Ísafold - 13.04.1899, Page 3

Ísafold - 13.04.1899, Page 3
91 ið, sem þér eigið til, og ofurlítið af vatni líka !« Svo vefur hann saman frakkanum sínum, býr til úr honum kodda undir höfuðið á Korsíkumann- inum, leggur hann á bakið mjóg gæti- lega og hvíslar í eyru hans : »Finnið þér mjög mikið til ? Reynið þór ekki það á yður að tala hátt; eg heyri vel ttil yðar«. Paoli svarar einhverju ; þá stendur Barnes upp og gengur til de Belloc, sem vandlega hefir horft á að- farir hans, dregur hann ofurlítið til hJiðar og segir hratt og einbeittlega: »Eg er læknir — mig vantar ekkert nema prófsvottorðið«. Hann vill láta liðsforingjanum skiljast það, að það, sem hann ætlar að fara að segja, sé jafn-áreiðanlegt eins og frægasti lækn- ir segði það. »f>á getið þér sagt mór, hvernig bezt verður fyrir okkur að koma hon- um til Ajaccio — sjóveg eða landveg?« »Hvorugt. Hann verður að vera hér kyr ?« »Vera hér kyr? Hvað lengi?« f>angað til hann er dáinn«. , Foringinn starir vantrúaraugum 'á Vesturheimsmanninn. Með venjulegri greind og sannleiksást ber »f>jóðólfur« Isa- fold það á brýn, að hún hafi breytt stefnu sinni í háskólamálinu íslenzka: sé nú orðin á því, að stofna háskóla hér á landi, en hafi áður verið því andvíg. Um þetta hjalar »f>jóðólfur« tæpri viku eftir að ísafild hefir lýst yfir þeirri skoðun, að rfyrst um sinn höý- um vér fr ál eit t efni á að bceta við oss fleiri mentastcfnunum en lagaskól- anunu — þeirri mentastofnuninni, sem ritstjóri Jsafoldar hefir ritað manna rækilegast um fyrir nær 30 árum (í N. Félagsritum) og ávalt verið með- mæltur síðan. Alveg sama greindin — eða þá sann- leiksástin — kemur fram í blaðri »f>jóð- ólfs« um snúning ísafoldar í botnvörpu- veiðamálinu. En það kann brjóstgóð- um mönnum að finnast meiri vorkunn. f>ví að ísafold sá um það fyrir eitt- hvað tveim árum, að hann komst ekki of langt með þá skaðræðisheimsku, að fara að leyfa botnvörpuve ðar í land helgi. f>eir, sem minnast þess, hve háðulega útreið hann fekk í því máli, hve átakanlega hann varð sér .til skammar, geta vitaskuld skilið það, að hann fyllist miður viturlegum hefnd- arhug í hvert skifti, sem á botnvörpu- veiðar er minst. Sýslumannaskifti standa til í Kjósar- og Gullbringu- sýslu. Sýslum. Franz Siemsen sækir um lausn, frá 1. oktbr., sakir farinnar heilsu. Skipstrand nýtt austur í Meðallandi fyrir skömmu: spítalaskipiðfranska, St.Paul, hið sama sem rak hér upp við Klöpp fyrir 2 árum, en Helgi kaupm. Helgason gerði við í það sinn. Nú mun það því miður vera alveg úr sögunni. Mannbjörg kvað þo hafa orðið. Botnverping handsamaði »Heimdallur« í landhelgi við Reykjanes aðfaranótt sd. 9. þ. m. og hafði með sér hingað á sunnudag- inn til venjulegrar meðferðar: sektar, — 1000 kr. að vanda, — og upptöku afla og veiðarfæra. Skipið heitir »Fullmar«, frá Hull, alveg nýtt, og var þetta önnur ferð þess hingað. Hafði 2 spánýjar botnvörpur. Nokkuru af aflanum hafði það fleygt fyrirborðhór á böfninni, í vonzku; hitt var þó tölu- vert, sem á land komst, og