Ísafold - 26.04.1899, Blaðsíða 4

Ísafold - 26.04.1899, Blaðsíða 4
104 Siðan 10. þ. mán. hefír verið slæmt veð- ur. snjór og austan-bylur, svo að taka var'ð alla gripi á gjöf. Samt er hér svo rifinn snjór, að jörð er að mestu auð. Innflúenza komin á Eskifjörð, að frótst hefir. Hún hefir gengið í Khöfn í vetur, en nú oröin þar mjög í rénun. Þó hafði ei nn meðal skipverja á póstskipinu Laura) haft hana á leiöinni hingað núna. Botnverping handsamaði Hoimdalur einn enn 22. þ. m. snemma morguns, nálægt Reykja- nesi, langsamlega í landhelgi, með botn- vörpu útbyrðis. Kom herskipið með hann hingað inn á höfn og fekk hann sektaðan um 1000 kr. Skip þetta var frá Grimsby, nr. 581, og heitir »Sihon«; hafði og veitt með botnvörpu inni á Eskifirði í vetur, mánudag fyrstan í föstu, en með öðrum skipstjóra. Mesti landburður af fiski í Vestmannaeyjum. En salt- laust þar! Eyjamenn hétu á konsúl Ditl. Thomsen, er hann kom þar við á leiðinni hingað með póstskipinu, að senda þeim einhverja hjálp héðan, og fer skip frá honum í dag þangað með nokkur hundruð tunnur af salti. Ekki færri en 8 frönskum fiskiskútum vísaði »Heim- dalur« burt úr landhelgi við eyjarnar nú fyrir síðustu helgi; þær voru að afla þar á lóðir. Islenzkar fiskiskútur kváðu og halda sig við eyjarnar í fiskimergð- inni og afla vcl. Póstskípið >Laura«, kapt. P. Christiansen, kom í gær snemma, degi á undan áætlun. Yms- ir farþegar með: konsúll Ditl. Thoms- en, Björn kaupm. Kristjáússon, Krist- ján Jónasarson verzlunarerindreki, Friðrik kanpm. Jónsson, W. Ó. Breið- fjörð kaupm., frk. þordís Helgadóttir o. fl. Liík H. Th. A. Thomsens kaupmanns kom með póstskipinu, eins og til stóð. Hann verður jarð- aður á morgun, og hefst útförin kl. 12 á heimilinu. Suður í Mið.jarðarhaf ætlar gufuskipafélagið sameinaða að láta gufuskip bregða sér héðan með fiskfarm seint í sumar, í öndverðum Beptember,— tína farminn saman áhelztu höfnum kringum landið. Skipið heit- ir »Douro«. Aðra ferð þangað ráðgerir það að láta »Hóla« fara héðan, að af- loknum strandferðunum, síðast í okt- óber. Loks hefir það í orði að senda skip hingað í sömu erindum snemma í desember, til Beykjavíkur og Isa- fjarðar og fleiri vesturhafna. Stórbarðindi vestra. Skrifað úr Gilsfirði (Saurbæ) sfðasta vetrardag, 19. þ. m.: »Hór er mesta harðindatíð, hríð og gaddur; 8 stiga frost í morgun, eða með því mesta, sem komið hefir á vetrinum. Engin snöp hér, og sama í mörgum sveitum. Sumir farnir að skera. Allir að verða heylausir. Hafísfyrir öllum Vestfjörðum. Kom- ist hann inn á Húnaflóa, sem mjög er hætt við, ef að vanda lætur, þá er fyrirsjáanlegur stórfellir. Erostin eru alt af að vaxa«. Og úr Borgarfirði (Stafholtstungum) er Isafold skrifað núna á sunnudaginn 23. þ. mán.: »1 dag er norðanbylur. Útlitið voða- legt. Eyrir fám dögum komu hingað suður í Mýrasýslu sendimenn úr Hrúta- firði, til að reyna að koma fyrir fén- aði. Hrútfirðingar eru allir uppi- akroppa með hey, enginn sjálfbjarga, hvað þá aflögufær. þetta er haft eftir sendimönnunum, og sömuleiðis, að ef ekki fáist hjálp, verði farið að skera niður sauðfé og hross nú um þessa helgi. Eg veit ekki hvað þeim hefir orðið ágengt hér fyrir sunnan, en er hræddur um, að það hafi verið lítið, því menn mega ekkert missa hér. Sama voðaástand (og í Hrútafirði) er í Miðfirði