Ísafold - 26.04.1899, Side 2

Ísafold - 26.04.1899, Side 2
skemtibækurnar, sc þær eigi mjög fágætar. Fyrri tegundir af söfnum kosta landssjóðir sjaldan. þess kyns söfn kostar venjulega það bæjarfélag, þar sem safnið er. En síðari söfnin (fræði- bókasöfnin) eru oft kostuð af landsfé, því að alt þjóðfélagið fær ávalt not af því, að fróðleikur og þekking eykst í landinu. Enda er gott bókasafn hið bezta mentunarfæri, sem nokkur þjóð getur átt. En eitt má segja að só sjálfsagður tilgangur allra bókasafna, og það er, að verða að sem almennustum og langvinnustum notum. það er nú sjálfsagt ekki tilgangur landssjóðs, að veita almenningi í Reykja- vík ókeygis skemtibækur. Til þess eiga Reykvíkingar ekki tilkall af lands- sjóði fremur en önnur sveitarfélög á landinu. það yrði að vera bæjarfé- lagsins, að kosta slíkt. Tilgangur Landsbókasafnsins verður því að vera sá, að vera fróðleiksbóka- safn. Fróðleikurinn er fræ, sem ávalt ber einhvern ávöxt, og hér í Reykja- vík eru saman komnir flestir lærdóms- menn og námsmenn af öllu landinu, og héðan dreifast menn út um alt land. En héðan dreifist og frá þeim, aem hér eru stöðugt heimilisfastir, fróðleikur út um alt land, í ræðum, í kenslu, í ritgerðum og bókum, og í margvíslegum áhrifum á þá lands- menn, sem dvelja hér um hríð og hverfa svo aftur til fasts aðseturs annarsstaðar á landinu. það leiðir af sjálfu sér, að eigi bækur, sem nokkuð að marki eru notaðar, ekki að skemmast og ónýt- ast á tiltölulega stuttum tíma, þá tjáir ekki að ljá þær burt af safninu, nema í undantekningar-tilfellum. En sé auðið að fá ný eintök aftur afbók- um, þá gerir þetta minna til. Aðr- ar bækur en þær, sem aftur má fá, ef þær farast, ætti ekki að lána burtu, en að eins leyfa að lesa þær á lestr- arsal í safninu. — Hvorki bækur né iímarit, sem margir vilja lesa, ætti nokkuru sinni að ljá burt af safninu, fyrri en t. d. hálfu eða heilu ári eftir að þau eða þær koma á safnið. Af þessu leiðir, að aðalnot þau, sem menn ættu að geta haft af safninu, ættu menn að hafa á lestrarsal safns- ins. En til þess að svo geti orðið, þarf safnið að vera opið (lestrarsal- urinnj á þeim tíma dags, þegar þeir, sem líklegastir eru til að nota það, geta haft tíma til að koma þangað og sitja þar. þessir menn eru einkum fræðimenn, kennarar og námsmenn, og ýmsir borgarar bæjarins. En svo að segja allir slíkir menn eru störfum bundnir fyrri hlut dagsins, einmitt þann tíma, sem safnið er opið. f>að er ekki fyrri en síðari hlut dagsins, að hávaði manna getur varið tíma til lesturs. En safn, sem enginn getur notað, er sem fjársjóður í jörðu grafinn. Safnið ætti því að vera opið síðari hlut dagsins, frá kl. 5—8 að minsta kosti, helzt kl. 4—9 síðdegis. Hitt væri miklu viðunanlegra, þótt það væri alls ekki opið fyrri hlut dags; en auðvitað væri bezt, að það væri líka opið frá t. d. kl. 11 eða 12 til 2. Konungkjörnir þingmenn. f>essa 6 hefir konungur kjörið þing- menn af sinni hálfu um næstu 6 ár: Hallgrím Sveinsson biskup Árni Thorsteinsson landfógeta Kristján Jónsson yfirdómara f>orkel prest Bjarnason Julius Havsteen amtmann Jónas Jónassen dr. med. landlækni. Fjórir hinir fyrst nefndu eru endur- kjörnir, en hinir 2 nýir, í stað þeirra J. A. Hjaltalín ogL. E. Sveinbjörnsson. Latínuskólinn. Ekki hefir mönnum orðið tíðrædd- ara um annað efni hér um slóðir all- margar vikur undanfaruar en latínu- skólann, ólagið megna, sem þar á sér stað. í lengstu lög vonaði ísafold, og sjálfsagt flestir aðrir, að rætast mundi fram úr því, án þess ástæða væri til að gera ærslin að blaðamáli, sem vit- anlega er neyðarúrræði. En það virð- ist koma æ betur og betur í ljós, að þær vonir ætli ekki að rætast. Hér er ekki eingöngu um ærsl að ræða og galgopahátt, sem fram úr hófi keyrir. f>ar við bætist ekki að eins beinlínis glæpsamlegt atferli, sem ein- stöku piltar hafa gert sig seka í. Heldur er ekkiannað að sjá en skóla- piltar séu gagnsýrðir af óánægju, ó- hlýðnisanda og óvildarhug til sumra þeirra, sem þeir ættu að meta einna mest og þeim ætti að