fór í geypiverð á uppboði daginn eftir. Yfirmenn á »Heimdal« voru í kon- ungsafmælisveizlu hjá landshöfðingja laugardagskvöldið 8. þ. m., en brugðu þegar við eftir um kveldið í veiðiför þessa. Skipið hélt til hafs djúpt af Reykjanesi, sneri síðan við og kom botnverpingum í opna skjöldu. Heim- dalsmenn höfðu haft þær sögur af skipverjum á lóðaveiðiskipunum, er þeir náðu í um daginn, að botnverp- ingaflotanum enska mundi öllum full- kunnugt um, hvenær væri afmælisdagur konungs vors, og æt-luðu á að þá mundi herskipið halda kyrru fyrir hér í . höfuðstaðnum. J>eim varð þó ekki algerlega kápan úr því klæðinu. Strandferðabátarnir »Hólar« og »Skálholt« komu báðir í gær, hvor á fætur öðrum, Skálh. beina leið frá Khöfn og hafði verið rétta viku á leiðinni, en hinn kom við í Skotlandi. Fáeinir farþegar voru með Skálholti: kaupmennirnir Jóhann Möll- er frá Blönduós og P. J. Thorsteinsson frá Bíldudal, verzlunarerindreki Páll Snorrason, og verzlm. Carl Proppé af Dýrafirði og einhverjir fleiri. Með Hólum einn farþegi: Jón kaupm. |>órð- arson í Reykjavík. Skipstjórar hinir sömu ábáðum bát- unum eins og í fyrra. Bréfið í JÞjóðólfi. það hefir heldur en ekki hlaupið á snærið fyrir þ>jóðólfi þessa dagana ! Mitt í því auðsæja bjargarleysi, sem hann hefir verið í að undan- förnu, að því er efni snertir, hefir honurn borist sú nýlunda, sem fráleitt eru dæmi til um allan heim. það er hvorki meira né minna en „Bréf til íslendinga — fránokk urum skóiapiltum«!!! Dæmi eru til þess, að skólapiltum dettur hitt og annað skringilegt í hug. þeir hafa það til að kveikja í bréfakassa rektors síns, stinga ein- kunnabókum bekkjanna inn í ofnana og þar fram eftir götunum. Einkum kvað hafa verið brögð að ýmis konar 8máfyndinni kurteisi af því tægi í vetur meðal hinna ungu prúðmenna, sem kallaðir eru skólapiltar. En lang-fyndnasta skemtunin er þetta: að skrifa »Bréf til Islendinga« urn ráðgjafaábyrgð, ríkisrétt, landsdóm, þingse'tu ráðgjafa og önnur vandasöm ríkislagaatriði, sem skólapiltar þora ekki að reiða sig á, að Islendingar muni skilja, nema þeir fái bréf um það úr — latínuskólanum, frá lærisvein- um þar! |>að er þessi fyndni, sem ekkert blað í heitni hefir nokkuru sinni átt kost á að flytja. Fyrirsögnin ein, — »Bróf til Islend- inga frá nokkurum skólapiltum«, — er gullvæg. Mark Tvvain hefði áreiðan- lega borgað fyrir hana stórfé, og hefir hann þó sjaldnast verið í hraki með að láta sér detta hitt og annað smellið í hug. þ>að væri því nokkuð ósanngjarnt að lá ve8alings-|>jóðólfi, — honum, sem aldrei dettur neitt í hug, — þó að hann þiggi jafn-meinfyndna perlu, þegar hann fæl hana gefins. Kolaleysis-kröggurnar her í höfuðstaðnum munu nú vera afstaðnar, með því að kaupmaður sá, er sér um kolabirgðir handa herskip- inu (Heimd.) og nú er staddur erlend- ís, sendi þau skeyti hingað með Skál- holti, að grípa mætti til þeirra í bráð- ina til að bæta úr neyð manna. |>au eru dýr, 5 kr., en góð. Annars hefir það verð verið á óvöldum kolum hér síðan er fyrst fór að