Ísafold - 13.04.1899, Síða 1
Kemur út vmist einu sinni e'ða
tvisv, í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., eriendis ö kr. eða
l’/s doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
SAFOLD.
Uppsögn jskrif) egj bunam við
áramót, ógild nema komin sje
t.il útgefanda fyrir 1. október
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrceti 8.
XXVI.
Reykjavík, fimtvida^inn 13. apríl 1899.
23. blað.
Forngripasafnopiðmvd.og ld. kl.ll—12.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar
gæzlustjóri 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—2, og einni stundu lengur (t.il kl.3)
mdmvd. og ld. til útlána.
Strandferðabátarnir fara: auStur fsd. 14.
vestur sd l(i. þ. m.
Póstar fara: austur ld. 15, vestur sd. 16.
og norður md. 17. þ m.
é*éé»
Útlendar fréttir.
Khöfn 4.3apríl 1899.
Hinn 21. marzjrituðu þeir Salisbury
lávarðurog Cambon, sendiherra Frakka
í Lundúnum, undir merkilegan samn-
ing um landamerki Frakka og Eng-
lendinga í Afríku. Svo sem kunnugt
er, hafa lengi verið miklar viðsjár
með Bretum og Frökkum út af þessu
máli, þótt aldrei hafi gengið annað
eins á og þegar Fashodamálið var á
dagskrá. En samningur þessi virðist
munu girða fyrir allan slíkan ágrein-
ing eftirleiðis. Eftir honum eiga
Frakkar að fá geysimiklar lendur, —
alt svæðið milli Sahara og Libyu-öræfa
— og eru þá í þann veg að koma sér
upp afarvíðlendu nýlenduríki um
Afríku miðja og vestanverða. f>ar í
móti kemur það af Frakka hálfu, að
þeir segja Bretum frjáls öll umráð
yfir Nílardalnum og er öll misklíð um
afskifti þeirra af Egiptalandi þar meðúr
sögunni. Líkar hvorumtveggja bið
bezta þessi málalok, og miklar líkur
til að þeir muni áður langt um líður
jafna önnur ágreiningsatriði sín í bróð-
erni.
Ækki eru það síður gleðitíðindi, að
öll líkindi eru til að Bússar og F.ng-
lendingar hafi greitt úr öllum vafning-
um, er þeirra á meðal hafa verið í Kína,
með samningi. Sá samoingur kvað hafa
verið gjörður í Pétursborg nú fyrir
skemstu, en eigi gerður heyrum kunn-
ur enn. Alt þykir þetta góður vott-
ur þess, að einhverju muni verða
framgengt á friðarþinginu fyrirhugaða.
Ekki hefir st.jórn Kínverja sint enn
kröfum ítala um að fá héraðið kring
um Sanmum-flóa til umráða; óvíst,
hvernig því máli reiðir af, en líkleg-
ast þó, að Italir hafi skapraun eina
af því bralli sínu; því að Bússar eru
þeim andvígir og stuðningur Breta
heldur veill; þeir munu bera sjálfa sig
meir fyrir brjósti.
Af Dreyfusmálinu er það helzt að
segja, að 24. marz synjaði hæstiréttur
konu Dreyfus um að láta 3 dómend-
urna þoka úr dómarasæti, þá er ver-
ið höfðu í nefnd, er Brísson skipaði
til að íhuga, hvovt fram skyldi fara
endurskoðun málsins, og höfðu þá
greitt atkvæði gegn henni. Mikill
fögnuður yfir þessum úrskurði meðal
fjandmanna Dreyfus. f>að þykja og mik-
il tíðindi, að blaðið »Figaro« hefir kom-
ist yfir öll málskjölin, er snerta rétt-
arrannsóknina í málinu; skjöl þessi
voru prentuð í 80 eintökum og þeim
síðan útbýtt meðal dómara réttarins,
utanríkisráðgjafans, hermálaráðgjafans,
málafærslumanns Dreyfus og fieiri
meiri háttar embættismanna, er allir
voru skuldbundnir til þess að gæta
skjalanna svo rækilega, að enginn fengi
neina nasasjón af þeim. Báðaneyt-
isforsetinn hefir látið hefja rannsókn
um það mál.
Bandamenn eiga alt af öðru hvoru
smáorustnr við uppreistarmenn á Fil-
ippseyjum og vinna jafnan sigur.
Hraðskeyti eitt, er hingað barst í dag,
segír aðOtis hershöfðingi þeirra hafi sent
stjórninni í Washington þá frétt, að upp-
reistarmenn væru að leggja niður vopn-
in; þeir færu hópum saman heim til búa
sinna og beiddust verndar og vægðar
af her Bandamanna. f>essu mun þó
valt að treysta.
