Ísafold


Ísafold - 01.03.1899, Qupperneq 1

Ísafold - 01.03.1899, Qupperneq 1
Kemnr ut vmist ’einH sinni ef!a tvisv. i vikn. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eÖa l1/* dolk; borgist fyrir mið'jan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg; bunain við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslnstofa .blaðsins er i Aufiturstrœti 8. XXVI. árg. Reykjavík, miðvikudaginR 1. marz 1899. 13. blað. Forngripaaafii opið mvd. og ld. kl.ll—12. Landxbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.3) md., mvd. og ld. til útlána. Póstar væntanl: vestan fsd. 3. marz, norð- an md. 6. marz. r? t tt rYTiTixjtzJtJrrtrririiTx: Peningaleysið í Landsbankanum. J>að er eitt af því, sem allramestum örðugleikum veldur hér á landi um þessar mundir. Sjálfsagt mætti jafnvél gera að á- litamáli, hvort peningaskorturinn hefir nokkuru sinni sorfið jafnfast að ls- lendingum á þessari öld. Aður en bankinn kom, var að öllum jafnaði vinnandi vegur að afla sér peninga, þeim er eitthvert veð höfðu að bjóða, því að einstakir menn höfðu oft tölu- vert af handbærum peningum, sem þeir lánuðu öðrum. Og svo var pen- Ingaþörfin örlítil í samanburði við það sem hún er nú. Á síðasta áratug hafft gróðafyrirtækin sumpart fjölgað, sumpart vaxið að afarmiklum mun. Og allur þorri þeirra er að meira eða minna leyti á þeirri von bygður, að einhver ráð muni verða til að afla sér peninga, ef fyrirtækin annars eru rek- in af Bkynsemd og fyrirhyggju. Nú er svo komið, að heita má ger- samlega ómögulegt að afla sér pen- inga, hvað sem við liggur. Til ein- stakra manna er ekki til neins að leita, hversu efnaðir sem þeir eru annars, og bankinn er þurr-ausinn — alt það fé, sem hann hefir yfir að ráða, hátt upp í 2 miljónir króna, komið í útlán, að undanteknu tiltölu- legu lítilræði, sem bankinn má með engu móti lána öðrum, ef hann á sjálf- ur að geta staðið í skilum. Ástandið er verulega ískyggilegt. Mörgum dugnaðar- og ráðdeildarmanni hlýtur að vera lítt skiljanlegt, hvernig hann á nú að sjá sér farborða með það, sem hann hefir færst í fang, og naumast getur hjá því farið, að at- vinna margra landsmannsi verði fyrir stórkostlegum hnekki. Vitaskuld er við því búist, að fram úr rætist, þeg- ar lánstofun sú er komin á laggirnar, sem neðri deild alþingis bað um í fyrra og töluvert hefir verið um tal- að. Bn hún gæti fráleitt tekið til starfa fvr en á miðju næsta ári, þó að alt gengi eins og í sögu með hana. Og hvernig fer þangað til? Tveir vegir hefðu verið hugsanlegir til þess að firrast vandræðin. Annar er sá, að p e n i n g a 1 e i g a hjá bankanum hefði verið f æ r ð u p p, þegar er peningaskortur- inn var fyrirsjáanlegur. Sjálfsagt hefði það eitthvað dregið úr lántökunum. Og ekki er óhugsandi, að það hefði aukið innlögin eitthvað dálítið. Til þessa ráðs er jafnan gripið af erlend- um bönkum, þegar líkt stendur á og hér. Enda er ekkert annan eðlilegra og algengara en að vara hækki í verði, þegar lítið verður til af henni, en eft- irspurnin helzt óskert. Sannast að segja er oss ekki vel skiljanlegt, hvern- ig á því stendur, að landsbankinn hef- ir látið þetta ráð ónotað. Úr því að vextirnir voru færðir niður, meðan nóg var til af peningum, virðist ekki ann- að liggja beinna við en að færa þá upp aftur, þegar peningafúlgan tekur að þverra til stórra muna. Annað mál er það, að lítil líkindi eru til þess, að þetta ráð hefði reynst einhlítt. Og því hlýtur manni að koma til huga# hin leiðin út úr ógöng- unum, sú, að bankinn sé sér í útvegum um meira fé til ú 11 án a. Bankinn hefir nú þegar sýnt við- leitni í þá átt, fekk á