verða nokkur hörgull á þeim, skömmu eftir miðjan vetur. Hæsta verð í öðrum verzlun- arstöðum landsins að sögn 4 kr.; sum- staðar miklu lægra. f>ess skal getið, að manna bezt hef- ir Björn Guðmundson timbursali bjálp- að bæjarmönnum í kolavandræðum þeirra, af kolabirgðum þeim, er hann hefir undir hendi sem umboðsmaður norskra gufuskipsútgerðarmanna, og það alveg okurlaust: gegn sömu vöru aftur, er hún fæst. Hann bjargaði og gufuskipinu Moss frá að verða tept hér vegna kolaleysis, sem höfuðstaðn- um hefði orðið mikil rainkun. Flasfengnisleg fossa-sala og málma í jörðu. Lesa hefir mátt í austanblöðunum um töluvert brall þar eystra af hálfu Norðmanna, að kaupa þar bæði fossa og málma í jörðu, ef finnist. Og í annan stað er nú landi einn, er dval- ið hefir á Englandi nokkur ár, á ferð hér kringum land í þeim erindum, að fullyrt er, að klófesta sem mest af góðum fossum á landi, einkum nærri sjó, handa einhverjum enskum stór- gróðamönnum, sem vita, að fossarnir verða megin-iðnarafi næstu aldar og því vís uppgripa-gróðavegur, að kló- festa þá í tíma, meðan þeir fást fyrir sama sem ekki neitt. Sumir segjaog, að Norðmennirnir eystra muni hafa einhverja enska auðkýfinga að bak- hjarli eða vera leppar fyrir þá. Hvernig lízt landsmönnum á þetta? Eru þeir aú þegar farnir að láta spádóm Frím. Andersous rætast: að vér íslendingar mundum eigi fást til að rumskast og líta við hagnýting fossa-aflsins til rafmagnsiðnar fyr en um seinan, fyr en aðrar þjóðir væri löngu búnar að taka þann bita frá munninum á oss? Hitt er þó enn hrapallegra, ef lands- menn gerast svo glapvitrir, að láta fleka út úr sór jafn-stórkostlega auðs- uppsprettu, eins og fossarnir eru eða má sjálfsagt telja að verði þá og þeg- ar, fyrir sama sem ekki neitt, eða með þeim glæfraskilmálum, að kaupverð fyrir eða leiga eftir þá greiðist því að eins eða þá fyrst, er farið verði að nota fossana. |>ví þar með er og þetta stórkostlega vinnuafi lagt í einokunar- læðing um ókominn tíma, ef til vill aldur og ævi, — meira að segja í ein- okunarlæðing útlendrar yfirgangsþjóð- ar, en landsmönnum sjálfum haldið í sama örbirgðarkyrking sem að undan- förnu. Það er glæsileg tilhugsun annað eins og þetta! Líklega ,er töluvert minna í húfi um sölu á málmnámsheimild þá í landi ýmissa jarða á Austurlandi, er mælt er að þar só á leiðinni, og það með sömu skilmálum: umsamið endurgjald greiðist því að eins eða þá fyrst, er málmur finst þar í jörðu og farið er að nema hann; jafnvel ekkert greitt fyrir jarðnám, meðan verið er að leita. En hyggilegt er samt ekki heldur. Vitaskuld er ekki við að búast, að mik- ið só goldið fyrir vonina eina eða þá vonleysi um málm í jörðu þar, sem syni- leg líkindi eru lítil. En einhvern með- alveg ætti að mega finna í þvi efni, þannig vaxinn, að það fældi menn ekki frá að reyna fyrir sér og leita von og úr viti, en ofurseldi þó ekki landeig- endur taumlausum yfirgangi og svifti þá sjálfa allri verulegri gróðavon, ef til kæmi. Að minsta kosti er þetta hvort- tveggja