Ísafold - 26.04.1899, Side 3

Ísafold - 26.04.1899, Side 3
stofu og öllum aðbúnaði, að piltarnir finni það sjdlfir, að í skólanum fer bezt ura þá. Og þá er sambúð kennara og pilta. Pjarri sé það oss, að gera lítið úr aganum eða telja það annað en rétt og sjálfsagt, að refsingum sé beitt fyrir verulegar yfirsjónir. En lítið verður ástríkið og ekki verða nota- sæl áhrifin á hugi æskumannanna, þar sem refsingarnar eru aðalatriðin í stjórninni. |>að þarf vitanlega miklu meira til þess að stjórna svo vel fari 100 skóla- piltum á vorum tímum. Til þess þarf að komast inn í þeirra hóp, ekki sem yfirvald, heldur sem eldri bróðir, taka þátt í áhugamálum þeirra, án þess þó að ganga of nærri sjálfstæði þeirra, leiðbeina félagsskap þeirra og leggja kapp á að veita þeim svomarg- ar ánægjustundir, sem kostur er á, — jafnhliða kappsamlegri og alúðarmik- illi námsiðju. Undir slíkri stjórn mundi verða lft- ið úr upphlaupunum. par væri ó- róaseggjunum ekki auðvelt að þrífast. En með því fyrirkomulagi, sem nú er, verður henni ekki komið við. fess vegna verður að breyta því áður en sanngjarnt er að heimta verulegar um- bætur á stjórn skólans. Útlendar fréttir. Khöfn 15. apríl 1899. Nú er Dreyfusmáhð enn þá einu sinni efst á dagskrá. »Figaro« hefir haldið áfram að birta málskjölin og hefir nú margt komið fram, það er mönnum hefir eigi verið fyr kunnugt um. Sórstak- lega er þess að geta, að margir herfor- ingjar, er eigi hafa fyr verið við þetta mál riðnir, hafa stutt einarðlega mál endurskoðunarmanna fyrir réttinum; þyk- ir það allmiklum tíðindum sæta. Mesta eftirtekt hefir vakið framburður Trarieux, þingmanns í öldungadeildinni; hann hefir skyrt frá samtali, er hann átti við Tor- nielli greifa, sendiherra Itala í París, um Dreyfusmálið; lvsti Tornielli afdrátt- arlaust yfir því, að Dreyfus væri sak- laus, en Esterhazy hefði um langan tíma selt bæði þýzku og ítölsku Stjórn- inni ýms skjöl og skilríki viðvíkjandi franska hernum; hann skyrði enn frem- ur frá, að Esterhazy hafi sagt við Sohwartz- koppen, erindreka þyzku stjórnarinnar, að sér væri með öllu óhætt, því að ýmsir mikils háttar yfirmenn í hernum hefðu heitið sér vernd sinni. Margar fleiri nýjungar hafa komið fram í mál- skjölunum og kemur þar alt í einn stað niður: öll bönd berast að Esterhazy; er nú og talið með öllu vafalaust, að Dreyfus verði sýknaður. Þess var getið í síðustu fróttum, að rannsókn hefði verið hafin gegn »Figaro« til þess að komast fyrir, hvernig blaðið Iiefði komist yfir málskjölin; af þeirri rannsókn varð enginu annar árangur en sá, að blaðið var dæmt í 500 franka sekt; en hitt veit enginn, hver málskjöl- in hefir selt í hendur því. Engar fróttir berast nú af Banda- mönnum og uppreistarliðinu í Filipps- eyjum; er eigi ólíklegt, að sá ófriður verði nú bráðlega til lykta leiddur. Með Bretum og Bandamönnum annars vegar og .Þjóðverjum hins vegar hafa síðustu dagana verið eigi alllitlar við- sjár út af Samoa-máli, er svo er nefnt. I’að er svo vaxið, að þjóðir þessar þrjár hafa tekið sór verndarrótt yfir Samoa- eyjum og gerðu um það samning síu í milli 1880. Konungur ræður fyrir eyj- unum og eru þær kjörríki. Ráða vernd- arríkin auðvitað miklu um konungskjör- ið. Konungaskifti urðu þar um síðustu ára- mót,og bar þeim á milli,Þjóðverjumogsam- bandsnautum þeirra, um konungskjörið. Sá heitir Mataafa, er Þjóðverjar efla til ríkis, og hefir Brotum og Bandamönn- um lent í ófriði við hann og þeir látið nokkra menn. Vendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter. XII. Hvorugur mannanna gerir neina til- raun til að svara henni. Höfuðsmað- urinn starir einn út á sjóinn og fitlar í hugsunarleysi við skammbyssuna, sem skotin hafði verið sundur. Vest- urheimsmaðurin neyðir sjálfan sig til að snúa sér að henni. Nú fyrst kem- ur hún auga á manninn, sem liggur hræringarlaus niðri á ströndinni. Drykk- langa stund horfir hún á hann og fer svo að titra; því að hún þekkir ein- kennisbúning bróður síns. »Hver er þetta? Hvað á þetta að þýða? Getið þér ekki anzað mór?