vera einna bezt við, ef alt væri í góðu lagi. Ekki er langt síðan er það þótti illbærileg smán að vera rekinn úr lat- ínuskólanum, minst á mununum og að komast undir manna hendur. f>að mun ekki láta fjarri, að nú sé brott- rekstur úr skóla fremur orðinn frami en hneisa í augum skólapilta. Af því má marka virðinguna, sem þeír bera fyrir þeirri stofnun, er á að menta þá. Og alkunnugt er það hér í bætpim, að mikinn fjölda þeirra sárlangar til að komast burt úr skólanum og væri þaðan farinn, ef þeir sem ráð hafa fyrir þeim hefðu gefið samþykki sitt til þess. f>egar svo er komið í skóJa, sem veitir nemendum sínum önnur eins fjárhlunnindi og latínuskólinn hér veitir, þá er auðsætt, að eitthvað er til muna úr lagi gengið. Til eru auðvitað fullorðnir mennut- an skólans, sem svo gersamlega hafa haft hausavíxl á réttu og röngu, góðu og illu, að þeir hrósa happi yfir óhlýðn- inni og agaleysinu í skólanum og blása þar að kolunum eftir því sem þeir þora og geta. Eitt blaðið, sem gefið er út hér í höfuðstaðnum, ber órækt vitni þess ósóma. En vonandi má ganga að því vísu, að allir hlutvandir og meðalgreindir menn sjái það, að nái uppreistar- og þvermóðsku-andi að búa um sig í skólanum og setjast þar að til fulls og alls, þá er það einhver versti ófögnuðurinn, sem þjóð vora getur hent. Hér er ekki nema um tvent að velja: Annaðhvort verður að ráða bót á ó- laginu, koma inn hjá skólapiltum virðingú fyrir þeirri stofnun, sem á að menta þá, fyrir stjórn hennar ogregl- um eða að öðrum kosti leggja skól- ann niður. f>ví að agalaus skóli, — þar sem alt lendir í illdeilum og hugir nem- endanna eru viku eftir viku og mán- uð eftir mánuð æstir af óvild gegn yfirboðurunum, — verður að sjálfsögðu eiturkveikja, gróðrarstía spillingar og siðleysis. Fyrsta skilyrðið fyri'r því að bót verði á ráðin er vitanlega, að menn geri sér ljóst af hverju ólagið stafar. f>að er ekkert leyndarmál hér í bæn- um og verður það fráleitt úti um landið heldur, þegar fram á sumarið kemur, að mikillhluti pilta að minsta kosti kennir rektor um það sem úr lagi fer. f>éss vegna finst oss ekki, að gert sé á hluta hans, þó að þess sé getið hér. Sannleikurinn er sá, að vér verðum að segja frá því; því að með því einu móti er unt að mótmæla því. ísafold hefir gert sér nokkurt far um að kom- ast að óhlutdrægri niðurstöðu í mál- inu, enda liggja ekki sögurnar úr skól- anum í láginni; og ekkert það, er vér höfum sannspurt, bendir á, að rektor eigi annað skilið en virðingu af hálfu lærisveina sinna fyrir stjórn sína — auk þess, sem víst öllurn ber saman um, að hann sé fyrirtaks-kennari. Og engar líkur þykir oss til þess, að þjóð vor eigi öðrum manni á að skipa, sem betur væri rektorsstörfum vaxinn yfir- leitt. Ekki er það sennilegri skýring á ó- laginu, sem sumum kann að koma til hugar, að nú sé meðal skólapilta eitt- hvert óvenjulegt illþýði, sem ekki sé nokkuru tauti við komandi og spilli skólanum, svo að ekki sé unt við að ráða. Líkindin miklu meiri fyrir því, að piltar séu uþp og niður eins og þeir hafa oftast verið áður og eins og búast má við að jafn-mannmargur flokkur, um 100 ungmenni með mjög mismunandi uppeldi, sé svo sem að sjálfsögðu í hverju landi sem er. Auð- vitað ér ekki vandalaust að stjórna þeim, svo að vel fari. En naumast getur verið rétt að halda því fram, að þess sé enginn kostur, — sé sæmilega í haginn búið fyrir þeim, sem eiga að stjórna. f>ví að ókleift getur það orðið. Svo öfugt og rangsnúið geturfyrirkomulag- ið verið, að ekki sé vinnandi verkfyr- ir nokkurn mann, að halda skólanum í góðri reglu. Og við slíkt fyrirkomulag á skólinn nú að búa. f>ví hefir ávalt vérið tilfinnanlega áfátt hér í Reykjavík. En aldrei hef- ir fyrirkomulagið jafn-ilt verið og það nú er orðið. Skólinn hefir aldrei orðið heimili skólapiltanna. Og af því hefir það leitt, að svéitapiltar, sem ekki eiga neina nákomna aðstandendur hér í bænum, hafa ekkert heimili átt hór. f>ó hafa þeir aldrei verið jafn-fjarri því eins og nú. Lengstum hefir allur þorri sveita- pilta að nafninu