæ í stað hinuar gömlu klukku, er hann keypti og gaf fæðingarstað sínum Keflavík til kirkjunnar þar, á- samb talsverðu fé. Hvern hug hann bar til Islands má ljósast sjá á því, að hann hafði fyrir dauða sinn gjört þá ráðstöfun, að hann yrði jarðaður hér í Reykjavík. Thomsen sálugi hafði fengið meiri mentun en alment gjörist meðal kaup- manna hér á landi og var einkum vel að sér í útlendum tungumálum. Hann var ör í lund og mjög brjóstgóður við bágstadda, þótt hann vildi sem minsfc láta á því bera, og hann var manna fcryggastur; af þjónum sínum heimtaði hann trúmensku, skyldurækni og reglusemi, og var þeim alt af mjög hugull og nærgætinn, svo að þeir munu lengi sakna hans. Hann var kvænfcur danskri konu og lifa 3 börn þeirra: Ditlev, konsúll og kaupmaður hér í Reykjavik; Anna, gift presti á Jótlandi; og August, vél- fræðingur í Kaupmannahöfn. Thomsen sálugi dó snögglega, en hafði þó vikutíma verið lasinn af kvefi og aðkenningu af banameini sínu, hjartasjúkdómi, sem hann hafði haft lengi. J. ÚtleiKlar fréttir. MeS saltskipinu, sem hingað kom fyr- ir fám dögum, bárust norsk blöð til 9. þ. mán., og er þetta hiS litla, er gerst hefir sögulegt, frá því er síðast frótt- ist: Bardagi við Manila í Filippseyjum laugardag og sunnudag 4. og 5. þ. m. með Bandamönnum og uppreistarher eyjaskeggja, er ráðist hafði á borgina. Þeir vilja verða sjálfum sér ráðandi, en hlíta eigi forsjá lausnara sinna undan oki Spánverja. Bandamenn höfðu 13,000 vígra manna, en hinir 20,000. Hruklui uppreistarmenn frá, eftir langa viður- eign og harða, og höfðu látið 4000 manna, er fóllu eða óvigir urðu af sár- um, enda skutu og Bandamenn á þá af herskipum sínum. Af Bandamönn- um féllu 25, en 125 sárir. Degi síðar, 6. þ. m., staðfesti þingið í Washington, öldungadeildin, friðarsátL málann við Spán með að eius 3 atkvæða. mun, eftir langa rimmu og harða. DáinD er Caprivi, fyrrum ríkiskanzl- ari Þjóðverja, eftirmaður Bismarcks. Campbell-Bannerman, fyrrum hermála- ráðherra, er kjörinn höfðingi yfir þingliði

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.