Ísafold - 17.05.1899, Síða 2

Ísafold - 17.05.1899, Síða 2
126 þyrfti að gera tilraunir og samanburð milli skilvindunnar og troganna, eða réttara sagt milli mjólkur, sem skilin er í vindu og hinnar, sem látin hefir verið setjast í trogum. þetta hefir verið gert í Danmörku áður og getum vér auðvitað tekið þeirra tilraunir og reynslu til hliðsjónar, að því leyti, sem það á við hjá oss. |>ó er þess að gæta, að tilraunirnar í Danmörku voru miðaðar við skilvélar, er hreyíðar voru með hestafli og gufuafli —, en ekki við skilvindur. |>á hefur enn fremur verið sagt, að skilvindurnar spöruðu ílát og vinnu, og er það að vissu leyti rétt. ílátin spara þær að því leyti, að þær koma í þeirra stað, og er það reikningslega enginn sparnaður, þegar betur er að- gætt. Áður en skilvindan er fengin, eru trogin eða bytturnar notaðar, en þegar hætt er að nota þær og vind- aa fengin, þá er í rauninni að eins skift um hluti, sem ætlað er að gera samagagn; áhald kemur í áhalds stað; það er skift um höfuðstól. Hér getur því ekki verið neinum beinum sparn- aði til að dreifa í upphafi, heldur jafnvel þvert á móti. En llátin, sem notuð voru til þess að láta mjólkina setjast í, þau hverfa úr sögunni; það er satt; en skilvindan kemur í þeirra stað. En vinnusparnaður er það nokkur, að nota skilvindu í stað trog- anna, einkum þar sem mjólk er mikil, og kemur það sér vel nú á tímum, þar sem vinnufólksskortur er svo al- mennur. þegar nú á alt er litið, þá verður því ekki neitað, að skilvindan hefir marga kosti til að bera, og er að mörgu leyti hentugri heldur en þessi gamla aðferð að nota trog og byttur. En hún hefir einnig sína ókosti, að því er kemur til smjörframleiðslu og smjörverkunar yfirleitt eða þegar á alt er litið. S. S. Afneitun úr öllum áttum. 011 blöðin hér á landi, sem fylgja fram þeirri stefnu, að þiggja tilboð stjórnarinnar frá síðasta þingi, hafa nú afdráttarlaust afneitað þeirri skoð- un, að stöðulögin hafi skert landsrétt- indi vor og að grundvallarlög Dana nái til sérmála vorra. Bjarka farast meðal annars orð á þessa leið 20. apríl síðastlíðinn: »Stöðulögin gátu engin réttindi veitt okkur, við áttum öll okkar réttindi ó- skert þá og eigum enn. þau gátu engin réttindi tekið af okkur heldur, þar verður afsal okkar sjálfra að koma til. Stöðulögin eru að ein3 viðurkenn- ing frá konungi og stjórn fyrir því, hve mikils hluta af réttindum okkar þau vilja lofa okkur að njóta og hvers þau ætla að meina okkur af þeím. Móti þessu höfum við tekið sem af- borgun, eins og við tókum mót stjórn- arskránni og eins og við vonum að geta tekið móti stjórnartilboðinu frá 1897. það er að eins af hagsýnisá- stæðum, að við höfum síðan miðað allar okkar kröfur við stöðulögin — af því þau veita okkur mikið og við væntum ekki eftir meiru í bráð. |>að stendur líka fast f skilningi okkar, að ekki svo mikið sem eitt orð í stjórnarskrá Dana geti komið til greina við sórmál okkar. Hún kemur okkur ekkert við sem lög — aldrei samþykt, aldrei birt.