« Hún þolir ekki þennan ótta lengur, færir sig ofurlítið nær líkinu og segir svo : »Lofið þór mér að sjá !« Svo hrópar hún: »Heilaga guðsmóðir! þið eruð hræddir við að lofa mér að sjá hann !« því að Barnes hefir af meðaumk- un rétt höndina út frá sér til þess að aftra henni að fara lengra. En hún slítur sig af honum, sviftir vasaklútn- um burt og sér andlitið á bróður sín- um látnum. Barnes hefir vonað, að hún mundi líða í öngvit við þá sjón. En fyrst er eins og hún skilji ekkert, »Hann sem var aö heilsa mér áðan! það er þó alveg óhugsanlegt —.—« En nú hnígur hún niður og nefnir nafn hans í hálfum hljóðum, lýtur of- an að andlitinu á honum, kyssir það og klappar því, eins og skynlausar skepnur gera við unga sína, í þeirri trú, að þær geti lífgað þá aftur með ástaratlotum. þegar bún sér að hann lætur þeim ósvarað, leggur hún hönd- ina á hjarta hans, til þess að leita að lífinu, sem á braut er lið’ið. þá rekur hún upp hljóð; því að nú skilur hún, hvernig í öllu liggur, og segir hægt og stilt: »Var það vegna þess arna, að þér senduð eftir mér ?« Og að svo mæltu tekur hiin skjálfandi höndun- um fyrir andlitið og verður svo völt á fótunum, að lítið vantar á að hún rjúki út af. En alt í einu flýgur henni annað í hug; það er eins og hún verði öll önn- ur, eldur brennur úr augum hennar, hún reisir sig við til fulls og segir hátt: »Hver drap hann?« f>ví næst kemur hún auga á höfuðsmanninn, sem heldur á skammbyssunni, og segir: »f>ér eruð maðurinn !« og færir sig nær honum með slíku au^naráði, að hrollur fer um hann allan. André de Belloc hafði gengið á móti margri kúlnahríðinni um ævina og hann hafði séð margt óhappaverkið unnið bæði af ásettu ráði og í bráðræði; en hann fölnar andspænis því logandi ofstopa-æði, sem lýsir sér á andliti þessarar ungu stúlku. Samt svarar hann stillilega: »Nei!« Og hún trúir honum og spyr : »Hver hefir þá gert það? f>ið þorðuð ekki að segja mér, að hann væri dauður — segið þið mér þá, hver hefir drepið hann !« De Belloc bendir út á sjóinn og segir: »Foringi á skipinu, sem nú er að fara frá Korsíku«. Barnes lítur í sömu áttina, sem hinn bendir, og sér, að mennirnir eru komnir upp í fallbyssubátinn enska og að hann er á hraðri ferð út af höfuinni. Marína starir á eftir herskipinu. Skipsskrokkurinn er þegar um það bil að hverfa úti í sjóndeildarhrihgnum. Svo hrópar hún alt í einu up yfir sig: »Merkið er enskt. Eg skal finna hann !« Nokkurum vikum síðar tók enska herskipið »Hafgúan« þátt í stórskota- hríðinni á Alexandríu; nokkurir af foringjum þess og hásetum féllu fyrir skotum frá fallbyssum Egipta. II. kafli. Fimti kapítuli. Merkileg mynd. Ári síðar en Englendingar unnu Egiptaland bar listasýningin í París glæsilegt vitni um þroska þeirrar íþróttar, er á ári hverju dregur að sér svo marga áhorfendur, sem dást að eða þykjast dást að íþróttarsniði franskra málara og myndhöggvara nú á tímum. Nær því hver maður, sem þá var staddur í París, kom að sjá sýninguna; og með því að París var einn dag í byrjun maímánaðar alveg full af fólki, sótci óvenjulega mikill fjöldi manna sýninguna — karlar og konur úr öllum áttum, sem þyrpst höfðu saman til að skemta sér í þessu aðalheimkynni gleðinnar. í einu herberginu, sem var með stærri herbergjum sýningarhallar- innar, keppist mikill mannfjöldi eftir að geta komist að að sjá eina lit- myndina. Frakkar, Englendingar, Italir, Vesturheimsmenn, Austurríkis- menn, f>jóðverjar — svo að kalla allra þjóða menn eru hér saman komnir, og út úr þóttum manngrúanum heyrist slíkt samsull af tungum og mállýzkum, að manni gæti komið vitfirringaspítali til hugar eða þá Babelsturninn. Auðvitað er hr. Barnes hér, eins og aðrir. Eftir mikinn troðning og ar- mæðu nemur hann staðar fyrir fram- an þá sjón, sem honum þykir eftir það mest um vert af öllu því, sem hann sér á sýningunni: unga stúlku, enska, stórreiða við voldugan »naut- gripakonung# frá Kansas, sem stigið hefir ofan á kjólinn heunar og rifið hann. »Eg hefði gótað fyrirgefið honum, þó að hann stigi ofan á fótinn á mér«, hvíslar hún að lagskonu sinni; »en ekki hitt, að stíga ofan á kjólinn minn«. Og