Ísafold - 08.04.1899, Síða 2

Ísafold - 08.04.1899, Síða 2
86 námi, til lúkningar sektum og kostn- aði«. f>essi lög voru því snöggum mun betri en hin eldri. Til þess að kom- ast hjá áminstu löghaldi á skipi og afla, með þar af leiðandi Iangvinnri töf frá atvinnu sinni, kusu þeir, sem uppvísir urðu að brotum gegn þeim, undantekningarlaust heldur að ganga að sektargreiðslu eftir sætt, heldur en að bíða dóms. En gallar voru samt á þessari laga- smíð. |>ar var svo óforsjállega að orði kveðið, að tala um »hin ólöglegu veið- arfæri og hinn ólöglega afla«; það skyldi vera upptækt. Botnverpingar hafa jafnan meir en eina vörpu. Væri nú ekki nema ein eða önnur af tveimur utan borðs, við fiskidrátt, er þeir voru staðnir að broti gegn lög- unum, en hin í búlka, sögðu þeir eða þeirra formælendur, að ekki gæti sú varpan kallast ólögleg, sem ónotuð var, heldur að eins sú, sem þá var höfð við fiskidrátt; og sömuleiðis, að sá einn afli gæti ólöglegur heitið, er þá fengist. f>að sem aflast hefði áður eða í aðrar vörpur, gæti ekki kallast ólöglegt. Og yfirvöld vor treystust ekki að hafna þessum skilningi á lög- unum. Lögbrotsmenn fengu því oft að halda meiri hluta afla og veiðar- færa. J>ví bar við, að þeir gerðu það til storkunar bæði valdsmönnum vor- um og strandgæzluskipinu danska, aðf þeir skutu fyrir borð vörpunum, er þeir áttu eftir í skipinu, óðara en þeir komu út af höfninni, þar sem þeir höfðu verið sektaðir og hiu varpan af þeim tekin. Fyltu svo varavörpuna af fiski á leiðinni út af höfninni, fengu fullfermi á skömmu bragði og héldu síðan heimleiðis sigri hrósandi. Til þess að bæta úr þessum háska- lega galla gerði loks löggjafarvaldið þriðju atrennuna, í hitt eða fyrra; upp úr því fengust lögin, sem nú höfum vér, dags. 6. apríl 1898. J>ar eru öll tvímæli af tekin í þessu efni. |>ar stendur, að »öll veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, svo og afli innanborðs«, skuli upptækt. Ekk- ert skift sér af því, hvort verið var að nota veiðarfærin, er brotið komst upp, eða ekki, né heldur af því, hvort afi- inn hefir fengist í þau eða önnur. Allur afli innanborðs upptækur og öll veiðarfærin slíkt hið sama, hvort sem eru utanborðs eða ínnan. Lög þessi gengu ekki í gildi fyr en í haust, sem leið, og mun því þessari nýju reglu hafa verið beitt í fyrsta skifti við þessi 2 botnvörpuskip, sem »Heimdalur« færði oss um daginn í orlofsgjöf. |>ar var allur afli og ull veiðarfærin upptæk gerð. Onnur sektarfyrirmæli og vægari miklu eiga við (og áttu við eftir eldri lögum, 1894) um það, er fiskiveiðaskip hittist í landhelgi með botnvörpu inn- anborðs, en er þó eigi að veiðum; þá eru sektirnar að eins 200—2000 kr., og engin veiðarfæra-upptaka, nema brot þetta sé ítrekað, og má Jbáeinnig beita hærri sektunum, 1000—4000 kr. nú. »Nema skipið sé að leita hafnar í neyð«, stóS í eldri lögunum, frá 1894. En þras varð úr því, hvað teljast skyldi »neyð«. Botnverpingar og þeirra land- ar vildu t. d. kalla það neyð, ef skip- in þurftu að afla sér kola eða vista, og sum íslenzk yfirvöld hlífðust við að beiturn sektum, ef botnvörpuskip skruppu snöggvast inn á höfn »í mein- leysi« og ekki var beinlínis bezta og blíðasta veður. En landar vildu flest- ir láta beita lögunum með fullum, strangleika, er svo stóð á. Stjórn