« þjóðviljinn ungi kemst svo að orði að því er þetta efni snertir 9. þ. m. »í þessari sennu, um lagalegt gildi stöðulaganna, hefir blað vort jafnan verið annarar skoðunar en fram er fylgt af dr. Yaltý Guðmundssyni, og sama er enn.« Jafn-vel ber þessum blöðum saman við ísafold um það, að skilningurinn á gildi stöðulaganna komi ekkert við því máli, sem nú liggur fyrir þingi og þjóð, hvort vér eigum að þiggja tilboð stjórnarinnar frá 1897 eða hafna því. »Bjarki« fer um það meðal annars þessum orðum: »Bjarki« er jafn-hlyntur stefnu dr. Valtýs fyrir því, þó hann fallist ekki á þennan hluta röksemda hans. þær koma málinu lítið við og öldungis arð- laust að þrátta um slíkt nú. Hvað sem stöðulögum, grundvallarlögum og ríkisráði líður, þá viljum við nú fá ís- lenzkan raðgjafa, sem komi á þing og geti heyrt þar röksemdir okkar og skammir okkar, ef á þarf að halda. I stað þesssa stjórnarskrárstapps vilj- um við fá ráðgjafann til að vinna að viðreist atvinnuveganna með okkur o. fl.« «þjóðviljinn ungi« segir: »Alt þetta þref um gildi eða ógildi stögulaganna á landi hér, er stjórnar- baráttu vorri, einsog hún horfir nú við, allsendis óviðkomandi, þar sem allir málsaðilar eru um það ásáttir, að fara ekkert út fyrir þann réttargrundvöll, sem 'þar er lagður, og stjórnarskrár- breytingin fyrirhugaða lætur einmítt öll þau ákvæði núgildandi stjórnlaga vorra óhögguð standa, er landsréttindi vor varða. Að nota þessa skoðun dr. Valtýs Guðmundssonar um óviðkomandi atriði sem vopn gegn stjórnartilboðinu frá ’97, er því álíka viturlegt, eins og að berjast gegn því af hverri annari óvið- komandi ástæðu. En — tortrygnina verður fyrir hvern mun að vekja; það er hún, sem er eina vopnið þeirra, stjórnarskrár-and- stæðinganna. Og þar sem nú dr. Valtýr Guð- mundsson var svo einlægur að láta þessa skoðun sína um stöðulögin í Ijósi, enda þótt hann vissi vel, að hún riði í bága við stjórnmálaskoðanir all- flestra landa sinna, hví þá ekki að nota það sem vopn? það er maðurinn, en ekki málefnið, sem um er að gera. því meiri tortrygnin, því betra. Svo göfugt er nýjasta vopnið.« — Með þessum skýru undirtektum, þessari afdráttarlaasu afneitun kenn- ingarinnar um skerðing landsréttinda vorra, afneitun, sem er jafn-ákveðin hjá öllum þeim blöðum, sem að því vinna að stjórnartilboðið verið þegið, er hann ekki lengur svaraverður, heimskuþvættingurinn um, að sú kenn- ing sé á nokkurn hátt- á ábyrgð þess flokks manna í landinu, sem þiggja vill þá einu stjórnarbót, sem fáanleg er. það bull er svo fjarri öllu viti, að óhugsanlegt er að nokkur einfeldn- ingur glæpist á því. V erðlauna-tilboð Bókmentafélagsins. Verðlauna-tilboð Bómentafélagsins, sem stóð í Isafold 6. þ. mán., hafa áreiðanlega margir, og að líkindum flestir mentamenn lesið með hinni megnustu óánægju. Vitanlega var ekki nema sjálfsagt að gera einhverjar ráðstafanir til þess að fá ritaða sögu landsins á 19. öld nú um aldamótin. Mest furðan, að þær ráðstafanir skuli ekki hafa verið gerðar fyr en nú. Og við því mátti sannarlega búast, að Bókmentafélagið mundi vilja vanda vel til þessarar bókar, krefjast svo mikillar djúpfærni við samningu henn- ar, að hún yrði