svo hlær hún, og Barnes detiur í hug, að ekkert sé fegurra til í veröldinni en ólundarsvipur á slíku andliti. Barnes á kost á að veita henni nákvæma athygli, án þess að hún verði þess vör, því að hún lýtur niður til þess að komast að raun um, hve mikið slysið sé, tekur kjólinn í því skyni ofurlítið upp og þá kemur x ljós yndislega fallegur fótur í glæsi- legu stígvéli. Konan, sem með henni er, skoðar líka kjólinn, og fyrir bragð- ið getur hann tekið enn betur eftir stúlkunni. Enda lætur hann ekki það tækifæri ónotað. f>ess vegna er það, að þegar stúlkan lítur upp, er búið að athuga hana betur en nokkura mynd í salnum, og hefði Barnes verið dóm- nefndin, þá hefði hún fengið gull- medalíuna það árið. Hún er um tvítugt — heldur hann — og er ein með yndislegustu stúlkum í allri veröldinni — fyrirtaks-vel mentuð ensk stúlka, — að minsta kosti engin getgáta, að hún sé ensk. Yagnvegur milli Hafnarfjarðar og Reykjavikur. Sumurin 1897 og 1898 lét sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu leggja mik- ið laglegan vagnveg milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur, frá Fossvogi, en þangað hafði bæjarstjórn Reykjavíkur lagt áður og hefir þessa ekki enn verið getið í blöðum vorum. Vegur sá er sýslan lét byggja af nýju, er rúmar 5 rastir á lengd; einn- ig var borið ofan í og endurbættur gamall vegur (Hafnarfjarðarhraun) rúml. 1£ röst á lengd. Hver röst er 531 faðmur. Brýr voru gerðar yfir fjóra læki, og er ein þeirra þrjátíu áln. á lengd, með 50 álna löngum stöpl- um (þeir eru þrír) og 5 áln. háum á fullum helmingi. Hinar éru 5—8 álna langar. Til vinnu þessarar var varið 9,600 kr. Brýrnar allar kostuðu 1800 krónur. Aðgerð við gamla veginn um 800 kr. Kostar þá hér um bil kr. 2,80 faðm- urinn í hinum nýja vegi. I gegnum veginn eru 16 rennur gerðar úr grjóti 50xl00cm., utan ein úr timbri3x2J alin. Mold og möl höfð undir í öllum veginum með torf og grjót á hliðun- um, nema um 150 faðmar eru eingöngu úr grjóti (púkkvegur). Ofaníburður allstaðar frá 8—12 þml. á þykt. Við vinnuna voru 12 menn fyrra sumarið með 4 hestum, en 15 til 18 hiðsíðara með 6 og 8 hestum. Verkstjóri var bæði sumurin Sigurgeir Gíslason í Hafnarfirði. f>að var myndarlega til ráðist af sýslunefnd Kjósar- og Gullbringasýslu að leggja veg þennan, og væri ósk- andi að hún fengi styrk til þess að geta gert meira í líka átt sem þetta. Hefir talsverð vagnaíerð verið eftir vegi þessum síðan hann var fullger, en talsverð óþægindi eru að því, að ógert er enn við hallann ofan í Hafn- arfjörð, því þar er vegurinn mikils til of brattur fyrir vagna, og er vonandi að ekki bíði mjög lengi svo búið. r. Innlend botnvörpuskip Botnvörpuveiðiskip Mr. Wards í í Hafnarfirði kom í vikunni sem leið og leggur út á morgun eða svo að veiða. Hann er og búinn að fá bæði saltskip og kolafarm. Oðrum þræði er útgerð sú, er kon- 8Ú11 J. Vídalín stendur fyrir. Hún byrjar með 600,000 kr. höfuðstól og 6 skipum, væntanlegum fyrri hluta næsta mánaðar, og ætlar mi að hafa aðalbækistöð í Hafnarfirði, keypt í því skyni bæði Knudtzonsverzlunar- húsin gömlu og hús Magnúsar kaup- manns S. Blöndal. Mun þó ætla sér að hafa annan fótinn á Akranesi í sumar. Og ekki afbuga Kleppi, held- ur líkindi til að þar verði eitthvert uppsát líka eftirleiðis. En alt óráðið um það. Skaftafellssýslu miðri (Öræfum) ls/«: Veðrátta má heita hér yfirleitt all- góð, en gjafatími á útipeningi fremur langur; en menn voru líka alment fremur vel undir veturinn húnir vegna heybirgða nndan sumri, Fénaðarhöld yfirleitt góð, og hvergi kvartað um fóðurskort fyrir skepnur. Kirkjuhæjarklausturspósturinn kom nú að austan frá Borgum; hann varð að biða þar (í Borgum) 5 daga eftir Eskifjarðarpósti, ' sem gekk svo seint vegna snjó-ófærðar, er setti niður um bænadagana. Sagt er að hafis sé kominn að Langanesi. Hvalur (reyðarfiskur) kom inn um Horna- fjarðarósí vikunni fyrir páska. Hann strand- aði á eyri einni í firðinum og var þar drepinn. Hann var eign umboðsjarðarinn- ar Horns og var seldur við uppboð.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.