til átt heima í skól- anum — lesið þar síðari hluta dags og sofið þar á nóttunum. Ovistlegt hefir þar oftast verið — það veit ham- ingjan, — og stundum beinlínis ó- þverralegt. Allur aðbúnaðurinn hefir hlotið að fæla pilta frá skólanum, þegar þeir hafa átt kost á að leikar lausum hala. En áður áttu þeir ekki jafn-mikinn kost á því og þeir eiga nú. Öllum þorranum var ætlað að starfa í skól- anum og sofa þar um nætur. Og veruleg umsjón var með þeim höfð. f>ví miður h^aut þeim oft að finnast sem skólavistin líktist nokkuð mikið fangelsisvist. I skólanum var náms- stritið, baklausir trébekkir, há, skáhöll borð, köld og hnútótt rúm. Sjaldnast hefir þar verið sérlega miklu til að dreifa, sem eftir á vekur ljúfar eða fagrar endurminningar. En meðan allur þorri pilta átti heima í skólan- um og var þar undir stöðugri umsjón, var sú meðvitund ríkjandi hjá piltum að öllum jafnaði, að þeir yrðu að hlýða. f>ess vegna er óhætt að segja, að þó að margt hafi gengið á tréfót- um í skólanum þá hálfa öld rúma,. sem hann hefir hér verið, þá hefir þó ástandið aldrei verið jafn- fráleitt og nú. Nú á enginn piltur heima í skól- anum til fulls og alls. Að eins rúmur þriðjungnr allra pilta les þar síðari hluta dags, en enginn sefur þar. 011- um þessum sæg af ungmennum er tvístrað út um bæinn, án þess nokk- ur maður láti sér um þá hugað, sem ekki eiga hér nákomna vandamenn. f>eir hola sér þar niður, sem þeir geta með minstum kostnaði. Enginn lítur eftir því, hvort bústaðir þeirra eru ekki annaðhvort heilsuspillandi eða siðspill- andi eða hvorttveggja. Engum getum þarf um það að leiða, að sumirþeirra eru stöðugt undir afvegaleiðandi áhrif- um. f>egar menn kinnoka sér ekki við á prenti að spana piltana upp til ó- hlýðni og mótþróa, þá má geta nærri hvers svifist er í einrúmi. Enginn lítur einu sinni eftir því, af skólans hálfu, hvort piltarnir eru nokkuð við nám að fást, sem ekki er heldur von; hvernig ætti skólastjórnin að gæta þeirra út um allan bæ'? Og sannleik- urinn er líka sá, eftir piltanna eigin sögusögn, að þeir eru mikið til hættir að lesa, þ. e. búa sig undir kenslu- stundirnar í skólanum. Alt lendir í geðshræringum út af ímynduðum mót- gerðum yfirboðaranna, ráðstefnum um, hvernig afstýra eigi refsingum og ráða- gerðum um nýjan mótþróa. f skólann hafa piltar lítið annað að sækja en tilsögnina fyrra hluta dags, sem brestur vill oft verða á að notuð sé öðru vísi en í molum og með hangandi hendi. Auk tilsagnarinnar hafa þeir naumast annað að sækja þang- að en hegningu fyrir yfirsjónir sínar. Aldrei hefir þjóð vorri verið jafn- brýn þörf á verulega góðum skóla eins og um þessar mundir. Aldrei hefir jafnmikið los verið á hugum æskulýðsins eins og nú. Aldrei jafn- margt, sem vekur hugina, eins og nú. En aldrei heldur jafn-margt sem af- vegaleiðir þá. Ómetanleg blessun hefði það verið, ef skólinn hefði nú verið fær um að draga aðsérnemend- ur sína með vitsmunum, mentun og mannúðlegum skilningi á fjörinu og æskunni — ef hann hefði getað beint fjörinu í þær áttir sem það á að stefna, fest jarðveginn með nýjum gróðri, breytt leysingunni i sumar. í þess stað verður stöðugt meira og meira djúp staðfest milli kennara og pilta. I augum kennaranna verða piltar of oft lítið annað en ósvífnir óróaseggir. í augum pilta verða kenn- ararnir yfirleitt meira og mínna bros- legir harðstjórar. Og við hverju öðru er að búast með því skólafyrirkomulagi, sem nú er ? Eins og ástatt er hér í Reykjavík fyrir piltum á ýmsan hátt, eróumflýj- anleg nauðsyn, ef vel á að fara, að í skólanum sjálfum verði þungamiðja skólapiltalífsins — ekki að eins að því er' snertir nám þeirra, heldur og alt mentalíf þeirra, fólagslíf og skemt- anir. Með því einu móti ná þeir, sem skólanum eiga að stjórna, nokk- uru valdi yfir hugum piltanna. Sjálfsagt væri langrcttast, að ætla öllum sveitapiltum fæði og heimavist að öllu leyti í skólanum. Og svo þyrfti að búa svo í garðinn fyrir þá þar með leikvelli, lestrarstofu, söng-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.