síðasta ári nokk- urt fé að láni hjá Landmandsbank- anum danska. Og alt er það í útlán komið. Enginn vafi er á því, að það lán mætti auka. Landsbankinn hefir af- bragðs-orð á sér og lánstraust hans er óhaggað. það er vel skiljanlegt, hvað banka- stjórninni gengur til, ef hún notar ekki það lánstraust frekara að sinni. Samvinnuleysi stjórnar og þings er þar þrándur í götu, eins og svo víða annars staðar. Mætti ganga að því vÍ8u, að löggjafarvaldið yrði samtaka þetta ár, að því er lánstofnuuina snertir, þá yrði þvf naumast bót mælt, að bankinn horfði aðgerðarlaus fram á öll þau vandræði, sem eru fyrirsjáan- leg nú með vorinu. En að líkindum hugsar bankastjórn- in eitthvað á þessa leið: Tryggingin er nokkuð lítil fyrir því, að lánstofn- unin fari ekki í mola, svona við fyrstu atrennuna, eins og svo margt annað, sem stjórn og þing hafa þurft að koma sér saman um. Beynslan sýnir átak- lega, að ekki þarf ævinlega mikið út af að bera til þess, að velferðarmál vor verði stöðvuð í rásinni. Og hvern- ig fer, ef lánstofnunin fæst svo ekki fyr en seint og síðarmeir, með mark- aðsleysinu, sem landsmenn eiga nú við að búa? Alt ber að sama brunni og áður. Nýja láni^ þurr-ausið, áður en nokkurn varir, og vandræðin jöfn eft- ir sem áður. það sé fjarri oss, að gera lítið úr þessum viðbárum. Varkárnin er ávalt góður kostur — ekki sízt hjá mönn- um, sem trúað er fyrir annari eins stofnun eins og Landsbankanum. En að hinu leytinu verður að gæta þess, að sjálfsagt er stórmikið í húfi, ef ekki er að gert. f>að má mikið vera, ef það er ekki töluvert meiri áhætta, að láta vand- ræðin afskiftalaus, en að ráða fram úr þeim á þann hátt, sem hér hefir ver- ið bent á. Ætti stjórnin nokkuru sinni að finna hjá sér hvöt til þess að vera í góðri samvinnu við þingið, mætti ætla að það væri í öðru eins máli og þessu, f jafn-nánu sambandi og það stendur við allar atvinnugreinir lands- manna. Og þótt aldrei nema lán stofnunin færist fyrir að þessu sinni, h 1 ý t u r að reka að því á næstu ár- um, að hún komiat á fót. Annars munu helzt til margir komaat að þeirri niðurstöðu, að ekki sé lifandi hér á landi. Landbúnaðurinn oq fjársalan. Eftir Sigurð Sigurðsson frá Langh. IV. Árangurinn af tilraunum þeim, er gerðar voru í Stafangurs &mti { Nor- egi veturinn 1897—98, var þessi: Tala fjárins, er tilraunirnar voru gerðar með, vítr 380, sem Bkift var í 24 hópa, og hverjum þeirra haldið sér allan fitunartímann. Flest féð var á annan vetur, bæði hrútar, gimbr- ar og sauðir, og enn fremur um 70 lömb. Fóðureyðslan var á dag fyrir hver 2000 pd (í fénu á fæti) til jafnaðar þessi: Hey 17 pd., turnips-rófur 153 pd., línkökur 34 pd. og hafrar 11 pd. Meðalþyngd fjárins var í upphafi 84 pd.; en í lok fitunartímans var hún nær 96 pd. Tíminn var til jafn- aðar 30 dagar, fyrst frá 1.—30. októ- ber og því næst frá 15. desember til 15. janúar. Mest þyngdist féð fyrstu 20 dagana, en minna úr því. Öll útgjöld við tilraunirnar, verð fjárins og fóðureyðsla, var samtals kr. 7467, 20. En söluverðið samtals kr. 7054, 20. Af þessu sést, að fyrir bæði fitunar- tímabilin samanlögð varð skaðinn kr. 413,00, — kostnaður þeim mun meiri en ábati. En þegar litið er á hvort tímabil fyrir sig, þá skiftist kostnaður og ábati þannig: A. (október) 4- kr. 612, 18 B. (des.