Ísafold - 08.04.1899, Blaðsíða 1
Kemur ut vmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
11/a doil.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifl eg) 'buniun við
áramót, ógild nema komin sje
til ntgefanda fyrir 1. október
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXVI.
Reykjavík, laugardaginn 8. apríl 1899.
22. blað.
I 0. 0. F. 804l48'/a
ForngripasafnopiðmvA.og ld. kl.ll—12.
Landsbarikinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar
gæzhistjóri 12—1.
Landsbólcasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.3)
md., mvd. og ld. til útlána.
rrrrrr? ittt'ltttfttjytiit-lT:
Aldamót.
Áttanda ár 1898.
Bitstjóri: Friðrik J. Bergmann.
Að öllum' líkindum verður það fyr-
irlestur ritstjórans : »Quo vadis?«,
sem mest verður tekið eftir í þessum
árgangi *Aldamóta«.
Hann dregur nafn sitt af orðum úr
fornri munnmælasögu. Skömmu áður
en Pótur postuli er líflátinn í Kóma-
borg mætir hann Kristi og spyr hann:
»Quo vadis, domino?« (»Hvert fer þú,
herra?«).
Út af þessum orðum hefir Pólverj-
inn Henryk Sienkiewics ritað skáld-
sögu fyrir fám árum og er sú bók nú
stórfræg orðin; hún lýsir því, hvernig
drottinn leggur leiðir sínar um heim-
inn í einhverju hinu myrkasta svart-
nætti spillingarinnar, sem yfir veröld-
ina hefir lagst, á keisaratímunum —
raeð öðrum orðum : hvernig kristnin í
fyrstunni festi rætur í sálum mann-
anna. Og fyrirlesturinn byrjar á því
að skýra með nokkurum orðum frá
þessari bók.
Aðalætlunarverk mannkynssögunnar
telur höf. fyrirlestursins vera að svara
þessari spuruingu : Quo vadis ? —
hvar drottinn leggur leiðir sínar —
shvernig hann gengur út og inn, hvern-
ig hann kemur og hvernig hann fer,
hvernig hann fæðist og hvernig hann
lifir og hvernig hann deyr í lífi þjóð-
anna og einstaklinganna«.
Stuttlega er á það vikið, hver áhrif
kristindómurinn hefir haft á menning
heimsins, sýnt fram á, að hann hefir
haldist í hendur við framfarirnar, síð-
an hann kom í heitninn. Og þá jafn-
framt á það bent, hver hætta vofi yfir
þjóðunum, þegar hann taki að dofna
hjá þeim.
Efnið í meginhluta fyrirlestursins er
svo að færa rök að þv/, að hjá oss
íslendingum, austan hafs og vestan, sé
afturfarar-kristindómur ríkjandi, vér
séum yfirleitt fremur illa kristin þjóð.
Ástæðurnar, sem fyrir þeirri stað-
hæfing eru færðar, eru í stuttu máli
þessar:
Kirkjuræknin er frámunalega lítil,
altarisgöngur stórum að leggjast niður,
kirkjunum að fækka, vantrúin afarrík
í skólunum, »nærri því allir mentaðir
íslendingar trúlausir menn, að prest
unum undanskildum«, líknarskyldunni
raunalega lítið sint og kristniboð svo
fjarri oss, að það liggur við, að það
»8é oss íslendingum hneyksli«. Ollu
þessu segir höf. sé annan veg farið
meðal þjóða, sem talist geti vel kristn-
ar. »Vér Islendingar erum nú á yfir-
standi tíð að fj&rlægjast takmarkið.
Kristindómur þjóðar vorrar er í aftur-
för. J>að er ekki til neins að neita
því. Og honum þarf ekki annað en
fara nógu lengi aftur til þess hann
deyi út, f>að mundi fleira deyja út
með honum. Með honum mundi vor
íslenzka þjóð missa lífið sjálft. f>að
yrði örlög vor nú, sem sjálfsagt hefði
orðið örlög vor í fornöld, ef kristin-
dómurinn hefði ekki orðið oss til lífs.
Sundrungar- og eyðileggingaröflin, sem
heiðninni erusamfara, mundu smámsam-
an ráða íslenzku þjóðlífi bana. f>essi
öfl eru vissulega orðin nógu öflug og
afkastamikil meðal vor til þess að þeim
sé veitt eftirtekt«.
