Ísafold


Ísafold - 06.05.1899, Qupperneq 2

Ísafold - 06.05.1899, Qupperneq 2
115 í Skagerak og Kattegat (Noregi sunnanverðum og Bohuslán í Svíþjóð) skiftast aflatímabilin á við vorsíldar- tímabilin í Noregi vestanfjalls. Var á- kaflega mikill afli í Bohuslán 1747— 1809 og bæði í Noregi og Bohuslán mikill síðan 1884; en þar í milli eng- inn. f>essi breytileiki í síldaraflanum stendur ekki í neinu sambandi við hvaladráp. Síldarafli Breta, Frakka, Hollend- inga og þjóðverja er mjög jafn; en þeir veiða síldina mest úti á hafi í reknet. Af þessu má sjá, að mjóg mikil tímaskifti eru að síldargöngum, eins og mörgum öðrum fiskigöngum. En hvernig stendur á því? FÍ8kimenn eru gjarnir á að kenna mönnum um, ef afli bregst á einhverj- um miðum. Net, niðurburður, síld- beita og jafnvel lóðir eiga að geta stöðvað stórar fiskigöngur, svo að þær komist ekki þangað, er þær ætluðu sér. Eða þá botnvarpan, sem á að flæma allan fisk burtu, jafnvel þó botnvörpu- skipin fiski dag eftir dag á sömu mið- um og fái altaf vörpurnar fullar. Og nú loks hvalveiðarnar. I öðrum lönd- um (og jafnvel hér) hafa menn jafn- vel talið sjálfsagt, að ókyrð sú, er gufuskipin gera í sjónum, hlyti að fæla burt fisk. En ekki hefir borið svo mjög á því í Englandshafi og höf- um þeim, er inn úr því ganga; en þau eru víst hin fjölförnustu höf í heimi. VIII. Vísindamenn þeir, er um síðustu 30 ár hafa starfað að rannsóknum á haf inu og lífsskilyrðum fiska og annara sjávardýra, eru á annari skoðun. Vita- skuld eru þessar rannsóknir enn að eins skamt á veg komnar, margt enn hulið og mörgum spurningum ósvarað. En það sem þær hafa þegar leitt í ljós, er þó mjög mikils vert og bendir á, að menn séu komnir á þá braut, er leiði að ráðningu á mörgum gátum. En fiskimennirnir eru, eins og von er, bráðlátir, og ætlast til að vísindamenn- irnir séu skjótir til svars, því þeim er ekki öllum Ijóst, að þessar rannsóknir eru flóknar og erfiðar; því hafið er stórt og breytilegt, en starfsmennirnir fáir. J>eir verða því oft vantrúaðir á árangurinn af starfi vísindamannanna og uppgötvanir þeirra. Eg ætla að eins að benda á, að á síðasta mannsaldri hafa vísíndamenn komist fyrir, hvernig háttað er hrygn- ingu og uppvexti flestra hinna helztu fiskitegunda, en um það höfðu fiskimenn áður enga hugmynd eða þá ramskakka. En rannsóknunum er haldið áfram með allmiklu fylgi frá hálfu flestra þeirra landa, er liggja að Norðurhafi, og Bandaríkjanna í N.-Am. Árið 1896 voru 4 skip við rannsóknir á hafi úti: 1 enskt (»Research«) mílli Hjaltlands, og Færeyja, 1 danskt (»Ingolf«) kring- um ísland, 1 norskt á svæðinu milli Björgvinjar og Jan Mayen og á Stor- eggen,og 1 sænskt kringum Spitzbergen. Auk þess var unnið að sama mark- miði á hinum ýmsu líffræðisstöðvum og loks af norsk-sænsku nefndinni, er hefir verið sérstaklega falið að rann- saka Skagerak og Kattegat að því er kemur til síldarveiða. (Niðurl. næst). Verzlun. Fiskverð