og á Snæfellsnesi. Lengra að norðan en úr Miðfirði hefir ekki frézt. Um skipströndin í Meðallandi, er frézt hefir af laus- lega, er ísafold skrifað þaðan 16. þ. mán.: »Fyrst strandaði hér enskt botnvörpu- gufuskip, »Richard Simpson« frá Hull (nr. 91) á Skarðsfjöru aðfaranótt 7. f. mán. og var selt á uppboði viku síðar, 15. s. m. Og síðan aðfaranótt 4. þ. mán. spítalaskipið franska »St. Paul« frá Havre. Menn allir komust sylsalaust af af báðum skipunum. Síðara strandið, skip og farmur, var selt við uppboð 12. —13. þ. mán. og komst samanlagt hátt á 5. þús. kr. Vestmamiaey.jum 24. apríl: I marzm. var mestnr hiti 15. ogl6.-f- 8°, minstur aðf.nótt 4. -t-10,3°; úrkoma 88 milli- metrar. Yeðráttan var mjög stormasöm; nær sífeldir austanstormar síðari hluta mánaðarins og útsynningar um miðbikið. Fiskiafli var fremur lítill í marz, en eftir páska hafa gæftir verið góðar, og landburður af fiski. Hæstur hlutur er nú orðinn um 80 til nínnda hundraðs, þar af þorskur 660, og er þaö sá hæsti hlutur, sem hér hefir komið, síðan á fiskiárunum miklu um miðja öldina. Því miður getur, ef til vill, orðið minna gagn að þessum mikla afla en skyldi, ef óþerratið kæmi, þar sem verzlanin er fyrir viku saltlaus, svo að alt verður að herða. Er fólk, sem von er, illa ánægt með fyrirhyggjuleysi kaupmanns, að hafa eigi meiri hirgðir fyrirliggjandi af svo ómissandi vöru. Erá 7.—20. þ. mán. hafa gengið hrein- viðri og kuldar; frost á hverri nóttu frá 2 til 6°, dagshiti oftast 3°. Vöruskipið kom hingað 18. þ. mán.; var þess orðin ærin þörf. Fiskigufuskip frá Mjóafirði (»Reykir»), aflaði hér farm fyrir skömmu, og mun brátt koma aftur; og nú er hér »Muggur« frá Bíldudal og »Leifur« frá Eskifirði, og nokkur fiskiskip frá Faxaflóa, og afla víst öli vel. Heilbrigði góð. VERZLANIN „EDINBORGr“ í Reykjavík hefir nú með »LAIJBA« fengið mjög miklar birgðir af alls konar álnayörum, auk margs annars, sem nánara verð- ur auglýst hið allra fyrsta að auðið verður. Heiðraður almennnigur treysti hérá g’óðan varning og gott verð. Hreint, ósúrt ísl. smjör fæst í verzlun Jóns l»órðarsonar. Verzlun Johan Langes í Borgarnesi selur vel vandaða tólg á 24 aura og gott smjör á 55 aura pundið fyrir peninga, ef keypt er minst 100 pd. í einu. Takið eftir! Gaddavírinn góði er aftur kom- inn og selst með þessu óheyrt lága verði: að eins 9 kr. 120 faðmar. Ódýr- asta girðing, sem hægt er að fá. Ennfremur alls konar grjótverk- færi og vegavinnu- og jarðræktar- áhöld- Menn snúi sér til undirskrif- aðs eða herra járnsmiðs f>. Tómasson- ar í Lækjargötu 10. Einar Finnsson. Munið eftir! að Samúel ----------- Ólafsson í Beykjavík pantar NAFNSTIMPLA með alls konar gerð eftir því, sem hver óskar. Nokkur íhúðarherbergi fást til leigu hjá Samúel Ólafssyni. Húsnæði í góðu húsi á skemtilegasta stað í bænum getur fjölskylda fengið til leigu frá 14. maí þ. á. Húsgögn fylgja, ef um semur. Bitstjórinn vísar á. Húsið nr. 37 við Laugarveg hjer í bænum tilheyrandi dánarbúi Jóns |>or- leifssonar fæst til kaups og íbúðar 14. maí næstkomaudi, og má semja um það við undirskrifaðan skiptaráðanda í búinu. Bæjarfógetinn í Rvík 18. apríl 1899. Halldór Daníelsson. Nýprentað Tværs over Koien af DANIEL BBUUN udgivet af den islandske Touristforening, (Touristrouter paa Island). með 40—50 myndum, stórum og