nauðsynlegt íhugunarmál. Heima fyrir eru Norðmenn mjög á- hyggjumiklir um, að láta ekki fossa-afl- ið lenda í eigu útlendinga og vilja meira að segja láta ríkið eignast sem mest af fossum eða vatnsafli landsins, til þess að einstakir metm, innlendir, geti ekki okrað á því síðar meir og staðið með því almenningsheill fyrir þrifum. En sem nærri má geta hafa þeir það öðru vísi hór; hagnyta sér, sem vonlegt er, heimsku vora og ófrarasyni. Sonur minn, Sigurður Óskar, fædd- ist 21. apríl 1892, heilbrigður að öllu leyti. En eftir hálfan mánuð veiktist hann af inflúeuzu (la grippe) og sló veikin sér á meltingarfærin með þeim afleiðingum, sem leiddu til maga-kat- arrh (catarrhus gastricus, gastroataxie). Eg reyndi öll þau homöopatisku með- öl, sem eg hélt að við mundi eiga, í þriggja inánaða tíma, en alveg árang- urslaust. Fór eg svo til allopatiskra lækna og fekk bæði resepti og meðul hjá þeim í 9 mánuði, og hafði þeirra góða viðleitni með að hjálpa drengnum mínum hin sömu áhrif, sem mínar til- raunir. Alveg til einskis. Drengnum var alt af að hnigna, þrátt fyrir allar þessar meðalatilraunir, »diæt« og þess háttar. Magaveiki hans var þannig: diarrhoe (catarrhus intestinalis, enter- itis catarrhalis). Fór eg eftir alt þetta að láta drenginn minn taka Kína-lífs- elixír Valdemars Petersens, sem eg áður hef »anbefalað«, og eftir að hann nú hefir tekið af þessum bitter ^ hverjum degi þ úr teskeið, þrisvar á dag, í að eins votri teskeið innan af kaffi, er mór ánægja að votta, að þetta þjáða barn mitt er nú búið að fá fulla heilsu, eftir að hafa að eins brúkað 2 flöskur af nefndum Kína-lífs-elixír herra Valmemars Petersens, og ræð eg hverjum, sem börn á, veik í maganum eða af tæringu, til að brúka bitter þennan, áður en leitað er annara meðala. I sambandi hér við skal eg geta þess, að nefndur Kína-lífs-elixír herra Valdimars Petersens hefir læknað 5 svo sjóveika menn, að þeir gátu ekki á sjóinn farið sökum veikinnar. Ráð- lagði eg þeim að taka bitterinn, áður en þeir færu á sjó, sama daginn og þeir reru, og svo á sjónum, frá 5 til 9 teskeiðar á dag, og hefir þeim algjört batnað sjóveikin (nausea marina). Reynið hann því við sjóveiki, þér, sem hafið þá veiki til að bera. Að endingu get eg þess, að Kína- lífs-elixír þennan hef eg fengið hjá herra M. 8. Blöndal, kaupmanni í Hafnarfirði. En landsmenn! varið yður á fölsuð- um Kína-lífs-elixír. Sjónarhól. L. Pálsson. Eftir að eg í mörg ár hafði þjáðst af hjartslætti, taugaveiklan, höfuð- þyngslum og svefnleysi, fór eg að reyna Kína-lífs-elixír herra Valdemars Petersens, og varð eg þá þegar vör svo mikils bata, að eg er nú fyllilega sannfærð um, að eg hef hitt hið rétta meðal við veiki minni. Haukadal Guðríður Eyjólfsdóttir, ekkja. Eg hefi verið mjög magaveikur, og hefir þar með fylgt höfuðverkur og annar lasleiki. Með því að brúka K í n a -1 í f s - e 1 i x í r frá hr. V a 1 d e - mar Petersen í Friðrikshöfn er eg aftur komin til góðrar heilsu, og

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.