Breta gerði og rekistefnu út úr því, að sektum hafði verið beitt, er botn- vörpuskip lentu óvart í landhelgi, vegna þoku eða því um líks, og eius fyrir það, að þau héldu þjóðleið milli Vestmannaeyja og meginlands á ferð sinni beim eða heiman og urðu þá of nærri landi. J>etta þótti þá betra að laga og var gert í lögunum þeim í fyrra. f>ar er tekið fram berum orðum, að þau skip skuli talin í neyð stödd, »er leita þurfa lands vegna skorts á vistum og kol- um«, og hafi þá veiðarfæri öll í búlka innanborðs meðan þau eru í landhelgi; að eigi skuli beita sektum, »þegar skip á ferð til veiðistöðva eða frá einni stöð til annarar halda gegnum sundið milli Vestmannaeyja og meginlands eða milli Reykjaness og Fuglaskerja, þótt í landhelgi sé^ ef þau nema þar eigi staðar« og hafa þá veiðarfæri öll innanborðs; og að loks skuli ekki beita sektum, nþegar skip, eftir því sem ætla má, eru í landhelgi korain án vilja þeirra og vitundar, hvort sem veldur straumur eða veður, eða þoka hefir bannað landsýn«. Jafnt ömuðust eldri lögin við inulendum botnvörpuveiðendum sem útlendum. En á þingi 1897 var það mikla ný- mæli upp borið og samþykt að lok- um, eftir mikið þras og ágreining, að »innlendum botnvörpuveiðiskipum skuli heimilt að leita lands til að afferma afla og til að afla sér vatns og ann- ara nauðsynja, hvernig sem á stend- ur, en veiðarfæri skulu þá og höfð í búlka«. Mótmælendur þessa nýmælis óttuð- ust, að það yrði haft til að fara alveg í kringum lögin. Útlendingar fengju sér »leppa« hér, er kölluðust eigendur skipanna og öfluðu þeim áminstra hlunninda. J>óttust menn jafnvel vita þá þegar um tiltekna menn, er ætluðu að gera sér slíka leppmensku að at- vinnu og góðum gróðaveg. Mundu d. t. þeir landar, sem hefðu það til að standavið stýri hjá hinum útlendu ráns- mönnum á fiskislóðum vorum og lesa úr beztu fiskimiðin, bvort heldur væri í landhelgi eða utan hennar, ekki veila sér mikið við að ganga í þá þjónustu þeirra, að leppa fyrir þá eignarumráð yfir skipum þeirra. Svo sögðu menn og, að þá fyrst væri vit í eða þörf á að fara að setja undanþágu- lög fyrir innlend botnvörpuskip, er þau væru einhver til. Hinir urðu þó í meiri hluta að lok- um, er lögleiða vildu þegar áminsta ívilnun. Og er nú kunnugt orðið, að farið er að hagnýta sér hana eða ver- ið í aðsigi með það, líklega lögkróka- lítið svona fyrst í stað að minsta kosti; skipin skrásett sem innlend eign og fullnægt skilyrðum fyrir því, að svo megi verða: eigendurnir, hinir réttu eig- endur eða umráðendur, gerast íslenzk- ir borgarar. Landsmenn sætta sig við þetta, úr því sem komið er; sjá ókleift orðið hvort sem er að taka fyrir botn- vörpuveiðina hér við land, en þá betra, að landsmenn hafi einhvern löglegan arð af henni. Gera sér og von um mikla óbeina atvinnubót að þess kyns fiskiútveg, með þeim uppgripa afla, er honum fylgir. Siður hefir verið undanfarið að ónýta botnvörpur þær, er gerðar voru upp- tækar hjá sekum botnverpingum. Lög- boðið hefir það aldrei verið, hvorki í gömlu lögunum eða nýju; ekkert um það sagt í lögunum, hvorki af né á; en ráðgjafi vor úrskurðaði, að svo skuli gert, af þeirri góðu og gildu ástæðu, að upptakan var gagnslaus að öðrum kosti, þ. e. náði eigi tilgangi sínum: þeim, að fyrirmuna sökudólgunum að hafa gagn af veiðarfæri