Ísafold - 17.05.1899, Síða 1

Ísafold - 17.05.1899, Síða 1
Remur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 14/2 doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifieg) bunain við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. I XXVI. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 17. maí 1899. 32. blað I. 0. 0. F. 815199. 0. Forngripasafn opið mvd. og ld. kl.ll—12. Landsbanlcinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar gæzlustjóri 12—1. Landsbólcasafn opið hvern virkan dag ,kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.3) md., mvd. og Id. til útlána. Póstar væntanl. 18. og 19. þ. m. Póstskip Yesta leggur á stað til Kbafnar föstu. 19. þ. m. kl. tí siðd. Kyeimaskólinn í Reykjavík. Honum var sagt upp á laugardaginn var, 13. þ. m., í 25. sinn. Forstöðukona skólans, frú Thóra Melsteð, gat við skólauppsögnina nokk- urra atriða úr sögu skólans. Á undirbúningnum stóð 5 ár, frá 1869 til 1874, og fyrirhöfnin við þann undirbÚDÍng var mikil. Skólastofnun- in er fjárstyrk frá Danmörku að þakka. |>ar var skotið saman, bæði pening- um og ágætum bazarmunum, og var það fé lagt í sjóð skólans; 200 kr. voru veittar árlega af klassenska sjóðnum og 200 kr. frá Vallö-stofnun. Með þessu fé var lagt út í að byrja. Ýmsa örðugleika átti skólinn við að stríða fyrstu árin fyrir þá sök, hvað kvennaskólahugmyndin var ný og ó- £ekt hér á landi og áhuginn lítiM á því að menta kvenfólkið; sumum þótti mesti óþarfi og jafnvel óhæfa og vit- leysa, að vera að gera neina gang- skör að þeirri nýbreytni. Fyrstu fjögur árin var ekki nema einn bekkur f skólanum og náms- meyjar 10—11. Fleirum varð ekki viðtaka veitt fyrir húsnæðisskorti. |>au árin kendi Páll Melsteð íslenzku, sögu og landafræði fyrir alls ekkert. Hentugar kenslubækur, íslenzkar, voru þá ekki til, og fyrir því varð hann að kenna bókarlaust, sem ekki mundi hafa verið margra meðfæri. Eftir þessi fjögur árin fyrstu var með óllu óhjákvæmilegt að útvega skólanum stærra og betra húsnæði. En það var ekkert árennilegt. Styrk af almannafé var óhugsanlegt að fá til þess og ekki hafði skólastofuunin sjálf efni á að reisa sér hús. j>au hjónin réðust þá í að taka mikið fé að láni (12,000 kr.), rífa sitt gamla hús og reisa annað stærra, með því augnamiði, að skólinn gæti þarsmám- saman fengið meira og meira húsrúm eftir því, sem hann efldist. Árið 18t8 var svo kvennaskólinn settur í þessu nýja húsi með 34 náms- meyjum, og bekkirnir þá tveir. \ neðra bekknum voru kendar óhjá- kvæmilegustu námsgreinar, bæði til munns og handa. í efra bekknum voru námsgreinarnar fleiri, sömuleiðis bæði bóklegar og verklegar. Tíu árum síðar, 1888, var nemenda- fjöldinn orðinn svo mikill, að ekki varð hjá því komist að bæta við þriðja bekknum. |>á var bætt við ýrasum bóklegum námsgreinum, þar á meðal ænsku og náttúrusögu, og jafnframt varð verklega námið víðtækara. í haust er leið var bætt við fjórða bekknum, til þess að vel mentaðar stúlkur skyldu geta fengið þar enn fullkomnari tilsögn og jafnframt átt kost á a* venjast við að segja til börnum. Af efnahag skólans er það að segja, að fyrsta árið hafði hann að eins vexti af sínum eigin sjóói og nokkurn styrk frá Danmörku við að styðjast. En að því ári liðnu fór alþingi áð veita hon- um styrk, og hefir hann síðan farið smáhækkandi. Nokkurn styrk hefir skólinn líka fengið úr jafnaðarsjóðum amtanna og úr bæjarsjóði. Árið 1890 stofnuðu forstöðukona skólans, kennendur hans og þáverandi námsmeyjar sjóð, sem giftar og ógift- ar konur, er verið höfðu í kvenna- skólanum áður, hafa stutt með gjöf- um. Hann er