Svo fór, sem til var getið í síðustu
fréttum, um sendinefnd Finna, er átti
að flytja keisaranum hina miklu bæn-
arskrá þeirra: keisarinn vildi enga á-
heyrn veita henni, en lét tjá sendi-
mönnum reiði sína.
Stööulögin
Og
landsréttindi vor.
Eftir Lögfrœðing.
f>að er alveg rétt, sem stendur í
19. bl. ísafoldar þ. á., í ritgerðinni
•Eimreiðin síóasta«, að dr. Valtýr
Guðmundssou fari »sinna Jerða« að
því er snertir skilninginn á áhrifum
stöðulaganna á landsréttindi vor.
Eg legg áherzlu á þetta vegna þess,
að orð hans í ritgerðinni oStjórnarskrár-
málið« í »Eimreiðinni« síðustu md að
minsta kosti skilja á þá leið, að hann
sé að bendla Bened. Sveinsson við þá
skoðun, er hann heldur sjálfur fram.
En B. S. hefir ekki, mér vitanlega,
nokkursstaðar sagt nokkurt orð í þá
átt, að réttindi íslands séu mínni
eftir að stöðulögin komu út heldur en
á undan.
Að minsta kosti væri gersamlega
heimildarlaust að leggja þann skiln
ingí þauorðB. S., sem dr. V. G. tilfær
ir úr ritgerðinni í 18. árg. »Andvara«.
í þeim felst engin önnur merkingen
sú, að förum vér nú að krefjast víðtæk-
ara sjálfsforræðis en samrýmst geti á-
kvæðum stöðulaganna og stjórnarskrár-
innarum stöðu Islandsí ríkinu,þárekum
vér oss á mótspyrnu, sem engin von sé
til að vér fáum rönd við reist, og för-
um á mis við allar umbætur á stjórn-
arfari voru. þess vegna sé »óhyggi-
legt og óleyfilegt, að ganga út yfir
það, sem lög þessi viðurkenna beinlín-
is eða óbeinlínis, að vér eigum heimt-
ing á«. En hver sem les þessa á-
minstu »Andvara«-ritgerð, hlýtur að
ganga úr skugga um það, að höf.
telur réttindi vor langt um víðtækari
en þær kröfur, sem hyggilegt sé að
koma með að sinni.
Og eins og B. S. er saklaus af því,
að hafa haldið fram þeirri kenning,
að stöðulögin hafi breytt réttargrund-
velli vorum, eins hefir henni ekki
heldur verið fram haldið af neinum
öðrum, sem sagt verður uro með réttu,
að talað hafi fyrir þjóðarinnar hönd
í sjálfstjórnarmáli hennar. Og eg
vona, að svo fari enn, að þjóðin
hafni henni með öllu.
Vér megum með engu móti láta það
villa oss, að sem stendur eigum vér
ekki annars úrkosta en að sætta oss
við ákvæði stöðulaganna. f>að er
éíngöngu af því sprottið, að valdið er
ekki á vora hlið. Béttindum vorum
kemur það ekki minstu vitund við.
Dr. V. G. kannast við það, að
fram að 1871 hafi réttarstaða vor
verið ákveðin af gamla sáttmála og
öðrum eldri lögum og ákvörðunum.
Vér höfum þá fram að þeim tíma að
lögum verið frjálst sambandsland Dan-
merkur.
f>að liggur í augum uppi, að til
þess að rittindi vor haggist nokkuð,
verður að breyta þessari réttarstöðu á
löglegan hátt. f>ó að henni sé breytt
með ofbeldi einu, verða réttindin söm
og jöfn eftir sem áður.
Alt veltur þá á lögmati stöðulag-
anna.
Hvort sem nú litið er á form eða
efni þeirra laga, er þeim svo farið, að
vér Islendingar getum ekki viðurkent
gildi þeirra.
f>au bera það sjálf með sér, að
þau eru dinsk lög, "ekkert annað en
dönsk lög, — byrja á þessum orðum:
»Vér Chr. 9.« o. s. frv., »gerum kunn-
ugt: Rikisþingið hefir fallist á lög
essi, og Vér staðfe3t þau með sam-
þykki voru.« Hér er, eins og allir
sjá, ekkert, sem bendir á íslenzka
löggjöf.