sínu áfram, með því að láta einhvern »lepp« kaupa það á uppboði, eða þá að landinn gerði sór að gróðaveg að kaupa veiðarfærið fyrir lítið verð og selja síðan botnverp- ingum, er þeir til næðu, fyr eða síð- ar. |>að er nú fyrst, er innlend botn- vörpuveiði er í þann veginn að kom- ast á, sem tök eiga að vera á að hag- nýta bötnvörpurnar öðru vísi en til að bæta úr baga þeim, er hinir útlendu sökudólgar hafa af því, er lögunum er beitt við þá. Enda eru botnvörpur þær, er teknar voru um daginn af skipunum, sem »Heimdalur« kom með, geymdar óskemdar, og mun eiga að skrifa ráðgjafanum um málið: hvort hann vilji enn, eftir að nýju lögin kom- ust á, láta beita úrskurði sínum um ónýting þeirra eða ekki. —---* I ■ -- Rannsökuð liafnar- stæði og lendingar. II. (Niðurl.) Hlaupós er stórskipaleiðin inn á Stokkseyrarhöfn. Hún liggur að mestu le»yti beint inn úr brimgarðin- um inn undir ytri skipaleguna, að skeri því, sem nefnt er Klofi. J>að er að mestu leyti bein leið, en mjó, einkum yzt, 12—16 fetadýpi með fjöru. Fyrir innan Klofasker byrjar ytri skipalegan á höfninni, og eru takmörk hennar Leiðarsker að norðan, og Skarfssker að vestan, en Sölvatanga- flúðir að austan. Lengd legunnar frá norðri til suðurs er 80 faðmar, breidd frá austri til vesturs 70 faðmar. í gegn um þessa legu liggur leiðin fyrir austan Klofasker rétt með Leið- arskeri að austan, þaðan í beina stefnu inn í Dyraós, rnilli Dyraós- skers og þúfnaskers, inn á innri skipaleguna, en að henni liggja að sunnan J>úfnasker, að norðan Bónda- sker, að austan ^Gíslasker og vestan Brúnkolla. J>essi leið er sumstaðar þröng og grunn með lágum sjó, leiðin inn um brimgarðinn hefir nægilegt dýpi, 12— 16 fet, alt inn á móts við Kloíasker; þar grynnist leiðin, dýpi 4 fet á 10 faðma vegalengd, þar fyrir innan er 10—11 feta dýpi alt inn undir ytri skipaleguna, þar er 3 feta dýpi á 14 —16 faðma vegalengd; þar snardýpk- ar aftur upp í 11 fet inn undir Leið- arsker, þar grynnist leiðin á 40 faðma vegalengd, 3—7 feta dýpi, en djúpir pollar á milli með 10—11 feta dýpi, þar frá er dýpið 7—9 fet inn undir Dyraós, þar grynnist leiðin og mjókk- ar, 24—28 feta breið, dýpi 2—6 fec og djúpir pollar á milii, svo 8—9 fet inn á skipaleguna og fast inn að Bóndaskeri. Dýpið á þessari legu er mjög mismunandi, kringum Bóndasker er 8—9 fet fast upp við það, og 7— 10 fet beina stefnu úr Bóndaskeri í Brúnkollusker. Aftur er sumstaðar ekki nema 4—5 feta dýpi. Botninn í höfninni er nokkuð harð ur, en sumstaðar of laus (sandgljár og klettasnagar), svo að ekki verður varpað akkeri. Til þess að skip geti lagst, eru sett akkeri á fjóra vegu: 1., til austurs, 2., til vesturs, 3., til norðurs, 4., til suðurs, og fest þar í sker. Út frá þessum akkerum liggja strengir, og er þeim fest saman þar sem skipið á að liggja; upp úr þess- um strengjum liggur enn strengur, sem leikur í sigurnagla og við hann er skipið fest. Mætti nú skipið leika laust, væri þetta ágætur útbún- ingnr, vegna þess, að þegar aldan ríður undir, þá lyftast allir fjórir strengirnir lítið eitt upp og slaka hæfilega til. J>ví þyngri og lengri, sem þessir strengir eru, því lengur haldast skipin við. f>essu máli til sönnunar má geta þess, að á Eyrarbakhahöfn rak skip þrásinnis á land, er brim gerði og ofsarok. |>á voru skipin