verulegur gróði og sómi fyrir bókmentir vorar. En þá þurfti það líka að búa svo um hnút- ana, að þess yrði nokkur kostur. það hefir Bókmentafélagið ekki gert. Einum manni er ætlað að semja þessa bók. Og fyrir það verk getur höfund- urinn í mesta lagi fengið 1550 kr. þessi tilhögun girðir með öllu fyrir það, að nokkur veruleg mynd verði á ritinu. Mjög vafasamt er, hvort nolckur einn maður er fær um að skýra, svo í lagi sé, frá öllum atriðum sögu vorrar, bókmentum, stjórnmálum, verzlun, at- vinnuvegum, efnahag og háttum þjóð- ar vorrar yfirleitt á þessu tímabili. En hitt er víst, að sé þetta starf leyst af hendi — vér viljum ekki segja ákjósanlega^ heldur — nokkurn veginn þolanlega, þá er borgunin svo óhæfilega lág, að hún gengur smánarboði næst. I ýmsum efnum, sem mjög mikils er um vert, hefði höf. engin heimild- arrit við að styðjast; hin og önnur at- riði í menningarsögu landsins gæti hann ekki kynt sér á annan hátt en með bréfaskriftum og ferðalögum. Við fljótlega ágizkun, að minsta kosti, er oss ekki unt að hugsa oss að starfið alt yrði af hendi leyst á skemri tíma en tveimur árum, þó að höf. sinti engu öðru. Fyrir þetta á að borga honum 1550 krónur — í mesta lagi ! Og þó værí töluvert öðru máli að skifta, ef höf. gæti þá gengið að þess- ari borgun vísri. En það er síður en svo. Um þetta fé á hann að keppa við, hver veit hvað marga, með þess- ari litlu vinnu, eða hitt þó heldur. Oss virðist með öðrum orðum lítt hugsandi, að nokkur maður líti við þessu tilboði. Hver sem á annan hátt getur unnið fyrir sér sómasamlega, leggur mikið í sölurnar fjárhagslega við að sinna því. Og sá sem ekki getur unnið fyrir sér á annan hátt, hann er naumast fær um þetta verk, og hefir fráleitt efni á því hvorutveggja: að bíða eftir borguninni þangað til dóm- ur nefndarinnar er upp kveðinn og eiga hana auk þess óvísa. En hvað sem því líður, hvort til- boðinu verður sint eða ekki, þá er hitt víst, að verkið verður slælega unnið fyrir þetta fé. Enginn maður getur fyrir 1550 krónur, sem hann á ekki einu sinni vísar, varið til þess syo miklum tíma, sem til þess þarf. það er auðsætt, að stjórn Bókmenta- félagsins hefir farið hér skakka leið. Hún hefði alveg vafalaust átt að skifta starfinu milli þeirra manna, sem hún hefði talið hæfasta, ofþyngja engum, en ganga ríkt eftir að alt væri vel af hendi leyst. Auðvitað hefðu ritlaun- in orðið að vera sæmileg, í allra minsta lagi 100 kr. fyrir örkina, í stað þess sem nú eru boðnar 43—44 kr. Á þann hátt hefði trygging fengist fyrir sómasamlegu riti. Með því fyrirkomu- lagi, sem stjórn félagsins hefir valið, fæst trygging fyrir kákinu einu — ef árangurinn af tilboðinu annars verður nokkur. það væri illa farið, ef þetta íljót- hugsaða verðlauna-tilboð Bókmenta- félagsins yrði til þess að girða fyrir það, að vér fengjum gott rit um 19. öldina hér á landi. Og það má ekki verða. Alþingi ættí fyrir hvern mun að skerast í leikinn í sumar og tryggja fjárveiting einhverjum, sem treystandi er til að láta fyrirtækið verða oss til sóma og gagns, en ekki til minkunn- ar. Próf í stýrimannafræði. Dagana 24.