kallaður »Systrasjóður«, og í hann hefir hver stúlka árlega borgað 1 kr. við byrjun skólaársins. f>egar þessi sjóður nemur 1500 kr., sem bráðum mun verða, er áformað að verja nokkuru af ársleigunum til að styrkja fátækustu og efnilegustu námsmeyjar skólans. Einn kennari hefir starfað við skól- ann síðan hann var stofnaður, söng- kennarinn Jónas Helgason. Hingað til hafa 7—800 námsmeyj- ar sótt skólann. f>egar forstöðukonan hafði lokið máli sínu, hélt síra Friðrik HaUgríms- son stutta ræðu til hjónanna og afhenti frú Melsteð 132 kr. frá núverandi og nokkrum fyrverandi kennurum við skólann sem virðingar og þakklætisvott fyrir starf liennar og góða samvinnu, með þeim ummælum, að þessari litlu upphæð yrði á einhvern hátt varið til að teugja nöfn þeirra hjóna við skólann. Varið ykkur nú, al- þingismenn I I öllum hamingjunnar bænum, var- ið þið ykkur nú, alþíngismenn, og far- íð þið gætilega! f>ið vitið ef til vill ekki, hvað mest er að varast. En þið verðið að setja það á ykkur og megið aldrei gleyrna því nokkurt augnablik. f>að er ráðgjafinn! f>íð munið sjálfsagt, hvað stendur í 2. Móse bók, 33. kap.: »Mitt auglit getur þú ei séð, því enginn maður, sem mig sér, má lifa. . . En þegar mín dýrð fer fram hjá, vil eg láta þig standa í bergskorunni, og mun eg byrgja þig með hendi minni, uns eg er kominn fram hjá; en þegar eg tek hönd mína frá, þá muntu sjá á bak mér; en mitt auglit verður ekkí séð*. Svona eigið þið að hugsa um ráð- gjafann ! f>ið megið ekki með nokkuru lifandi móti sjá hans auglit á þinginu, því að þá getið þið ékki lifað lengur. f>ið megið aldrei sjá hann frá annari hlið en að aftan. f>ið deyið ekki, þó að hann s/ni ykkur aftan undir sig með lagasynjunum og annnari lítilsvirðing á óskum ykkar, kröfum og þörfum. f>á er ykkur óhætt að kreppa hnefann í vasanum, jafnvel gefa sjálfum ykk- ur selbita, svona innan klæða, ef þið verðið ákaflega reiðir. En ef þið ættuð að standa beint frammi fyrir honum á þinginu, sjá hann öðruvísi en að aftan, horfa á hann augliti til auglitis — guð sé oss næstur! — eins og þið munduð þola það, íslenzkir alþingismenn! Vitaskuld þykir ykkur gaman að syngja jafn-fallegar línur og þetta: »Táp og fjör og frískir menn finnast hér á landi enn, þéttir á velli og þéttir í lund, þolgóðir á raunastundi. Ög það er líka sjálfsagt óhætt að segja, að þetta sé furðu rétt og góð lýsing á ykkur. En ekki megið þið samt halda, að þið séuð peir kappar, svo feykilega »þéttir í lund«, að þið verðið jafngóðir eftir að sjá ráðgjafa — nema þá að eins að aftan og í 300 mílna fjarlægð. Nei — standið þið í bergskorunni, piltar, og látið þið ráðgjafann byrgja ykkur með hendi sinni. Munið það, að ef þið sjáið framan í hann, þá deyið þið. Og svipleg og raunaleg sjón yrði það, að koma upp á hillurnar í al- þingissölunum og sjá ykkur alla, lög- gjafana og óskabörn þjóðarinnar, liggja fram á lappir ykkar, steindauða, eins og flugur á eiturplástri, frammi fyrir fótum ráðgjafans — sjá hann hlakk- andi með grimdar-glotti yfir andláti þjóðskörunganna, Benedikts, Guttorms, Guðjóns, og hvað þeir nú allir heita. Ætli þjóðin færi þá ekki að sjá eft- ir því að hafa fengið ráðgjafann á þing? Vitanlega eru til þeir vantrúarsegg- ir, sem ímynda sér, að þingmönnum sé óhætt að sjá framan í ásjónu ráð- gjafans — trúa því ekki með nokkuru lifandi móti, að þeir muni deyja af öðru eins. Vér treystum oss ekki til að sann- færa þá menn, sem eru með þeim vantrúar-ósköpum fæddir — menn, sem ekki fást til að trúa jafn-augljós- um sannleika eins og þeim, að íslenzk- ir alþingismenn hljóti að deyja, ef þeir sjá