svínbundin, sem kallað er: stólpum eða akkerum fest í skerin á fjórum stöðum, sitt í hverja áttina, og strengir úr þeim öllum upp á skipið. |>arna lá skipið bundið og gat ekki hreifst, og oft flatt fyrir brimi, vindi og straumi. f>egar þessi öfl lögðu saman og höm- uðu, steins og oft vill verða, þá sprungu strengirnir og skipið rak á land. Nú hefir þessu verið breytt fyrir löngu nokkuð; akkeri verið sett sitt hvoru megin við höfnina út í skerin. þungur og sterkur strengur festur á milli þeirra, en upp úr honum liggur annar strengur, sem skipinu er fest við. J>egar aldan ríður undir, slaka- því strengirnir á og dregur úr átak- inu. Auk þess liggur skipið laust og snýr stefni upp í straum, eftir þvf hvort meira ræður. Með þeim útbún- aði hefir engu skipi hlekst á á Eyrar- bakka. En þessu verður ekki komið við á Stokkseyri sökum misdýpis (kletta- snagar á botnínum). Yerður því að svínbinda skipið, svo að það liggur flatt fyrir vindi og straumi, sem hér er ákaílega mikill og mestur í haf- róti. Til þess að höfnin yrði góð, þyrfti að hreinsa leiðina frá Klofaskeri inn á innri leguna, hreinsa þá legu svo vel, að þau skip, sem þangað koma, gætu legið þar, en hætta við ytri leguna sem skipalægi, sökum þess, að innri legan gæti orðið stærri og vana- lega lítill sjógangur á henni, eða að minsta kosti miklu minni en á ytri legunni. Fyrir austan og framan þessa legu eru há sker, sem mætti hlaða á garð eða hafnarvirki, til skjóls fyrir höfnina, og yrði með því þar þá nokk- urs konar skipakví. Skerið, sem er fyrir miðri innri skipalegunni að innan, þyrfti að fara brott; það stækkaði mikið leguna; dýpi er töluvert í kring um það, 8—9 fet; um stórstraumsfjöru 4 fet upp úr ef því. Væri nú hægt að dýpka leiðina og leguna það mikið, að minsta dýpi væri 7 fet, þá yrði minsta dýpi um smástraumsflóð 12 fet, um stórstraums- flóð 17 fet. J>á mætti vel koma hlöðnu skipi inn á höfniua með smá- straumsflóði. Flest skip sem hingað kom rista 9—11 fet hlaðin. jþessari skýrslu fylgir uppdráttur af Stokkseyrarhöfn. J>ar er sýnt hvar skipin liggja, og leiðin inn á legurnar; dýpi er sömuleiðis sýnt á leiðinni og legunum í fetum. þessar mælingar voru gerðar í stórstraum, og allar mælingar mið- aðar við stórstraumsfjöru. Hafnsögu- ncaðurinn á Stokkseyri, Jóu Gríms- son, sem var hjálparmaður minn við þessa rannsókn, sagði mér, að í þenn- an straum hefði ekki verið sú mesta fjara sem kæmi, dýpið gæti orðið alt að 2 fetum minna en þá hefði verið, en það væri ekki nema í ginfjöru. Allar klappir og sker hér við sjóinn eru með sprungum (gamalt hraun) og þess vegna erfitt að sprengja það, því þegar það sem sprengt er hefir sprungur, þá er hætt við að svo mik- ið af kraftinum fari til ónýtis. Ekki er tiltökumál annað, þar sem ryðja þarf klöppum í brott, en að hafa til þess dynamit. Auðvitað er gott að hafa púður með við smærri sprengingar. f>að er miklum erfið- leikum bundið, að fá dynamit hingað til landsins. |>að vilja svo fá skip flytja það, og tiltölulega mjög fáir menn hér á landi, sem kunna með það að fara. Á einum stað hefir það verið notað hér á landi, það eg veit; það var við vegagjörðina í Almanna- gjá, hjá Einari verkstjóra Finnssyn:. Eg geri ráð fyrir, að einhverjir af

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.