óvenjulega hátt erlendís um þessar mundir, líklega mest fyrir fiskileysi á markaði í svip. En horf- ur sagðar' heldur góðar í sum- ar. Spáð 55—60 kr. verði í minsta lagi. Einn eða tveir kaupmenn hér hafá lagt drög fyrir að fá hingað spænska fiskikaupmenn í sumar að kaupa hér fisk fyrir peninga og flytja beint til Spánar á gufuskipi. Væri óefað mikilsvert ef það tækist. En þá ríður á, að þeim verði séð fyrir vand- aðri vöru; annars hrekkjast þeir og koma ekki aftur. Hins vegar hefir íslenzk ull aldrei átt jafn-örðugt uppdráttar á heims- markaðinum. Búist við svo sem 40 aura verði á henni hér í sumar. Mik- ið óselt enn frá fyrra ári erlendis. það er hinn geysihái ullartollur í Ameríku (Bandaríkj.), er miklu mun valda um þennan ófarnað. Siglingr. Til W. Fischers verzlunar kom 1. þ. mán. seglskipið »Cecilie« (127, Schaarup) með ýmsar vörur frá Khöfn. Og s. d. segkkipið »Ellida« (153, Hans Hansen) með kol til Bryde frá Eng- landi. Enn fremur í gær (5.) gufu- skipið »Colibri« (190, Nielsen) frá Stafangri með salt til sömu verzlunar. Veðuratliuganir í Reykjavík eftir landlækni Dr. J.Jónas- sen. aS £ Hiti (á Celsius) Loftvog (millimet.) Veðurátt. á nótt um bd árd. síbd. árd. síðd. 29. 2 + 3 764. b 7o2.0 V h d V h d CO. 0 + 4 762.0 7620 V li d O d 1. + 2 + 6 762.0 762.0 O d O d 2. + 3 + 8 764 5 767.1 V h b 0 d 3, + 3 + 8 767.1 767.1 O b 0 b 4. + 4 + 8 767.1 764.5 Sa h d a h d 5. + 5 + 8 764.5 762.0 a hvd a hvd Fagurt og bjart veður umliðna viku og veðurhægð; fór að dimma h. 5. og rigndi mikið af austri, hvass allan daginn. Miðalhiti í april á nóttu + 3.0 (í fyrra -j- 0.7) á hádegi + 1.7 (- — + 5.6) Við hádegisnaessu á morgun í dómkirkjunni stígur cand. theol. Halldór Jónsson í stólinn. Tíðarfar. Nú eru greinileg umskifti orðin á veðráttu. Eindregin sunnanátt, með hvassviðri og rigningu öðru hvoru. Skemtiskip enskt er væntanlegt hingað í sumar, meiri háttar miklu en dæmi eru til áður, nær 7000 smálestir, eða 10 sinn- um stærra en »Laura«. það er hið heimsfræga Cooks ferðafélag í Lundúu- um, er skip þetta gerir út. Nafn skípsins er »Ophir» og fer það fyrst til Noregs, þá til Spitzbergen og loks hingað í heimleið. Kemur hingað til Reykjavíkur 2. ágúst kl. 61 /., síðdegis og stendur hér við rétta 3 sólarhringa. Farþegar 100 í minsta lagi; geta kom- ist lengst til Jbingvalla eða eitthvað annað viðlíka langt, t. d. Krísuvíkur, upp í Henglafjöll eða því um líkt. Hr. Asgeir Sigurðsson kaupm. mun hafa haft nokkura milligöngu um þetta ferðalag nú við dvöl sína á Englandi. í verzlun Jóns Þóröarsonar komu mx með »Vesta« marg-eftir- spurðu fötin. Verð fyrir peninga : Drengjaföt frá 3—5 kr. Drengjabuxur 75 a,—1 kr. Fermingarföt 20—22 kr. Karlm. alfatnaðir 8,50—33kr. — Buxur 3-4 kr. Yfirfrakkar 20—35 kr. Öll fötin eru sniðin eftir nýjustu tízku. , Fyrir innskriftir og vörur er verðið 10/. hærra. Verðlaun. Hið íslenska bókmentafjelag heitir hjermeð verðlaunum, að upphæð 500 krónum, firir vel samið ifirlit ifir siigu lslands á 19. iild, með þeim skil- irðum, er nú skal greina: 1. Ritgjörðir þær, sem ætlað er að vinna til verðlaunanna, mega ekki vera lengri en svo, að nemi á að giska 30 —35 örkum prentuðum í sama broti og með sama letri og ‘Safn til sögu Islands’, og skulu þær vera komnar í hendur forseta Reikjavíkurdeildarinnar eigi síðar enn 1. júlí 1904. 