Dr. V. G. reynir nú að sönnu
að sýna fram á það, að lögin
séu bœði dönsk og íslenzk: þau séu
gefin af ríkisþinginu og konungi í
sameiningu að því leyti, sem þau
gildi á hinu danska lögjafarsviði, en
af hinum einvalda konungi einum að
því leyti, sem þau gildi á íslenzku
löggjafarsviði. En þetta nær blátt
áfram engri átt. Hvernig ætti kon-
ungur að geta skrifað undir sömu lög-
in bœði sem þingbundinn og einvaldur
konungur? Og þó að hann kynni að
hafa getað gert það, á hverju verður
þá séð, að hann hafi gert það? Og
hvenær hefir oss verið frá því skýrt
af réttum hlutaðeiganda, að undirskrift
konungs sé þessa tvöfalda eðlis?
Aldrei!
Nei — stöðulögin eru vitanlega al
dönsk lög.
Og sé nú við það kannast á annað
borð, sem dr. V. G. samsinnir, að
fram að 1871 höfum vér haft óskert
landsréttindi vor samkvæmt gamla
sáttmála, þá er sú niðurstaða óhjá-
kvæmileg, að dönsku löggjafarvaldi
hafi þá verið með öllu óheimilt að
breyta á nokkurn hátt réttarstöðu
vorri.
Dr. V. G. kemst reyndar að ann-
ari niðurstöðu. Hann segir, að á
þeim tíma, sem lögin voru gefin út,
hafi eigi þurft annað til þess að dönsk
lög öðluðust gildi á Islandi, en að
þau væru birt á vanalegan hátt á
íslenzku samkvæmt skipun konungs
(Eimr. II. 5.). Hvað sem þv( líður,
hvort þetta er réttur skilningur að
því er almenn lög snertir, eftir að
alþingi var endurreist, — þá er alveg
víst að það er rangt, er kemur
til löggjafarinnar um réttarstöðu vora
gagnvart öðru landi, sem er aðal-
efni stöðulaganna.
Eða hvað verður annars úr þessum
landsréttindum, sem á gamla sáttmála
bygðust og dr. V. G. viðurkennir, að
hafi verið í gildi fram að 1871?
En gerum svo ráð fyrir, að dr. V.
G. hefði rétt að mæla um það, hvern-
ig stöðulögin eru til orðin: þau væru
gefin út af dönsku og íslenzku lög-
gjafarvaldi, með þeirri kynlegu tví-
skifting á konungi, sem hanngerirráð
fyrir. Eða gerum öllu heldur ráð fyr-
ir því, að ríkisþingið hefði ekkert um
þau fjallað.
Niðurstaðan verður alveg hin sama
fyrir því, að því er aðalatriðið snert-
ir.
Konungur hefði sem sé ekki haft
heimild til að gefa þessi lög út, þrátt
fyrir einveldi sitt.
Fyrst er þess að gæta, að konungur
hafði þrívegis, 1848, 1849 og 1852,
heitið alþingi því, að ekkert skyldi
verða afráðið um stöðu Islands í rík-
inu, fyr en leitað hefði verið um það
álits sérstaks þings í landinu sjálfu.
þetta heitorð einvalds bonungs telja
víst allir jafngilt og gott sem lög væru.
Samt sem áður voru stöðulögin gefin
út, án þess að þau væru nokkurn
tíma fyrir alþingi lögð.
þetta heitorð konungs virðist taka
af allan vafa um gildi stöðulaganna
hér á landi. En naumast verður samt
sagt, að vér höfum beinlínis þurft á
því að halda. f>ví að það er gagnstætt
öllum þjóðarétti, að þjóðhöfðingi hafi
heimild til að afhenda valdið yfir þegn-
um sínum nokkurum öðrum en sjálf-
um þeirn, að þeim fornspurðum eða
nauðugum, nema þjóðinhafi verið num-
in herskildi. Tilþess að átta sig á því
máli þarf ekki annað en að lesa sögu
Noregs á þessari öld.
Hvernig sem á stöðulögin er litið,
hlýtur því niðurstaðan að verða sú
hin sama, sem alþingi komst að þeg-
ar 1871 og lýsti ótvíræðlega yfir í á-
litsskjali sínu til konungs: að stöðulög-
in séu ekki bindandi fyrir ísland.
Gerum nú samt ráð fyrir, að svo
væri. Aðalályktunin sem dr. V. G.
dregur af því, er engu að síður alveg
ramskökk.
Hún er sú, eins og þegar hefir ver-
ið grein fyrirgerð í ísafold, að grund-
vallarlög Dana gildi hér á landi, í
þeim efnum, sem ákvæði stjórnarskrár-
innar ná ekki til.
Mér er óskiljanlegt, hvernig dr. V.
G. fer nú að komast að þessari niður-
stöðu. J>ví að haustið 1895, þegar