Fyrir það fremur öllu öðru telur höf.
framfaramálum vorum miða svo lítið
áfram, að vér sóum illa kristnir, og
enga von um viðreisn þjóðar vorrar í
veraldlegum efnum, nema kristindóm-
urinn rísi aftur við í hjörtunum.
f>etta er aðalhugsunin í fyrirlestrin-
um. Og sjálfsagt verða þeir margir,
sem á henni hneykslast og telja hana
heimsku blátt áfram. Sannleikurinn
er sá, að íslenzkur kristindómurer orð-
inn svo visinn og gugginn, að langfæstir
kunna að setja hann í samband við
annað en dauðann. Og svo mikil er
íslenzka einangrunin, vanþekkingin,
mentunarleysið — þrátt fyrír alla skól-
ana — að vér höfum enga hugmynd
um, hvert afl kristindómurínn er í lífi
þjóðanna, þar sem hann er verulega
veigamikill og stendur í blóma.
Sannarlega ætti oss þó ekki að
dyljast það, að eitthvað vanti til muna
inn í hugsunarlíf þjóðar vorrar. Vér
lifum á fróðleiksöld. Vér höfum sjálf-
sagt oftrú á fróðleiknum. f>ví að það
leynir sér ekki, sóst næstum því hvar
sem litið er í það sem ritað er nú á
dögum, að vér Islendingar gerum oss
í hugarlund, að fróðleikurinn sé bót
við öllum meinum. Við skóla vora
virðist engin hliðsjón vera á öðru höfð
en fróðleiknum. Og þeir eru nú orðn-
ir býsna margir, eins og allir vita.
Sjálfsagt hefir fróðleikur þjóðar vorrar
eitthvað vaxið við þá alla.
Hitt mundi aftur á móti Örðugt að
sýna fram á, að hún hafi orðið miklu
vitrari, eða að hún hafi auðgast að
þeim efnum, sem gera lífið sannánægju-
legt. Alt lærdómskákið virðist sann-
arlega vera andlítið og ófrjótt í meira
lagi.
Andinn er sofandi og viljakrafturinn
liggur að mjiig miklu leyti í dái. f>að
er meinið.
Til þess að sannfærast um og skilja,
hve ríkt andleysið hefir verið vor á
meðal og er enn, þurfum vér ekki
annað en athuga, hvað mikið Dönum
og Norðmönnum hefir orðið einmitt
úr vorum fornu bókmentum, og hve
neyðarlega lítið oss hefir orðið úr
þeim. Meðan þeir hafa verið að veita
frjóvgandi straumum út yfir þjóðlíf
sitt, ínn á heimili alþýðumannanna,
frá fornritum vorutn, höfum vér kom-
ist það lengst — að skýra vísur. Og
um magnþrot viljans ber allur eymd-
arhagur þjóðar vorrar átakanlegt vitni.
f>ví að í raun og veru dettur engum
af oss í hug að kenna náttúrunni um
hann. f>að sést bezt á því, að allir
vœntum vér framfara. Allir trúum vér
því, að hér gceti verið öðruvísi umhorís.
Og enginn hygst þó að stjaka hafísn-
um á burt.
Síra Friðrik J. Bergmann bendir á
kristindóminn til að vekja audann og
styrkja viljann. Ætli annað afl, sem
vænlegra væri til þeirra hluta, yrði
ekki nokkuð torfundið ?
En því miður virðist oss höf. þagna
í miðju kafi. Hann hefir einkar glögt
auga fyrir sambandi kristindómsins við
framkvæmdalíf þjóðanna í veraldleg-
um efnum. En því meiri ástæða virð-
ist oss til þess, að láta þess afdráttar-
laust getið, að, frá þeirri hlið skoðað,
á kristindómurinn ekki saman nema
nafnið.
f>að er til kristindómur, sem er ver-
aldlegri menningu fjandsamlegur. Og
það er til kristindómur, sem nauðalít-
il áhrif hefir á hana. En það er líka
til kristindómur, sem hefir mátt tilað
læsa sig innan um alt hug3ana- og
framkvæmdalífið, vekja það af svefni
og lyfta því upp. Auðvitað er það
sá kristindómur, sem síra Friðrik á
við. Og oss er ekki ljóst, hver bless-
un betri gæti fallið oss í skaut.