ráðgjafa-ásjónu. Vér getum ekki annað en vísað þeim til Benedikts Sveinssonar og sonar hans og »draugsins« og »f>jóðólfs« og skólapilta. Ætli þeir vitringar geri sér miklar vonir um, að unt verði að halda lengi líftórunni í alþingismönnum eftir að þeir hafa litið auglit ráðgjafans aug- um ? f>að er eitthvað annað. Um skilvindur. I. Hin síðustu ár hafa all-margir bænd- ur og búmenn fengið sér mjólkur- skilvindur, og svo virðist sem þeim fjölgi, er vilja eignast þær eða hafa hug á því. í blöðunum hefir stundum verið minst á þessar skilvindur fyrir utan auglýsingarnar, og hefir þeim verið hælt af flestum; af sumum hefir verið borið oflof á þær. Lýsir sumt af því, sem sagt hefir verið, ærið miklum ó- kunnugleika og fljótfærnislegum álykt- unum; er það því í ýmsum atriðum miður áreiðanlegt, og getur valdið misskilningi. Áhald þetta hefir verið nefnt ýms- um nöfnum á íslenzku, sem sem skil- vél, skilvinda, rjómavél og smjörvél. Eg skal ekki deila um þessi nöfn, en fyrir mitt leyti felli eg mig bezt við, að nefna þau af þessum áhöldum skilvindur, sem snúið er með sveif eða hreyfðar eru með hendinni. Hinar stærri nefni ég skilvélar, til aðgrein- ingar frá hinum minni, og mun ég fylgja þeirri reglu, er um þessar mið- flótta-mjólkurvélar er að ræða. Áður en ég minnist frekara á skil- vindurnar, sem eru margar og af ýms- um gerðum, vil ég stuttlega athuga ýmislegt af því, er sagt hefir verið um þær, og valdið getur misskilningi. Meðal annars hefir verið sagt, að þær gefi meira smjör og feitara, held- ur en fæst úr mjólkinni, er hún er látin setjast í trogum eða byttum. J>etta er rétt að sumu leyti, en ekki þó ávalt eða hvernig sem á stendur. Skilvindur eru fyrst og fremst ærið misjafnar að gæðum, og skilja ekki allar jafnvel. |>á eru og sumar þeirra mjög við- kvæmar, einkum hinar minni, t. d. »Alfa Colibrí«; þær þurfa mjög lítið að ganga úr lagi til þess, að þær skilji lakar eða þeim fari aftur í því, að skilja vel. Komi t. d. dældir í skál- arnar (diskana) eða smá göt, þá skilur vólin ver en áður. Auk þess er margt fleira, sem kemur til greina, og hefir sín áhrif, svo sem hvernig skilvindum er snúið, hiti mjólkurinnar, hirðan á þeim o. fl. jpað er því undir ýmsum atvikum komið, hvernig skilvindur skilja eða hvort þær skilja vel, enda þótt ganga megi að því vísu, að þcer skilji að jaýnaði eða oftast nœr mjólk- ina betur, heldur en hún skilst á ann- an hátt, og að þar af leiðandi fáist meira smjör úr henni með því að nota skilvindu. Að smjörið verði feitara, ef mjólkin er skilin í skilvindu, er mér eigi vel ljóst, hvernig á að skilja. Ef með því er átt við, að mjólkin sjálf verði auð- ugri af fituefnum, ef hún fer i gegn um vinduna, þá er það auðvitað mesti mis8kilningur. Skilvindan eða skil- vélar yfir höfuð auka ekki fituefni í mjólkinni að neinuleyti; því fer fjarri. MismuDurinn er sprottinn af alt öðr- um ástæðum, skilvindan á engan hlut í því. Hitt er annað mál, að smjörið verður hreinna, ef mjólkin er skilin í vindu; það verður minna í því af hárum og alls konar óþverra. — í>ó er þetta mikið komið undir því, hvernig skilvindan er hirt, hvort hún er þvegin vel upp, eftir að hún hefir verið notuð o. s. frv. Að telja til, hvað hin aukna smjörframleiðsla muni nema miklu, ef skilvindan er notuð, er eigi svo auðvelt, sem margur hygg- ur, því að þar kemur margt til greina og hefir sín áhrif. Skilvindurnar eru misjafnar að gæðum, meðferð og hirð- ing mismunandi á þeim o. s. frv. — Vilji menn vita vissu sína 1 því efni, eða hvað munurinn nemur miklu, þá

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.