2. Til að dæma um ritgjörðir þær, er keppa til verðlauna þessara, skal skipa 3 menn í nefnd, og skal það gert firir árslok 1903 og síðan aug- líst, hverjir 1 dómnefnd eru og hvern hún hefur kosið formann sinn. Deild- in í Kaupmannahöfn tiltekur nefndar- menn alla, enn að eins meðal búsettra manna í Reikjavík. fegar eftir 1. júlí 1904 afhendir forseti deildarinnar í Reikjavík formanni dómnefndarinnar ritgjörðir þær, er hann hefur veitt við- töku, og skal dómnefndin hafa kveðið upp dóm sinn firir árslok sama ár, og skírir hún þegar forseta frá áliti sínu og afhendir honum um leið aftur rit- gjörðirnar. Ritgjörðirnar skulu vera nafnlausar, enn auðkendar með ein- hverri einkunn. Nafn höfundarins skal filgja í lokuðu brjefi með sömu einkunn utan á, sem ritgjörðin hefur. I nefndinni ræður afl atkvæða. Verð launin fær sú ritgjörð, er nefndin dæmir verða launanna og útgáfu af fjelaginu. Sje um fleira enn eina slíka ritgjörð að ræða, veitir nefndin þeirri ritgjörð öll verðlaunin, sena hún telur besta. 3. Báðar deildir bókmentafjelagsins í sameiningu eiga rétt til að gefa út firstu útgáfu af ritgjörð þeirri, er verð- launin hKtur, þó með því skilirði, að þær greiði höfundi vanaleg ritlaun, 30 kr. firir hverja prentaða örk, auk verðlaunanna. Skulu deildirnar sjá um, að ritið sé fullprentað, áður enn ár er liðið frá því, að verðlaunanefnd- in kveður upp dóm sinn. Eftir firstu útgáfu útselda eignast höfundurinn aftur útgáfurjettinn. Ritgjörð þá, er verðlaun hlítur, skal prenta í Reikja- vík, nema böfundur;krefjist þess, að hún sje prentuð í Kaupmann ahöfn. Beri nauð- sin til að senda ritgjörðina til prentunar ifir haf milli landa, skal bókmentafje- lagið kaupa ábirgð á henni með pósti, er nemi 1000 kr. Glatist ritgjörðin á leiðinni, fær höfundurinn þessa upp- hæð (1000 kr.) útborgaða hjá fjeleginu, enn hefur að öðru leiti enga frekari kröfu til fjelagsins. 4.. Ritgjörðir þær, er eigi hljóta verðlaunin, skal forseti Reikjavíkur- deildarinnar geima, uns þeirra verður vitjað. Reikjavík og Kaupmannahöfn í maí og apríl 1899. Bjiirn M. Ulsen, forseti Reikjavikurdeildarinnar. Úlafur Halldórsson, forseti Hafnardeildarinnar. BANKABYQGSMJÖL hjá C Zimsen Næstkomandi mánudag og þriðjudag fást keyptar trjáplöntur hjá Kinari Helgasyni í Vinamjnni; enn fremur nokkurar nýjar sortir af útsæðiskartöflum til reynslu. VERZLUNARHÚSIÐ Copeland & Berrie í Leith hafa fengið umboð nokkurra belztu kaupmanna á Spáni til að kaupa verk- aðan Spánarfisk fyrir peninga út í hönd. Nánari upplýsingar gefur Ásgeir Siijurðsson kaupmaður Reykjavík. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu hreppsnefndarinnar í Mosfellshreppi verður bærinn Syðsta- grund í þingholtum hjer í bænum, að undangengnu fjárnámi, boðinn upp og seldur hæstbjóðanda á þremur upp- boðum, sem haldin verða kl. 12 á hádegi laugardagana 13., 20." og 27. þ. m., 2 hin fyrstu á skrifstofu bæjar- fógeta og hið 3. á bænum sjálfum, til lúkmngar sveitarskuld Sigurðar heit. Bjarnasonar, kr. 1654 86, til nefnds hrepps. Skilmálar verða til sýnis hjer á skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta upp- boð. Bæjarfógetinn í Rvík 1. maí 1899. Halldór Daníelsson. Uppboðsauglýsing. Miðvikudaginn 10. þ. m. kl. 11 f. hád. verður eftir beiðni Jóns skósmiðs Guðjónssonar opinbert uppboð haldið í Vestargötu nr. 40 og þar seldir ýms- ir lausafjármunir tilheyrandi nefndum skósmið svo sem: eldhúsgögn, leður og skinn, skósmíðaverkfæri, saumavél, barnavagn, borð, stólar, bækur, sófi, skrifborð. Söluskilmálar verða birtir á uppboðs- staðnum áður en uppboðið byrjar. Bæjarfógetinn í Reykjavík 4. maí ’99. Halldór Daníelsson. Fyrir ferðamcnn Ólafur Isleifsson við þjórsárbrú sel- ur ferðamönnum allan þann greiða, er hann getur í té látið. Einnig sel- ur hann bindindismannadrykki. Hér með er skorað á þá kaupmenn í Reykjavík, sem vilja selja holds- veikraspítalanum í Laugarnesi neðan- taldar vörur : ofnkol, steinolíu, rúgmjöl, hrísgrjón, bygggrjón. sagógrjón, hveiti. kaffi, exportkaffi hvítsykur, púðursykur, smjör og kirsiberjasaft, að hafa sent tilboð sín um verðlag á hverju einstöku til mín fyrir 20. þ. m. Sömuleiðis er skorað á bakara bæj- arins, að hafa sent tilboð sín fyrir sama tíma um sölu á rúgbrauðum, franskbrauðum og sigtibrauðum. Laugarnesi 5. mai 1899. Guðmundur Böðvarsson. GOTT ÍSLENZKT SMJÖR 60 aura pundið, þegar 10 pund eru kevpt 55 aura pundið hjá C Zimsen. Hinar ágætu KARTÖFLUR, og ennfremur kartöflur til útsæðis nýkomnar til C. Zimsen. Gísli Þorbjarnarson tekur að sér að innheimta skuldir og selja hús. Reyktur rauðmagi erkeyptur háu verði hjá Tli. Thorsteinsson. HANGIKJÖT og KÆFA hjá C. Zimseri Mér þykir mjög leitt, að eg síðast- liðinn vetur eigi til hlítar hefi getað fullnægt Reykjavíkurbúum með tilliti til allra pantana á kolum, en mér til afsökunar skal eg geta þess, að þrátt fyrir það, að eg á árinu 1898 hefi sent til Reykjavíkur tvöfaldan forða af kolum á móts við undanfar- andi á ár, þá nefir þessi forði eigi reynst nægur og veldur því aukin kolaeyðsla eimskipanna. En heiðr- uðum skiftavinum geri eg hér með kunnugt, að.eg á þessu áru mun flytja svo mikinn forða af kolum til Reykja- víkur, að eigi geti komið til mála að hér eftir verði 3kortur á kolum, eins og á síðastliðnum vetri átti sér- stað. Kaupmannahöfn 24. apríl 1899. J. P. T. Bryde ; P W: ■ / /

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.