—29. apríl var hið minna stýrimannapróf haldið við stýri- mannaskólann. Undir það gengu 25 af lærisveinum skólans og stóðust það. Fyrsta daginn leystu þeir úr 4 skrif- legum spurningum, sem stýrimanna- kensluforstjórinn í Kaupmannahöfn hafði samið og sendar voru landshöfð- ingja í lokuðu umslagi með mnsigli stýrimannakensluforstjórans fyrir, og afhendi amtmaður J. Havsteen próf- nefndinni spurningarnar í skólanum, þegar prófið byrjaði. Hina dagana leystu þeir úr 4 munn- légutn spurningum, sem prófnefndin valdi, og enn fremur voru þeir próf- aðir í mælingum með sjöttungsmæli (Sextant). í prófnefnd voru auk forstöðumanns skólans, Markúsar F. Bjarnasonar, síra Eiríkur Briem og lautinant J. W. Topsöe-Jensen, tilnefndir af bæjar- stjórninni og stiftsyfirvöldunum, en skipaðir af landshöfðingja og laut. Jensen oddviti nefndarinnar. þessar einkunnir hlutu prófsvein- arnir við prófið: stig 1. Sigurður Pétursson, Hrólfsskála 60 2. Hjalti Jónsson, Höfnum,....... 58 3. Jón Gíslason, Beykjavík ....... 57 4. Jón Ólafsson, Beykjavík ....... 56 5. þorsteinn Júl. Sveinss., Bíldudal 56 6. Sigurjón Benjamínss., Báðagerði 54 7. Oddur Jónsson, Báðagerði ... 54 8. Sig. Bjarnason, Gljúfrá, Mýrum 53 9. Egill Hgr. Klemenssonj Vogurn 50 10. Björn Gíslason, Bakka, Bvík 50 11. Jón Einarss. Flekkudal, Kjós 49 12. Símon Friðriksson, Arnarfirði 49 13. Magnús þorsteinsson, Bvík ... 49 14. Sigurður Jónsson, Akranesi ... 49 15. Bened. Bachm. Árnas., Flatey 49 16. Jón Páll Mattíasson, Arnarfirði 48 17. Ólafur Einarsson, ísafirði..... 47 18. Indriði Gottsveinsson, Kjalarn. 46 19. Sigurjón Jónss., Bakka, Bvík 44 20. Guðm. JónBson, Hafnarfiröi ... 43 21. Stefán Kr. Bjarnason, Bvík ... 42 22. Melchior Ólafsson, Patreksfirði 40 23. Guðmundur Sigurðsson,Bvík ... 40 24. Hafliði Jóh. Jóhannsson, Bvík 34 25. Kolbeinn þorsteinsson, Bvík... 34 Hæsta einkunn við þetta próf er 63 stig og til að standast prófið þar-f 18 stig. þess skal getið að 2., 3., 5., 8., 9., '11., 12. og 17. gengu ekki inn í skól- ann fyr en í haust og voru því að eins einn vetur í honum. Ennfremur var hiö meira stýrimannapróf haldið í fyrsta sinn dagana 5., 6., 8. og 10. þ. m. Gekk einn af lærisvein- um skólans undir það og stóðst próf það með ágcetis-einkunn. Fyrsta daginn leysti hann úr 6 skrif- legum spurningum í stýrimannafræði og 1 skriflegri spurningu í stærðfræði, og voru spurningarnar, lögum sam- kvæmt, búnar til af stýrimannakenslu- stjóranum í Kaupmannahöfn og send- ar landshöfðingja í innsigluðum um- búðum, en þegar prófið átti fram að fara, afhendi amtmaður J. Havsteen prófnefndinni spurningarnar í skólan- um. Næsta dag leysti prófsveinninn úr 4 munnlegum spurningum í stýri- mannafræði, sem prófnefndarmenn höfðu meðferðis frá Khöfn, og leysti hann úr spurningunum á dönsku, sökum þess að báðir prófdómendur voru danskir menn, sem ekki skildu íslenzka tungu. Ennfremur var próf- sveinninn prófaður í mælingum með sjöttungsmæli. þá gerði hann og ís- lenzka ritgerð og danskan stýl, og

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.