Rúmsins vegna verðum vér að fara
fljótt yfir sögur, að því er snertir ann-
að, sem í þessum árgangi »Aldamóta«
stendur. f>au flytja ritdóma eftir rit-
stjórann, eins og að undanförnu, og
þó að jafnan hafi verið vel til þeirra
vandað, þykir oss vafamál, hvort þeir
hafa nokkurn tíma áður verið jafn-vel
úr garði gerðir og nú. Ekki svo að
skilja, að vér séum fyllilega samdóma
i'iLlu, sem þar er sagt, og vonandi
gefst, áður en mjög langt líður, tæki-
færi til að ræða nokkuð eina hugsun,
sem þar er varpað fram, og vér get-
um með engu móti fallist á. En þess-
ar smágreinar síra Friðriks: »Undir
linditrjánum«, bera yfirleitt vitni um
svo mikinn gáfnaþroska, skilningurinn,
sem þar kemur fram, ekki að eins á
bókmentum vorum heldur og öllu voru
andlega háttæði, er svo skýr, og hver
setning, að kalla má, er mótuð svo
fast af allri lífsskoðun höfundarins, að
ritdómar hans taka langt fram öllu
öðru, sem nú er ritað um bækur á ís-
lenzku.
f>ví miður er enginn fyrirlestur eftir
síra Jón Bjarnason í þetta sinu í
»Aldamótum«. Allir vita, hve mikil
prýði þeir hafa verið fyrir ritið. En
prédikun er þar eftir hann um binclindi,
snildarfögur. Aðalatriðið, að brýna fyr-
irmönnum, að kristilega bindindishug-
myndin sé margfalt víðtækari en á-
fengisbindindið, þó að baráttan fyrir
því »sé nú fyrir löngu orðin stórveldií
heiminum, stórveldi til blessunar ó-
teljandi mönnum fyrir líkamslíf þeirra,
og stórveldi engu síður til blessunar
fyrir hið andlega líf óteljandi manna«.
Ritstjórinn skrifar mjög fróðlega rit-
gerð um »tíðareglur kirkju vorrar«, í
tilefni af endurskoðan handbókarinn-
ar. Fáir íslenzkir menn munu vera
jafn-velað sér í því máli einsoghann.
Hann telur tímann enn ekki kominn
til þess að gefa handbókina út endur-
bætta. Menn séu ekki búuir að átta
sig, enda liggi ekkert á.
Síra Valdemar Briem og síra Matthías
Jochumsson eiga Ijóð í þessum árgangi
»Aldamóta«, síra Valdemar langan flokk
(12 kvæði) út af landskjálftunum, og er
margt þar gull-fallegt, þó að oss virð-
ist flokkurinn mundi hafa grætt á þvi
að vera dálítið styttri. f>etta er nið-
urlagserindið, og sjá menn af því, hvert
ljóðin stefna.
»Þótt háfjöllin riði, ei hreyfist þin náð,
það haggar ei friði, sem þú hefir skráð;
þín misknnn ei færist og flyzt ei úr stað,
þinn friður ei hærist hið minsta við það«.
Auk þess, sem nú hefir verið nefnt,
og alt er frumsamið, flytja »Aldamót«
nú í fyrsta sinn þýdda sögu, stutta.
Hún er eftir lan Maclaren, skozkan
höfund, merkan.
»Aldamót« þurfa ekki að eins allir
þeir að lesa, sem ant er um kristindóm
þjóðar vorrar. Enginn mentaður ís-
lendingur getur, sér að skaðlausu, lát-
ið þau fara fram hjá sér ólesin.
Botnvörpulögin
gömlu og nýju.
Ekki vita nærri því allir, er það
mál varðar, glögg deili á botnvörpu-
lögum þeim, er nú höfum vér, frá því
í fyrra, né um muninn á þeim og eldri
lögum um sama efni. —>-
f>að eru 10 ár nú í sumar síðan, er
botnvörpuveiði í landhelgi hér við
land var fyrst bönnuð. Lagðar við
40—4000 kr. sektir. Lengra var ekki
það lagaboð.
Og endist ekki heldur nema 5 ár,
til 1894.
f>á var lágmark sektanna hækkað
upp í 1000 kr. og hámarkið upp í
10,000 kr. Dómstólar höfðu að vanda
reynst deigir að beita nema lægstu
sektunum, og gerðu þar með lögin
svo meinlaus og gagnslaus, að engum
stóð minsti ótti af. f>ví hvað gat
verið hlægilegra en að ætla sór að
hræða óhlutvanda yfirgangs-seggi með
40 króna útlátum fyrir lagabrot, er
þeir græddu á 4000 kr., ef ekki 40,000?
Og ekki mátti snerta hvorki við veiði
né veiðarfærum.
f>au bættu rækilega úr þeim galla,
lögin frá 1894. Ofan á 1000—10,000
kr. sekt bættu þau þeim fyrirmælum,
að »hin ólöglegu veiðarfæri og hinn ó-,
löglegi afli skyldi upptækur og andvirði
þeirra renna í landssjóð«. Og til þess
að engin fyrirstaða yrði að láta þessa
hörðu hegningu bitna á lögbrotsmönn-
um, ef uppvísir yrðu, var því við bætt,
að »leggja mætti löghald á skip og
afla, og selja, að undangengnu fjár-