smá- um, mörgum mjög góðum og eiguleg- um. Kostar 1 kr. 50 a. Fæst í bókverzl- un Isafoldarprentsmiðju og víðar. Nýprentað Svar til dr. B. M. Olsens gegn stafsetningarhúslestrihans í Studentafél. eftir Jón Olafsson. Kostar heft (ífí bls.) 15 a. Fæst i afyr. ísaf. oy hjá bóksölum landsins. Umsóknir um styrk þann, er í fjárlögunum fyrir 1898, 13. gr. C. 31., er veittur Iðn- aðarmannafélaginu í Reykjavík »til að styrkja. efnilega iðnaðarmenn til utanfarar, til að fullkomna sig í iðn sinni«, verða að vera komnar til fé- lagsstjórnarinnar innan loka júlímán. næstkomandi. Umsóknarbréfunum verða að fylgja meðmæh frá þeim sem hlutaðeigend- ur hafa lært iðn sfna hjá. Yngri piltar en 18 ára geta eigi orð- ið aðnjótandi þessa styrks. Espólíns árbækur í góðu handi með registrinn, ern til söln. Ritstj. visar á. Garðyrlíjufélagið. Fræ af alls konar garðjurtum, mat- jurtum og skrautjurtum, samt grasfræ, fæst í Vmaminni hiá Ernari Helgasyni. TTTTTYTTTTTTT Munið ? að livergi í bænum fást jafn hent- ugar, vandaðar og fall- egar FERMINGARGJAFIR, eins og hjá Gdjöiii Siprhspi. Hér með auglýsist, að allir búendur sem land eiga að Botnsheiði í Borg- arfjarðarsýslu, ásamtPétri á Ingunnar- stöðum í Kjósarhreppi (utan Ólafur á Miðsandi og Gísli á Stórabotni) hafa áformað að smala öllu stóði iir löndum ábýlÍ8jarða sinna og rétta því í Brekku- rétt 12. júní, 3. júlí, 29. júlí og 27. september. Oll hross sem hirt verða greiði hirðendur fyrir það gjald sem ákveðið verður; hrossunum sem ekki verða hirt verður á kostnað eigenda ráðstafað sem öðrum óskilafénaði. I umboði hlutaðeigenda Efstabæ í Skorardal 10. apríl 1899. Bjarni Bjarnason. Sveinbjörn Bjarnason. Hér með auglýsist, að öllu stóði, sem kemur fyrir í landi þingvallastað- ar, verður smalað og því réttað í þing- vallarétt þessa daga: 12. júní, 3. júlí, 29. júlí og 26. september næstk. Öll þau hross, sem hirt verða, verður að borga undir það gjald, sem ákveðið verður í hvert sinn. þeim hrossum, er ekki verða hirt, verður á kostnað eigenda ráðstafað, sem öðrum óskila- fénaði. þingvöllurn við Óxará 1. febrúar 1899. Jón Thorstensen. óskar maður þaulvanur við skrifstörf alls konar, bókfærslu og reiknings- hald. Skrifar bréf á dönsku, þýzku og ensku. Afbragðs- meðmæli frá síðustu húsbændum. — Bitstj. vísar á. Alls ekkert kemst í samanburð við Fineste Skandinavisk Export-Kaffi Surrogat. Það tekur öllutn öðrum kaffi- hæti fram að ilman og hragðgæðum. Reinið hann og þér munuð aldrei annan nota. F. Hjorth & Co. Köbenhavn, K. (1) Viöarreykt sauðakjöt fæst í verzlun Jóns í»órðarsonar. Kjöt af töðuöldum fæst daglega f verzlun Jóns JÞóröarsonar. ^t-t-aFt-t t y-t t t t t t Agætar kartöílur hjá Ben. S. Þórarinssyni. Samþykt um verndun Safamýrar. Samkvæmt ályktun sýslunefndarinn- ar verður að Rifshalakoti laugardag- inn 10. júní næstk. á hádegi, haldinn almennur fundur til þess að bera und- ir atkvæði hlutaðeigenda frumvarp til samþyktar um verndun Safamýrar, sem gildir fyrir Vetleifsholtshverfi og jarðirnar Bjólu og Bjóluhjáleigu, Atkvæðisrétt á þeim fundi eiga ábú- endur og eigendur jarðanna, sem sam- þyktin nær til. Skrifst. Bangárv.sýslu, 12. apríl 1899. Magnús Torfason. t Útgef. og ábyrgðarm. Björn Jönsson. Meðritstjóri: Einar Hjörleifsson. Isafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.