—jan.) + kr. 199, 08 En til jafnaðar á hverja kind lítur það þannig út: A. 4- kr. 2, 55, en B. + kr. 1, 42. Til þessara tilrauna veitti stórþing ið 2000 kr. árið 1897. í skýrslu um þessar tilraunir árið 1898 segir, að samkvæmt þeirri reynslu, sem fengin er um síðastliðin 3 tór, svari það ekki kostnaði: 1, að fita ær, sem hafa gengið með lambi, hvorki til sölu á Englandi né í bæjum í Noregi; 2, að ekki er til neins að hafa fit- unartímann lengri en 40 daga. Aftur hefir hepnast vel að fita geldar ær og sauði 2jJ—3^ vetra til sölu á Englandi, og fá þanuig borgað- an allan tilkostnað. Af þessu virðist mér koma í Ijós, að það sé miklum efa undirorpið, að tilraunir í þessa átt muni svara kostn- aði fyrir íslendinga. En sé um það að ræða, að gera einhverjar tilraunir þessu viðvíkjandi, þá hlýtur lands- stjórnin að styrkja þær og annast. Einhverjir hafa stungið upp á því, að senda mann, kostaðan af landinu, út um heiminn til að litast eftir markaðí fyrir íslenzkt fé. En eg hefi enga trú á slíkri sendiför, og það mundi sannast, að hún hefði engan verulegan árangur í för með sér. þeg- ar um sölu á íelenzkura búsafurðum er að ræða, svo sem smjöri, kjöti o. s. frv., þá eru það einkum nágranna- löndin, sem líklegust eru til þess að kaupa þær, sérstaklega England. Enn fremur hafa komið fram til- lögur um, að flytja kjöt út í ís eða frosið, og niðursoðið, og er það ef til vill eitt hið hyggilegasta, er bent hefir verið á, að því er snertir sölu á fé eða kjöti. Hví mundu íslendingar ekki geta flutt út ísvarið kjöt eins og aðrar þjóðir, t. d. Ástralíumenn o. fl.? Sjaldnar er þó skortur á ís á íslandi og það gegnir mestri furðu, hve lítið reynt er til að gera sér hann arð- berandi. Mig furðar meðal annars á því, að kaupmenn skuli ekki hafa gert tilraunir í þá átt. V. (Niðurlag). Eins og nú er komið högum vorum, verður flestum einn kostur nauðugur: að selja fé sitt kaupmönnum við litlu verði og gegn borgun í uppsettum vörum allvíðast. Fénu er þar næst slátrað með misjafnlegri aðferð, og verk- unin á kjötinu þykir oft vera miður vönduð, og á það óefað nokkurn þátt í því, hve íslenzkt sauðakjöt selst illa erlendis. Hefi eg heyrt marga kvarta um, að það væri stórskemt með of miklu salti, saltbrent. En úr því að svo er komið, að lítil von er um sölu á lifandi fé til út- landa, og verðið innanlands er bæði ilt og lítið, þá liggur næst að reyna önnur ráð. Mundi ekki hyggilegt að hætta að selja kaupmönnum fé til slátrunar, en reyna beldur að koma upp slátrunar- húsum með svipuðu fyrirkomulagi og er á slátrunarhúsum í Danmörku (A nde Iss lag terier)? f>egar tók fyrir sölu á lifandi svín- um til Englands, voru Danir ekki lengi að - hugsa sig um, hvað gera skyldi. Kaupmenn báðu þá að láta sig fá svínin og buðu þeim ýms kostaboð; en bændur vissu, að það mundi verða skammgóður vermir, enda þektu kaup- menn að því, að þeir mundu reyna að ná sem mestu af hagnaðÍDum til sín. En Danir hirða ekki um að láta allan verzlunararðinn lenda hjá einstökum mönnum, einstökum »smjör- og flesk-kóngum«. Ðanskir bændur vilja njóta sjálfir hagnaðarins, og gera því það, sem í þeirra valdi stendur, til þess að tryggja sér hann. Hvort þessu verður við komið á íslandi, er vandi úr að leysa. En þó hygg eg, að það mætti takast, ef einhverir ötulir, framtakssamir menn gengust fyrir því. f>að kostar auð- vitað nokkuð; en hvað er það, sem ekki kostar eitthvað? f>að kostar einnig stórfé, að selja kindurnar til kaupmanna fyrir hálfvirði. f>etta atriði er að minsta kosti þess vert, að það sé tekið til íhugunar. Hugsum oss, að það sé komið á fót félagsslátrunarhúsum í nokkrum helztu kaupstöðum landsins, með líku fyrir- komulagi og í Danmörku. Til þess að koma þeim upp, þarf að taka lán, er endurgelzt á tilteknum tíma. • í sambandi við sjálf slátrunarhúsin þarf að vera stórt íshús, og enn frem- ur niðursuðuverksmiðja. Einnig ætti

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.